Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is Nú getur þú sent SMS E N N E M M / S ÍA / N M 15 5 0 1 siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum. ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Fólk getur komið hér með fartölvuna sína og tengt sig inn á tölvunetið okkar sem er með háhraðanettengingu. Í gegnum það getur það svo farið inn á tölvukerfi síns fyrirtækis eða stofnunar og unnið þar að sínum verkefnum. Þetta er lifandi samband og í þjónustuverinu hérna fær fólk prentaraþjónustu og það sem þarf. Við höfum reynslu af því að menn komi hér inn hjá okkur til að vinna,“ segir Páll Bjarnason, fyrsti skrifstofuhótelstjórinn á Ís- landi, en hann heldur utan um nýja þjónustu á Selfossi, skrifstofuhótel, sem er einn hluti sam- starfsverkefnisins Sunnan 3 sem sveitarfélögin Árborg, Ölfus og Hveragerðisbær standa að. Skrifstofuhótelið var opnað formlega fyrir nokkrum dögum og framundan er kynning á þessum nýja möguleika fyrir fólk sem býr fjarri starfsaðstöðu sinni. Ætlunin að mynda samfélag fólks sem nýtir aðstöðuna saman „Þetta er mjög þægilegt fyrir fólk, það getur skipulagt starf sitt þannig að það þurfi ekki að aka um eins langan veg til að sinna vinnunni. Svo er það líka hugsunin að hér myndist sam- félag fólks sem nýtir aðstöðuna en maður er manns gaman og því bindum við heilmiklar von- ir við að þetta takist vel og menn hafa þegar sýnt þessu mikinn áhuga,“ segir Páll, sem er framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurlands síðan haustið 2000. Verkfræðistofan heldur ut- an um þennan hluta samstarfsverkefnis sveitar- félaganna. Páll hefur starfað hjá verkfræðistofunni í 21 ár, fyrst sem sumarstarfsmaður en síðan sem fastur starfsmaður. Stofan er með fimmtán starfsmenn, þar af tvo til þrjá verkfræðinema á sumrin. Hún heldur uppi almennri verk- fræðiþjónustu og meðal verkefna er þjónusta við sveitarfélög með landupplýsingakerfi þar sem öll mannvirki og lóðir eru hnitasett mynd- rænt og tengd gagnagrunni á töfluformi en það auðveldar mjög allt skipulag og yfirsýn sveitar- félaganna. Menn gefa sig að fullu í verkefnin eins og þekkt er um íslenska björgunarmenn Páll Bjarnason er þekktur fyrir starf sitt að björgunarsveitarmálum á Selfossi og í Árborg og er félagi í Björgunarfélagi Árborgar. Hann var fjögur ár formaður félagsins og hefur komið að uppbyggingu þess og krefjandi störfum. „Það gefur manni mikið að taka þátt í slíku starfi og það er sérstök reynsla að fara til leitar að fólki og einkum að finna það heilt á húfi. Allt þetta starf er mjög gefandi og menn gefa sig að fullu í verkefnin eins og þekkt er um íslenska björgunarmenn. Í þessum áhugamannafélögum eru fólgin gríðarleg verðmæti eins og í öðrum áhugamannafélögum sem eru með virka starf- semi í samfélaginu. Forvarnarstarfið er mikið og það hefur mikið uppeldisgildi að gefa ung- lingum möguleika á að vera með. Þar læra þeir að taka tillit til aðstæðna og til annars fólks,“ segir Páll. „Mér er það mjög eftirminnilegt þegar ég var í leit með manni sem hafði verið í björg- unarsveit í tíu ár og farið í margar leitir en aldr- ei verið með í að finna fólk. Þegar við fundum fólkið í þessari leit ljómaði hann allur og sagði það algjöra fullkomnun að sjá fólkið sem leitað var að. Þá er mér líka minnisstætt starfið sem björgunarsveitarmaður í kringum stóru jarð- skjálftana tvo hér á Suðurlandi þegar við fórum í hvert einasta hús í dreifbýlinu til að kanna að- stæður. Fólk var mjög fegið komu okkar og fagnaði okkur í bæði skiptin sem við komum,“ segir Páll Bjarnason þegar hann leiðir hugann að starfi björgunarsveitarmannsins. „Þetta er einhver þörf fyrir athafnasemi sem dregur mann í þetta áhugastarf og löngun til að láta gott af sér leiða. Svo er þetta góður fé- lagsskapur og mikið um ferðalög þannig að allt er þetta mjög gefandi en það er nauðsynlegt hverri manneskju að vera í einhverjum fé- lagsskap,“ segir Páll Bjarnason, framkvæmda- stjóri Verkfræðistofu Suðurlands og hótelstjóri fyrsta skrifstofuhótelsins á Íslandi. Þess má geta að Sunnan3 vinnur að því að koma upp hliðstæðri aðstöðu í Hveragerði. Hótelstjóri fyrsta skrifstofuhótelsins á Íslandi er björgunarsveitarmaður í frístundum Það er alltaf sérstök tilfinning að finna fólk heilt á húfi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hótelstjóri Páll Bjarnason, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurlands, í einum vinnubás skrifstofuhótelsins. Skrifstofuhótelið hefur fengið inni hjá Verkfræðistofu Suðurlands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.