Morgunblaðið - 12.01.2005, Page 26

Morgunblaðið - 12.01.2005, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Góður drengur er genginn til feðra sinna. Andlát hans bar snöggt að og kom öll- um að óvörum. Fyrir aðeins örfáum dögum áttum við spjall saman þar sem ráðagerðir um árvissan gleðifund nokkurra vina á gamlársdag voru ræddar. Gísli var hress og kátur og gerði að gamni sínu. Í Hávamálum má finna þessi vísuorð: „Glaður og reifur skyli gumna hverr uns sinn bíður bana.“ Má með sanni segja að á þann veg lauk hann ævi sinni. Við Gísli kynntumst þegar hann réðst til Landsvirkjunar á bygging- artíma Búrfellsvirkjunar sem verð- andi stöðvarstjóri þeirrar virkjun- ar. Við vorum þarna nánir samstarfsmenn þar til byggingu virkjunarinnar lauk. Á þessum tíma mynduðust mikil og góð tengsl milli okkar fjölskyldna sem ekki hafa rofnað síðan. Gísli var félagslyndur, einlægur, drenglyndur og léttur í lund. Þessir eiginleikar komu hon- um að einkar góðu gagni við það vandaverk að stjórna Búrfellsvirkj- un. Gísli gerði sér í upphafi ljóst að til að inna það starf farsællega af hendi yrðu samskiptin við nágrann- ana að vera með allra besta móti. Þetta verkefni átti vel við hann og tókst honum fljótlega að ávinna sér gott orð og traust í sveitinni. Hann var kosinn í hreppsnefnd Gnúp- verja og sat þar um árabil. Gísli hafði næmt auga fyrir umhverf- ismálum og hlúði vel að öllu sem til bóta horfði í búsetuskilyrðum við Búrfell. Ég átti því láni að fagna að fá að vinna með Gísla að nokkrum slíkra mála. Eitt skemmtilegasta verkefnið af þessu tagi var að hanna sundlaugina undir Rauðu- Kömbum í Þjórsárdal og sjá til þess að hún yrði fullgerð. Þá má nefna áratugalangt samstarf í GÍSLI JÚLÍUSSON ✝ Gísli Júlíussonfæddist í Hafnar- firði 4. september 1927. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 29. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 7. jan- úar. Þjórsárdalsnefnd þar sem áhugi Gísla á um- hverfismálum naut sín einkar vel. Gísli gegndi stöðv- arstjórastarfinu í Búrfelli í tæp fimm ár og fluttist þá til Reykjavíkur til starfa hjá rekstrardeild Landsvirkjunar og síð- ar verkfræðideild þar sem fjölþætt reynsla hans og menntun reyndist notadrjúg við lausn á fjölmörgum vandasömum verkefn- um sem fyrirtækið fól honum að vinna að. Verkefni Gísla voru mjög fjölbreytt og má þar nefna kaup og uppsetningu fyrsta kerfisráðs fyr- irtækisins, eftirlit með virkjana- rannsóknum, hagkvæmnisathugan- ir ýmissa virkjunarkosta, endurmat eigna vegna sameiningar Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar auk fjöldamargra annarra minni verk- efna. Samhliða þessum störfum skrifaði Gísli hugvekjur í blöð og tímarit um ýmsar tækninýjungar eins og svifnökkva, varmadælur, vinnslu raforku úr lághita og notkun rafmagns til samgangna. Þá gaf hann sér tíma til að sinna ýms- um félagsmálum af miklum áhuga og kostgæfni. Umhverfismál áttu alltaf hug og hjarta Gísla. Sat hann sem fulltrúi Landsvirkjunar í Landvernd um árabil og var síðar kosinn í stjórn þeirra samtaka. Starfaði hann þar af alefli að sáttum orkunýtingar og umhverf- isverndar. Gísli gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir verkfræð- ingafélagið og ber þar hæst starf hans í orðanefnd rafmagnsverk- fræðideildar félagsins en í henni átti hann sæti frá 1974 til dauða- dags. Þegar Gísli og fjölskylda fluttust frá Búrfelli til Reykjavíkur hittist svo skemmtilega á að fjölskyldan leigði hús við hliðina á húsi fjöl- skyldu minnar í Fossvoginum. Þetta varð til þess að efla fjöl- skyldutengslin enn frekar. Nú er Gísli allur aðeins örfáum vikum eft- ir andlát konu sinnar Helgu. Eftir stendur mannvænlegur ættstofn. Afkomendurnir eiga framtíðina fyr- ir sér. Ég votta þeim samúð mína og óska þeim velfarnaðar á lífsleið- inni. Jóhann Már Maríusson. Ég kynntist Gísla Júlíussyni fyrst haustið 1944 þegar við sett- umst báðir í fjórða bekk stærð- fræðideildar Menntaskólans á Ak- ureyri.Við fylgdumst lengi að í námi, brautskráðumst báðir sem stúdentar vorið 1947 og settumst báðir í verkfræðideild Háskóla Ís- lands þá um haustið þar sem við stunduðum nám til vorsins 1950 er við lukum fyrrihlutaprófi í verk- fræði. Haustið 1950 hófum við nám í raforkuverkfræði við Danska verkfræðiháskólann, DTH, eins og nafn hans var þá skammstafað, í Kaupmannahöfn. Vorum við þrír Íslendingar þar í námi í raforku- verkfræði á sama árgangi; við Gísli og Grétar Zóphóníasson, sem einn- ig var með okkur í MA og verk- fræðideildinni. Við lukum allir þrír verkfræðiprófi í janúar 1953. Þá héldum við Gísli heim og hófum störf þar en Grétar starfaði í fyrstu í Danmörku en hélt fljótlega til Frakklands þar sem hann hefur búið og starfað síðan. Gísla sóttist vel námið, enda var hann mjög samviskusamur. Hann starfaði á ýmsum stöðum; hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Sogs- virkjun, hjá Sameinuðum verktök- um á Keflavíkurflugvelli, rak ásamt öðrum verkfræðistofu um tíma, starfaði hjá flugher, og síðar sjó- her, Bandaríkjanna á Keflavíkur- flugvelli, hjá Vélsmiðju Njarðvíkur og loks hjá Landsvirkjun. Þar var hann stöðvarstjóri Búrfellsvirkjun- ar um tíma. Bjó hann þá við Búrfell og tókst þá m.a. á hendur ýmis trúnaðarstörf fyrir Gnúpverja- hrepp. Gísli var áhugamaður um margt utan sín sérsviðs. Hann var þátt- takandi í fjölmörgum félögum og samtökum. Hann var einnig mikill áhugamaður um þýðingu erlendra tækniorða í rafmagnsverkfræði á íslensku. Var hann um áratuga- skeið mjög virkur í Orðanefnd raf- magnsverkfræðinga sem starfar á vegum Verkfræðingafélags Íslands. Hann lét sér annt um að við stúdentar frá MA 1947 ræktum vináttuböndin okkar á milli frá skólaárunum. Beitti hann sér, ásamt fleiri góðum mönnum, fyrir því að við hittumst í kaffidrykkju einu sinni í mánuði yfir vetrarmán- uðina; héldum þorrablót saman og færum í dagsferðalög saman að vori til. Lagði hann á sig talsvert umstang og fyrirhöfn til að halda þeirri venju við lýði. Ég veit að ég mæli fyrir hönd allra okkar eftirlif- andi stúdenta frá MA 1947 er ég segi að við minnumst dugnaðar hans og áhuga í þessu efni með al- úðarþökkum nú er leiðir skilur. Þá var Gísli mikill áhugamaður um notkun rafmagns í samgöngum á Íslandi; einkum um rafmagnsbíla, og skrifaði margar greinar í blöð um það efni. Gísli Júlíusson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Jóns- dóttir. Þau eignuðust þrjú börn, en slitu samvistum. Síðari kona Gísla var Helga Kristófersdóttir, sem lést á síðastliðnu hausti; nokkrum vikum á undan Gísla. Þau eign- uðust tvö börn. Að leiðarlokum vil ég þakka kynnin við Gísla Júlíusson, bæði á námsárunum og síðar þótt þau væru þá strjálli. Gísli var prýð- isfélagi og ágætur námsmaður. Hann var sómamaður í hvívetna sem hvergi mátti vamm sitt vita. Börnum hans og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Gísla Júlíus- sonar. Jakob Björnsson. Andlát Gísla Júlíussonar kom yf- ir okkur, vini hans, eins og reið- arslag. Enginn átti von á þessu. Við, sem höfðum kynnst honum í störfum Orðanefndar rafmagns- verkfræðinga, höfðum vanist því, að Gísla yrði nánast aldrei misdæg- urt. Hann sótti vikulega fundi nefndarinnar af miklum áhuga og samvizkusemi, svo að varla kom fyrir, að hann vantaði eða væri ekki stundvís. Á síðasta fundi nefndar- innar fyrir jól, 16. desember var ekki annað að sjá og heyra en að hann væri hress og kátur. Það kom því á óvart, að hann skyldi leggjast inn á Landspítalann tveimur dög- um síðar, en ekki var á honum að heyra, að tilefnið væri alvarlegt, þó að óvænt væri, og hann var útskrif- aður á aðfangadag. Tæpri viku síð- ar var hann látinn. Sláttumaðurinn mikli er óútreiknanlegur og mis- kunnarlaus, þegar hann ber þar niður, sem hans er alls ekki von. Kynni okkar hjónanna og Gísla og Helgu Kristófersdóttur, eigin- konu Gísla, hófust, þegar Gísli varð stöðvarstjóri Búrfellsstöðvar. Und- irritaður var tíður gestur við Búr- fell á þessum árum vegna verkefna við virkjunina og oftast hittumst við Gísli í þau skipti. Þannig kynnt- umst við fljótlega, og þau kynni urðu smám saman að fjölskylduvin- áttu, sem styrktist mjög, þegar við Gísli unnum að skemmtilegu verk- efni fyrir Landsvirkjun, hönnun, setningu og prófun á fyrsta tölvu- stýrða stjórnbúnaði fyrir raforku- kerfi fyrirtækisins, svonefndum Kerfiráði. Þá kom fljótt í ljós, að við Gísli áttum sameiginlegt áhuga- mál, þar sem var íslenzk tunga. Við vorum sammála um að nota tæki- færið með þessum nýja búnaði til að kenna notendum þess, vélstjór- um og rafvirkjum í stöðvum Lands- virkjunar, að nota einungis íslenzku í daglegu tali um alla þætti í stjórn- un raforkukerfisins og um innviði tölvukerfisins. Við þýddum allar leiðbeiningar og rekstrarhandbæk- ur á íslenzku með þeim árangri, sem að var stefnt, að notendurnir töluðu íslenzku sín á milli og slettu ekki útlendum orðum. Þarna varð m.a. til ný merking á gamla ís- lenzka orðinu skjár, sem við not- uðum yfir myndflöt sjónvarps- tækja, sem voru mikilvægur hluti stjórnkerfisins. Árið 1974, skömmu eftir að verk- efnið við Kerfiráð hófst, gekk Gísli til liðs við Orðanefnd rafmagns- verkfræðinga, ORVFÍ, sem hefur það markmið að finna íslenzk orð, íðorð, yfir heiti og hugtök úr hinum ýmsu greinum rafmagnsfræði. Í því áhugastarfi nefndarmanna reyndist Gísli gefandi og áhugasamur liðs- maður. Hann sat ekki einungis vikulega nefndarfundi, heldur var hann líka ötull liðsmaður í skrán- ingu íðorða á fjórum tungumálum í tölvu, við prófarkalestur, í sam- skiptum við prentsmiðju og öðru því, sem til féll í verkefnum hverju sinni. Öll þessi verkefni hafa verið unnin utan fundartíma nefndarinn- ar. Fjöldi færslna í tölvu er nú um 65.000. Gísli hafði starfað nærfellt 31 ár með nefndinni, þegar hann lézt og var þar með einn af eldri nefndarmönnum. Þess má geta, að flestir hinna tíu nefndarmanna hafa starfað með nefndinni lengur en 25 ár, enda er hópurinn samrýmdur og starfið skemmtilegt. Mikill sjón- arsviptir verður að Gísla, þegar nefndarstörfin hefjast aftur á nýju ári. Gísli hafði komið víða við í störf- um sínum sem verkfræðingur að námi loknu, áður en við kynntumst. Hann stóð þó víðast stutt við fyrsta einn og hálfan áratuginn og kynnt- ist þar með margs konar forvitni- legum og fjölbreyttum verkefnum. Nefna má störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, bæði við Sogsstöðvar og í stöðvunum við Elliðaár. Hann vann hjá rafvirkjadeild Sameinaðra verktaka á Keflavíkurflugvelli og sá þá m.a. um raflagnir í ratsjár- stöðvunum á Stokksnesi, Langanesi og Straumnesi, rak eigin verk- fræðistofu ásamt öðrum í stuttan tíma, vann hjá Íslenzkum aðalverk- tökum og hjá flugher og síðar sjó- her Bandaríkjanna á Keflavíkur- flugvelli og var verkfræðingur hjá Vélsmiðju Njarðvíkur. Árið 1968 gekk Gísli í þjónustu Landsvirkj- unar og var ráðinn fyrsti stöðv- arstjóri Búrfellsstöðvar, þar sem hann var til ársins 1972. Á þessum árum hófust kynni okkar, eins og fyrr er sagt. Eftir að vinnu við Kerfiráð Landsvirkjunar lauk, hafði Gísli eftirlit með virkjana- rannsóknum, sem ráðgjafar og Orkustofnun höfðu með höndum fyrir Landsvirkjun og vann að ýms- um öðrum verkefnum, þar til hann fór á eftirlaun, og tók m.a. þátt í hönnun, gerð útboðslýsinga og yf- irferð tilboða í Sigöldu-, Hraun- eyjafoss- og Blönduvirkjanir. Gísli var mikill félagsmálamaður og kom þar líka víða við. Hann var skáti frá unga aldri og var í nokkur ár félagsforingi Skátafélagsins Vík- verja í Njarðvíkum. Hann var Lions-félagi frá 1962 og var um skeið formaður Lionsklúbbsins á Selfossi, sat í rafveitunefnd Njarð- víkur, líka sem formaður. Hann var formaður í Félagi sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi. Fulltrúi Landsvirkjunar var hann í Land- vernd í mörg ár, sat í stjórn Land- verndar og var varaformaður henn- ar í mörg ár. Auk framangreindra ábyrgðar- Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður, Austurvegi 31, Selfossi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi fimmtudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Vinafélag heimilisfólks á Ljósheimum. Sigríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Lára Ólafsdóttir, Sigurður Jónsson, Esther Óskarsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Magnús Óskarsson, Gísli Á. Jónsson, Emelía Gränz, SigríðurJónsdóttir, Valtýr Pálsson, Kári Jónsson, Kristjana Kjartansdóttir, Gunnar Jónsson, Anna Fríða Bjarnadóttir, Ásmundur Jónsson, Margrét Alice Birgisdóttir og fjölskyldur. Elskaður faðir minn, afi okkar, langafi, bróðir og frændi, MAGNÚS EIRÍKSSON vörubílstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Hverahlíð, Hveragerði, sunnudaginn 2. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðný Edda Kristinsdóttir og aðrir ástvinir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI JÓHANNES RAGNARSSON frá Skálum, Langanesi, Gyðufelli 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 13. janúar kl. 13.00. Reynir Ö. Ólason, Jóhanna Stígsdóttir, Þórunn R. Óladóttir, Ernst Berndsen, Anna G. Óladóttir, Gústaf A. Ólafsson, Hörður H. Ólason, Hafdís Y. Ólason, Laufey M. Óladóttir, Sigurjón Gunnarsson, Hólmfríður Óladóttir, Randver Elísson, Helgi S. Ólason, Guðrún R. Valgeirsdóttir, Sölvi S. Ólason, Margrét Pálsdóttir, Linda B. Óladóttir, Bryan Baker og fjölskyldur þeirra. Elsku litli drengurinn okkar, KARL HANNES UNNARSON, lést á heimili sínu sunnudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 17. janúar kl. 13.00. Unnur Karen Karlsdóttir, fjölskyldan Langagerði 9 og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.