Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MARTHA Stewart, átrúnaðargoð banda- rískra húsmæðra, var látin laus úr fangelsi í gær eftir að hafa setið inni í tæplega hálft ár fyrir að ljúga að yfirvöldum um hlutabréfa- viðskipti. Það var þó enginn iðrandi syndari, sem mætti blaðamannaskaranum úti fyrir fangelsinu, síður en svo. Fyrir Mörthu Stew- art hefur þessi fimm mánaða vist verið ein samfelld auglýsing, sú besta síðan hún komst í sviðsljósið fyrst fyrir 23 árum. Í augum landa sinna er Stewart ekki leng- ur spillti forstjórinn, sem fékk það, sem hann átti skilið. Raunar hvarf sú ímynd strax í fyrrasumar er hún kvaddi hundana sína og kanarífuglana undir skærum ljósum sjónvarpsvélanna og ekki skiptir minna máli, að hún tók þann kostinn að sætta sig strax við fyrsta dóm og fara í fangelsi. Vondu karlarnir hjá Enron, WorldCom og Tyco eru hins vegar allir frjálsir menn ennþá í skjóli sífelldra áfrýjana. Þeirra ímynd á sér engrar uppreisnar von. Allt í öllu í fangelsinu Stewart naut þess að vera í svokölluðu opnu fangelsi þar sem fangarnir eru miklu frjálsari en annars staðar og hún nýtti tím- ann vel. Hún breytti vistinni í nokkurs kon- ar raunveruleikasjónvarp með sjálfa sig í að- alhlutverki og skipti sér af öllu innan veggja fangelsisins, jafnt smáu sem stóru. Hún las epli af trjánum í fangelsisgarðinum og not- aði í salöt, kenndi meðföngum sínum jóga og stofnun fyrirtækja, stýrði leshring og dró ekkert af sér við hreingerningarnar. Með öllu þessu fylgdust fjölmiðlar og al- menningur af miklum áhuga og með þeim árangri, að verð á hlutabréfum í fyrirtæki Stewart, Living Omnimedia, sem hrundi eft- ir að málið kom upp, hefur fjórfaldast. Og ekki nóg með það. Hún er með tvo nýja sjónvarpsþætti á prjónunum og þann þriðja, sem verður raunveruleikaþáttur í anda Donalds Trumps, „Lærlingurinn: Martha Stewart“. Líklegt þykir, að væntanleg sam- eining stórverslananna Kmart og Sears muni gefa vörunum frá Mörthu Stewart aukið hillupláss og bráðum má sjá nafnið hennar á alls kyns varningi, allt frá geisla- spilurum til kvenfatnaðar. Allt hefur þetta ferli verið skipulagt út í ystu æsar af þrautreyndum mönnum í New York og Hollywood og í þeim hópi er líka sjálfur Donald Trump. „Bandaríkjamönnum finnst ekkert skemmtilegra en glæsileg endurkoma,“ sagði Jeff Zucker hjá NBC, sem mun sýna alla sjónvarpsþættina þrjá. Þrátt fyrir allt glysið í kringum Stewart og þrátt fyrir samúðina, sem hún virðist njóta, er ekki þar með sagt, að björninn sé unninn. Reksturinn á Living Omnimedia gengur illa. Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því, að tapið á síðasta ári hefði verið 60 milljónir dollara, rúmlega 3,6 milljarðar ísl. kr., og tíu sinnum meira en 2003. Hluta- bréfaverðið hefur þó rokið upp, er nú 36 dollarar, en samt mæla sérfræðingarnir á Wall Street ekki með kaupum í fyrirtækinu. Á þessum markaði eru tískan og tímarnir mjög hverfult fyrirbrigði. Nýjar lífsstíls- biblíur á borð við Real Simple og O, tímarit Opruh Winfrey, hafa höggvið stórt skarð í söluna á Stewart-tímaritunum og sérfræð- ingarnir telja ólíklegt, að hrifningin yfir fanganum fyrrverandi, Mörthu Stewart, muni endast lengi. „Fólk mun ekki hlaupa upp til handa og fóta og kaupa Stewart-kodda þótt það sjái hana í einhverjum „lærlingsþætti“,“segir markaðsfræðingurinn Dennis McAlpine, sem spáir því, að verðið á hlutabréfum í Living Omnimedia verði brátt á bilinu 6 til 10 dollarar. Ljósið í myrkrinu er þó það, að auglýs- endur, sem hafa sniðgengið Stewart-tímarit- in að undanförnu, eru nú að snúa aftur. Féll fyrir „smáaurunum“ Martha Stewart var dæmd fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar er hún seldi hluta- bréf sín í fyrirtækinu ImClone daginn áður en verðið á þeim hrundi. Var áætlaður hagn- aður hennar af sölunni 52.000 dollarar, rúm- lega þrjár milljónir ísl. kr., sem eru auðvitað ekkert annað en vasapeningur fyrir milljónamæringa á borð við Stewart. Hún er heldur ekki alveg frjáls manneskja þótt hún gisti ekki lengur fangelsið því að næstu fimm mánuði verður hún að halda sig heima og vera með rafrænt eftirlitsband um ökkl- ann. Newsweek, Washington Post, AP. Martha Stewart, uppáhald bandarískra húsmæðra um langt skeið, er laus úr fangelsi og baðar sig nú í flóðljósum fjöl- miðlanna sem aldrei fyrr. Verð á hlutabréfum í fyrirtæki hennar hefur rokið upp og hún er með þrjá nýja sjónvarpsþætti á prjónunum. Samt eru blikur á lofti í rekstrinum og ekki víst, að hrifningin yfir fanganum fyrrverandi endist lengi. Fangelsisvistin sögð ein alls- herjar auglýsing Reuters Martha Stewart er hún var látin laus í gær úr kvennafangelsi í Vestur-Virginíu. Næstu fimm mánuði verður hún að halda sig heima með rafrænt eftirlitsband um ökklann. ’Bandaríkjamönnum finnstekkert skemmtilegra en glæsi- leg endurkoma.‘ KOMMÚNISTAR á þingi Úkraínu kröfðust þess í gær að fyrrum for- seti landsins, Leoníd Kútsma, yrði handtekinn. Krafan kom fram eftir að fyrrum innanríkisráðherra landsins, sem stóð til að yfir- heyra í tengslum við rannsókn á morðmáli, fannst látinn á sveita- setri sínu skammt fyrir ut- an höfuðborgina, Kíev. Interfax- fréttastofan skýrði frá því í gærmorgun að talið væri að inn- anríkisráðherr- ann fyrrverandi, Júríj Kravtsj- enko, hefði fram- ið sjálfsmorð. Heimildarmenn AFP-fréttastof- unnar sögðu hann hafa stytt sér aldur með skotvopni. Í gær átti Kravtsjenko að mæta til yfir- heyrslu vegna rannsóknar á morði Heorhíj Gongadze, sem skekið hefur þjóðlífið allt í Úkraínu á síð- ustu árum. Morðið gat af sér fjöldamót- mæli gegn ríkisstjórninni sem náðu hámarki er Víktor Jústsj- enko, fulltrúi stjórnarandstöðunn- ar, fór með sigur af hólmi í forseta- kosningum. Sjálfur varð Jústsj- enko fyrir dularfullri eitrun í kosningabaráttunni sem næstum því kostaði hann lífið. Gagnrýnin kostaði hann lífið Gongadze var blaðamaður sem rak afar vinsæla fréttaþjónustu á Netinu þar sem stjórn Leoníds Kútsma, þáverandi forseta lands- ins, var óspart gagnrýnd. Árið 2000 var Gongadze rænt og 50 dögum síðar fannst höfuðlaust lík hans í skógi skammt utan við Kíev. Líkamsleifar hans eru enn geymd- ar í líkhúsi einu í höfuðborg lands- ins. Til eru segulbandsupptökur þar sem heyra má Kútsma ítrekað kvarta undan fréttaflutningi Gon- gadze. Á einni upptökunni heyrist Kútsma fela Kravtsjenko, þáver- andi innanríkisráðherra Úkraínu, það verkefni að „hrekja hann [Gon- gadze] á brott, kasta honum út eða láta Tsjetsenana fá hann“. Samtöl þessi tók Míjkola Melnítsjenko, fyrrverandi lífvörður forsetans, upp. Kútsma segir upptökurnar falsaðar og kveðst hvergi hafa komið nærri morðinu á Gongadze. Lífvörðurinn fyrrverandi fékk hæli í Bandaríkjunum og eiginkona Gongadze ákvað einnig að flýja land og dvelst nú vestra. Víktor Jústsjenko hét því er hann tók við forsetaembættinu fyrr í ár eftir „appelsínugulu bylt- inguna“ í Úkraínu að málið yrði upplýst. Og hann stóð við þau fyr- irheit. Fyrr í vikunni skýrði forset- inn frá því að málið væri upplýst og tveir menn, liðsforingjar í sveit- um innanríkisráðuneytisins, hefðu verið handteknir. Sagði forsetinn að „mannhatrið“ að baki morðinu tilheyrði „miðöldum“. Að óreyndu hefði hann ekki trúað því að stjórn- völd gætu meðhöndlað þegnana eins og „skynlausar skepnur“. Daginn eftir var því haldið fram að Kútsma forseti og undirsátar hans hefðu haldið hlífiskildi yfir morðingjunum. Á grundvelli þess- ara upplýsingar var ákveðið að kalla innanríkisráðherrann fyrr- verandi til yfirheyrslu. „Dæmdi sjálfan sig“ Jústsjenko forseti sagði í gær eftir að hafa fengið fregnir af sjálfsvíginu að Kravtsjenko hefði „dæmt sjálfan sig“. Hann hefði staðið frammi fyrir tveimur val- kostum, annars vegar „að verja heiður sinn“ og aðstoða yfirvöld við rannsókn málsins eða að „dæma sjálfan sig“. Kommúnistar á þingi brugðust við tíðindunum með því að krefjast þess að Leoníd Kútsma yrði hand- tekinn í „tengslum við hið dular- fulla andlát innanríkisráðherrans fyrrverandi“. Sagði talsmaður þeirra Ígor Aleseijev að Kútsma væri „höfuðpaurinn að baki glæp- samlegri stefnu stjórnvalda síðasta áratuginn“. Kröfur uppi um að Leoníd Kútsma verði handtekinn Fyrrverandi innanríkisráðherra Úkraínu finnst látinn en hann átti að bera vitni í rannsókn á morðmáli Kíev. AFP. Víktor Jústsjenko, forseti Úkraínu. Júrí Krastjenko, fyrrv. innanríkis- ráðherra Úkraínu. Leoníd Kútsma, fyrrverandi forseti Úkraínu. AP Heorhíj Gongadze var í hópi þekktustu blaðamanna í Úkraínu. Hér er hann ásamt Myroslava, eiginkonu sinni, og tveimur dætrum. MIKIL leynd hvílir yfir rannsókn svissnesku lögreglunnar á dauða fransks viðskiptajöfurs, Edouard Stern, en hann fannst látinn í íbúð sinni í Genf á þriðjudag. Yfirvöld hafa staðfest að dauða Stern hafi borið að „með glæpsamlegum hætti“ en hafa að öðru leyti ekki greint frá málsat- vikum. Þjónustustúlka á heimili Stern sagði í samtali við dagblaðið Tribune de Geneve að viðskiptafélagar Sterns hefðu farið að hafa áhyggjur þegar hann mætti ekki til vinnu sinnar. Var hún í framhaldinu beðin um að opna dyrnar að íbúð hans í Genf á þriðju- dagsmorgun. Þar fannst Stern, sem var fimmtugur að aldri, látinn. Gaf samstarfskona Sterns, sem óskaði nafnleyndar, til kynna í samtali við AFP-fréttastofuna að Stern hefði verið skotinn til bana. Sveifst einskis í viðskiptum Stern hafði orð á sér fyrir að svífast einskis í viðskiptum. Hann varð fyrst þekktur er hann tók við stjórn Stern- bankans, sem bar nafn fjölskyldunn- ar, af föður sínum en hann var þá að- eins 22 ára gamall. Hann kvæntist elstu dóttur Michels David-Weill, for- manns stjórnar hins þekkta franska fjárfestingarbanka Lazard, og var lengi litið á hann sem væntanlegan arftaka David-Weill. Stern rauf hins vegar öll tengsl við bankann 1997. Frá þeirri stundu hefur hann stundað viðskipti, hann setti m.a. á stofn fjárfestingafyrirtækið IRR sem talið er eiga eignir upp á 600 milljónir evra, um 48 milljarða ísl. kr. Nokkrar tilraunir Sterns til yfirtöku í stórum fyrirtækjum munu hafa þó mistekist á undanförnum árum. Viðskipta- jöfur fannst látinn Lögreglan í Sviss verst allra frétta Genf. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.