Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 17
ERLENT
HÓPUR danskra frjálshyggjumanna, sem
finnst ríkisstjórn Venstre og Íhaldsflokksins
einkennast af allt of miklu miðjumoði, stefnir
að því að stofna nýjan hægriflokk með haust-
inu.
Hópurinn, sem nú er um 100 manns, ætlar
að koma saman á næstunni til að ganga frá
drögum að stefnu flokksins og efna síðan til
stofnfundar að loknum sumarleyfum.
„Stór hópur frjálslyndra manna hefur sýnt
þessu mikinn áhuga og ég efast ekki um að út-
koman verður nýr flokkur. Á honum og
Venstre og Íhaldsflokknum verður skýr mun-
ur þótt það sé ekki ætlunin að fylgja einhverri
ofurfrjálshyggju,“ sagði Kjeld Flarup, einn
frjálshyggjumannanna, í viðtali við Berlingske
Tidende.
Flarup nefnir sem hugsanleg stefnumál, að
eftirlaun og efstu skattþrepin verði afnumin og
skattprósentan verði ekki hærri en 20%.
Í nýafstaðinni kosningabaráttu í Danmörku
létu margir frjálshyggjumenn í ljós óánægju
með ríkisstjórn borgaraflokkanna, sem þeim
finnst eins og áður segir vera komin inn á miðj-
una, og það vakti ekki mikla hrifningu í þeirra
röðum þegar Anders Fogh Rasmussen for-
sætisráðherra lýsti yfir á kosningafundi, að
frjálshyggjan væri úrelt hugmyndafræði.
Skoðanasystkin hvött
til að nota Netið
Frjálshyggjufólk í Danmörku hefur verið
hvatt til að nota Netið og koma þannig á fram-
færi sínum hugmyndum um stefnumál flokks-
ins væntanlega og hvað hann skuli heita. Hef-
ur ýmislegt verið nefnt í því sambandi, til
dæmis Frelsislistinn, Frelsisflokkurinn og
Frjálshyggjuflokkurinn.
Peter Kurrild-Klitgaard, lektor í stjórnvís-
indum, segir, að nái flokkurinn að koma mönn-
um á þing, geti það vissulega orðið til að færa
Venstre og Íhaldsflokkinn aftur til hægri en á
hinn bóginn sé það ekki auðvelt fyrir nýjan
flokk að hasla sér völl og komast yfir 4%-mörk-
in.
„Síðustu dæmin um þetta eru Danski þjóð-
arflokkurinn og Einingarlistinn en þeir áttu
rætur að rekja til gamalla og gróinna flokka.
Sé um alveg nýjan flokk að ræða, þá verður
hann að geta flaggað áberandi manni á borð
við Mogens Glistrup eða Erhard Jakobsen en
ég hef ekki enn komið auga á neinn slíkan
mann í þessum hópi,“ sagði Peter Kurrild-
Klitgaard.
Nýr frjálshyggjuflokkur
á döfinni í Danmörku
Óánægja á hægrivæng
með „miðjumoð“
ríkisstjórnarinnar
YFIRSTJÓRN dönsku landhelg-
isgæslunnar viðurkenndi í gær,
að vegna mistaka hefði ekki verið
gripið inn í siglingu flutninga-
skips, sem rakst á Stórabeltis-
brúna í fyrrakvöld. Stýrimaður
skipsins beið bana við árekst-
urinn.
Jyllands-Posten hefur það eftir
talsmanni landhelgisgæslunnar,
að þeir, sem fylgdust með skip-
inu í ratsjá, hefðu átt að grípa
inn í þegar ljóst var orðið, að
skipið var ekki á réttri leið.
Sagði hann, að gæslan bæri þó
enga ábyrgð á árekstrinum og
benti á, að við þessar aðstæður
hefðu tveir menn átt að vera í
brú skipsins en stýrimaðurinn
var þar einn.
Stýrimaðurinn var 37 ára
Króati og lést við áreksturinn.
Fór líkið í sjóinn en fannst
skömmu síðar. Skipstjóri og mat-
sveinn meiddust nokkuð.
Nokkru fyrir áreksturinn hafði
hafnsögumaður farið um borð en
svo virðist sem ekki hafi verið
farið að fyrirmælum hans. Rakst
skipið á vestasta hluta brúar-
innar en stór skip mega ekki fara
undir hana þar. Skipið, Karen
Danielsen, er í danskri eigu en
skráð á Bahamaeyjum.
Gæslan greip ekki inn í
AP
Brú skipsins fór mjög illa við áreksturinn.
FJÓRIR kanadískir lögreglumenn létu lífið á
fimmtudag er þeir gerðu húsleit á bóndabýli í
Albertafylki þar sem grunur lék á að lögð væri
stund á kannabisræktun. Er þetta mesta mann-
fall, sem orðið hefur í lögregluaðgerð í Kanada í
rúma öld.
Fjórir menn úr riddaralögregluliðinu voru að
leita að fíkniefnum á bænum sem er um 130 kíló-
metra norðvestur af höfuðstaðnum, Edmonton,
þegar eigandi býlisins hóf skyndilega að skjóta á
þá með öflugum riffli. Lögreglumennirnir fund-
ust látnir í skúr á bóndabýlinu ásamt bóndanum.
Hugsanlegt er talið að bóndinn hafi framið
sjálfsmorð eftir að hafa skotið lögreglumennina.
Fjórir lögreglu-
menn drepnir
Toronto. AFP.
EFNT verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um
hina nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins
(ESB) í Frakklandi 29. maí.
Jacques Chirac Frakklandsforseti sendi frá
sér tilkynningu þessa efnis í gær. Til þess að
nýju stjórnlögin öðlist gildi verða þau að
hljóta samþykki í aðildarríkjunum 25. Hins
vegar verður ekki efnt til þjóðaratkvæða-
greiðslu í þeim öllum. Í sumum tilfellum næg-
ir samþykki þingheims. Felli eitt aðildarríkj-
anna stjórnlögin öðlast þau ekki gildi.
Spánverjar hafa þegar lagt blessun sína yf-
ir stjórnarskrána. Þátttaka var hins vegar lít-
il í þeirri kosningu, innan við 50%.
Chirac forseti er ákafur talsmaður nýju
stjórnlaganna en teikn eru á lofti um að and-
staðan fari vaxandi. Á fimmtudag í næstu
viku hefur verið boðað til verkfalls til að mót-
mæla lögunum en nýjustu kannanir sýna að
58% kjósenda eru hlynnt stjórnarskránni en
42% henni andvíg.
Stjórnlög ESB
Frakkar
kjósa 29. maí
París. AFP.