Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 42
42 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN
usta kl. 13. Stoppleikhópurinn flytur
barnaleikritið Kamilla og þjófurinn eftir
Kari Vinje. Við minnum á bæna- og kyrrð-
arstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á
www.hjallakirkja.is).
KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Sóknarprestur, sr. Ægir Fr.
Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir alt-
ari. Krakkar úr 8–9 ára og 10–12 ára
starfi kirkjunnar taka virkan þátt í guðs-
þjónustunni. Skólakór Kársness syngur
og strengjasveit ungra hljóðfæraleikara
annast tónlistarflutning. Barnastarf í kirkj-
unni kl. 12:30 í umsjón Önnu Kristínar,
Péturs Þórs og Sigríðar Stefánsdóttur.
Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl.
12:10.
LINDASÓKN í Kópavogi: Æskulýðsdag-
urinn. Fjölskylduguðsþjónusta í Linda-
skóla kl. 11. Kór Salaskóla syngur, stjórn-
andi er Ragnheiður Haraldsdóttir. Hannes
Baldursson organisti leikur undir. Lísa
Rún Guðlaugsdóttir les frumort ljóð við
undirleik, fermingarbörn taka þátt í guðs-
þjónustunni og leikbrúðuþáttur verður
fluttur. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson
sóknarprestur þjónar.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Söngur, saga, líf og fjör! Barnakór Selja-
kirkju syngur. Æskulýðsguðsþjónusta kl.
14. Jón Ómar Gunnarsson æskulýðs-
starfsmaður prédikar. Æskulýðssöngvar
sungnir. Kvöldvaka kl. 20. Ólafur Jóhann
Borgþórsson æskulýðsstarfsmaður flytur
hugvekju. Hljómsveitirnar Amos og Nylon
flytja tónlist.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN, Fossaleyni
14: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00.
Kökusala á eftir til syrktar unga fólkinu
sem er að fara á kristilegt mót. Samkoma
kl. 20.00 með mikilli lofgjörð og fyr-
irbænum. Friðrik Schram predikar. Einnig
verður heilög kvöldmáltíð. Þáttur kirkj-
unnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á
Ómega kl.13.30.
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11:00.
Bænastund alla miðvikudaga kl. 20:00.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp
Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Kvöld-
vaka laugardag kl. 20.30. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 15 í Háteigskirkju. Martin
Restorff Jacobsen prédikar. Kaffi í Sjó-
mannaheimilinu á eftir. Allir velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Sam-
koma kl. 20. Umsjón Elsabet Daníels-
dóttir. Mánudagur: Heimilasamband kl.
15. Sr. Pétur Þorsteinsson talar. Allar kon-
ur velkomnar.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagrahvarfi 2a:
Sunnudaginn 6. mars fellur hefðbundin
samkoma niður vegna Alfa-helgar en sam-
verustund verður í kirkjunni kl. 14. Sam-
félag og bænir. Allir velkomnir. Þriðjudag-
inn 8. mars er bænastund kl. 20.30. Allir
velkomnir. Föstudaginn 11. mars er ung-
lingastarf kl. 20.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma á
sunnudag kl. 17. Upphaf kristniboðsviku.
„Menningarheimar mætast.“ Upphafsorð:
Stefán Einar Stefánsson. Einsöngur:
Helga Magnúsdóttir. Myndröð: Finnur og
Gulli. Hugleiðing: Birna Gerður Jónsdóttir.
Fyrirbæn og heitur matur eftir samkom-
una.
FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11:00.
Ræðum. John Beynon. Almenn samkoma
kl. 16:30. Og barnablessun. Ræðum. Jak-
ob Valsson, biblíuskólakennari frá Kan-
ada. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð.
Fyrirbænir í lok samkomu. Barnakirkja á
meðan á samkomunni stendur. Allir vel-
komnir. Miðvikud. 9. mars kl 18:00 er fjöl-
skyldusamvera, „súpa og brauð“. Allir vel-
komnir. Bænastund alla laugardaga kl.
20:00. Bænastundir alla virka morgna kl.
07–08. www.gospel.is - Ath! Hægt er að
horfa á beina útsendingu á www.gospel.is
eða hlusta á útvarp Lindina fm 102.9 Kl.
20:00 á Omega er samkoma frá Fíladelfíu
og á mánudagskvöldum er nýr þáttur
„Vatnaskil“ frá Fíladelfíu sýndur á Omega
kl. 20:00.
KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30.
BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11
sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á
föstudögum.
KIRKJA JESÚ KRISTS Hinna síðari daga
heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða-
bæ: Föstu- og vitnisburðarguðsþjónusta
kl. 9 árdegis á ensku og kl. 12 á íslensku.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm-
kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl.
10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla
virka daga: Messa kl. 18.00. Alla laug-
ardaga: Barnamessa kl. 14.00. Til-
beiðslustund er haldin í Kristskirkju á
hverju fimmtudagskvöldi að messu lok-
inni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Alla
föstudaga í lönguföstu er krossferilsbæn
lesin kl. 17.30. Gengið er frá einni við-
stöðu til annarrar (14 viðstöður) og um
leið erum vér hvött til að íhuga þjáningar
Drottins og dauða og biðjum um miskunn
og fyrirgefningu, oss sjálfum og öðrum til
handa. Miðvikudaginn 9. mars: Um þess-
ar mundir er nýr sendiherra páfans, Giov-
anni Tonucci erkibiskup, í fyrstu opinberu
heimsókn sinni til Íslands ásamt sendi-
ráðsritaranum Gabor Pintér . Meðal ann-
ars er hann kominn til að afhenda forseta
Íslands trúnaðarbréf sitt. Í kvöld les hann
messu ásamt biskupi vorum. Að messu
lokinni er kirkjukaffi í safnaðarheimilinu
og gefst öllum tækifæri til að heilsa hon-
um. Reykjavík, Maríukirkja við Rauf-
arsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30.
Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár alt-
arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á
mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Rif-
tún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafn-
arfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga:
Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa
kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Til-
beiðslustund á hverjum degi kl. 17.15.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Kefla-
vík, Barbörukapella: Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykk-
ishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga:
Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl.
10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl.
11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl.
18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl.
16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl.
19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Pét-
urskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga:
Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl.
11.00. „Ár altarissakramentisins“: Til-
beiðslustund á hverjum föstudegi kl.
17.00 og messa kl. 18.00
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi:
Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Krist-
jánsson, sóknarprestur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl.
10:00 Litlir lærisveinar, kóræfing. Kl.
11:00 Sunnudagaskóli á Æskulýðsdegi.
Börn af leikskólanum Sóla boðin sér-
staklega velkomin. Litlir lærisveinar
syngja undir stjórn Guðrúnar Helgu og Jo-
önnu Mariu. Músapési og Mýsla koma að
öllum líkindum í heimsókn. Við biðjum
saman í Jesú nafni, heyrum biblíusögu um
,,Eyrir ekkjunnar“ og við syngjum saman.
Kl. 14:00 Æskulýðsguðsþjónusta í Landa-
kirkju. Æskulýðsfélagar og fermingarbörn
taka virkan þátt, ásamt æskulýðsfélagi
fatlaðra. Hljómsveit unglinga úr æskulýðs-
félaginu leiðir söng og nokkrir félagar úr
Stúlknakórnum munu að öllum líkindum
syngja. Eftir guðsþjónustu verður boðið
upp á lengstu skúffuköku sem gerð hefur
verið í Eyjum, og þótt víðar væri leitað,
verður hún kannski ,,Guinness World Re-
cord“? Stefnt er að því að kakan verði
nærri tuttugu metra löng. Kl. 20:00 Æsku-
lýðsfundur kvöldsins verður í æskulýðs-
heimili KFUM&K við Vestmannabraut. Fé-
lagar eru boðnir í mat kl. 19, þar sem
borðaður verður kjarngóður kvöldverður
og glatt verður á hjalla. Um klukkan 20
verður húsið opnað og verða sýndar stutt-
myndir og fleira sem unglingarnir hafa ver-
ið að vinna að síðustu vikurnar.
LÁGAFELLSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11.00. Æskulýðsdagur þjóðkirkj-
unnar. Athugið að sunnudagaskólinn fell-
ur niður en börnin sem þangað hafa sótt
eru hvött til þátttöku í guðsþjónustunni.
Hugvekja: Hreiðar Örn Stefánsson. Kirkju-
krakkar, 7 til 9 ára börn, TTT- starfið, ferm-
ingarbörnin og æskulýðsfélagið taka þátt.
Skólakór Mosfellsbæjar syngur. Stjórn-
andi: Guðmundur Ómar Óskarsson. Org-
anisti: Jónas Þórir. Athugið! Söngstund í
kirkjunni frá kl. 10.30.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl.11.00. Hljómsveit leið-
toga leikur. Unglingakórinn syngur. Sr. Þór-
hallur leiðir „kirkjuleikinn“. Eftir
guðsþjónustuna er boðið upp á hressingu
í safnaðarheimilinu. Æskulýðsguðsþjón-
usta kl. 20.00. Æskulýðsfélag kirkjunnar
annast stundina. Hljómsveitin Gleðigjafar
leikur undir söng. Krakkar í Æskó sýna
leikrit. Unglingakórinn syngur. Að lokinni
guðsþjónustunni bjóða fermingarbörn öll-
um kirkjugestum til kaffiveislu í safn-
aðarheimilinu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Fjöl-
skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og
fjölskylduguðsþjónusta saman í einni
stórri fjölskylduhátíð. Barnakórinn og Ung-
lingakórinn syngja undir stjórn Áslaugar
Bergsteinsdóttur. Samvera með ferming-
arbörnum og foreldrum í safnaðarheim-
ilinu að guðsþjónustu lokinni.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl.11. Umsjón hafa Sigríður
Kristín, Hera, Edda og Örn. Guðsþjónusta
kl.13. Hljómsveit kirkjunnar og kór á létt-
um og ljúfum nótum að venju. Tónlistar-
stjóri er Örn Arnarson. Prestarnir Einar og
Sigríður Kristín flytja samtalspredikun. Að
lokinni guðsþjónustu hefst basar Kven-
félagsins í safnaðarheimilinu.
ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka
að Ásvöllum. Barnaguðsþjónustur sunnu-
dag kl. 11–12. Messa á æskulýðsdegi
kirkjunnar sunnudag kl. 20. Ingi Þór Em-
ilsson, æskulýðsfulltrúi sóknarinnar, pré-
dikar.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Barnaguðsþjón-
ustur á laugardögum í Stóru-Vogaskóla kl.
l1.15. Messa á æskulýðsdegi kirkjunnar
sunnudag kl. 14. TTT í Borunni miðviku-
dag kl. 17. Alfa-námskeið að Kálfatjörn
miðvikudag kl. 19–22.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta æsku-
lýðsdagsins er kl. 11.00. Sunnudagaskól-
inn tekur þátt í athöfninni ásamt Æsku-
lýðsfélagi Garðasóknar og kór
Hofsstaðaskóla. Leikþáttur og léttur söng-
ur. Nemendur Tónlistarskólans í Garðabæ
leika á píanó og trompet. Organisti er Jó-
hann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar
þjónar. Æskulýðsfélagið býður upp á kaffi,
djús og kökur í safnaðarheimilinu að lok-
inni messu. Allir velkomnir.
GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14.00. Barn
borið til skírnar. Svanhildur Rósa Pálma-
dóttir, nemandi í Tónlistarskóla Garða-
bæjar, syngur einsöng. Kirkjukórinn leiðir
safnaðarsöng undir stjórn organistans,
Jóhanns Baldvinssonar. Rúta fer frá Vídal-
ínskirkju kl. 13.30 og frá Hleinum kl.
13.40 og til baka að lokinni athöfn. Allir
velkomnir.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í
Álftanesskóla kl. 11:00. Mætum vel.
Prestarnir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Æskulýðsguðs-
þjónusta á æskulýðsdaginn, sunnudaginn
6. mars, kl. 14:00. Kór kirkjunnar Álfta-
neskórinn syngur við athöfnina og leiðir al-
mennan safnaðarsöng. Einnig syngur við
athöfnina eldri barnakór Álftanesskóla
undir stjórn Lindu Margrétar Sigfúsdóttur
og Svövu Maríu Þórðardóttur. KFUM og K
tekur þátt í athöfninni og sér um helgileik.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Við athöfnina þjóna: Sr. Hans Markús Haf-
steinsson og Gréta Konráðsdóttir djákni.
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík):
Fermingarguðsþjónusta 6. mars kl.10.30.
Kór Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn
Gísla Magnasonar organista. Sunnudaga-
skóli í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 6.
mars kl.11. í umsjá Margrétar H. Halldórs-
dóttur og Gunnars Þórs Haukssonar . For-
eldrar eru hvattir til að mæta með börn-
unum. Síðasta skiptið á þessum vetri.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli sunnudaginn 6. mars kl.11. í umsjá
Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars
Þórs Haukssonar. Foreldrar eru hvattir til
að mæta með börnunum. Síðasta skiptið
á þessum vetri.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingarmessa kl.
10:30 (8. H.G.R.í Holtaskóla). Ferming-
armessa kl. 14 (8. K.Á. í Holtaskóla). Kór
Keflavíkurkirkju syngur við athafnirnar.
Báðir prestarnir þjóna. Meðhjálparar:
Laufey Kristjánsdóttir og Leifur Ísaksson.
Organisti Hákon Leifsson. Sjá: keflavik-
urkirkja.is
HVALSNESKIRKJA: Safnaðarheimilið í
Sandgerði. Gospel guðsþjónusta kl.
20:30. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir guð-
fræðinemi prédikar. Kór Hvalsneskirkju
syngur. Organisti Steinar Guðmundsson.
Garðvangur: Helgistund kl 15:30. NTT –
Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu í
Sandgerði á þriðjudögum kl. 17. Safn-
aðarheimilið Sæborg: Alfa-námskeið kl
19 á miðvikudögum. Alfahelgin verður
4.–5. mars í Ölveri í Borgarfirði. Sókn-
arprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudagurinn 6.
mars: Gospel guðsþjónusta kl. 16:30.
Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir guð-
fræðinemi prédikar. Kór Útskálakirkju
syngur. Organisti Steinar Guðmundsson.
Garðvangur: Helgistund kl. 15:30. NTT –
Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu
á fimmtudögum kl. 17. Safnaðarheimilið
Sæborg: Alfa-námskeið kl 19 á mið-
vikudögum. Alfahelgin verður 4.–5. mars í
Ölveri í Borgarfirði. Héraðsfundur Kjal-
arnesprófastsdæmis verður haldinn í
Garði 10. mars kl. 17. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Poppmessa kl. 14.
Gospelkór Akraness syngur. Safn-
aðarheimilið Vinaminni: Kvöldvaka æsku-
lýðsdagsins kl. 20. Fjölbreytt dagskrá í tali
og tónum.
BORGARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11.15. Föstuguðsþjónusta kl. 20.
Sungnir verða Taize söngvar með fjöl-
breyttum hljóðfæraleik.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11 í
umsjá foreldra fermingarbarna. Haraldur
Júlíusson prédikar. Fermingarbörnin flytja
helgileik. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir
stjórn Huldu Bragadóttur. Kirkjuskóli
barnanna á sama tíma. Sóknarprestur.
HRÍSEYJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11:00. Börn og unglingar
taka þátt í guðsþjónustunni, ferming-
arbörn lesa bænir, TTT kynnir hjálp-
arstarfið á skemmtilegan hátt, brúðu-
leikur og margt fleira fyrir yngstu börnin.
Mikill og skemmtilegur söngur fyrir alla
fjölskylduna. Allir velkomnir.
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Svavar A.
Jónsson og Sólveig Halla Kristjánsdóttir.
Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir
stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
GLERÁRKIRKJA: Æskulýðsguðsþjónusta
kl 11.00. Sr. Arnaldur Bárðarson og Pétur
Björgvin Þorsteinsson djákni leiða helgi-
hald. Barnakór og Unglingakór Gler-
árkirkju leiða söng undir stjórn Ástu Magn-
úsdóttur. Organisti er Hjörtur
Steinbergsson. Kakó og kleinur að guðs-
þjónustu lokinni í safnaðarsal. Samvera
fyrir fermingarbörn í Glerárkirkju kl 20.30.
(Ath allir hópar.) Að helgistund lokinni
horfum við á stuttmyndir frá Löngumýri.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Hjálp-
ræðissamkoma kl. 11. Kapteinn Rannvá
Olsen talar. Sunnudagaskóli kl. 11. Allir
velkomnir.
KFUM og K á Akureyri: Kristniboðs-
samkoma kl. 20.30 á sunnudagskvöldið.
Ræðumaður séra Ragnar Gunnarsson
skólaprestur.
LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja:
Æskulýðsguðsþjónusta sunnudaginn 6.
mars kl. 14 á æskulýðsdegi þjóðkirkj-
unnar. Mikið af léttri tónlist, kirkjukórinn
leiðir hefðbundinn sálmasöng, leikbrúður
koma í heimsókn. Björg, Gylfi, Inga og Pét-
ur leiða messuna. Kyrrðarstund mánudag-
inn 7. mars kl. 20.
LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þorgeirs-
kirkja: Kyrrðarstund sunnudagskvöldið 6.
mars kl. 20.30. Kaffisopi á eftir.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11 í samstarfi við nágrannapresta. Barna-
kór kirkjunnar leiðir sönginn. Friðþjófur
Þorsteinsson æskulýðsfulltrúi prédikar. 7.
mars: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur.
NORÐFJARÐARKIRKJA: Gospelmessa
sunnudag kl. 11. Kórar Norðfjarðar- og
Eskifjarðarkirkju syngja gospellög og
sálma með hljómsveit. Í guðsþjónustunni
koma saman börn, unglingar og fullorðnir
með hugvekju, tónlist og gospelgleði í lif-
andi starfi. Allir velkomnir.
FÁSKRÚÐSFJARÐARKIRKJA: Próf ferm-
ingarbarna verður haldið í messsu 6.
mars, kl. 11 í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Allir
eru velkomnir að hlusta á frammistöðu
barnanna. Sóknarprestur.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðsþjón-
usta kl. 11. Barnakór Odda- og Þykkva-
bæjarkirkna syngur. Organisti Nína María
Morávek. Þau börn í sókninni sem verða 5
ára á árinu (fædd 2000) sérstaklega boð-
uð til kirkju, ásamt foreldrum sínum, þar
sem þeim verður afhent bókin Kata og Óli
fara í kirkju. Fermingarbörn í Oddasókn
leggja til meðlæti með kirkjukaffinu á eft-
ir. Sóknarprestur.
STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11 í Stóra-Núpskirkju.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 11. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl.
11. Sunnudagaskóli kl. 11.15. Léttur há-
degisverður í safnaðarheimilinu á eftir.
Fyrirbænir og morguntíð sungin þriðjudag
til föstudags kl. 19, kaffisopi á eftir. For-
eldramorgnar miðvikudaga kl. 11. Kirkju-
skólinn á miðvikudögum kl. 13.30 í Fé-
lagsmiðstöðinni við Tryggvagötu.
Föstutíðagjörð miðvikudag kl. 18.15. Sr.
Gunnar Björnsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14.
HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Aðalsafnaðarfundur Hveragerðis-
sóknar að messu lokinni. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Sóknarprestur/ sóknarnefnd.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl.
14. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson.
Prestur sr. Kristjan Valur Ingólfsson.
Borgnesingar efstir hjá
Bridsfélagi Borgarfjarðar
Mánudaginn 28. febrúar lauk að-
alsveitakeppni félagsins. Borgnes-
ingar höfðu mótið í hendi sér fyrir
síðustu umferð og gáfu hvergi eftir
og höfðu fullnaðarsigur í sínum síð-
asta leik. Í þeirra sveit spiluðu Jón
H. Einarsson, Anna Einarsdóttir,
Elín Þórisdóttir og Guðmundur
Jónsson. Svanhildur Hall var í sömu
stöðu nú og í fyrra að vera í þriðja
sæti fyrir lokaumferðina. Í fyrra
gekk allt á afturfótunum og verð-
launasætið gekk henni úr greipum.
Svanhildur taldi hins vegar enga
ástæðu til að láta það endurtaka sig
og vann góðan sigur og „stal“ um
leið öðru sætinu í mótinu. Með Svan-
hildi spiluðu þeir Sveinn Hallgríms-
son, Jón Eyjólfsson og Baldur Árni
Björnsson. Bifrestingar unnu mótið
í fyrra og höfðu heitið því að láta bik-
arinn ekki af hendi baráttulaust.
Ekki vantaði baráttuna en þeir voru
ofurliði bornir í síðustu umferð og
töpuðu illa fyrir Tungnatröllunum.
Samt varð þriðja sætið þeirra. Í
sveit Bifrastar spiluðu Hörður
Gunnarsson, Stefán Kalmannsson,
Ingimundur Óskarsson og Hrannar
Magnússon.
Lokastaðan varð eftirfarandi:
Borgarnes 240
Svanhildur Hall 218
Bifröst 204
Tungnatröllin 197
Kópakallinn 187
Næsta mánudag byrjar þriggja
kvölda tvímenningur og eru allir vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Nýliðun og ánægja
Sveinbjörn Eyjólfsson sendir
þættinum jafnan fréttir frá Brids-
félagi Borgarfjarðar og þeir sem til
þekkja vita að þetta eru skemmtileg-
ustu fréttirnar sem birtast í þessum
þætti. Hann sendi okkur þennan já-
kvæða pistil sem umsjónarmanni er
ljúft að birta:
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort
allir hafi sama viðhorf til brids og
Þorvaldur Pálmason vinur minn.
Hann segir: „Brids er leikur gleð-
innar,“ og gleymir því aldrei þó á
móti blási. Oft hefur maður orðið
vitni að því að spilurum sé lesinn
pistillinn í hita leiksins og er þá engu
skipt um stund né stað. Mér verður
einnig oft hugsað til vinar míns sem
er helst aldrei með hýrri há á brids-
mótum út af slæmum spilum. Hann
lék 10 leiki á síðustu Bridshátíð og
var alltaf upptekinn af slæma spilinu
í hverjum leik. Samt endaði sveitin
hans meðal 15 efstu. Naut hann
stundarinnar? Ég held ekki en trúi
að margir hefðu verið glaðir með
minna. Þegar nýliðar voga sér að
keppnisborði þá eru þeir oft hugsi
um hvort þetta verði þeirra „daglegt
brauð“ og því mjög nauðsynlegt að
laða þá til frekara samstarfs með
uppörvun og hvatningu, ekki
skömmum. Ég naut þess heiðurs í
gærkvöld að spila við nýjan makker,
Björk Lárusdóttur, en hún er 9 ára
gömul. Í tveimur af fyrstu þremur
spilunum krafði hún mig í láglita-
geim sem gáfu okkur sveiflu inn.
Síðar í leiknum spilaði hún laglega 4
hjörtu með yfirslag sem líka gaf inn.
Samt tapaðist leikurinn. Þessi litla,
stúlka sem á framtíðina fyrir sér, fór
glöð í háttinn og bíður þess með
óþreyju að fá að koma aftur.
Kannski er það vegna þess að hún
fékk hvatningu fyrir það sem var vel
gert og með tímanum lærir hún að
gæta sín á „pyttum“ spilaborðsins
sem við öll vitum að eru svo margir
og djúpir. Ég trúi að sú hugsun að
brids sé leikur gleðinnar sé stærsti
þátturinn í því að Bridsfélag Borg-
arfjarðar hefur dafnað sem raun ber
vitni á síðustu árum. Nú er algengt
að þar sé spilað á 10–12 borðum og
menn njóta stundarinnar. Það er í
raun mjög auðvelt að fjölga keppn-
isspilurum. Við höfum reynsluna.
Þetta er bara spurning um hugarfar.
Sveit Eyktar vann
aðalsveitakeppni BR
Aðalsveitakeppni Bridsfélags
Reykjavíkur lauk 1. mars síðastlið-
inn með næsta öruggum sigri sveitar
Eyktar sem leiddi nánast allan tím-
ann, fékk 209 stig sem gerir 20,9 stig
að meðaltali í leik. Sannarlega glæsi-
legur árangur. Í sveit Eyktar
spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur
Jónsson, Ragnar Hermannsson, Að-
alsteinn Jörgensen og Sverrir Ár-
mannsson. Lokastaða efstu sveita
varð þannig:
Eykt 209
Esso 196
Sparisjóður Siglufjarðar 175
Guðlaugur Sveinsson 167
Garðar og vélar 164
Sverrir Kristinsson 163
Jafnframt útreikningi á árangri
sveita reiknaði keppnisstjórinn
Björgvin Már út bötlerárangur
para. Af þeim sem spiluð marktæk-
an fjölda spila var Jón Baldursson
efstur með 1,4 impa skoraða á spil í
112 spilum. Annar í röðinni varð Sig-
fús Örn Árnason með 0,95 impa í 160
spilum og þriðji Ómar Olgeirsson
með 0,92 impa í 160 spilum. Næsta
keppni félagsins er butler-tvímenn-
ingur, þriggja kvölda sem hefst 8.
mars næstkomandi.
Bridsfélag Akureyrar
Nú þegar búin eru 2 kvöld af
þremur í Heilsuhornstvímenningi
BA er staðan þannig:
Pétur Guðjónss. og Stefán Ragnarss. 62
Sveinn T. Pálss. og Jónas Róbertsson 58
Reynir Helgas. og Ragnheiður Haraldsd. 40
Stefán Sveinbjss. og Brynja Friðfinnsd. 17
Gylfi Pálss. og Helgi Steinsson 9
Tvímenningnum lýkur næstkom-
andi þriðjudag.
Á laugardaginn er Svæðamót
Norðurlands eystra í paratvímenn-
ing. Mótið er haldið í Hamri og hefst
kl. 10. Við skráningum tekur Stefán
Vilhjálmsson í síma: 8984475 eða
4622468. Svo verður að sjálfsögðu
tvímenningur á sunnudag.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson