Morgunblaðið - 12.01.2005, Page 9

Morgunblaðið - 12.01.2005, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 9 FRÉTTIR Allt á útsölu Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862 ÚTSALAN ER HAFIN Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14 Útsalan í fullum gangi 40-80% afsláttur Góðar vörur á góðu verði Dæmi um verð: Áður Núna Mohair peysa 6.000 1.900 Riffluð peysa 6.500 1.400 Rennd peysa 5.900 1.900 Rúllukragapeysa 6.200 1.900 Vafin peysa 4.800 1.900 Peysa m. v-hálsmáli 4.700 1.400 Satíntoppur 5.300 1.900 Bolur m. perlum 6.600 1.900 Bolur m. áprentun 3.700 900 Skyrta 4.000 1.800 Túnikublússa 4.700 900 Hettupeysa 4.900 1.900 Sítt pils 6.300 900 Flauelsjakki 6.400 1.900 Dömujakki 5.600 900 Vatteruð úlpa 6.800 2.900 Leðurbuxur 11.200 2.900 Kvartbuxur 4.900 900 Dömubuxur 5.800 900 Og margt margt fleira ÚTSALA - ÚTSALA 60—80% afsláttur Ótrúlega lágt verð Síðumúla 13 sími 568 2870 108 Reykjavík. Opið frá 10-18 mbl.issmáauglýsingar FOSSKRAFT, verktakinn sem reisir stöðvarhús Kárahnjúka- virkjunar í Fljótsdal, átti lægsta tilboð í gerð þjónustubyggingar í dalnum, eða svonefnds hlaðhúss við gangamunnann. Tilboð Foss- kraft var upp á 348 milljónir króna en kostnaðaráætlun nam 492 milljónum króna. Næstlægstir voru Keflavíkurverktakar með 365 milljóna króna tilboð. Ásamt aðveitustöð í Fljótsdal og stíflumannvirkjum er hlaðhúsið eina bygging Kárahnjúkavirkjun- ar sem sjáanleg er á yfirborði jarðar. Í húsinu verða skrifstofur, stjórnherbergi, starfsmannaað- staða og tækjageymsla. Tvö önnur tilboð bárust, frá Magnúsi og Steingrími ehf. í Reykjavík og Magnúsi Þ. Þórarinssyni á Egils- stöðum, sem bæði voru upp á tæp- ar 450 milljónir króna. Svíar lægstir í stálvíraútboði Hjá Landsvirkjun hafa tilboð einnig verið opnuð í stálvíra fyrir Fljótsdalslínur 3 og 4 og Sult- artangalínu 3. Sænska fyrirtækið Swedwire bauð lægst, 54 millj- ónir, og rúmar 50 milljónir í frá- vikstilboði. Áætlun Landsvirkjun- ar var upp á 64 milljónir en meðal þriggja annarra tilboðsgjafa var Byko með 62,4 milljóna króna boð. Vinna við Kárahnjúkavirkjun Fosskraft bauð lægst í þjónustubyggingu SKIPULAGSSTOFNUN hefur úr- skurðað að rannsóknarboranir á Hengilssvæði og Hellisheiði skuli í nokkrum tilvikum háðar mati á umhverfisáhrifum. Svæðin sem um ræðir eru: í Innstadal, Stóra- Skarðsmýrarfjalli og í Fremstadal í Sveitarfélaginu Ölfusi. Rannsóknarboranir á eftirtöld- um stöðum eru ekki háðar mati á umhverfisáhrifum: við Kýrgil og Búrfellslínu 3A á Ölkelduhálsi í Grímsnes- og Grafningshreppi og við Hverahlíð í Sveitarfélaginu Ölfusi. Allt fylliefni aðflutt Fyrirhugaðar eru rannsóknar- boranir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á fjórum svæðum á Hellisheiði og austanverðu Heng- ilssvæði, þ.e. 2 borholur í Innsta- dal, 2 í Fremstadal og 2 borholur á Ölkelduhálsi-Þverárdal og 1 í Hverahlíð. Níu borholur hafi þegar verið gerðar á virkjunarsvæði OR á Hellisheiði og Ölkelduhálsi, þar af sjö vegna undirbúnings Hellis- heiðarvirkjunar. Framkvæmdir eru hafnar við virkjunina og kem- ur fram í gögnum OR að gert er ráð fyrir að á þessu ári og því næsta verði boraðar 10 vinnslu- holur á virkjunarsvæði hennar. Fela framkvæmdir við rann- sóknarboranir m.a. í sér gerð aðkomuleiða og borstæða, vatns- töku, efnistöku og förgun affalls- vatns. Gera þarf nýja vegslóða til að færa stórvirk tæki. Allt fylliefni er aðflutt og er gert ráð fyrir að útbúa þurfi 4.000 m² borstæði í hverju tilviki og að reikna er með um 3.000–5.000 rúmmetrum af fylliefni í hvert þeirra. Við borun þarf að staðaldri um 30–40 lítra/s af vatni og er reiknað með að bor- un hverrar holu taki um 1–2 mán- uði og blástur 3–6 mánuði. Frá- rennsli verður síað og borvatn síðan leitt í svarfþró og borvatni sem rennur frá holunni beint í næsta vatnsfarveg eða hraun- sprungu. Engar nýjar námur verða opnaðar vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana. Kann að hafa veruleg áhrif á gróður Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar um einstök svæði segir um Innsta- dal að framkvæmdir þar kunni að hafa veruleg áhrif á landslag og gróður í dalnum vegna beinnar röskunar af mannvirkjagerð og hugsanlegra áhrifa af blásandi holu og frá affallsvatni, en dal- urinn sé afluktur, gróinn og lítt snortinn. Framkvæmdir þar skulu því háðar mati á umhverfisáhrif- um. Sömu sögu er að segja af fyr- irhugaðri rannsóknarborun á Skarðsmýrarfjalli og í Fremstadal sem skulu háðar umhverfismati, að mati stofnunarinnar. Rannsóknar- boranir á öðrum stöðum sem til- greindir eru skuli hins vegar ekki háðir umhverfismati. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 4. febrúar 2005. Rannsóknarboranir á Hengilssvæði og Hellisheiði Háðar umhverfismati í nokkrum tilvikum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Orkuveita Reykjavíkur áformar að bora margar holur á Hellisheiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.