Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 viðkvæmur, 8 lé- lega rúmið, 9 heitir, 10 dráttardýrs, 11 lifir, 13 rekkjum, 15 grenja, 18 þoli, 21 sundfugl, 22 álít- ur, 23 slóra, 24 tarfur. Lóðrétt | 2 veður, 3 ör- lagagyðja, 4 blettir, 5 kjánum, 6 viðauki, 7 botn- fall, 12 reið, 14 rándýr, 15 pest, 16 hyggur, 17 ákveð, 18 ávöxtur, 19 hæðar, 20 sefar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 slægt, 4 fálma, 7 æptir, 8 múgur, 9 aum, 11 týna, 13 firð, 14 lamdi, 15 sumt, 17 snák, 20 ull, 22 örðug, 23 orm- ur, 24 garns, 25 kanna. Lóðrétt | 1 slæpt, 2 ættin, 3 tíra, 4 fimm, 5 lagni, 6 afræð, 10 urmul, 12 alt, 13 fis, 15 stöng, 16 móður, 18 náman, 19 kerla, 20 uggs, 21 lokk. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hlunnindi af ýmsu tagi rata til þín í dag. Lof, launahækkun og viðurkenning fyrir framlag þitt eru nokkur líkleg dæmi. Fólk víkur til hliðar þegar þú átt leið hjá. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óvænt tækifæri til ferðalaga eða til þess að ota þínum tota hvað varðar menntun og starfsreynslu verða sennilega á vegi þínum í dag. Vertu vakandi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki er ósennilegt að þú sýnir óvænta einlægni og hreinskilni í dag. Hugs- anlega hittir þú nýjan einstakling eða sérð nýja hlið á einhverjum sem þú þekk- ir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver sér ástæðu til þess að umbuna þér í dag. Hugsanlegt er að krabbar sem eiga maka njóti góðs af einhverju sem hann ber úr býtum. Opnaðu vasana! Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki er ólíklegt að eitthvað ánægjulegt eigi sér stað í vinnunni í dag. Þér miðar áfram á einhvern hátt: Kannski að vinnu- félagi geri þér greiða sem gleður þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn í dag er kjörinn fyrir róm- antík. Óvænt daður fær hjartað til þess að slá hraðar. Einnig er dagurinn í dag góður fyrir spákaupmennsku af ein- hverju tagi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Mögulegt er að vogin kaupi einhvern list- rænan, óvenjulegan eða nútímalegan hlut fyrir heimilið í dag. Fjölskyldu- meðlimur kemur þér kannski á óvart. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður ættu að verða ánægjulegar í dag, en munu samt sem áður koma á óvart á einhvern hátt. Búðu þig undir að hitta skemmtilegt og óvenjulegt fólk. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn fær kannski óvenjulegar viðskiptahugmyndir í dag en veit ekki hvað hann á að gera við þær. Gefðu hug- myndunum tækifæri og berðu þær undir aðra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Frábærar hugmyndir koma til þín á færibandi um þessar mundir. Hugur þinn rásar hreinlega í allar áttir. Ánægjuleg breyting verður á daglegri rútínu þinni í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hittir hugsanlega manneskju í dag sem bindur bagga sína ekki sömu hnút- um og samferðamennirnir. Búðu þig undir að vinir og félagar komi þér í opna skjöldu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugsanlegt er að þér bjóðist óvænt tæki- færi til þess að ferðast eða spjalla við yf- irmanninn í dag. Eitthvað sem viðkemur flugi, rafmagni og vísindum grípur inn í framvindu dagsins. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú styður málstaðinn sem þú berst fyrir af öllu hjarta. Lífsskoðanir þínar eru sterkar og þú gerir eins og þú segir. Lífs- starf þitt tekur oft allan þinn tíma. Þá ertu lifandi, málgefin og athafnasöm manneskja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ingahúsinu Sölku, í kvöld kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og alþingismennirnir Arnbjörg Sveinsdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson. Námskeið ITC-samtökin á Íslandi | Námskeið á veg- um ITC 12. jan.–2. mars, á Digranesvegi 12 Kóp. Fjallað verður um ímynd, raddþjálfun og líkamsbeitingu. Námskeiðið verður á miðvikud. kl. 18–20. Nánari uppl. gefur Ingi- björg s. 8221022 og Hildur s. 6632799. http://www.simnet.is/itc Útbr.nefnd ITC. Útivist Ferðafélag Íslands | Myndakvöld hjá FÍ kl. 20. Fjallað verður um Skaftafell og þjóð- garðinn í máli og myndum. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is BORGARLEIKHÚSIÐ auglýsti í desem- ber eftir hugmyndum í árlega dansleik- hússamkeppni sem Leikfélag Reykja- víkur og Íslenski dansflokkurinn standa saman að, en þetta er í þriðja sinn sem samkeppnin er haldin. Í auglýsingu Borgarleikhússins var óskað eftir hugmyndum að stuttum dansleikverkum fyrir blandaðan hóp leikara og dansara. Skilafrestur hug- mynda í keppnina rennur út 15. janúar nk. Að sögn talsmanna Borgarleikhúss- ins er tilgangur keppni af þessu tagi að gefa listafólki tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um dans- leikhús, sem er ungt og spennandi list- form. „Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur vilja með þessu leggja sitt af mörkum til að efla dansleikhús og þróa,“ segir Sigrún Valbergsdóttir, kynningarstjóri Borgarleikhússins. „Markmið þessarar samkeppni er í raun þríþætt, að leita að nýjum höf- undum, stuðla að þróun dansleikhúss- formsins og að láta reyna á samruna listgreinanna.“ Listafólk er hvatt til að taka þátt í hugmyndasamkeppninni, en gert er ráð fyrir að dansleikverkin verði um 10 mínútna löng, samin fyrir 4–6 manna hóp dansara og leikara. Nokkrar hug- myndir verða síðan valdar til frekari útfærslu og nokkrar af þeim verða að lokum valdar til uppsetningar. Borgarleikhúsið býður upp á aðstöðu í leikhúsinu og aðstoð leikara og dans- ara og fá allir jafnlangan tíma til þess að koma hugmyndinni á svið. Dansleikhússamkeppnin verður síðan haldin á Stóra sviði 9. júní og verða fern verðlaun veitt, þrenn af dómnefnd og ein frá áhorfendum. Morgunblaðið/Golli Skilafrestur tillagna í dansleikhússamkeppni Fréttir í tölvupósti 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Bg7 5. Rc3 Rc6 6. Be3 Rf6 7. Bc4 Da5 8. O-O O-O 9. Rb3 Dc7 10. Bg5 a6 11. Bd3 b5 12. Dd2 He8 13. Hae1 Hb8 14. e5 Rg4 15. f4 d6 16. h3 Rh6 17. g4 Da7+ 18. Kh2 b4 19. Rd1 Bb7 20. f5 Rxg4+ 21. hxg4 Rxe5 22. Kg3 a5 23. Dh2 a4 24. Rc1 Hbc8 25. Hh1 h5 26. gxh5 Rf3 27. Be3 Da5 28. Dh3 Rxe1 29. Hxe1 b3 30. Hf1 bxc2 31. Rf2 Be5+ 32. Kh4 Bf6+ 33. Kg3 gxf5 34. Dxf5 Dxf5 35. Bxf5 e6 36. Bd3 Bxb2 37. Re4 Bxe4 38. Bxe4 f5 39. Bd3 Hc3 40. Bd2 Ha3 41. Hf3 Hc8 42. Kh4 Kf7 43. h6 Hg8 44. h7 Hh8 45. Kg3 Hxh7 46. Bxc2 Bxc1 47. Bxc1 Staðan kom upp á ofurmóti sem lauk fyrir skömmu í Drammen. Kjetil Lie (2474) hafði svart gegn hinum pólska Bartlomiej Macieja (2613). 47... Hh3+! Einfaldasta leiðin til sig- urs. 48. Kxh3 Hxf3+ og hvítur gafst upp þar eð hann tapar öðrum hvor- um biskupnum eftir 49. Kg2 Hc3. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Tónlist Ömmukaffi, Austurstræti | Funk/djass hljómsveitin UHU! treður upp kl. 20.30. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Banananas | Baldur Björnsson – Hefur þú upplifað geðveiki?. Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms- dóttir – Hver er að banka á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu almenn- ingsrafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apó- teki. Sigrún Guðmundsdóttir er mynd- höggvari febrúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Gengið niður Klapparstíg. Ævintýralegir femínist- ar – Carnal Knowledge. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sör- en Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljósmyndasýning. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dans- skólinn býður upp á námskeið í barnadöns- um, freestyle, samkvæmisdönsum, tjútti, mambói og salsa. Boðið upp á einstaklings- námskeið fyrir fullorðna í s-amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í s. 5536645 eða með tölvupósti til dans@dansskoli.is. Kennsla hefst miðvikud. 12. janúar. Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið hús að Álfabakka 14a kl. 20.30. Opið hús er annan hvern miðvikudag. Gömlu dansarnir. Allir velkomnir. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun á miðvikudögum kl. 14–17 á Sólvallagötu 48. Svarað í síma 5514349 þri.–fim kl. 11–16. Tekið við vörum og gjöfum þri. og mið. kl. 11–16. netfang. mnefnd@mi- .is. Fundir ITC Melkorka | Fundur kl. 20. Gestir vel- komnir. Nánari upplýsingar: http:// itcmelkorka.simnet.is/. Veitingahúsið Salka | Sjálfstæðisflokk- urinn heldur opinn stjórnmálafund á Veit- Fyrsti slagurinn. Norður ♠K63 ♥Á984 ♦3 ♣ÁG842 Suður ♠ÁG5 ♥G10 ♦ÁG10652 ♣53 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Útspil vesturs er spaðaátta. Hvernig er best að spila? Það sýnir sig aftur og aftur að rétti tíminn til að hugsa er í fyrsta slag. Ef sagnhafi hleypir spaðanum heim – eins og virðist sjálfsagður hlutur – þá missir hann eina inn- komu sem hann sennilega þarf til að nýta tígulinn. Lítum á útspilið – spaðaáttuna. Þetta er greinilega „toppur af engu“ í ósögðum lit. Ekki er það fjórða hæsta, því þá ætti vestur D1098 og myndi spila út tíunni. Austur á því spaðadrottningu og það er mikilvægt að stinga upp kóng og spara innkom- urnar tvær heima á ÁG í spaða. En þá er að fara í tígulinn. Norður ♠K63 ♥Á984 ♦3 ♣ÁG842 Vestur Austur ♠874 ♠D1092 ♥K762 ♥D53 ♦D8 ♦K974 ♣K1076 ♣D9 Suður ♠ÁG5 ♥G10 ♦ÁG10652 ♣53 Nóg er að fá fjóra slagi á litinn og rétta íferðin er að taka fyrst á ásinn og spila svo smáum tígli í bláinn – ekki gosanum. Það skilar sér ef lit- urinn er 3-3 og ennfremur þegar annar varnarspilarinn hefur byrjað með háspil annað, Dx eða Kx. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.