Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blikktromman 30% afsláttur Eitt helsta bókmennta- verk 20. aldar. Saga Óskars, hins meinfýsna dvergs sem slær blikktrommu sína af ástríðu, er um leið saga Þýskalands á umrótsáratugum stríðs og nasisma. Nú loksins fáanleg í einni bók! HALD LAGT Á GÖGN Hald var lagt á mikið af bókhalds- gögnum og tölvubúnaði þegar hópur á vegum skattrannsóknarstjóra gerði skyndilega húsrannsókn á fjölda vínveitingastaða í Reykjavík sem hófst í fyrrakvöld og lauk síð- degis í gær. Grunur leikur á víð- tækum skattsvikum. Eru þetta um- fangsmestu húsrannsóknir sem gerðar hafa verið vegna skattrann- sókna í langan tíma. Hermenn særðu gísl Bandarískir hermenn gerðu skot- árás á ítölsku blaðakonuna Giuliana Sgrena og fylgdarlið hennar í Írak í gær eftir að mannræningjar létu hana lausa úr gíslingu. Blaðakonan særðist og ítalskur leyniþjónustu- maður lét lífið. Hermt var að tveir aðrir leyniþjónustumenn hefðu særst. Varasjóður VR Félagsmenn í VR munu hver og einn eignast sinn eigin séreignasjóð hjá félaginu, svonefndan VR-vara- sjóð, verði tillaga stjórnar félagsins þar um samþykkt. Munu félags- menn þannig eignast sjóð með um 45.000 kr. inneign að meðaltali – sumir meira, aðrir minna. Krefjast handtöku Kútsma Kommúnistar á þingi Úkraínu kröfðust þess í gær að Leoníd Kútsma, fyrrverandi forseti lands- ins, yrði handtekinn. Krafan kom fram eftir að fyrrverandi innanríkis- ráðherra fannst látinn skömmu áður en hann átti að mæta til yfirheyrslu vegna rannsóknar á morði sem fyrr- verandi stjórn landsins hefur verið sökuð um. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Fréttaskýring 8 Bréf 39 Úr verinu 12 Kirkjustarf 40/42 Viðskipti 14 Brids 42 Erlent 16/18 Minningar 43/49 Minn staður 20 Skák 50 Akureyri 29 Myndasögur 54 Suðurnes 30 Dagbók 54/57 Árborg 32 Af listum 58 Landið 33 Staður og stund 56 Daglegt líf 24/25 Leikhús 58 Ferðalög 26/27 Bíó 62/65 Úr Vesturheimi 28 Ljósvakamiðlar 66 Menning 29, 58/65 Veður 67 Umræðan 30/39 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SKÁKSNILLINGURINN Bobby Fischer hefur verið settur í einangr- un í innflytjendabúðunum, þar sem hann hefur verið í haldi í nærri átta mánuði. Þetta kom fram á blaða- mannafundi í Tókýó í gær, sem stuðn- ingsmenn Bobbys Fischers héldu. Búið er að kaupa opinn flugmiða til Íslands fyrir Fischer. Á fundinum hvöttu þeir Guðmundur G. Þórarins- son, fyrrverandi forseti Skáksam- bands Íslands, og Sæmundur Páls- son, vinur Fischers, japönsk stjórn- völd til að leyfa Fischer að fara til Íslands. Guðmundur sagði á fundinum að mannlegur harmleikur væri í uppsigl- ingu. „Við erum að ræða um mál manns, sem sennilega er mesti skák- snillingur sem uppi hefur verið,“ sagði hann, samkvæmt frásögn á fréttavefnum Mainichi Shimbun. Guðmundur sagði að þótt komandi kynslóðir muni heiðra Fischer fyrir skáksigra hans muni sagan ekki fara mjúkum höndum um Bandaríkin og Japan vegna atburðanna nú. „Hann hefur aldrei meitt nokkurn mann nema hugsanlega með orðum,“ sagði Guðmundur. „Hann hefur aðeins fært taflmenn af svörtum reitum á hvíta.“ Fischer settur í einangrun Sæmundur lýsti á fundinum von- brigðum með að hann hefði ekki enn fengið að hitta Fischer og hann von- aðist til að geta komið ferðaskjölum og útlendingavegabréfi til hans. Fram kom á fundinum, að Fischer hefði verið settur í einangrun í útlend- ingabúðunum. Hefur engum verið leyft að hitta hann undanfarna daga, ekki heldur Masako Suzuki, lögmanni hans. Einnig hefur honum verið bannað að hringja úr búðunum. Tals- maður búðanna neitaði að tjá sig um málið við AFP-fréttastofuna að öðru leyti en því að um öryggisráðstafanir væri að ræða. Miyoko Watai, unnusta Fischers og forseti japanska skáksambands- ins, sagðist óttast um heilsu hans. Sagði hún að Fischer hefði misst um 10 kg frá því hann var handtekinn í júlí. Þá sagði hún að Fischer legði nú fæð á Japan og Japana. Masako Suzuki lögmaður sagði að keyptur hefði verið opinn flugmiði fyrir Fischer til Íslands. Sagði hún að Fischer hefði í síðustu viku sótt form- lega um að fá að fara sjálfviljugur frá Japan til Íslands og lofað því að láta af málaferlum gegn japanska dóms- málaráðuneytinu ef fallist yrði á þetta. Japönsk innflytjendayfirvöld hefðu ekki svarað þessari beiðni. John Bosnitch, formaður stuðn- ingsmannanefndar Fischers í Japan, sagði að vonast væri til að Fischer fengi að fara frá Japan fyrir 9. mars en þá verður Fischer 62 ára. Bosnitch bætti við að bandaríski lögmaðurinn Richard J. Vattuone væri að undirbúa kröfu um að hugsanlegur málarekst- ur á hendur Fischer í Bandaríkjunum yrði stöðvaður. Flugmiði keyptur fyr- ir Fischer til Íslands Ljósmynd/Einar S. Einarsson Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrv. formaður Skáksambandsins, Garðar Sverrisson, fyrrv. formaður Öryrkjabandalagsins, og Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sýna vegabréf sín á blaðamannafundi í Japan í gær. ÓTTAST er að Bobby Fischer hafi ekki látið setja sig í einangrunar- klefa átakalaust og hann orðið fyrir líkamlegum meiðingum, að því er fram kom á blaðamannafundi stuðningsmanna hans í Tókýó í gær. „Við höfum ekki fengið skýr- ingar á hvers vegna við fengum ekki að hitta hann á mánudag, en ég vona að það hafi ekkert komið fyrir hann. Við höfum heyrt af því að það hafi verið farið með hann í einangrun í handjárnum þegar við komum í búðirnar. Það virðist eitt- hvað hafa gerst,“ sagði Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, í samtali við fréttavef Morgunblaðsins. Sæmundur ætlar að gera aðra til- raun til að heimsækja Fischer í búð- irnar á mánudag, en heimsóknir eru ekki leyfðar um helgar. „Ég vona svo bara að ég fái að hitta hann á mánudag,“ sagði Sæmund- ur. Hann sagðist vera mjög ánægð- ur með fundinn í gær og taldi að málstaður stuðningsmanna Fisch- ers hefði komist vel til skila. Einar S. Einarsson sagði fundinn hafa verið fjölsóttan og áhrifarík- an. Sérstaklega hefði verið til þess tekið hvað framsaga Sæmundar hefði verið hjartnæm. Fjöldi fjöl- miðlamanna var á fundinum, m.a. frá fréttastofunum AP, AFP og Reuters og frá japönskum dag- blöðum og sjónvarpsstöðvum. Einar sagði ekki ljóst á þessu stigi hvað íslenska sendiráðið í Jap- an teldi sér fært að gera varðandi vegabréfið. Lögfræðingur Fischers hefði í gær skrifað sendiherra Ís- lands í Tókýó greinargerð um meintar lagaflækjur því tengdar. Vonar að ekk- ert hafi komið fyrir Fischer „ÉG ER sammála Guðmundi Jóns- syni sagnfræðingi (og Helgu Kress) um það, að ég hefði átt að vísa oftar til Peters Hallbergs, sem ég hafði mikið gagn af, í bók minni, Halldór, sem kom út árið 2003. Ég hélt, að ein alls- herjartilvísun í eftirmála, þar sem ég tók fram, hversu mikið gagn ég hefði haft af ritum Hallbergs, nægði. En ég sé nú, að svo er ekki. Hallberg átti auðvitað skilið, að ég vitnaði oftar til hans, ekki síst í meginmáli.“ Þetta kemur fram í svari Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors við opnu bréfi Guðmundar Jónssonar, prófessors í sagnfræði, sem sent var út til allra starfsmanna Háskóla Ís- lands í gær. Hannes segir að það hafi „blátt áfram [orðið] útundan að vísa nægilega ört og skýrt til þeirra Lax- ness og Hallbergs,“ en í svarinu tekur hann einnig undir þá gagnrýni Guð- mundar og Helgu Kress að hann hefði átt að afmarka skýrar, hvað í köflum bókarinnar um æsku Laxness er sótt í æskuminningabækur hans, og vísa oftar í ritin neðanmáls. „Bókin hefði ekki spillst við það,“ segir Hannes í svari sínu. „ Ég hefði vissulega átt að stytta endursagnir mínar úr þessum bókum og gera texta minn ólíkari texta Laxness. Þetta var athugaleysi af minni hálfu. Það er því sorglegra sem það hefði í hæsta lagi kostað mig nokkurra daga vinnu að kippa þess- um atriðum í lag. Það var ekki tíma- skortur, sem réð þessari yfirsjón, heldur hitt, að ég beindi athyglinni í aðra átt. Ég lagði mig fram um að láta Halldór Kiljan Laxness njóta sann- mælis í bók minni, halla hvergi á hann, og líka að gera frásögnina læsi- lega og fróðlega, svo að bókin yrði við alþýðu skap.“ Háskólayfirvöld taki málið föstum tökum Guðmundur krefst þess í opna bréfinu sem beint er til rektors að há- skólayfirvöld taki þær ásakanir sem komið hafa fram um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins föstum tökum og kveði skýrt upp úr með það hvort viðurkenndar fræðireglur um með- ferð heimilda hafi verið brotnar. „Þannig sýnir Háskólinn í verki að siðareglur hans eru meira en orðin tóm og gefur jafnframt ótvírætt til kynna að svipaðar siðareglur gildi í Háskóla Íslands og í háskólum er- lendis.“ Segist Guðmundur hafa fengið spurnir að því að siðanefnd HÍ, sem falið var að kanna málið, ætli ekki að aðhafast frekar í því. „Ég tel hins veg- ar að háskólayfirvöld geti ekki leitt svo alvarlegar ásakanir um óvönduð fræðileg vinnubrögð hjá sér og þeim beri að taka skýra afstöðu gegn rit- stuldi. Umræðan er sérlega mikilvæg innan sagnfræðinnar þar sem rík áhersla er lögð á vandaða meðferð heimilda. Til nemenda í sagnfræði eru gerðar þær kröfur að þeir sýni hvar þeir leiti fanga í ritsmíðum, að þeir forðist mistúlkun og afbökun heim- ilda, í stuttu máli, að þeir sýni heilindi gagnvart bæði lesendum og öðrum höfundum.“ Hannes bendir á að hann sé að vinna að svari við ritgerð Helgu í tímaritinu Sögu og sér finnist að Guð- mundur hefði mátt bíða eftir því svari. Í svari sem Helga Kress skrifar við bréfum Hannesar og Guðmundar í gær kemur fram að engin svör hafi borist frá háskólarektor við ítarlegri skýrslu um vinnubrögð Hannesar Hólmsteins. Var skýrslan að sögn Helgu send rektor sl. haust. Hannes Hólmsteinn Gissurarson svarar gagnrýni á bók sína um Laxness Hefði átt að vísa oftar í Peter Hallberg og Halldór Laxness Hannes Hólm- steinn Gissurarson Guðmundur Jónsson                                  ! " #             $         %&' ( )***                    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.