Morgunblaðið - 12.01.2005, Side 22

Morgunblaðið - 12.01.2005, Side 22
FRAMSÝNI OG METNAÐUR Á SVIÐI TÓNLISTAR Eins og fram kom í greinBergþóru Jónsdóttur, Aflistum, í Morgunblaðinu í gær, er gjöf Halldórs Hansen barnalæknis til Listaháskóla Ís- lands, „stórmerk“. Með henni er „lagður grundvöllur að því að hér verði hægt að halda uppi fag- mennsku á sviði tónlistarfræða hvers konar; tónvísinda og tónlist- arsögu“. Gjöf hans má rekja aftur til ársins 1999 er Halldór, sem átti viðamikið safn hljómplatna, myndbanda, bóka og ýmiskonar gagna um tónlist, fór fram á það að Listaháskólinn tæki við safni hans. Árið 2001 gaf hann skólanum safnið auk fleiri verð- mæta, svo sem húseignar við Lauf- ásveg. Var þá tekin ákvörðun um að stofna sérstakan styrktarsjóð við Listaháskólann og kenna hann við Halldór Hansen, en sú athöfn fór formlega fram í Salnum sl. föstu- dag. Nemur stofnfé sjóðsins um 90 milljónum króna. Auk þess að verðlauna einn eða fleiri tónlistarnema Listaháskólans fyrir framúrskarandi árangur, er það hlutverk sjóðsins að byggja upp og styðja við tónlistarbókasafn skólans. Skilyrði Halldórs fyrir gjöfinni var að skólinn tryggði að tónlistarsafn hans yrði notað í þágu nemenda og kennara Listaháskól- ans, auk annarra sem rannsaka eða kynna tónlist. Ennfremur að það yrði skráð og gert aðgengilegt öll- um notendum innan skólans og ut- an. Skilyrðin bera hugsjónum Hall- dórs gott vitni – en einnig þekkingu hans á átakanlegri vöntun á slíku safni hér á landi. Bergþóra bendir á að „þeir há- skólar heims sem teljast í fremstu röð, eiga það sammerkt að státa af feiknargóðum bókasöfnum, sem laða ekki bara að sér nemendur og kennara, heldur líka fræðimenn. Á Íslandi hefur fræðimennska í tón- list af augljósum ástæðum verið handahófskennd og háð mikilli þrautseigju þeirra sem hana hafa stundað“. Sjóður Halldórs Hansen hefur alla burði til að valda löngu tímabærum straumhvörfum. Fram- sýni Halldórs og metnað fyrir hönd íslensks tónlistarlífs ber því að þakka – gjöf hans mun vinna með komandi kynslóðum og verða for- senda brýnna framfara á þessu sviði menningarinnar. VERÐBÓLUR OG HEILBRIGÐ SKYNSEMI Í Morgunblaðinu í gær birtistviðtal við Sir Howard Davies, sem gegnt hefur lykilstöðum í brezku fjármálalífi, verið aðstoð- arbankastjóri Englandsbanka og yfirmaður brezka fjármálaeftirlits- ins. Sir Howard var m.a. spurður, hvort hann teldi þá miklu hækkun sem orðið hefði á hlutabréfum á Kauphöll Íslands eðlilega. Svar hans var svohljóðandi: „Miðað við það sem var rætt um á ráðstefnunni í dag virðist gegnsæi fjármálamarkaðarins vera ofarlega á baugi í umræðunni hér á landi. Þessi mikla hækkun, sem hefur orðið á hlutabréfum hér á landi, minnir um margt á það mynztur sem verðbólur fylgja. Verð á hlutabréfum hækkar, þegar fjárfestar sjá fram á aukinn hagnað fyrirtækjanna og aukinn arð til sín. Mér þykir afar ólíklegt að félögin geti skilað jafnmiklum hagnaðarauka og þessi mikla verð- mætisaukning gefur tilefni til að ætla. Að því leytinu til verð ég að segja að þessi mikla aukning sé ekki eðlileg.“ Sir Howard Davies bætti því við að hann vissi til þess að Fjármála- eftirlitið tæki harðar á þessum málum en að hans mati væri þörf á auknum reglugerðum sem stuðluðu að því að auka gegnsæi markaðar- ins og veita Fjármálaeftirlitinu möguleika á að bregðast við ef um verðbólu væri að ræða. Heilbrigð skynsemi segir okkur að mat hins brezka sérfræðings á stöðunni hér er rétt. Sum félög á hlutabréfamarkaðnum eru metin svo hátt að það þarf enga sérfræði- þekkingu til að sjá að þau geta ekki staðið undir því verðmati. Það eru engin töfraráð til í dag- legum rekstri fyrirtækja, þótt stöku sinnum skapist möguleikar á að ná inn miklum hagnaði. Og það kemur engum á óvart að þær stóru hagnaðartölur, sem stundum sjást í reikningum íslenzka fyrirtækja, byggjast sjaldnast á því sem dag- legur rekstur þeirra skilar en oftar á einhverjum einstökum viðskipta- samningum sem gerðir hafa verið. Einn fremsti sérfræðingur Breta á þessu sviði telur sem sagt að á ís- lenzka hlutabréfamarkaðnum ríki nú verðbóluástand sem sumir kalla reyndar loftbólur. Það er hins vegar umhugsunar- efni hvernig slíkt ástand getur skapazt og hvernig hægt er að halda því við misserum saman. Hvernig er það gert? Er mark- aðurinn hér svo lítill að það sé hægt að halda honum uppi með handafli? Það væri fróðlegt rann- sóknarefni bæði fyrir Kauphöll Ís- lands og t.d. sérfræðinga við- skiptafræðideilda þeirra háskóla sem hér starfa á þessu sviði. Augljóst er að meiri líkur eru á því en minni að einhverjir verði fyrir verulegum áföllum af þessum sökum áður en upp er staðið. 22 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þetta hefur gríðarlegamikla þýðingu fyrir spít-alann,“ segir JóhannesM. Gunnarsson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH), og vísar þar til hugmynd- ar Davíðs Oddssonar utanríkis- ráðherra, um að söluandvirði Sím- ans verði notuð til að fjármagna nýjan hátæknispítala. Jóhannes rifjar upp að sameining sjúkra- húsanna í Reykjavík hafi verið af- ar umdeild á sínum tíma, ekki síst meðal starfsmanna. „En það sem í raun sætti aðila máls var sýnin um uppbyggingu nýs háskóla- sjúkrahúss. Með orðum utanrík- isráðherra er búið að gefa vís- bendingu um að framtíðarsýnin geti orðið að veruleika á okkar dögum, sem er auðvitað afar ánægjulegt.“ Að sögn Jóhannesar hefur hann haft mjög þungar áhyggjur af framþróun varðandi uppbygg- inguna. Hann rifjar upp að sam- kvæmt áætlunum nefndar á veg- um heilbrigðisráðuneytisins undir forystu Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um uppbyggingu nýs spítala neð- an við Hringbraut hafi verið gert ráð fyrir að hægt væri að fara af stað með auglýsingu vegna hönn- unarsamkeppni um skipulagningu lóðarinnar í desember 2004. „Ég hafði áhyggjur af því að ekki gæti orðið að skipulagsvinnunni á til- settum tíma og að það yrði gríð- arlega mikið móralskt áfall fyrir starfsmenn spítalans ef þetta gæti ekki gengið eftir.“ Í þessu samhengi bendir Jó- hannes á að í fjárlögum hafi ekki verið gert ráð fyrir því fé sem þurfi til að standa undir kostnaði við fyrrnefnda hönnunarkeppni sem gæti numið allt að 50 millj- ónum. „Hins vegar má segja að það birti til með þessari yfirlýs- ingu utanríkisráðherra, sem við hljótum að taka mjög alvarlega, enda hér um að ræða forystu- mann annars stjórnarflokksins. Við þekkjum afstöðu hins stjórn- arflokksins gegnum heilbrigðis- ráðuneytið þannig að við hljótum að líta svo á að innan ríkisstjórn- arinnar sé einhugur um þetta mál,“ segir Jóhannes og tekur fram að sér finnist afar ánægju- legt að náðst hafi þverpólitísk samstaða um málið þó eftir sé að skilgreina hversum stórum hluta af söluhagnaði Símans sé gert ráð fyrir í uppbyggingu LSH. Hægt að hleypa hönnunarsamkeppni af stað nú í janúar Spurður um hver staða mála sé um þessar mundir varðandi und- irbúning uppbyggingarinnar segir Jóhannes búið að ákveða stað- setningu uppbyggingarinnar sem verði við Hringbrautina, búið er að vinna áætlun um þrepaskipt- ingu undirbúningsins og ganga frá samningum um lóðina. „Auk þess er búið að vinna innan spít- alans viðamikla skýrslu um vænt- anlegar þarfir fram til 2025 og verður sú skýrsla lögð til grundvallar þeirri skipulagsvinnu sem fram undan er.“ Að sögn Jóhannesar verður væntanlega hægt að hleypa hönn- unarsamkeppninni af stað strax síðar í þessum mánuði, en auglýsa þarf á öllu Evrópska efnahags- svæðinu. Jóhannes segir keppnisgögnin þegar tilbúin en gert er ráð fyrir að keppnin verði í tveimur hlutum, fyrst verði for- keppni þar sem úr verði valdir 5–6 aðilar sem hafi kost á að skila inn hugmyndum sínum. Ef allt gangi að óskum má, að sögn Jó- hannesar, gera ráð fyrir að hægt sé að hefja deiliskipulagsvinnu í október á þessu ári. „Í framhaldi af þeirri vinnu og kynningarferli deiliskipulags er hægt að fara að vinna að hinum raunverulegu teikningum sem gæti orðið um mitt ár 2006. En það má ekki gleyma því að í öllu þessu ferli þarf að afla heimilda og leyfa frá opinberum aðilum, þannig að þó við setjum upp þessa tímaáætlun þá er það há ekki standi ingu o leyfa.“ Að sögn esar hafa m LSH reynt af uppbygg tæknisjúkra nágrannalön okkar og þá lega í Noreg varðar heild búningstíma sýnir reyn menn verða sér ekki m fimm ár í u inginn. Mi það gætu framkvæmdir h í kringum 2010.“ Aðspurð Jóhannes gert ráð fyrir skiptingu uppbyggingari henni verði skipt í fjóra á er gert ráð fyrri að síðas anum verði lokið á árinu Mikil rekstrarleg hag næst með uppbyggin Spurður hvernig uppb sé hugsuð og hvað verði byggingar sem nú þegar hendi á Landspítalalóðinn Jóhannes á að núverandi LSH er komið verulega sinna. „Sumar þeirra b Framtíðarsý orðið að ve        ! "   # "      $ %     # "       6 >*-' +) (  + $4''-' ,+ > 8  . + ). -!" +) !+ ' A  '+ L/"/ ' -, %. +!"' ' - $ )   ' + .)---!" +) !+ -E#) 8 -'$ ) - + # + '1 )--/ ) L".. " > 8 "+ $4''-' " !+ )" + +. 1+- '  .F " ." " C.#) + "'- !+ -E#) 8 -'$ ) -/  . " $4''-' ,+- ) "   / & #  '       (  ) )* + , / -$<.  %.% !*+ - !*+ . !*+ / !*+ 0 Forstjóri Landspít- alans og starfsmanna- ráð fagna yfirlýsingum utanríkisráðherra um að söluandvirði Símans verði notað til að byggja upp nýjan spít- ala. Búið er að afmarka lóð undir spítalann, en fimm ár tekur að undir- búa framkvæmdir. Jóhannes M. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.