Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 37

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 37 UMRÆÐAN MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur boðað frumvarp um styttingu náms til stúdentsprófs. Allt bendir til þess að þar verði lagt til að nám í fram- haldsskóla taki þrjú ár í stað fjögurra og hluti af námsefni fram- haldsskólans verði flutt til grunnskólans. Flestir skólameist- arar framhaldsskóla telja vel mögulegt að stytta nám til stúd- entsprófs um eitt ár en sú leið sem mælt er með í áðurnefndri skýrslu hugnast fæst- um þeirra eins og sjá má af nýlegum við- tölum og greinum í Mbl. Sömu skoðun lýsti formaður Skólastjóra- félags Íslands nýlega. Hún taldi vænlegra að stytta grunnskólann. Hvetjandi og einstak- lingsmiðað nám Síðustu þrjátíu árin hefur orðið gríðarleg þróun í framhaldsskólum landsins sem miðar sérstaklega að því að námsefni, námsform og námshraði séu sniðin nánast að hverjum einstaklingi. Þessi þróun hefur ekki orðið vegna fyrirmæla „að ofan“ heldur hafa skólarnir unnið að bættu námsumhverfi af miklum metnaði og í samkeppni hver við annan. Þannig hafa nem- endur fjölbreytt val um náms- brautir, þeir geta valið sér bekkja- skóla eða áfangaskóla, dagskóla, kvöldskóla eða fjar- nám og í áfangaskól- unum hafa þeir nánast sjálfdæmi um hve marga áfanga þeir velja sér á hverri önn þó að ákveðnu lág- marki uppfylltu. Með því að nem- endur framhaldsskól- anna hafa árum saman getað stjórnað náms- hraða sínum ljúka þeir stúdentsprófi á allt frá þremur árum og upp í fimm og hálft ár. Þannig ljúka margir nemendur einingunum 140 á þrem- ur og oftar á þremur og hálfu ári án nokkurrar eftirgjafar. Öðrum hentar að vera lengur og veigamik- il ástæða þess er dýr lífsstíll unga fólksins sem kallar á vinnu með skóla og verður fremur að laga skólana að þeim aðstæðum heldur en afneita þeim. Með mikilli fjölgun þeirra sem ljúka stúdentsprófi eru líka fleiri sem þurfa meira fyrir náminu að hafa og nýta til þess meiri tíma. Annað sjónarhorn Þróun grunnskólanna hefur orðið nokkuð á annan veg. Mikil áhersla hefur verið lögð á félagslega aðlög- un og samskipti nemenda með áherslu á að jafnaldrar séu saman í stað þess að velja saman nemendur eftir þroska eða námsgetu. Þeir sem minna mega sín hafa notið sér- staks stuðnings, bæði innan og ut- an námshópsins. Mjög lítil hreyfing er á nemendum á milli námsára. Þar stöndum við langt að baki Dönum sem finnst ekki tiltökumál að færa börn ári fyrr, eða ári seinna, úr leikskóla í grunnskóla og þar er algengt að í námshópi í grunnskóla séu börn úr þremur ár- göngum. Til þess að koma til móts við þá sem mesta námsgetuna hafa hefur grunnskólinn í vaxandi mæli boðið nemendum 10. bekkjar nám í framhaldsskóla í stað valgreina í verk- og listnámi. Ekki hefur skipulega verið unnið að því að út- skrifa nemendur einu ári fyrr úr grunnskóla þó að fyrirmyndin blasi við í framhaldsskólunum og allar heimildir séu fyrir hendi í lögum og námskrám. Skýtur þar nokkuð skökku við í samanburði þegar svigrúm grunnskóla er tíu ár en framhaldsskóla fjögur ár. Enn styrkir það röksemdir um meira svigrúm í grunnskóla að með 10 ára skólaskyldu og lengra skólaári hefur skólatími lengst um sem næst tvö skólaár á meðan hann hefur lengst um 12 vikur eða 1⁄3 úr skólaári í framhaldsskóla. Eftir sem áður væri eðlilegt og í sam- ræmi við þarfir nemenda að ein- hver hluti þeirra lyki grunnskóla á 10 árum. Áfangakerfi er góð lausn Hugmyndin um að koma á áfangakerfi á unglingastigi grunn- skólans og útskrifa flesta þá, sem á annað borð stefndu á stúdentspróf, eftir 9 ára nám er viðruð í skýrsl- unni en ekki útfærð. Ég er sann- færður um að sú lausn nægir ein og sér. Með því eru einstaklings- þarfir best uppfylltar. Helstu rök- semdir gegn henni eru annars veg- ar að það sé ekki heppilegt að senda börn hinna dreifðu byggða ári fyrr að heiman og hins vegar að þau séu betur sett eitt ár enn í vernduðu umhverfi grunnskólans. Hvað varðar fyrri röksemdina kem- ur í ljós við athugun á búsetu 16 ára nemenda í framhaldsskólum í gögnum Hagstofu fyrir árið 2003 að af 3.902 eiga aðeins 274 þeirra eða 7% lögheimili svo langt frá framhaldsskóla að hvorki getur komið til heimanganga né akstur. Síðari röksemdin um nauðsyn hins verndaða umhverfis grunnskólans orkar tvímælis í ljósi þess að sjálf- ræðisaldur hefur verið hækkaður í 18 ár og starfsemi framhaldsskóla hefur tekið miklum breytingum í kjölfarið. Eftirlit með félagslífi hef- ur stóraukist og reglulegt samstarf við foreldra hefur víðast verið tekið upp. Aukin þjónusta – meiri gæði Með því að auka sveigjanleika og taka meira mið af þroska og náms- getu nemenda frá því í leikskóla og með því að koma á áfangakerfi á unglingastigi grunnskólans gætu flestir nemenda grunnskólans út- skrifast eftir 9 ára nám. Með óbreyttum framhaldsskólum er fyr- ir hendi nægur sveigjanleiki fyrir þá sem þess óska að stytta námið um hálft ár og þeir afkastamestu geta lokið stúdentsprófi á þremur árum, átján ára gamlir. Þetta er mögulegt án þess að skerða þær námskrár sem nú eru í gildi. Ekki væri heldur ástæða til að lengja skólaárið í framhalds- skólum og breyta öllum áfangalýs- ingum með miklum kostnaðarauka. Á þennan hátt tækist bæði að stytta meðalnámstíma til stúdents- prófs um a.m.k. eitt ár og tryggja að námið veitti jafngóðan eða betri undirbúning fyrir nám á há- skólastigi. Mestu skiptir að með þessu móti fengi sérhver nemandi kærkomið tækifæri til að vera í að- alhlutverki í metnaðarfullu og skapandi skólastarfi. Stúdentspróf – þarfir nemenda í fyrirrúmi Guðmundur Birkir Þorkelsson fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Þetta er mögulegt án þess að skerða þær námskrár sem nú eru í gildi.‘ Guðmundur Birkir Þorkelsson Höfundur er skólameistari Fram- haldsskólans á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.