Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LESTUR Morgunblaðsins hefur
aukist um 2,5% frá því í nóvember
samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun
IMG Gallup. Er meðallestur á tölu-
blað nú 51,9% en var 49,4% í nóv-
ember. Lestur Fréttablaðsins
minnkar um 1,4% á sama tímabili,
var 68,5% í nóvember en er nú
67,1%. DV bætir við sig lesendum
samkvæmt könnuninni, er nú með
20,1% meðallestur á tölublað en var
með 16,7% í nóvember. Hefur lestur
DV því aukist um 3,4% samkvæmt
þessu.
Könnunin var gerð 4.–10. febrúar
sl. Úrtakið var 1.266 Íslendingar á
aldrinum 12–80 ára, valdir með til-
viljunaraðferð úr þjóðskrá. Svar-
hlutfall var 63,3%.
Morgunblaðið mest lesið
á föstudögum
Morgunblaðið er mest lesið á
föstudögum samkvæmt könnuninni,
en þá lesa 55,9% landsmanna blaðið.
Sunnudagsblaðið kemur þar á eftir
með 53,7% lestur. Sé meðallestur
skoðaður eftir kynjum kemur í ljós
að konur eru í naumum meirihluta
lesenda Morgunblaðsins, tæp 53%
þeirra lesa Morgunblaðið en 51%
karla. Elsti lesendahópurinn, 60 og
eldri, les blaðið mest, en 73,2% þess
aldurshóps les Morgunblaðið. Blaðið
er mest lesið á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem 59% íbúanna lesa blaðið, á
móti 39,9% íbúa á landsbyggðinni.
Þegar spurt var í hversu mörg
skipti einstökum tölublöðum dag-
blaðanna þriggja er flett að meðaltali
kemur í ljós að Morgunblaðið hefur
nær alltaf forskot á hin blöðin. Á
laugardögum er DV flett oftast af
dagblöðunum, á mánudögum og
föstudögum er Morgunblaðinu og
Fréttablaðinu flett jafn oft (1,4 sinn-
um) en aðra daga vikunnar hefur
Morgunblaðið vinninginn.
Lestur sérblaða
68% lesenda Morgunblaðsins lesa
fólk í fréttum og menningu á föstu-
dögum. Tímarit Morgunblaðsins á
sunnudögum mælist í könnuninni
með tæplega 68% lestur og Lesbókin
með 63,5% lestur. Þá er viðskipta-
blað Morgunblaðsins lesið af 59,3%
lesenda blaðsins á fimmtudögum og
tæplega 52% lesenda lesa íþrótta-
blaðið á þriðjudögum. Tæplega
helmingur lesenda Morgunblaðsins
á mánudögum les Fasteignablað
Morgunblaðsins og 42,9% lesa sér-
blaðið Bíla.
Lestur Morgunblaðsins eykst en
lestur Fréttablaðsins minnkar
AF lýsingum sjónarvotta að dæma er skýringin
á ljósaganginum yfir landinu í fyrrakvöld sú að
óvenju stór loftsteinn kom inn í gufuhvolfið og
brann þar upp, að sögn Þorsteins Sæmunds-
sonar stjörnufræðings.
Hann hefur rætt við um tug manna og segir
hann að svo virðist sem ljósagangurinn hafi sést
á öllum landshornum. Loftsteinninn hafi verið
óvenju bjartur, svo bjartur að hann lýsti upp
jörð á stóru svæði, líklega á mestöllu landinu,
að sögn Þorsteins. „Ég hef því miður ekki feng-
ið nægilega nákvæmar upplýsingar en ég giska
á að hann hafi fallið 100–200 kílómetra norð-
austur af landinu og verið bjartastur í um 80–
100 km hæð,“ segir hann. „Það er líklegast að
hann hafi sundrast að öllu leyti. Af lýsingum að
dæma kom hann inn á miklum hraða og þá
verður sjaldnast mikið eftir af þeim.“
Þorsteinn segir að ekki sé hægt að segja til
um stærð steinsins með vissu en líklega hafi
hann verið 50 sentimetrar eða minna í þvermál.
Gera megi ráð fyrir að hann hafi verið á 12–70
km hraða á sekúndu þegar hann kom inn í gufu-
hvolfið (43.000–252.000 km/klst). Svona stórir
og bjartir loftsteinar sjást ekki mjög oft en þó á
nokkurra ára fresti. Bjart var yfir landinu í
fyrrakvöld og því urðu óvenju margir vitni að
sjónarspilinu. Aðspurður segir Þorsteinn að
ekki sé um það að ræða að jörðin hafi farið í
gegnum lofsteinabelti, þetta hafi verið stakur
lofsteinn.
Til að hægt sé að meta nánar hvar loftsteinn
kom inn í gufuhvolfið, og fleira því tengt, eru
upplýsingar frá þeim sem sáu ljósaganginn vel
þegnar og er hægt að ná sambandi við Þorstein
á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.
Óvenju stór loftsteinn brann upp með miklum ljósagangi
Steyptist á ógnarhraða inn í gufuhvolfið
TILKYNNT var snemma í gær-
morgun um eld í bifreið á Hverf-
isgötu, á móts við hús númer 62.
Bifreiðinni hafði verið ekið utan í
vegrið eða keilur og í framhaldinu
komið upp eldur.
Að sögn vitna fór ökumaðurinn
strax út úr bifreiðinni eftir að hafa
ekið utan í keilurnar og upp á
gangstétt og hljóp á brott. Lög-
reglu grunar að ekki hafi allt verið
með felldu hjá ökumanninum sök-
um ölvunar eða annarra ástæðna og
hann því flúið af vettvangi. Hans
var leitað í gær.
Að sögn slökkviliðsins gekk vel
að slökkva eldinn, en bifreiðin,
gömul Mazda, er talin ónýt eftir
brunann.
Eldsupptök eru ókunn.
Ljósmynd/Guðjón Jónsson
Brann á Hverfisgötu Ökumaðurinn stakk af og er nú leitað.
Ökuþórinn
hljópst á brott
KRINGUM 50 ungir hundarækt-
unarmenn sýndu í gær listir sínar
og dýra sinna á alþjóðlegri sýn-
ingu Hundaræktarfélags Íslands í
reiðhöll Gusts við Álalind í Kópa-
vogi. Sýndu þau í tveimur flokk-
um og undir kvöldið voru sýndir
105 hvolpar sem skráðir voru til
leiks.
Sýningin heldur áfram í dag og
á morgun og voru alls 467
hundar sem eru 9 mánaða og
eldri skráðir til keppninnar. Mik-
ill áhugi er á keppninni.
Morgunblaðið/Þorkell
Nærri 500
hundar
sýndir um
helgina
LÖGREGLAN í Stykkishólmi
stöðvaði níu ökuþóra fyrir of
hraðan akstur í gær og er það
óvenju mikið. Sá sem hraðast ók
mældist á 141 km hraða á
Vatnaleið og allir hinir óku hrað-
ar en 110 km/klst. Líkt og venju-
lega voru karlmenn í meirihluta
hinna brotlegu ökumanna, sjö
karlar og tvær konur.
Á 141 km
hraða á
Vatnaleið