Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 8

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 8
8 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisútvarpinu er það mikill heiður að fá að afhenda kynþokkafyllstu konu landsins dóta- kassa ástarlífsins. Ríkisstjórn Íslandssamþykkti í gærþá tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, að fulltrúum dóms- og kirkjumálaráðherra og fjármálaráðherra verði falið að leggja fram tillög- ur um kaup eða leigu á fjölnota varðskipi og eft- irlitsflugvél fyrir Land- helgisgæslu Íslands, samningu útboðsgagna og frekari undirbúning. Björn Bjarnason segir mikilvægt að ríkisstjórnin hafi sýnt skilning á nauð- syn þess að endurnýja tækin til að þau svari kröf- um tímans. Löngu er orðið tímabært að endurnýja tækjakost Landhelgis- gæslunnar en sem dæmi má nefna að varðskipið Óðinn er um 45 ára gamalt, Týr og Ægir um og yfir 30 ára skip og Fokker-flugvélin 29 ára. Allt tæki í góðu lagi en end- ingartími þeirra eigi að síður far- inn að styttast og kröfur gerðar í dag um meiri afköst þessara björgunar- og eftirlitstækja. Ekki er búist við að mikið verð fáist fyr- ir tækin sem úrelt verða. Þakkar ráðherra framsýnina Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að starfsmenn Gæslunnar séu í skýj- unum með þessa ákvörðun Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkju- málaráðherra. Hann eigi þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt og framsýni í málinu. Fram kom í stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra við upphaf kjörtímabilsins að nauð- synlegt væri að laga starf Land- helgisgæslu Íslands að nýjum kröfum, ráðast í smíði nýs varð- skips og gera áætlun um endur- nýjun flugflotans. Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar hafa frá áramótum unnið hörðum höndum að því að kanna hvernig fá megi nýtt skip eða not- að til að taka við af elsta varðskip- inu og nýja eða notaða flugvél sem tæki við af Fokkernum. Hvort tveggja er jafnbrýnt því fyrir lok næsta árs þarf að endurnýja Fok- kerinn nánast frá grunni ef hann á að vera flughæfur áfram. Það myndi kosta hundruð milljóna króna og erfitt er orðið að fá vara- hluti í svo gamla vél sem löngu er hætt að framleiða. Á sama hátt er orðið brýnt að endurnýja elsta varðskipið og fá stærra skip og öflugra í verkefni Gæslunnar. Fulltrúar Landhelgisgæslunn- ar hafa heimsótt nokkur lönd til að afla upplýsinga og skoða bæði flugvélar og skip. Þá hafa nokkrar sendinefndir komið hingað til lands til að kynna bæði flugvélar og skip. Niðurstaða landhelgis- gæslumanna er sú að ekki sé skynsamlegt að sérsmíða stórt varðskip. Talið er að það myndi kosta allt að fjórum milljörðum króna. Hagkvæmari kostur væri að kaupa nýtt skip, t.d. ganga inn í kaup á björgunar- og leitarskipi með öðrum þjóðum eða leigja slíkt skip. Talið er unnt að kaupa eða leigja slíkt skip til tíu ára fyrir 1,7 til 2 milljarða króna. Gera má ráð fyrir að það taki 12–15 mánuði, hugsanlega allt að tveimur árum að fá nýtt skip. Að mati fulltrúa Landhelgis- gæslunnar eru helstu kröfur til varðskips þær að það geti sinnt eftirliti í efnahagslögsögu Íslend- inga, mengunarvörnum, afgreitt eldsneyti til björgunarþyrlna á flugi, og brugðist við í þágu al- mannavarna hvar sem vera skal á landinu. Það yrði einnig að geta stutt við viðbrögð og varnir við hryðjuverkaógn, nýst til sam- vinnu við sérsveit lögreglu og toll- gæslu til varnar smygli á fólki og fíkniefnum og sinnt hvers konar björgunarstörfum. Verða að geta aðstoðað stór skip Einnig verður skipið að geta dregið skip og báta og er talið nauðsynlegt að miða við að um- ferð stórra flutningaskipa sé mjög vaxandi um efnahagslögsögu landsins. Hafa menn í huga nærri tvöfalt stærra skip en núverandi varðskip eða milli tvö og þrjú þús- und tonn. Í frétt frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu segir að flugvél Landhelgisgæslunnar þurfi að búa yfir nútíma greiningar- og samskiptatækni. Hún þurfi að hafa nægjanlegt flugþol til að sinna eftirliti í efnahagslögsög- unni svo sem fylgjast með ferðum skipa, mengun og hafís. Hún þurfi þol til að taka þátt í björgunar- og leitaraðgerðum og geta sinnt vett- vangsstjórnun og sjúkraflugi. Einnig kunni vélin að vera notuð til flutninga á farþegum í boði hins opinbera. Þá segja fulltrúar Gæsl- unnar að hægt þurfi að vera að breyta útfærslu vélarinnar á stuttum tíma t.d. í farþegavél, flutningavél, sjúkraflugvél, flug- prófunarvél o.fl. Athuganir Landhelgisgæslunn- ar hafa leitt í ljós að unnt er að kaupa eða leigja flugvél með nauðsynlegum búnaði fyrir 1,8 milljarða króna. Vélar sem koma til greina eru af gerðunum Casa, smíðuð á Spáni, og DASH-8 sem smíðaðar eru í Kanada. Ekki er unnt að fá þá fyrrnefndu notaða. Fréttaskýring | Ríkisstjórnin heimilar undirbúning tækjakaupa fyrir Gæsluna Stefnt að leigu eða kaupum Líða munu að minnsta kosti 18 til 30 mánuðir þar til afhending fer fram Nú stendur endurnýjun fyrir dyrum. Stutt í að Fokker-vélin verði safngripur  Segja má að Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar sé að verða safngripur. Eftir 30 ára þjónustu, fyrst í innanlandsflugi og síðan gæslufluginu, endist hún ekki nema til loka næsta árs nema hún verði gerð upp fyrir hundruð milljóna króna. Ljóst er að ekki fæst mikið fé fyrir vélina, kannski 15 til 18 milljónir króna. Fokkerinn myndi sóma sér vel á flugsafni og er spurningin kannski helst sú hvort það verð- ur hérlendis eða erlendis. joto@mbl.is „VIÐ erum að gera hluti sem enginn annar gerir, en það er ástæðan fyrir því að við erum í sjónvarpi. Við vilj- um gera skrýtna hluti sem okkur finnst skemmtilegir og asnalegir og stundum pínu hættulegir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, einn stjórn- enda þáttarins Strákarnir sem sýnd- ur er á Stöð 2, en í Morgunblaðinu í gær sagði Herdís L. Storgaard, verkefnisstjóri Árvekni hjá Lýð- heilsustöð, að borið hefði á kvörtun- um frá foreldrum og kennurum um óæskilega hegðun barna, sem þeir vildu tengja sjónvarpsþættinum. Þar koma Sverrir Þór Sverrisson, Auð- unn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfús- son fram með ýmis uppátæki sem fallið hafa í misjafnan jarðveg. Sverrir Þór segir það koma skýrt fram í þættinum að atriðin séu ekki til að herma eftir. Spurður hvort sú leið sé ekki einungis til að firra þá ábyrgð segir hann ábyrgð foreldra engu minni. „Það eru foreldrarnir sem stjórna heimilinu og eru að ala upp þessi börn. Mér finnst að þeir ættu að setjast niður með börnunum sínum og ræða við þau á góðum nót- um, en það gæti orðið til þess að sameina fjölskylduna.“ Auka umræðu um ofbeldisefni Guðbjörg Hildur Kolbeins fjöl- miðlafræðingur hefur rannsakað áhrif ofbeldis í sjónvarpi á börn. Hún segir að það ríki ákveðin vanþekking og andvaraleysi á sjónvarpsstöðvun- um gagnvart slíku efni og umræðan í samfélaginu einkennist af ákveðnu aðgerðaleysi. Spurð um sjónvarps- þátt eins og Strákana á Stöð 2 segir Guðbjörg að 14. gr. útvarpslaga nái til slíks sjónvarpsefnis. Þar segir að sjónvarpsstöðvum sé óheimilt að senda út dagskrárefni sem gæti haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkam- legan, andlegan eða siferðilegan þroska barna á þeim dagskrártíma sem hætta er á að þau sjái viðkom- andi efni. „Við vitum að slíkt efni get- ur hugsanlega haft áhrif.“ Vanþekking og andvara- leysi gagnvart ofbeldisefni DÓMS- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra hafa ákveðið að efla samstarf og samvinnu Land- helgisgæslunnar, Fiskistofu og Haf- rannsóknastofnunar. Í fréttatilkynningu segir að verk- efni þessara stofnana hafi marga snertifleti og mikilvægt sé að þær hafi samstarf um atriði sem að þeim snúa svo og sameiginlega rekstrar- þætti eins og útgerð skipa. Ákveðið hefur verið að ráðuneytisstjórarnir leiði samstarf þessara þriggja aðila. Aukið samstarf Gæslu, Fiski- stofu og Hafró ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.