Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 23
Ágreiningur Tonys Blairsforsætisráðherra ogGordons Browns fjár-málaráðherra setti áfram
svip sinn á forsíður bresku blaðanna
í gær en m.a. er sagt frá því að þeir
Blair og Brown hafi fengið það
óþvegið hjá þingmönnum Verka-
mannaflokksins á fundi sem haldinn
var á mánudagskvöld. Skömmuðu
þingmenn flokksins forystumennina
tvo fyrir þann persónulega meting,
sem sett hefur mark sitt á samband
þeirra, en margir óttast nú að deilur
þeirra muni skaða Verkamanna-
flokkinn í næstu þingkosningum.
Dagblaðið The Times sagði mikla
reiði ríkja í garð Blairs og Browns í
kjölfar þess að metingurinn þeirra í
millum kom á ný upp á yfirborðið nú
um helgina, en þá var greint frá
nýrri bók þar sem fram kemur að
Blair hafi ákveðið í júní 2004 að hann
myndi gegna forsætisráðherraemb-
ættinu áfram um langa hríð enn, í
stað þess að standa við loforð sem
hann á að hafa gefið Brown um að
víkja senn fyrir honum.
The Guardian sagði þingmenn
Verkamannaflokksins hafa húð-
skammað Blair og Brown á fundin-
um á mánudag og The Daily Tele-
graph líkti ráðherrunum tveimur við
ólátabelgi sem gripnir hafa verið í
slagsmálum á skólaleikvellinum.
„Hysjið upp um
ykkur brækurnar“
„Tony Blair og Gordon Brown
fengu það báðir óþvegið á fundinum í
kvöld. Þetta var þingflokksfundur
sem á sér engin fordæmi,“ sagði
þingmaðurinn Paul Flynn um fund-
inn á mánudag. Og í gær staðfesti
John Prescott aðstoðarforsætisráð-
herra að forystan hefði verið gagn-
rýnd á fundinum. „Fótgönguliðið er
að segja við leiðtogana: hysjið upp
um ykkur brækurnar,“ sagði hann.
Blair ræddi gagnrýnina á hendur
honum og Brown beint á fundinum á
mánudag. „Ég veit að allir sem hér
eru viðstaddir […] eru sammála um
að ekkert má koma í veg fyrir að
samstiga Verkamannaflokkur sem
stendur sameinaður á bakvið stefnu-
mið flokksins tryggi sér þriðja kjör-
tímabilið sem fólkið í landinu þarf
svo bráðnauðsynlega á að halda,“
sagði Blair.
Bað hann flokksbræður sína um
að standa þétt saman eftir að hafa
hlýtt á þá lýsa áhyggjum sínum, um
að ekkert yrði af því að flokkurinn
ynni sigur í þriðju þingkosningunum
í röð sökum metingsins milli Blairs
og Browns sem hefur verið á milli
tanna á fólki í Bretlandi allt frá því
að Verkamannaflokkurinn komst til
valda 1997.
Brown sat þegjandi við hlið Blairs
á fundinum og vel fór á með þeim,
var markmið leiðtoganna greinilega
að sýna að þeir séu samherjar en
ekki keppinautar.
Á sunnudag höfðu einmitt bæði
Brown og Blair mætt í sjónvarpsvið-
töl, hvor í sínu lagi, til að leggja
áherslu á að þeir stæðu þétt við hlið
hvor annars og að þeir myndu ekki
láta þær fullyrðingar, sem fram
koma í nýrri bók blaðamannsins Ro-
berts Prestons, slá sig út af laginu.
Brown sagði það eitt fara um hug
sinn nú að tryggja að Verkamanna-
flokkurinn yrði áfram kjörinn til að
stjórna landinu. „Það er verkefni
mitt í stjórnmálum, það sem ég á
degi hverjum reyni að vinna að. Og
ég læt ekki fréttir í dagblöðum eða
bækur eða orðróm eða slúður af-
vegaleiða mig, og það mun Tony
Blair ekki heldur gera,“ sagði hann.
Blair lét svipuð ummæli falla í
samtali við David Frost í breska
sjónvarpinu, BBC. Sagðist hann síð-
an hafa svarað sömu spurningum um
áform sín í stjórnmálum fyrir hálfu
ári. „Ég sagði þá að maður semur
ekki um störf sem þessi – maður ein-
faldlega gerir það ekki.“
Alger trúnaðarbrestur
Í bók Prestons, „Brown’s Brit-
ain“, er því haldið fram að Blair hafi í
kvöldverðarboði Prescotts aðstoðar-
forsætisráðherra í nóvember 2003
tjáð Brown að hann myndi senn
draga sig í hlé og gefa Brown eftir
forsætisráðherraembættið. Var
Blair á þessum tíma langt niðri, taldi
sig hafa glatað öllu trausti meðal
kjósenda vegna Íraksmálanna, sem
verið hafa bresku stjórninni erfið.
Preston segir hins vegar frá því að
Blair hafi skipt um skoðun í júní 2004
en þá höfðu nokkrir nánir banda-
menn hans í ríkisstjórninni hvatt
hann til að endurskoða hug sinn.
Varð við þetta alger trúnaðar-
brestur, að sögn Prestons, og er
Brown sagður hafa sagt við Blair:
„Ég mun aldrei trúa neinu sem þú
segir við mig framar.“
Vill Blair losa sig við Brown?
Það hefur lengi verið rætt um að
spenna einkenndi samskipti gömlu
félaganna Blairs og Browns. Blair
varð formaður Verkamannaflokks-
ins 1994 en Brown hafði haft metnað
til starfans líka. Er rætt um að þeir
hafi orðið ásáttir um að snúa bökum
saman í því skyni að komast til valda,
gegn því að Blair léti Brown emb-
ættið eftir um síðir.
Hafa síðustu árin verið fluttar
stöðugar fréttir af því, að Brown
væri farinn að gerast óþreyjufullur
eftir efndum loforðsins.
Ef marka má frásögn Prestons
hefur spennan í samskiptum Browns
og Blairs hins vegar nú náð nýjum
hæðum og Preston er raunar ekki
einn um það mat, Andrew Marr,
stjórnmálafréttastjóri BBC, deilir
því með honum. „Ég tel samband
þeirra, hin persónulegu samskipti,
sannarlega afar bágborið. Staðan er
mjög erfið,“ segir hann og bætir því
við að margir í framvarðasveit
Verkamannaflokksins telji að Blair
muni reyna að færa Brown úr starfi
fjármálaráðherra eftir næstu þing-
kosningar. „En það ræðst þó auðvit-
að af því hvort Verkamannaflokkur-
inn heldur völdum og hversu
traustur þingmeirihlutinn verður.“
Fengi Brown
meiri stuðning?
Þrátt fyrir átökin í forystusveit
Verkamannaflokksins benda nýjar
skoðanakannanir til þess að flokkur-
inn hafi sigur í þingkosningum, sem
talið er að verði boðaðar 5. maí nk. Í
könnun sem birt var í The Times
kom fram að Verkamannaflokkurinn
fengi 38%, Íhaldsflokkurinn 33% og
frjálslyndir demókratar 20%. Könn-
un The Independent benti hins veg-
ar til að Verkamannaflokkurinn
fengi aðeins 23%, íhaldsmenn 18%
og frjálslyndir 12%; alls 26% kjós-
enda væru óákveðnir.
Vekur athygli að könnun The In-
dependent bendir til að ef Brown
tæki við af Blair nú þá myndi fylgi
Verkamannaflokksins aukast um
þriðjung – en Brown er talið til tekna
gott efnahagsástand í Bretlandi und-
anfarin ár, auk þess sem hann er
ekki tengdur ákvörðuninni um að
ráðast inn í Írak á sama hátt og
Blair. „Forskot Verkamannaflokks-
ins er hvorki svo stórt né svo fast í
hendi að flokkurinn megi við áfram-
haldandi spennu milli forystumann-
anna,“ hafði The Independent eftir
stjórnmálafræðingnum John Curt-
ice.
Byggt á: AFP, fréttavef BBC.
Blair og Brown
fengu það óþvegið
Reuters
Rifjað var upp í gær að Tony Blair (t.h.) kaus að halda blaðamannafund nýverið á nákvæmlega sama tíma og
Gordon Brown var að kynna áætlanir stjórnarinnar um að beita sér fyrir „nýrri Marshall-áætlun“ í baráttunni
gegn fátækt í heiminum. Þykir þetta til marks um að spennan úr samskiptum þeirra sé farin úr böndunum.
Fréttaskýring | Þingmenn breska Verkamannaflokksins lýstu á fundi með
leiðtogum flokksins á mánudag mikilli óánægju sinni með illdeilur þeirra í
millum. Þingmennirnir óttast að spennan í samskiptum Blairs og Browns
muni skaða flokkinn í komandi þingkosningum.
david@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 23
áð því að
i á veit-
opinberra
Jóhann-
menn hjá
að læra
gingu há-
ahúsa í
ndum
á sérstak-
gi. „Hvað
darundir-
ann þá
nslan að
a að ætla
minna en
undirbún-
iðað við
hafist hér
ður segir
r áfanga-
nnar, en
áfanga og
ta áfang-
2018.
græðing
ngunni
byggingin
um þær
eru fyrir
ni bendir
húsnæði
a til ára
bygginga
sem hér eru eru hreinlega ónýt-
ar,“ segir Jóhannes og vísar þar
m.a. til bráðabirgðahúsnæðis
LSH sem sé komið til ára sinna
og orðið allsendis ófullnægjandi,
auk þess sem húsnæði LSH er
víða orðið afar viðhaldsfrekt og
því hreinlega hagkvæmast að rífa
það þegar búið er að flytja starf-
semina þaðan.
„Hvað varðar gömlu fallegu
Landspítalabygginguna, sem Guð-
jón Samúelsson, húsameistari rík-
isins, hannaði þá á hún auðvitað
að njóta verndar og fá að njóta
sín, sem þýðir að ekki verður
byggt fyrir húsið. En ég sé fyrir
mér að gamli Landspítalinn
myndi sóma sér vel sem miðstöð
stjórnunar spítalans. Hvað við-
bygginguna aftan við þessa elstu
byggingu varðar sé ég fyrir mér
að hún yrði notuð til léttari starf-
semi s.s. dagdeildar- og göngu-
deildar,“ segir Jóhannes og legg-
ur áherslu á að hægt verði að ná
fram mikilli rekstrarlegri hagræð-
ingu í formi samlegðaráhrifa með
fyrirhugaðri uppbyggingu. En
eins og staðan er í dag er spít-
alinn dreifður á hátt á annan tug
staða um bæinn sem, að sögn Jó-
hannesar, felur í sér feiknamikla
óhagræðingu bæði rekstrarlega
og fyrir sjúklinga sem iðulega
þarf að vera að senda á milli húsa.
Spurður hvað verði um Landspít-
alann í Fossvogi segir Jóhannes
ráðgert að selja bæði Borgarspít-
alann og lóðina sjálfa. Aðspurður
segist Jóhannes ekki geta spáð
fyrir um hvers konar starfsemi
verði þar í framtíðinni. „Hins veg-
ar er alveg ljóst að þarna er um
mjög nýtanlegt hús að ræða sem
nýta má á marga lund.“ Að sögn
Jóhannesar er gert ráð fyrir að
leggja þurfi 36 milljarða króna í
byggingaframkvæmdir auk sölu-
andvirðis eigna sem LSH myndi
ekki nýta í framtíðinni, s.s. hús-
næði spítalans í Fossvoginum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ýnin getur
eruleika
"
(
STARFSMANNARÁÐ Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss (LSH)
fagnar af heilum hug yfirlýsingu
Davíðs Oddssonar, utanrík-
isráðherra og formanns Sjálf-
stæðisflokksins, um ráðstöfun
söluandvirðis Símans til uppbygg-
ingar nýs hátæknisjúkrahúss.
Ráðið gerði sérstaka samþykkt
um þetta í kjölfar yfirlýsingar
Davíðs.
„Yfirlýsingin styður við mikið
undirbúningsstarf sem stjórn-
endur og starfsfólk LSH hafa innt
af hendi með heilbrigðisráðuneyt-
inu vegna nýbyggingar Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss,“ segir
Már Kristjánsson, læknir og ann-
ar tveggja fulltrúa starfsmanna í
stjórnarnefnd LSH, og ítrekar að
sérstakt fagnaðarefni sé sú breiða
pólitíska samstaða sem skapast
hafi um að hefjast handa við að
byggja nýtt hátæknisjúkrahús.
Már bendir á að um nokkurt
skeið hafi verið ljóst að þörf væri
á uppbyggingu nýs hátækni-
sjúkrahúss til að leysa gamlar
byggingar LSH af hólmi. „En nýtt
húsnæði er forsenda áframhald-
andi þróunar nútíma lækninga og
hjúkrunar þannig að þjónusta við
sjúklinga verði sem skilvirkust og
nýting fjármuna til reksturs spít-
alans sem best. Auk þess mun
nýtt húsnæði verða lyftistöng fyr-
ir kennslu- og vísindastarf LSH,“
segir Már og tekur fram að að
mati margra hafi uppbygging nýs
hátæknisjúkrahúss verið ein af
aðalforsendum fyrir því að sam-
eining sjúkrahúsanna í Reykjavík
myndi ganga upp í raun.
„En jafnvel þó starfsfólk hafi
alið með sér þessa sýn í brjósti að
hátæknispítali yrði byggður þá
hefur í rauninni ríkt nokkur
svartsýni vegna þess að þótt
vinna við undirbúning verksins
hafi verið í gangi hefur skort ein-
hvers konar yfirlýsingu frá ráða-
mönnum og ríkisstjórn um form-
legan stuðning við verkið, þar til
nú. Þannig að þessi yfirlýsing for-
manns Sjálfstæðisflokksins nú er
gríðarlega mikilvæg og hefur
sannarlega vakið bjartsýni meðal
starfsfólks spítalans.“
Vekur bjartsýni
meðal starfsfólks