Morgunblaðið - 12.01.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 12.01.2005, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  Njörður 6005011219 II  HELGAFELL 6005011219 IV/V  GLITNIR 6005011219 I H.v. I.O.O.F.181851128Á.S. 9.0.* I.O.O.F. 9  1851128½ Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Styrkir Menntamálaráðuneytið Styrkir úr Æskulýðssjóði Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsókn- um um styrki úr Æskulýðssjóði samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni: Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátt- töku þeirra. Ekki eru veittir styrkir til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né ferða hópa. Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbein- enda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim. Ný- jungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna. Samstarfsverkefni æskulýðsfé- laga og æskulýðssamtaka á sviði félags- starfa. Við mat á umsóknum er meðal annars tekið tillit til fjölda þeirra, sem taka þátt í verkefnun- um og til eigin fjármögnunar verkefna. Sérstakt tillit er tekið til minni félaga og félaga- samtaka er vinna að æskulýðsmálum. Styrkir úr sjóðnum eru veittir tvisvar á ári og er næsti frestur til að skila inn umsóknum 10. febrúar 2005. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð fást í menntamálaráðuneytinu, sími 545 9500 og á vef ráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Æskulýðssjóður, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 4. janúar 2005. menntamalaraduneyti.is Auglýsing um afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Kópavogs á auglýstum tillögum að breyttu skipulagi Í samræmi við 3. mgr. 18. gr. og 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar Kópa- vogs á eftirfarandi skipulagstillögum: Hörðukór 2. Deiliskipulag. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- ráð Kópavogs þann 16. desember 2004 samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi lóð- arinnar nr. 2 við Hörðukór. Í breytingunni felst að umrædd lóð er stækkuð um 1.200 m², verð- ur 3.600 m² í stað 2.400 m²; afmörkun á bygg- ingarreit er breytt og hann stækkaður, ráðgert gólfflatamál eykst úr 1.500 m² í um 3.000 m² og fjöldi íbúða í fyrirhuguðu sambýli verður 16 íbúðir í stað 8. Tillagan var auglýst frá 22. október til 19. nóvember 2004 með athuga- semdafresti til 6. desember 2004. Engar at- hugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulags- stofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 20. janúar 2005. Hörðukór 5. Deiliskipulag. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- ráð Kópavogs þann 16. desember 2004 samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi lóð- arinnar nr. 5 við Hörðukór. Í breytingunni felst að þaki hússins er lyft að hluta sem nemur 4,5 metrum; þakrýmið er nýtt sem hluti íbúða 10. hæðar; vegna landhalla á viðkomandi lóð og hæðarsetningu hússins ásamt bílgeymslu er bætt við jarðhæð með 3 íbúðum; íbúðum er fjölgað úr 40 í 44; hámarks flatarmál hússins eykst um 700 m² verður um 6.700 m2 í stað 6.000 m²; fyrirkomulag og fjöldi bílastæða breytist. Tillagan var auglýst frá 22. október til 19. nóvember 2004 með athugasemdafresti til 6. desember 2004. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deili- skipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 20. janúar 2005. Skemmuvegur 2. BYKO Breiddinni. Deiliskipulag. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum, hefur bæjar- ráð Kópavogs þann 26. ágúst 2004 samþykkt tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Skemmuveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur Skemmuvegar 2 er stækkaður um 16 metra til norðurs og er áætluð stækkun grunnflatar 350 m². Fyrirkomulag bílastæða á lóð breytist. Tillagan var auglýst frá 2. júlí til 30. júlí 2004 með athugasemdafresti til 16. ágúst 2004. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið málsgögnin og gerir ekki athugasemd við að birt verði auglýsing um samþykkt deili- skipulagsins sbr. ofangreind lög. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda 20. janúar 2005. Hafnarbraut 11 og 21-23 og Auðbrekka 2-32 (sléttar tölur). Breyting á aðalskipu- lagi. Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, með síðari breytingum hefur bæjar- stjórn Kópavogs þann 23. nóvember 2004 samþykkt tillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012. Breytingin nær til lóð- anna Auðbrekku 2, 4, 6, 8, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32 og Hafnarbrautar 11 og 21-23. Í tillögunni felst að í húsaröðinni sem stendur sunnan Auðbrekku, þ.e. Auðbrekku 2-32 (sléttar tölur) breytist landnotkun úr því að vera með blandaða landnotkun athafna- svæðis og verslunar- og þjónustusvæðis í blandaða landnotkun athafna- og íbúðar- svæðis. Við Hafnarbraut 11 og 21-23 breytist landnotkun aðalskipulagsins úr hafnarsvæði í blandaða landnotkun athafna- og íbúðar- svæðis. Tillagan var auglýst frá 27. ágúst til 27. september 2004 með athugasemdafresti til 11. október 2004. Athugasemdir og ábend- ingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillög- una 16. nóvember 2004 ásamt umsögn Bæjar- skipulags um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Tillagan var sam- þykkt óbreytt. Breytingartillagan var síðan samþykkt í bæjarstjórn 23. nóvember 2004. Bæjaryfirvöld hafa afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem þær gerðu umsögn sína. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem lagði fram tillögu til um- hverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Nánari upplýsingar eða gögn um ofangreindar skipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er hægt að nálgast á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fann- borg 6, 200 Kópavogi, milli kl. 8:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:00 til 14:00. Skipulagsstjóri Kópavogs. Félagslíf I.O.O.F. 7  18501127½  ÁS. Myndakvöld — Skaftafell — náttúrufegurð Fyrsta myndakvöld FÍ á nýju ári verður verður miðvikudaginn 12. janúar. Þar verður fjallað um Skaftafell og Þjóðgarðinn í máli og myndum. Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður, segir frá Þjóðgarðinum og Snævarr Guðmundsson sýnir myndir úr Skaftafelli. Langt og gott kaffihlé og kjörið tækifæri til að hitta ferðafélaga og spjalla. Myndakvöldið hefst klukkan 20.00. Allir velkomnir. Aðgangur kr. 600. R A Ð A U G L Ý S I N G A R OPIÐ málþing um „tæknivæðingu barna og unglinga“ verður haldið í fé- lagsmiðstöðinni Tónabæ föstudaginn 14. janúar kl. 9–12. Málþingið er hald- ið af æskulýðssviði ÍTR og er ætlunin að varpa fram spurningum um áhrif nútímatækni á breytt lífsmynstur barna og unglinga. Neikvæð áhrif geta t.a.m. verið hreyfingarleysi, breyttur samskiptamáti, óreglulegur svefn, staðlaðar fyrirmyndir og fé- lagsfælni. Lögð verður áhersla á ábyrgð foreldra og uppalenda til að upplýsa sig um möguleika tækninnar og sérstaklega það sem snýr að hinu neikvæða. Fyrirlestrar verða haldnir af starfsfólki félagsmiðstöðva ÍTR, Þor- birni Broddasyni, prófessor við HÍ, og Árna Matthíassyni, blaðamanni á Morgunblaðinu. Aðgangur er ókeypis og er meðan húsrúm leyfir en áhuga- samir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið fraedsla@itr.is. Málþing um tæknivæðingu barna og unglinga Bridsfélag Selfoss og nágrennis HSK-mótið í tvímenningi var spil- að hjá félaginu miðvikudaginn 5. jan- úar sl. Til leiks mættu 17 pör, og var spilaður monrad-barómeter með 4 spilum á milli para, 7 umferðir, alls 28 spil. Efstu pör urðu: Ísak Örn Sigurðss. – Stefán Jónss. (gestir)34 Kristján M. Gunnarsson – Helgi G. Helgason Umf. Selfoss 32 Garðar Garðarsson – Gunnar Þórðarson Umf. Selfoss 29 Vilhjálmur Þór Pálsson – Þórður Sigurðsson Umf. Selfoss 25 Ásgeir Gestsson – Guðm. Böðvarsson Umf. Hrunamanna 15 Nánar má finna um gang mála á heimasíðu félagsins www.bridge.is/ fel/selfoss. Næsta mót hjá félaginu er aðal- sveitakeppnin, en hún hefst fimmtu- daginn 13. janúar nk. Stjórn mun að vanda raða pörum saman í sveitir. Suðurlandsmót í sveitakeppni Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið að Þingborg laugar- daginn 22. og sunnudaginn 23. jan- úar nk. Reiknað er með að spila- mennska hefjist kl. 10 báða dagana. Auk Suðurlandsmeistaratitilsins í sveitakeppni verður spilað um 3 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni 2005. Skráningarfrestur rennur út fimmtudagskvöldið 20. jan. Skráning er hjá Bridssambandi Íslands, hjá Ólafi í s. 898 6500 eða tölvupósti ost- @mbf.is og hjá Garðari í s. 862 1860. Félag eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Glæsibæ fimmtud. 6.1. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. 1. umferð af 20. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 291 Ægir Ferdinandss. – Magnús Halldórs. 236 Björn Pétursson – Ragnar Halldórss. 228 Árangur A-V Bragi Björnsson –– Albert Þorsteinss. 280 Jón Árnason –– Eggert Þórhallsson 236 Jón Hallgrímss. – Helgi Hallgrímss. 229 Frá FEBK Gjábakka Föstudaginn 7/1 var spilaður tví- menningur á 8 borðum meðalskor var 168 og úrslitin urðu þessi: N/S Rafn Kristjánss. – Magnús Halldórsson 224 Auðunn Guðmss. – Bragi Björnsson 197 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 185 A/V Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 231 Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 217 Ólafur Ingvarsson – Ragnar Björnsson 173 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.