Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 11

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 11 FRÉTTIR ARI Edvald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að atriði í frumvarpi til nýrra samkeppnislaga séu til bóta frá því sem áður hafi verið. Ari sagði að þeir hefðu verið að fá frum- varpið í hendur. Sam- tökin hefðu áður tjáð sig nokkuð ítarlega um þau drög sem við- skiptaráðherra hefði kynnt. Þá hefðu sam- tökin talið að þær grundvallarbreytingar sem lagðar væru til á skipulagi stjórnsýslu á þessu sviði væru mjög jákvæðar og gætu orðið til þess að efla Samkeppnisstofnun hvað snerti starf hennar varðandi ólögmætt samráð og misbeitingu markaðsráðandi stöðu. „Við gerðum hins vegar athugasemdir við ýmis atriði og við eigum eftir að fara bet- ur yfir það að hvaða marki þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á frumvarpinu koma til móts við það, en í fljótu bragði sýnist mér að þær breytingar sem gerðar hafa verið séu nú til töluverðra bóta,“ sagði Ari. Hann sagði að í þeim efnum væri kannski stærst að heimild til beitingar þeirra af- drifaríku viðurlaga sem það væri að brjóta upp starfsemi fyrirtækja væri of óljós og forsendurnar fyrir slíkum viðurlögum. Það virtist nú vera tals- vert skýrara en áður og í betra sam- ræmi við skýrslu nefndarinnar sem unnið hefði málið upphaflega. Hann sagði að fleiri atriði í frum- varpinu nú væru til bóta frá því sem áður hefði verið, en samtökin myndu fá frumvarpið til umsagnar nú þegar það væri komið til þinglegrar með- ferðar og myndu setja fram ítarlegt álit á því. „Við gerum ráð fyrir að við mun- um skila ítarlegri umsögn til Alþing- is. Við höfum farið ítarlega yfir þessi mál á undanförnum misserum og gert tillögur til úrbóta á samkeppn- islögunum sem ekki er allar að finna þarna og við munum auðvitað halda þeim til haga. Það má til dæmis nefna mörk á tilkynningarskyldum samruna sem við teljum vera alltof lág og líka heimildir smærri aðila á markaði til samstarfs. Við teljum að það geti eflt samkeppni að smærri aðilar hafi rýmri heimildir til sam- ráðs sín í milli,“ sagði Ari enn- fremur. Ari Edvald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Atriði í frumvarpinu sem eru til bóta frá því sem áður var Ari Edvald JÓHANNA Sigurð- ardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur fjölmargt að at- huga við frumvarp við- skiptaráðherra til nýrra samkeppnislaga. Hún segist m.a. óttast að með ákvæði um breytt skipulag á stjórn Samkeppnisstofnunar sé verið að draga úr sjálfstæði stofnunar- innar. Viðskiptaráðherra skipar forstjóra Sam- keppnisstofnunarinnar en verði breytingin lög- fest er skipunarvaldið falið þriggja manna stjórn. „Ég tel að það sé óeðlilegt að forstjóri hafi beint ráðningarsamband við stjórn- ina,“ segir Jóhanna. „Það gengur líka gegn virku samkeppniseftirliti, að forstjóri þurfi að bera allar meiri háttar ákvarðanir og aðgerðir undir þessa stjórn áður en gripið er til að- gerða,“ segir hún. Er álitamál, að mati Jóhönnu, hvort forráðamenn Samkeppn- isstofnunar hefðu ráðist í húsleit hjá olíufélögunum á sínum tíma ef þetta skipulag um að bera meiri háttar ákvarðanir undir þriggja manna stjórn hefði þá verið fyrir hendi. „Þessi þriggja manna stjórn er ráð- herraskipuð og ekki ólíklegt að í henni verði pólitískir fulltrúar flokkanna,“ segir Jó- hanna. Til höfuðs núver- andi forstjóra? „Það vekur líka at- hygli að fellt hefur ver- ið niður ákvæði sem var í drögunum sem ráðherra kynnti í haust, um að stjórnarmenn megi ekki hafa beinna eða verulegra hags- muna að gæta í atvinnustarfsemi. Maður veltir því líka fyrir sér hvort sé verið að setja þetta skipulag upp til höfuðs núverandi forstjóra og forstöðumönnum Samkeppnisstofn- unar, sem gengu vasklega fram í málefnum olíufélaganna og hrein- lega sé verið að láta þá fara undir því yfirskini að verið sé að leggja núver- andi störf niður. Þegar verið er að setja skipulagið upp með þessum hætti og taka út skilyrði um að stjórnamenn megi ekki hafa beinna eða verulegra hags- muna að gæta í atvinnustarfsemi vekur það tortryggni um að þessi stjórn verði pólitískt skipuð,“ segir Jóhanna. Skv. frumvarpinu verður einnig komið á fót Neytendastofu og emb- ætti talsmanns neytenda. Jóhanna kveðst hafa verulegar áhyggjur af að embætti talsmanns neytenda verði veikt. Ekki sé gert ráð fyrir að tals- maður neytenda muni hafa sam- bærileg verk á sinni könnu og um- boðsmenn neytenda annars staðar á Norðurlöndum. Veruleg fjárvöntun Jóhanna bendir einnig á að á sín- um tíma hafi verið gerð þarfagrein- ing á hvað Samkeppnisstofnun þyrfti mikið fjármagn og starfslið til við- bótar til að geta sinnt sínu hlutverki. ,,Þá kom fram að það þyrfti að fjölga sérfræðingum eingöngu á sam- keppnissviði úr ellefu í 21 en þarna er verið að fjölga þeim um sjö. Þá eru settar í þetta sextíu milljónir en forstjóri stofnunarinnar hefur látið það koma fram, t.d. á fundum nefnd- ar þingsins, að þörfin sé 100 millj- ónir. Þarna er því enn um verulega fjárvöntun að ræða,“ segir Jóhanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar Óttast að draga eigi úr sjálf- stæði Samkeppnisstofnunar Jóhanna Sigurðardóttir ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé frá- leitt að samþykkja frumvarp um ný samkeppnislög á yfirstandandi þingi og að þau taki gildi í sumar. „Slík handarbakavinnubrögð eru hreinlega ekki sæmandi. Við erum að tala um grundvallarbreytingar í mjög mikilvægum málaflokki og við eigum að vanda til þeirra breytinga. Það á að kalla eftir umræðu og við munum alls ekki láta bjóða okkur slík vinnubrögð. Þetta þarf að gera allt mjög rækilega að yfirveguðu ráði. Ég hélt sannast sagna að menn væru búnir að fá nóg af svona vinnu- brögðum og myndu vanda sig betur, en svo virðist sem menn hafi lítið lært í þeim efnum,“ sagði Ögmund- ur. Hann sagði að það væri ekki annað að sjá þegar á heildina væri litið en með frumvarp- inu væri verið að veikja samkeppn- islögin frá því sem nú væri og draga úr sjálf- stæði Samkeppnis- stofnunar. „Það eru engar nýj- ar heimildir til að hamla gegn fákeppni á markaði og mikilvæg ákvæði í núverandi lögum um inngrip eru numin brott. Þá er samkeppnisráð lagt af og yfir stofnunina sett þriggja manna stjórn sem á að ráða nýjan forstjóra og maður hlýtur óhjákvæmilega að spyrja sig hvort þetta sé gert gegn nú- verandi stjórn stofn- unarinnar og forstjóra til höfuðs sem í sjálfu sér er mjög alvarlegur hlutur,“ sagði Ögmund- ur. Hann sagði að síðan væri gert ráð fyrir alls kyns breytingum í skipulagi eftirlits með markaði. Neytenda- stofa ætti þannig að koma í stað Löggild- ingarstofu og hann teldi að það þyrfti að fara mjög rækilega yfir allt málið í heild á Alþingi. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar Ögmundur Jónasson Fráleitt að samþykkja frum- varpið á yfirstandandi þingi Í ÁR eru hundrað og þrjátíu ár liðin frá því fyrstu Vestur-Íslendingarnir stigu á skipsfjöl og héldu á brott vestur um haf í von um bærilegra líf í Ameríku. Af því tilefni verður lagt upp í ævintýralega ferð frá Eyrar- bakka, þaðan sem fyrstu Vestur-Ís- lendingarnir komu, til Gimli í Mani- toba í Kanada þar sem reynt verður að fara sem lengst á íslenskum gæð- ingum. Hinn 17. júní leggur hópurinn af stað ríðandi til Reykjavíkur með við- komu á Þingvöllum og fleiri stöðum. Þegar komið er í höfuðstaðinn munu bæði hestar og menn taka sér flug- far vestur um haf og eiga svo endur- fundi í Kinmount í Kanada. Þaðan verður riðið áleiðis til Gimli í Mani- toba-fylki en þar sem leiðin er u.þ.b. 2.500 kílómetrar verða hestar og menn að fá far með bíl eina 2.000 kílómetra. Þegar ferðinni er lokið stendur til að selja hestana þar í landi og láta söluféð renna í Snorra- sjóð en hlutverk hans er t.d. að gera ungum Vestur-Íslendingum kleift að fara til Íslands til að kynnast hér fólki, máli og menningu. Með bréf til Kanada Jónas R. Jónsson, umboðsmaður íslenska hestsins, á von á því að „skjólstæðingur“ hans fái mikla at- hygli í ferðinni en óljóst er á þessari stundu hvort staðið verður að ein- hverri sérstakri hestakynningu við þetta tækifæri. Af sjálfsögu gefst okkur hinum sem heima sitjum tækifæri til að koma bréfi í póstpoka sem ferða- langarnir koma svo til ættinga sem búsettir eru vestanhafs og gerir Declan O’Driscoll, sem stendur að ferðinni ásamt Karli Ágústi Andr- éssyni, ráð fyrir því að um hundrað manns í nágrenni Gimli vonist eftir bréflegri kveðju héðan. Ráðgátan sem rak hann til Íslands Örlög Declan O’Driscoll virðast samtvinnast Íslandi og norrænni goðafræði. Þegar hann var ungling- ur lék hann í leikritinu Dauði Bald- urs í sínum heimaskóla en þegar hann flutti mörgum árum síðar til Nelsonborgar í British Colombia kom honum á óvart að fjöllin í grenndinni hétu sömu nöfnum og persónur leikritsins: Ýmir, Valhöll og síðast en ekki síst Gimli. Um- hverfið lifnaði við fyrir honum og endurspeglaði norrænar goðsögur þar sem hvert fjall lék sitt hlutverk. Þetta vakti áhuga hans og því fór hann að rannsaka þá ráðgátu hvern- ig þessi kanadíska náttúra hefði fengið þetta hlutverk að vera sem sviðsetning ævintýra úr norrænni goðafræði og í þeim tilgangi kom hann fyrst til Íslands. Þá lágu leiðir þeirra Karls saman. Karl er mikill áhugamaður um hesta og er með að- stöðu á Eyrarbakka en þar kviknaði þessi hugmynd þeirra að fara til Gimli á hestum. Nú er Declan O’Driscollstaddur hér á landi til að undirbúa þessa ferð og afla henni stuðnings. Fjölmargir stuðningsaðilar leggja honum lið. Þeirra á meðal eru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Einar Bollason framkvæmdastjóri Íshesta. Meðal hestaáhugamanna sem lík- legir eru til að slást í för með hópn- um er Baltasar Kormákur kvik- myndaleikstjóri. Þó er óvisst hvort hann komist vegna mikilla anna.                              Ríðandi frá Eyrar- bakka til Manitoba Morgunblaðið/Ómar Declan O’Driscoll og Friðþjófur Ragnar Friðþjófsson leiða hóp manna og hesta frá Eyrarbakka til Gimli í Manitoba. YFIRGNÆFANDI meirihluti íbúa Kjósarhrepps er andvígur sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Guðmundur H. Davíðsson, oddviti sveitarfé- lagsins, sendi fyrir hönd sveit- arstjórnarinnar í Kjósarhreppi nefnd um sameiningu sveitarfé- laga bréf þar sem tilgreint er að hætt verði við áform um samein- ingu. Afrit af bréfinu var sent borgarstjóra sem lagði það fyrir borgarstjórn. Könnunin, sem sveitarfélagið lét framkvæma í janúar, staðfesti grunsemdir sveitastjórnarinnar að flestir íbúanna væru andvígir sameiningu, en tæp 80% íbúa eru fylgjandi því að halda sjálfstæði sveitarfélagsins. Kosningaþátt- taka var 76% en í sveitarfélaginu eru um 150 íbúar. Guðmundur segir að á þessum forsendum hafi sveitarstjórnin sent erindi til sameiningarnefnd- ar félagsmálaráðuneytisins. „Við teljum að það sé ekki skynsam- legt að fara út í svona viðamikla kosningu í ljósi þessarar skoð- anakönnunar. Okkur fannst þetta vera afdráttarlaus niðurstaða,“ segir Guðmundur. Íbúar Kjósarhrepps andvígir sameiningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.