Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 21 MINNSTAÐUR Sandgerði | Stærðfræðikunnátta stúlkna er til umfjöllunar í banda- ríska fréttatímaritinu Time Magaz- ine. Blaðamaður Time heimsótti meðal annars nemendur Grunn- skólans í Sandgerði og leitaði skýr- inga á þeim mun sem er á stærð- fræðikunnáttu drengja og stúlkna hér á landi. Í greininni er fjallað um nið- urstöður svokallaðrar TISA- könnunar í stærðfræði og öðrum raungreinum, en hún var lögð fyrir 15 ára nemendur í öllum OECD- löndunum árið 2003. Könnunin leiddi í ljós að Ísland er um miðja deild OECD-þjóða hvað varðar stærðfræðikunnáttu 15 ára ung- linga. Hins vegar vakti það athygli blaðamanns Time Magazine að á Íslandi, öfugt við öll hin OECD- löndin, eru stelpurnar sterkari en strákarnir í þessum fræðum. Mun- urinn er meiri á landsbyggðinni en höfuðborginni og sýnu mestur á Suðurnesjum, segir Guðjón Krist- jánsson, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði, en blaðamaður Time Magazine heimsótti einmitt Guðjón og ræddi einnig við þrjá nemendur hans, Gísla Þór Hauksson 14 ára, Hönnu Maríu Heiðarsdóttur og Margréti Ingþórsdóttur, sem báðar eru 15 ára. Sigraði í stærðfræðikeppni Margrét hefur sínar skýringar á þeim mun sem er milli stráka og stelpna í stærðfræði. Hún segir í samtali við Morgunblaðið mikil- vægt að skipuleggja tíma sinn vel þegar unnið er í stærðfræðinni. Strákarnir séu ekki eins skipulagð- ir og stelpurnar og nenni kannski ekki að pæla í stærðfræði, noti tím- ann frekar við tölvurnar. Margrét og Hanna María hafa náð góðum árangri í stærðfræði og sigraði Margrét í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Suðurnesjum á síðasta vetri. Hún segir að stærð- fræðin sé skemmtileg en þó sé skemmtilegra að læra ensku. Mar- grét lýkur grunnskólanum í vor og er staðráðin í að halda áfram. Hún reiknar með að fara í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í Keflavík en hef- ur ekki gert upp við sig á hvaða braut stefna skuli. Margrét er á kafi í íþróttum. Hún æfir knattspyrnu með sameig- inlegu liði Reynis í Sandgerði og Víðis í Garði og Grindvíkingar eru að einhverju leyti að koma inn í það samstarf. Vonast hún til að þessi félög sendi sameiginlegt lið í meistaraflokk kvenna á næstu ár- um. Fjallað um stærðfræðikunnáttu drengja og stúlkna í Time „Mikilvægt að skipu- leggja tíma sinn vel“ Morgunblaðið/RAX Við sjávarsíðuna Time Magazine birti mynd af Hönnu Maríu Heiðars- dóttur og Margréti Ingþórsdóttur framan við mynd sem íbúar Sandgerðis máluðu á vegg í nágrenni hafnarinnar á Sandgerðisdögum í fyrra. TENGLAR ...................................................... http://www.time.com/time/ covers/1101050307/sciceland.html MEÐ auknum umsvifum mat- vælabrautar Verkmenntaskólans á Akureyri hefur nemendum fjölgað og viðburðum fjölgað í tengslum við starfsemi hennar. Eftir að brautin tók í notkun fullkomna aðstöðu í nýbyggingu fyrir tveimur árum og heimild skólans til að fullmennta kokka og þjóna var í höfn hefur aðsókn auk- ist mjög. Það er von skólans, að sögn Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara, að innan skamms verði boðið upp á framhaldsnám að loknu grunnnámi en til þess að svo megi verða þarf að koma til náið samstarf við veitingamenn á Akureyri og ekki síður annars staðar þar sem nemendur gætu komist á námssamning. Vel hefur gengið að koma nemendum fyrir í starfskynningu í mötuneytum og á veitingastöðum, sem einnig er hluti af náminu. Á dögunum buðu nemendur for- eldrum sínum til kvöldverðar, í þriggja rétta hátíðarmat sem bragðaðist einkar vel en auk þess gafst gestum jafnframt tækifæri til að kynnast starfi deildarinnar, kennurum hennar og aðstöðu. Matvælabraut VMA Aðsókn hefur aukist mjög Einbeittir Nemar á matvælabraut VMA afar einbeittir við eftirréttinn. Fræðslufundur | Í dag kl. 14 verð- ur haldinn fræðslufundur um fíkni- efni í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri á Hólum. Fundurinn er sérstaklega ætlaður foreldrum og forráðamönnum ólögráða nemenda í MA og VMA svo og kennurum. For- eldrafélag Menntaskólans á Ak- ureyri og forvarnafulltrúar MA og VMA standa fyrir fundinum en markmið hans er að upplýsa for- eldra og kennara um áhrif og ein- kenni fíkniefnaneyslu, ræða stöðu þessara mála í skólunum og leiðir til úrbóta. Nemendur framhaldsskól- anna eru stærsti markhópur fíkni- efnasala í bænum og telja menn sig hafa orðið vara við aukna neyslu. Aðalfyrirlesarar koma frá rann- sóknarlögreglunni á Akureyri og SÁÁ en einnig munu fulltrúar starfsmanna og nemenda flytja stutt ávörp. Gott tóm gefst til fyrirspurna og umræðna, bæði að loknum fram- söguerindum og yfir kaffibolla á eft- ir þegar formlegum fundi er lokið. Tónleikar | Tónleikar verða í Ak- ureyrarkirkju á mánudagskvöld, 7. mars, kl. 20.30, þar sem Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari hljómsveit- arinnar Í svörtum fötum, og Gunnar Þór Jónsson, gítarleikari Sóldaggar, flytja fjölbreytta tónlist ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju. Að- gangseyrir er kr. 1.000 og rennur ágóðinn til æskulýðsstarfs í kirkj- unni. Sýningarlok | Sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur á Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum í Keflavík lýkur um helgina. Safnið er opið báða dagana klukkan 13 til 17.30. Sýningin hefur vakið athygli, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá safninu, og fengið góðar við- tökur. Flest verkanna á sýningunni eru unnin á árunum 2001–2004 og hafa ekki verið sýnd áður. Kristín verður með listamannsspjall í sýningar- salnum á sunnudag klukkan 15 og eru allir velkomnir. Í tilefni 90 ára vígsluafmælis Keflavíkurkirkju eru einnig fjögur verk eftir Kristínu sýnd í safn- aðarheimili kirkjunnar, Kirkjulundi, og er þar opið á sama tíma. Keflavíkurflugvöllur | Aðalhliðið að varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli hefur verið tekið formlega í notkun að loknum gagngerum endurbótum á báðum hliðum stöðvarinnar. Hlið- in hafa verið færð til þess horfs sem nýjustu kröfur um öryggi gera um eftirlit með umferð inn og út af varnarsvæðinu. Framkvæmdir hafa staðið í á annað ár og fólu í sér byggingu nýrra varðskýla og vegabréfaskrif- stofu auk breytinga á girðingu og lagningu bifreiðastæða. Verkið var unnið af Íslenskum aðalverktökum og nam kostnaður við það um 132 milljónum króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá varn- arliðinu. Jóhann Benediktsson, sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli, og Mark S. Laughton kafteinn, yfirmaður flota- stöðvar varnarliðsins, tóku mann- virkin í notkun með táknrænum hætti og lýstu báðir ánægju sinni með verklok og þá bættu aðstöðu sem þau fela í sér. Öll almenn umferð er sem fyrr um aðalhliðið við Hafnaveg sem op- ið er allan sólarhringinn en umferð flutningabifreiða verður um Græn- áshlið ofan Njarðvíkur. Nýtt aðalhlið opn- að fyrir umferð Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Öryggi Nýtt aðalhlið Keflavíkurflugvallar við Hafnaveg hefur verið opnað. SUÐURNES ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarráð að haf- ist verði nú þegar handa við undirbúning að snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli með það að mark- miði að hún geti hafist á haustdögum 2005. Ráð- ið vísaði málinu til umsagnar stjórnar Vetr- aríþróttamiðstöðvar Íslands með ósk um að hún fjármagni uppsetningu kerfisins. Fyrir fundi ÍTA lá áætlaður rekstrarkostn- aður vegna snjóframleiðslukerfis í Hlíðarfjalli og að sögn Björns Snæbjörnssonar formanns ráðsins, er rekstrarkostnaður áætlaður 7,5–8,5 milljónir króna á ári. Áður hefur komið fram að kostnaður við kaup á búnaði til snjóframleiðslu er áætlaður 80–100 milljónir króna. Björn sagði það ánægjulegt að ÍTA hefði tekið þessa ákvörðun og að þarna væri um stórt skref að ræða. Hann sagði þessar tölur um rekstr- arkostnað vel viðráðanlegar, miðað við það sem menn ætluðu að fá út úr þessu. „Þrjú síðustu ár hafa verið mjög léleg í Hlíðarfjalli en með snjó- framleiðslu getum við boðið upp á meira öryggi, bæði gagnvart heimamönnum og ferðafólki. Þessi staða hefur þýtt að hingað hefur komið mun færra fólk og við þurfum að snúa þeirra þróun við,“ sagði Björn. Aðstæður eru góðar í Hlíðarfjalli þessa dag- ana, búið að vera sæmilega kalt, snjó hefur verið rutt í helstu brautir, og unir fólk sér vel á skíð- um og brettum. Þessa dagana eru nemendur Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni í sinni árlegu skíðakennsluferð í Hlíðarfjalli og láta mjög vel að aðstæðum, segir á vef Akureyr- arbæjar. Þar er haft eftir Guðmundi Karli Jóns- syni, forstöðumanni Skíðastaða, að líklega séu snjóalög í fjallinu mun betri en fólk almennt geri sér grein fyrir. Aðstæður hafi verið þokkalegar í vetur en hlýindakaflinn sem stóð yfir í rúmar tvær vikur fyrir skemmstu hafi líklega dregið kraftinn úr skíðafólkinu. Morgunblaðið/Kristján Snjóframleiðsla Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að snjóframleiðsla hefjist í Hlíðarfjalli. Snjóframleiðsla hefjist í Hlíðarfjalli AKUREYRI Fyrirlestrar | Kristín Vala Ragn- arsdóttir, prófessor í umhverfisjarð- efnafræði við jarðvísindaskor Háskól- ans í Bristol á Englandi, mun flytja tvo fyrirlestra hjá auðlindadeild Há- skólans á Akureyri. Sá fyrri verður á mánudag, 7. mars, og heitir Tengsl umhverfis við heilsu – áhrif snefilefna í jarðvegi á þróun riðu í sauðfé. Síðari fyrirlesturinn verður á þriðjudag og heitir Náttúrulega skrefið – vísindin á bak við sjálfbærni. Báðir hefjast þeir kl. 12 á Borgum.   
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.