Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 10
10 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, sagði í setn-
ingarræðu sinni á landsþingi flokks-
ins í gær, að í nýrri tillögu að ályktun
flokksins í samgöngumálum, væri
lagt til að lokið yrði við gerð átján til
tuttugu jarðganga á 20 árum. Álykt-
unartillaga þess efnis hefur verið
lögð fram á landsþinginu.
„Nú erum við í Frjálslynda flokkn-
um að leggja fram nýjar áherslur í
samgöngumálum þar sem byggt er á
að koma sem flestum af erfiðustu
fjallvegum landsins í jarðgöng – og
unnið verði að þverun fjarða til stytt-
ingar vegalengda,“ sagði Guðjón.
„Væri slíkri áætlun fylgt næstu tutt-
ugu árin þyrfti að merkja nægilegt
fjármagn í fjárlögum hvert ár svo
samfellt væri unnið að jarðgöngum á
hverju ári í 20 ár og ljúka við átján til
tuttugu jarðgöng – sem alls yrðu um
80 til 90 km á lengd – eftir að leitað
hefði verið að hagstæðustu staðsetn-
ingu í hverju tilfelli og forgangsrað-
að. Með þannig vinnulagi og sam-
felldu í varanlegum samgöngubót-
um, væri verið að spara mikla
fjármuni til lengri tíma litið. Lítum til
aldar, en ekki áratugar í varanlegri
vegagerð.“
Um hundrað landsþingsfulltrúar
fylgdust með setningarræðu for-
mannsins á Kaffi Reykjavík í gær.
Guðjón sagði m.a. í ræðu sinni að
til þess að halda velli og brjóta upp
veldi fjórflokksins yrði Frjálslyndi
flokkurinn að stækka yfir tíu pró-
senta fylgi. Markmiðið væri að
breyta völdum í íslensku þjóðfélagi
og minnka áhrif fjórflokksins. „Við
unnum sigur í síðustu alþingiskosn-
ingum. Við erum með opið bókhald
sem aðrir stjórnmálaflokkar gætu
tekið sér til fyrirmyndar. Höldum
áfram að vinna heiðarlega fyrir opn-
um tjöldum. Sækjum fram út frá
miðjunni, bæði til hægri og vinstri.
Látum ekki villa okkur sýn með of
mikilli hægri sveiflu né vinstri villu.
Við viljum standa fyrir einstaklings-
framtaki og frelsi en ekki nýju vist-
arbandi leiguliðans. Við viljum
standa vörð um velferð fólks og
styðja þá með virðingu sem höllum
fæti standa og skilað hafa þjóðfélag-
inu sínu ævistarfi. Skilað okkur inn í
nútíma þjóðfélag. Við viljum stétt
með stétt hvar sem við störfum.“
Vilja færeysku leiðina
Guðjón minnti á að Frjálslyndi
flokkurinn hefði frá upphafi hafnað
kvótakerfinu í sjávarútvegi. „Núver-
andi stórgreifar í útgerðarmanna-
stétt gera kröfu til söluréttar á
óveiddum fiski í sjónum, aflahlut-
deild, sem í almennu tali manna á
meðal er nefnt kvótinn. Þeir vilja
einkaeign og leggjast gegn því að í
stjórnarskrá Íslands segi að auðlind-
ir sjávar séu þjóðareign,“ sagði hann.
„Frjálslyndi flokkurinn telur að sú
stefna að vinna sig út úr kvótakerfinu
í aðgreindum skrefum í tíma og með
skiptingu flotans í fjóra aðgreinda út-
gerðarflokka sé vel fær leið. Þannig
megi vinna sig hægt en með mark-
vissum hætti út úr kvótakerfi með
frjálsu framsali án skaða og síðar til
mikils ávinnings fyrir þjóðina. Víða á
landsbyggðinni er verðhrun á aðal-
eign hverrar fjölskyldu, íbúðarhús-
inu, vegna atvinnutapsins sem varð
þegar atvinnurétturinn, auðlindin í
sjónum – fiskikvótinn, var seldur
burt. Næst mun vegið að undirstöðu
byggðar- og atvinnurétti fólks á
Stöðvarfirði ef eftir gengur sú vá sem
fólki þar er nú boðuð.“
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á landsþingi
Átján til tuttugu jarðgöng
verði gerð á tuttugu árum
Flokkurinn sæki fram út frá miðjunni, bæði til hægri og vinstri
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Arnar Kristjánsson vill leggja aukna fjármuni í jarðgangagerð.
ÞORRI skólastjóra og skólameistara fram-
haldsskólanna hefur miklar efasemdir um
styttingu náms til stúdentsprófs, að mati Sölva
Sveinssonar, verðandi skólastjóra Verzlunar-
skóla Íslands og fyrrverandi skólameistara
Fjölbrautaskólans við Ármúla. Sölvi telur að
gefa þurfi framhaldsskólunum svigrúm til að
skipuleggja námsframboð sitt, verði nám til
stúdentsprófs stytt í þrjú ár.
Hann hefur varpað fram þeirri hugmynd að
þriðjungur af nýja stúdentsprófinu verði í ís-
lensku, ensku og stærðfræði. Vægi hverrar
greinar í þessum þriðjungi yrði einstaklings-
bundið eftir áhugasviði og vali nemenda. Skól-
unum verði síðan gefið sjálfdæmi um hvernig
þeir hagi öðrum greinum til stúdentsprófsins.
„Auðvitað hljóta þeir að taka mið af hags-
munum nemenda og kröfum háskólanna,“
sagði Sölvi. „Margar deildir háskólanna hafa
skilgreint hvað sé æskilegur undirbúningur
fyrir nám í þeim og hvað sé nauðsynlegt. Sum-
ar tilgreina beinlínis einingafjölda í tilteknum
námsgreinum. Ég sé ekki betur, verði þær
hugmyndir sem uppi eru núna að hafa kjarna,
kjörsvið og val til stúdentsprófs, en að þá geti
t.d. nemandi í Verslunarskóla Íslands sem ætl-
ar sér að fara í verkfræði- og raunvísindadeild
HÍ ekkert sinnt þeim greinum sem eru sérsvið
Verzlunarskólans. Nema þá hann taki fleiri
einingar en stúdentsprófið nýja verður.“
Sölvi segir að samkvæmt hugmyndum sem
fram hafi komið um nýja stúdentsprófið verði
það í raun steypt í sama mótið óháð skólum.
„Það á að treysta skólunum til að bjóða upp á
það sem þeir eru sterkastir í þannig að þeir
geti haldið sínum sérkennum og búið nem-
endur sína undir það nám sem þeir hyggjast
fara í. Mér leiðist þessi miðstýringarárátta í
menntamálaráðuneytinu og þykir hún haml-
andi fyrir skólana.“
Sölvi segist bera
kvíðboga fyrir
tungumálanámi,
verði nám til stúd-
entsprófs stytt. „Ís-
lendingar eru mjög
lítið málsamfélag og
þurfa að mínu mati
að læra tvö, ef ekki
þrjú, hjálparmál
sem ég kalla svo.
Norrænt mál nýtist
Íslendingum mjög
vel. Rannsóknir
Auðar Hauksdóttur
meðal íslenskra
námsmanna í Dan-
mörku sýna það
ljóslega. Íslendingar telja sig almennt miklu
betri í ensku en þeir eru í raun og veru. Það
sést um leið og fólk fer að lesa enskar fagbók-
menntir að það rekur mjög hastarlega í vörð-
urnar. Þeir eru góðir í bíómyndum og slangri,
götumáli. Síðan sýnist mér geta stefnt í mikinn
ófarnað varðandi þriðja málið með stytting-
unni; frönsku, spænsku eða þýsku.
Ég ber líka kvíðboga fyrir því að helmingur
dönskukennslu eigi að flytjast til grunnskól-
anna. Svo ég vitni aftur í rannsóknir Auðar
Hauksdóttur þá eru mjög margir að kenna
dönsku í grunnskóla sem hafa litla menntun í
henni eða eru beinlínis þvingaðir til þess.“
En hvað um þær hugmyndir að stytta frem-
ur grunnskólann um eitt ár fremur en fram-
haldsskólanám til stúdentsprófs?
„Mér finnst það miklu eðlilegra,“ segir Sölvi.
„Það er búið að lengja námstíma í grunnskóla
um allt að tveimur árum án þess að námsefni
hafi verið bætt við í sama mæli. Það má vissu-
lega bæta við námsefni í grunnskóla, en mér
finnst of hratt af
stað farið í þeim efn-
um.“
Sölvi bendir á að
við styttingu náms
til stúdentsprófs sé
hugmyndin að flytja
12 einingar hið
minnsta af fram-
haldsskólanámi til
grunnskólans.
Kennsla í samræmi
við það eigi að hluta
til að hefjast haustið
2006. Hann telur
það ekki tímabært,
því ekki gefist tími
til að endurmennta
grunnskólakennara eða lengja kennaranámið
til að mæta nýjum kröfum. Grunnskólinn sé því
vanbúinn að taka við þessari auknu kennslu að
sinni. Nú þegar vanti víða fagkennara með full
réttindi í minni grunnskóla. Þeir séu flestir í
stórum grunnskólum þar sem séu margar
bekkjardeildir í hverjum árgangi.
Nýta ætti sveigjanleikann í kerfinu
Hugmyndir um skiptingu þriggja ára náms
til stúdentsprófs, milli kjarna, kjörsviðs og
frjáls vals, eru meingallaðar, segir Yngvi
Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík.
„Það er gert ráð fyrir að halda sama hlutfalli
í kjarna og nú er gert, en samt eru teknar 12
einingar og fluttar í grunnskólann. Þannig er
hlutfallslega verið að auka kjarnann sem þýðir
að ekki verður hægt að bjóða upp á jafn sér-
hæft nám í þessu nýja kerfi og í dag,“ sagði
Yngvi. Hann sagðist hafa borið nýju hugmynd-
irnar saman við þær deildir MR sem búa nem-
endur undir nám t.d. í raunvísindum og læknis-
fræði. Skerðingin í raungreinanámi til
stúdentsprófs yrði um minnst 10 einingar, jafn-
vel meira með hinu nýja fyrirkomulagi. Nem-
andi sem tæki allt kjörsviðið og frjálsa valið
undir raungreinar kæmist upp í 66 einingar, en
núna eru 77 einingar á þessum brautum í MR.
Yngvi telur mikilvægt að nemendur komi
jafn vel undirbúnir undir háskólanám úr fyrir-
huguðu kerfi og því sem nú gildir. Ef fram-
haldsskólinn verður styttur um eitt ár ætti
skerðing á námstímanum fremur að koma nið-
ur á almennum greinum. Þykir honum að
minnka eigi vægi kjarnans í fyrirhuguðu stúd-
entsnámi í 40–45 einingar. Kjarninn yrði bund-
inn við greinar eins og íslensku, ensku og
stærðfræði. Síðan ætti að veita skólunum frelsi
til að bjóða upp á eins sveigjanlegt nám í öðrum
greinum og þeim þykir skynsamlegt.
Yngvi benti á að nú þegar væru ýmsar leiðir
til að stytta námstíma til stúdentsprófs. Hann
nefndi t.d. tveggja ára nám í Hraðbraut,
þriggja ára nám í áfangaskólunum og í fyrra
fóru Menntaskólinn við Sund og Verzlunarskóli
Íslands að bjóða upp á þriggja ára nám til stúd-
entsprófs í bekkjakerfi.
„Stóru grunnskólarnir, að minnsta kosti,
hafa boðið upp á hægferðir og hraðferðir í ýms-
um námsgreinum í efstu bekkjum. Það mætti
vel hugsa sér að þeir fari að bjóða upp á
tveggja ára braut úr námsefni 8.–10. bekkjar
fyrir ákveðinn hóp nemenda, án þess að stytta
grunnskólann. Þar með væri búið að mæta
sjónarmiðum ólíkra hópa. Ákveðinn hópur
nemenda gæti þannig farið gegnum efstu bekki
grunnskóla á tveimur árum í stað þriggja og
jafnvel stytt námstímann enn frekar með því
að fara síðan á þriggja ára braut í framhalds-
skóla. Mér finnst að það eigi að nýta þennan
mikla sveigjanleika og framboð sem er í skóla-
kerfinu, í stað þess að steypa alla í sama mót.“
Skólarnir fái að bjóða upp á nám
sem þeir eru sterkastir í
Sölvi Sveinsson leggur til að framhaldsskólar fái aukið sjálfdæmi um námsframboð
Sölvi Sveinsson Yngvi Pétursson
FRJÁLSLYNDI flokkurinn ítrekar
þá afstöðu sína til Evrópusam-
bandsins að aðild sé engan veginn
tímabær, segir í drögum að stjórn-
málayfirlýsingu landsþings Frjáls-
lynda flokksins. „EES-samningur-
inn virðist enn duga Íslendingum
vel og þar eigum við sameiginlega
hagsmuni með Noregi,“ segir einn-
ig í drögunum.
Þar segir einnig að Frjálslyndi
flokkurinn vari mjög eindregið við
drottnunarvaldi örfárra fyrirtækja
í atvinnugreinum og viðskiptum
„og telur brýnt að setja rammalög-
gjöf um hringamyndanir,“ segir í
drögunum.
Þá segir að flokkurinn vísi með
öllu á bug hugmyndum um einka-
væðingu Landsvirkjunar og hann
segist ennfremur alfarið á móti
einkavæðingu Símans með dreifi-
kerfinu, eins og ríkisstjórnin boði.
Andvígur framboði
til öryggisráðsins
Í drögunum er einnig fjallað um
framboð Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna og sagt að
flokkurinn sé andvígur því að sóa fé
í tilraunir til að ná sæti í ráðinu.
Að lokum má nefna drög að
stefnu flokksins í menntamálum, en
þar segir að hann vilji efla leik-
skólastigið og gera skólavist síð-
asta árgangs leikskólabarna gjald-
frjálsa. „Stefnt skal að gjaldfrjáls-
um leikskóla í áföngum.“
Landsþingi Frjálslynda flokksins
líkur í dag með kosningu forystu
flokksins.
Aðild að
ESB engan
veginn
tímabær
Vilja gjaldfrjáls-
an leikskóla