Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRYSTING á loðnuhrognum er hafin um borð í loðnuskipinu Hugin VE frá Vestmannaeyjum en hrogn- frysting úti á sjó hefur ekki verið reynd hér við land um áraraðir. Það var vélsmiðjan Þór í Vest- mannaeyjum sem smíðaði hrogna- vinnslubúnaðinn um borð í Hugin og segir Guðmundur Huginn Guð- mundsson, skipstjóri, að búnaður- inn hafi reynst vel. „Við erum nú rétt byrjaðir að prófa okkur áfram með þetta en mér virðist þetta ætla ganga vel. Loðnuhrognin eru rétt núna að verða nægilega þroskuð til vinnslu. Ætli við séum ekki búnir að frysta um 50 tonn af hrognum en ég er að vona að við getum byrjað vinnsluna á fullu í þessari veiði- ferð,“ sagði Guðmundur Huginn í samtali við Morgunblaðið í gær en hann var þá á leið á miðin út af Vest- fjörðum. „Tilgangurinn er vitaskuld að reyna að gera meiri verðmæti úr aflanum. Til að byrja með frystum við svokölluð iðnaðarhrogn en þeg- ar hrognin verða orðin nægilega þroskuð frystum við fyrir Japans- markað sem borgar hærra verð. Við erum búnir að frysta um 900 tonn af loðnu fyrir Japansmarkað á vertíðinni en frystum aðeins um 300 tonn á síðustu vertíð. En núna er ekki hægt að heilfrysta meira af loðnu fyrir Japan, hrognin eru farin að leka úr loðnunni og þá vill hann ekki borða hana,“ sagði Guðmundur Huginn. Óvenjuleg vertíð Guðmundur Huginn sagði að ver- tíðin væri öll hin undarlegasta, lítið hefði gengið af loðnu upp að suður- ströndinni, vesturganga hefði kom- ið mönnum að óvörum og núna væri að veiðast loðna út af Norðurlandi. „Ég man ekki eftir því að það hafi veiðst loðna fyrir Norðurlandi á vetrarvertíð. En þetta þýðir að við eigum ennþá von til að ná loðnu- kvótanum. Að minnsta kosti erum við ekki búnir að gefa vertíðina upp á bátinn,“ sagði Guðmundur Hug- inn. Frysta hrogn um borð í Hugin VE Morgunblaðið/JPÁ Huginn VE Loðnuhrogn hafa fram til þess verið fryst í landi. NOKKUR loðnuskip fengu í gær afla út af Héðinsfirði en afar óvenjulegt er að loðna veiðist fyrir Norðurlandi á þessum árstíma. Fram til þessa hefur loðna einkum veiðst norður af landinu á sumar- vertíð en á vetrarvertíð er veiðin jafnan fyrir Suður- og Vesturlandi. Hólmaborg SU var eitt þeirra skipa sem fengu loðnu út af Héð- insfirði í gær og sagði Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri veiðina ganga upp og ofan. „Við höfum fengið eitt 400 tonna kast og ann- að 70 tonna kast í dag,“ sagði Þor- steinn um miðjan dag í gær, en þá var Hólmaborgin austur af Siglu- nesi. Þorsteinn sagði fimm önnur skip á svæðinu og svo virtist sem allur gangur væri á loðnuveiðinni við landið. „Sumir eru að fá góð köst og aðrir minna,“ sagði Þorsteinn. Börkur var á sama tíma búinn að fá 600 tonn í tveimur köstum á svipuðum slóðum. Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson Fyrir norðan Loðnuskip voru í gær að veiðum skammt austur af Siglunesi. Nokkur loðnuskip fengu afla út af Héðinsfirði ÚR VERINU Börnum fækkar  Allt stefnir í að fólksfækkun verði með mest krefjandi úrlausnarefnum kynslóða framtíðarinnar. á morgun RÚM 40% Íslendinga telja sig vera stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og rúm 36% segjast vera andstæð- ingar hennar samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyr- ir Morgunblaðið dagana 18.–24. febrúar sl. Rúm 18% svarenda sögð- ust hlutlausir. Ef einungis er skoð- aðir þeir sem taka afstöðu, styðja 42,1% svarenda ríkisstjórnina, en 38,3% segjast vera andstæðingar hennar. 3,2% neituðu að svara og 2,6% voru óvissir. Spurt var: Hvort myndir þú segja að þú værir stuðn- ingsmaður eða andstæðingur ríkis- stjórnarinnar? Í könnuninni var stuðst við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18 til 75 ára. Viðtölin voru tekin í síma og alls svöruðu könnuninni 843 manns af þeim 1.200 sem voru í úr- takinu. Brúttósvarhlutfall er 70,3%, en nettósvarhlutfall er 71,7% þ.e. svörun þegar búið er að draga frá þá sem eru nýlega látnir, erlenda rík- isborgara og fólk sem er búsett er- lendis. Rúm 40% styðja ríkisstjórnina              !"  # $ !%&'    HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra ítrekaði á Alþingi á fimmtudag að ekki kæmi til greina að stöðva undirbúng við sölu Símans. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, tók málið upp í byrjun þingfundar. Hann sagði m.a. að í nýlegri könnun Gallups kæmi fram að 46% lands- manna væru andvíg sölu Símans. Þá væru yfir 76% landsmanna andvíg sölu grunnnets Símans. Vitnaði hann í fleiri skoðanakannanir sem sýndu svipaðar niðurstöður. „Líta má svo á út frá þessum skoð- anakönnunum að andstaða vaxi með- al þjóðarinnar við sölu fjarskipta- kerfis Símans,“ sagði þingmaðurinn og spurði ráðherra hvort ekki væri rétt að endurskoða ákvörðun um sölu Símans. „Svarið við því er nei,“ sagði Hall- dór. „Það kemur ekki til greina. Fyr- ir liggur heimild Alþingis frá árinu 2001 til að selja fyrirtækið í einu lagi og sú ákvörðun grundvallaðist á áliti og niðurstöðu fjölda sérfræðinga að hvorki væri skynsamlegt né þörf á að aðskilja grunnnetið frá öðrum þjónustuþáttum fyrirtækisins. Þró- unin á fjarskiptamarkaði frá þeim tíma hefur einungis styrkt stjórn- völd í þeirri trú að rétt sé að selja fyrirtækið í heilu lagi.“ Kemur ekki til greina að stöðva sölu Símans INGVI Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Spar í Bæjarlind, vildi koma á framfæri athugasemd í kjöl- far verðkönnunar sem gerð var sl. föstudag í lágvöruverðsverslunum. „Það er ekki sanngjarnt að bera okkur saman við svokallaðar lág- vöruverðsverslanir sem eru með mjög takmarkað vöruval og litla þjónustu þó svo að við höfum komið vel út í verðkönnunum í samanburði við þær. Við teljum okkur hinsvegar vera í flokki þjónustuverslana á við Nóatún en bjóðum mun lægra verð en slíkar verslanir. Hinsvegar bjóðum við upp á mikið vöruval og þjónustustig hjá okkur er hátt, við erum með mjög gott opið kjötborð þar sem við erum eina verslunin á Íslandi sem selur flokkað lambakjöt.“ Ingvi segir að verslunin hafi ekki bolmagn til að selja ótal vörur langt undir kostnaðarverði og t.d. er mögulega lægsta kostnaðarverð á einum lítra af mjólk 76.65 krónur með virðisaukaskatti á meðan verið er að selja hana á 35 krónur með virðisaukaskatti. Þetta er einungis eitt dæmi af mörgum sem hægt er að tína til. „Verðkannanirnar eru orðnar einn skrípaleikur og eins og kemur fram í verðkönnun Morgunblaðsins sl. fimmtudag er verið að breyta verði á meðan á verðkönnun stendur til þess eins að slá ryki í augu við- skiptavinarins.“ Spar er ekki lág- vöruverðsverslun Morgunblaðið/Þorkell Verslunin Spar í Kópavogi er ekki skilgreind sem lágvöruverðsverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.