Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 45
MINNINGAR
Hönnu. Þau voru mikið útivistarfólk
og dugleg að ferðast.
Það er ekki hægt að hætta nema
minnast á harmonikkuna. Hún var
fylgifiskur Steina alla tíð og oft var
maður búin að vera á skemmtunum
þar sem hann var að spila ásamt öðr-
um Breiðdalsbítlum, eins og við köll-
uðum þá. Kom fyrir að hann skellti
sér á dansgólfið með nikkuna í fang-
inu.
Hver veit nema við eigum eftir að
hittast síðar, kannski á skíðum. Gæti
jafnvel endurgoldið honum og keyrt
hann upp á heiði, hver veit.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hanna Bára Guðjónsdóttir.
Ég rifja upp mínar fyrstu minn-
ingar um Sigurstein Melsteð sem nú
er fallinn frá eftir langa og stranga
baráttu við illvígan sjúkdóm. Það
hefur sennilega verið þegar hann
flutti með sína fjölskyldu á efri hæð
Gamla Kaupfélagsins á Breiðdalsvík
upp úr 1960 Foreldrar mínir bjuggu
á neðri hæðinni og því var oft mikill
samgangur. Ég man hve Steini og
Hanna voru glæsilegt par og þeim
fylgdi lífsgleði og hamingja.
Það var mikill fengur fyrir okkar
litla byggðarlag að fá slíkan fag-
mann til þess að sinna allri þeirri
þjónustu við bíla, fiskiskip og vélar
sem til féll. Steini var afbragðs vél-
virki. Hann rak bifreiða-og véla-
verkstæði í áratugi á Breiðdalsvík.
Ég man að faðir minn sem rak um
langt skeið útgerð á Breiðdalsvík
leitaði mikið til Steina þegar eitt-
hvað þurfti að laga og jafnvel heilu
togskipin voru stopp vegna bilana.
Eitt sinn var veiðiskipið Sigurður
Jónsson vélarbilað við bryggju.
Varahlut varð að fá úr Reykjavík.
Allir vegir voru ófærir og mikill
snjór. Steini leysti þá málið með að
fá flugvél að sunnan með vara-
stykkið og var því kastað úr vélinni
innan við Hellurnar því ekki gat vél-
in lent vegna fannfergis.
Steini var mikill útivistarmaður.
Stundaði mikið skíði og vélsleða-
akstur. Hann kunni vel við sig á
fjöllum og naut íslenskrar náttúru.
Hann var áhugamaður um björgun-
arstörf og góður félagi í Lions-
klúbbnum Svan. Hann var veiðimað-
ur og hafði yndi af bæði stang- og
skotveiði. Guðmundur Sigurðsson
frændi minn hefur sagt mér frá
ógleymanlegum ferðum þeirra til
hreindýraveiða hér á árum áður.
En umfram allt var hann fjöl-
skyldumaður í orðsins bestu merk-
ingu. Steini og Hanna reistu sér fal-
legt heimili og ræktuðu vel garðinn
sinn.
Að lokum vil ég þakka Steina fyrir
samfylgdina og veit að nú líður hon-
um betur eftir erfið veikindi. Ég
votta Hönnu, Hrafni, Helgu, Ómari
og öllum aðstandendum mína
dýpstu samúð og bið þeim blessunar
í þeirra miklu sorg.
Pétur Pétursson.
Kær vinur okkar hjóna er fallinn
frá allt of snemma. Við trúum því
ekki. Hvernig má það vera? Sterk-
byggður útivistarmaður fullur
áhuga á öllu lífi. Þúsundþjalasmiður.
Án víns og tóbaks alla ævi. Af hverju
krabbi? Engin svör. Þau eru ekki til.
En minningarnar um ótal samveru-
stundir síðustu 46 ára lifa. Yfir þeim
getum við glatt okkur. Við munum
svo margt. Afmælisveislu undir
Kárahnúk, þegar Hanna dró upp
dúkinn: Tertan sett á, en það vildi
ekki lifa á kertunum. Færeyjaferð
þar sem við athuguðum hvernig
frændur okkar með enga mold
rækta kartöflur. Nei, hér vex aldrei
neitt sagði Steini, ef þið ætlið að
rústa garðinum hjá fólkinu. Hlátur
og kæti einkenndi ferðirnar okkar.
Út í Grímsey, það var mikið ævin-
týri. Utanlandsferðirnar ógleyman-
legu og síðasta ferðin okkar saman
inn í göngin í Fljótsdal, síðan í Kára-
hnjúka í frábæru verðri. Nikkan er
því miður þögnuð í bili. Hanna mín,
við erum búin að fylgjast með þreki
ykkar og sérstaklega síðustu mán-
uðina. Höfum alltaf vitað hve vel þið
eruð af guði gerð og krakkarnir ykk-
ar hafa stutt þig og hann dyggilega.
Sá sem öllu ræður hlýtur að hafa
þurft að skipta um dekk, eða bíllinn
bilað í slæmri beygju, en okkur
finnst sá gamli frekur. Við máttum
ekki missa Steina svona fljótt. Þökk-
um samfylgdina.
Þegar ellin á mann fer
angra pestir lífsins neista.
Geysilega gott þá er
góða vininum mega treysta.
Við höfum marga farið ferð
feikilega góða,
en ekki var hún alltaf gerð
eftir troðnum slóða.
(Ó.A.)
Þórdís og Óskar.
Horfa nú niður til mín
kvíðalaus
hafa fest hér rætur
þar hendur að hlúðu
það vor.
(G. Sv.)
Í morgun, þar sem ég sat við
gluggann og horfði út í lognið og sól-
skinið, hringdi síminn. Ég teygði
mig í tólið. Kona mín var á línunni og
sagði að vinur okkar Sigursteinn G.
Melsteð, Steini, væri dáinn. Birta
dagsins dofnaði. Þótt þetta kæmi
kannski ekki á óvart í sjálfu sér var
sem eitthvað brysti. Steini var búinn
að berjast við krabbamein í nokkur
ár en bjartsýnn á bata, þótt síðustu
mánuðir bentu til annars. Þótt
drægi fyrir sólu á skjá hugans og
skuggar læddust að bjó birta minn-
inga að baki. Komu hljóðar og glað-
ar, tærar og einlægar. Þannig var
Steini.
Ég kynntist honum fyrst veturinn
1961. Var þá við nám í Stýrimanna-
skólanum. Konan hafði skroppið
suður í heimsókn. Vegna ýmissa að-
stæðna dvöldum við með yngstu
dótturina hjá ungum hjónum á
Rauðarárstígnum, Hönnu og Steina,
í um mánaðartíma. Þessi fyrstu
kynni urðu góð og entust allt til
þessara tímahvarfa og ég veit að þau
munu endast, lifa úti í blárri eilífð-
inni. Alltaf. Ég er maður seintekinn,
jafnvel lokaður. Á þar af leiðandi fáa
kunningja og enn færri vini. Til að
slíkt gerist verður það fólk að hafa
sérstaka bylgjulengd, senditíðni,
sem nær inn úr skel sálar minnar. Á
áðurnefndri bylgjulengd var Steini,
þótt við værum næsta ólíkir í fljótu
bragði. Eitthvað tengdi okkur samt
saman. Það entist alla tíð. Steina
tókst að vekja athygli mína og áhuga
á þeim mörgu viðfangsefnum sem
voru honum hugleikin en ég lítt
grundað. Þótt honum tækist ekki að
vekja áhuga minn á vélum tókst hon-
um að vekja áhuga minn á ljósmynd-
un, einkum litskyggnum. Slíkar
myndavélar og filmur voru að ryðja
sér til rúms eftir kassavélatímann.
Stangveiði, fjalla- og óbyggðaferðir
o.fl. fylgdu í kjölfarið, þ.m.t. hrein-
dýraveiðar sem urðu nokkrar og
sumar hverjar strembnar, er sótt
var í tarfa hátt í hlíðum fjalla Breið-
dals, einkum við Fagradal. Þar átt-
um við margar skemmtilegar stund-
ir með búendum þar. Steini reyndist
og góður kennari. Kenndi mér t.d.
að slá með traktorsláttuvél. Gaf sér
tíma í það nokkra morgna áður en
hann fór í vinnuna. Hann benti mér
á hitt og annað er betur mætti fara í
samskiptum mínum við búvélar.
Einhvern árangur bar það, þótt
neminn væri tregur að melta slíkt
sbr. áður ritaður áhugi minn á vél-
um. Þá var trjárækt ofarlega í huga
hans. Dvaldi mörg sumur í æsku við
Þingvallavatn hjá Símoni afa sínum í
Vatnskoti og lærði þar að umgang-
ast náttúruna. Var einnig tíma og
tíma hjá móðurbróður sínum, Aðal-
steini Símonarsyni í Laufskálum í
Stafholtstungum, og fékk þar áhuga
á gróðri og trjárækt. Aðalsteinn var
gróðurhúsabóndi og fyrstur til að
rækta kaktusa á Íslandi. Á öllu
þessu og mörgu fleiru tókst Steina
að vekja áhuga minn – og það tengdi
okkur saman.
Þau hjónin, Hanna og Steini,
fluttu austur á Breiðdalsvík vorið
1961 og bjuggu þar allar götur síðan.
Sigursteinn tók við rekstri Búvéla-
verkstæðis Breiðdalshrepps þá um
vorið. Hann var lærður rennismiður,
en hafði víðtæka þekkingu á öllu er
að vélum og viðgerðum laut. Var
lengi eini lærði rennismiðurinn á
Suðurfjörðum. Síðan urðum við ná-
grannar. Húsin, sem þá voru nefnd
Mánaberg og Hamrahlíð, og heita
enn í minni vitund, standa á lóðun-
um 19 (Mánaberg) og 21 (Hamra-
hlíð) við Ásveg. Ég man vorið er við
réðumst í að slétta lóðirnar með tæt-
ara, bæta í þær mold og sækja að
síðustu trjáplöntur upp að Hall-
ormsstað til gróðursetningar í þeirri
mold. Smátt og smátt uxu þessi tré
yfir höfuð okkar og geyma enn þetta
stutta ævintýri íslensks vors.
Steini kom hér í árdaga síðasta
síldarævintýrs landsmanna. Var á
kafi í uppsetningu véla og tækja sem
tilheyrðu því ævintýri. Lagði á
stundum nótt við dag. Dugði honum
oft að halla sér í nokkrar mínútur,
spratt að því búnu á fætur og hélt
starfinu áfram. Vissi að síldin lét
ekki bíða eftir sér, allt varð að vera
klárt ætti hún ekki að synda hjá.
Þetta gerði Steini með bros á brá,
gleði og gamansemi á vörum. Var
þannig alla tíð. Hár og grannur, fríð-
ur sýnum, látlaus og vinsamlegur.
Vakti athygli mína á því að honum
fyndist Breiðdælir helst til niðurlút-
ir og orðfáir a.m.k. á stundum,
sparir á að bjóða góðan dag er þeir
hittust eða mættust á morgnana.
Þetta varð til þess að ég bætti ráð
mitt. Býð enn þann dag í dag góðan
dag, jafnvel þótt ekki sé alltaf birta í
huga. Trúi að svo sé um fleiri sveit-
unga. Samskipti mín við Steina hafa
vafalítið gert mig að tillitssamari
manni en ég ella hefði orðið.
Árið 1973 tók Steini til starfa í
nýju verkstæðishúsi við Selnes 28.
Það nefndi hann fljótlega Vélaverk-
stæði Sigursteins G. Melsteð. Það
nafn mun vafalaust haldast þótt
Steini hafi kvatt. Dóttir hans, Helga
Hrönn, sem einnig er lærður renni-
smiður, og tengdasonur, Ingólfur
Finnsson, hafa verið í rekstrinum
með Steina síðustu árin. Munu halda
starfi hans og nafni á lofti um ókom-
in ár. Er þess fullviss. Steini vafa-
laust líka. Á þessum árum skiptumst
við á verkum. Ég barði saman reikn-
ingsskil og skattframtal hans. Í
staðinn yfirfór hann á hverju vori bíl
okkar hjóna. Skildum á sléttu. Það
var gott fyrirkomulag og stóð fram á
miðjan síðasta tug nýliðinnar aldar.
Ef til vill kynntumst við Steini
best í nokkrum öræfaferðum á sjö-
unda og áttunda áratug síðustu ald-
ar. Þótt þær yrðu ekki margar búa
þær í sálinni og á myndum er teknar
voru. Við göngum, ásamt með vini
okkar, Sigmari Péturssyni, yfir grá-
ar hraunbreiður með poka á baki.
Stefnum á Eyjabakka. Höfðum fyrst
tjaldað undir Sauðahnjúkum.
Lengra ekki komist á bílum. Engum
tekist fyrr. Lögðum síðan land undir
fót í áhnígandi síðsumarnótt. Höfð-
um sem stefnuvita, ásamt vasaátta-
vita, musteri fjallanna, Snæfell. Þar
austanundir lúrðu Eyjabakkar í
húminu. Höfðum kynnt okkur allar
aðstæður af lestri bóka þeirra Þor-
steins Jósepssonar og Steindórs
Steindórssonar. Hugurinn fullur
hrifningar og bjartsýni að ná þessu
takmarki. Bárum með okkur lítið
tjald. Um óttuskeið völdum við tjald-
stæði á sléttri flöt þaktri dimm-
grænum dýjamosa. Ætluðum rétt að
halla okkur. Lögðumst til svefns.
Hlýddum á ljóð vatnsins niða undir
tjaldbotninum, á þögnina, einstaka
fuglskvak, óljósan þyt öræfaandvar-
ans. Svifum við þá unaðslegu sinfón-
íu inn í stuttan svefn. Vöknuðum
glaðir – en eilítið þreyttir. Hituðum
te. Stutt í afburða gott vatn. Bund-
um á ný bagga og héldum af stað yfir
hrjúft Hraun, klætt mosa og skóf-
um, með morgunsólina í bakið. Vóð-
um ár og læki. Undum sokkana,
héldum áfram með Snæfell að leið-
arljósi. Ekki tókst okkur að komast í
Eyjabakka, leiðin lengri en sýndist.
Loftlína kortsins blekkti talsvert.
Vistir ekki nægar til lengri tíma.
Snerum heim að Sauðahnúkum af
Háöldum. Sáum í fjarskanum gul-
græna Eyjabakkana í tíbrá, horfð-
um út eftir Kollumúlaheiðinni. Þar
lágu spor okkar tveim árum áður.
Gengum þöglir, en glaðir í sinni, til
baka þótt takmarkið næðist ekki.
Ræddum á leiðinni að síðar tækist
það. En á þessari leið áttum við
Steini ekki samleið aftur. Stend einn
eftir. Hinir horfnir yfir fljótið. En
lindin undir dýjamosanum kveður
enn ljóð sín, bíður nýrra ferðalanga
með lítið tjald.
Eins og ég hef drepið á var Steini
liðtækur á mörgum sviðum. Fyrir
utan það að geta látið flestar vélar,
tól og tæki snúast var hann dugleg-
ur og flinkur bílstjóri, ekki síst í
vertrarferðum, óragur en varfærinn
– þó ekki um of. Þar er vandrötuð
leið, skilur á milli færni og meðal-
færni. Var aldrei hræddur í bíl hjá
Steina. Hann var frumkvöðull að
stofnun slökkviliðs hér og stjórnaði
því um árabil.
Var duglegur Lionsmaður, ók í
mörg ár sjúkrabílnum og fleira
mætti nefna. Var liðtækur harmon-
íkuleikari. Brást alltaf vel við þá fólk
gerði sér dagamun. Spilaði á böllum,
þorrablótum, barnaböllum, 17. júní-
samkomum og við fleiri tækifæri. Á
sjöunda og áttunda áratugnum stóð
hann fyrir uppsetningu skíðatog-
brauta. Fyrst í Þverhamarsfjalli en
síðar inni á Breiðdalsheiði. Þetta var
þarft framtak. Þar lærðu krakkarnir
fyrst að standa á skíðum og gott bet-
ur, því skíðakennarar komu og
stöldruðu við. Þessi starfsemi lagði
upp laupana eftir að skíðamiðstöðin í
Oddsskarði og fleiri stöðvar hófu
starfsemi.
Tveir síðustu atburðir í samskipt-
um okkar Steina standa mjög skýrir
í hugskotinu. Annar tengist harm-
óníkunni. Í fyrrahaust kom hópur
Þingeyinga. Hélt hann gömlu-
dansaball á Staðarborg. Kvöldið áð-
ur bað Steini mig að koma með
ljóðabók sem ég hafði sett saman,
ásamt nokkrum lögum er fylgdu
með á geisladiski. Hann stakk upp á
því að ég læsi úr bókinni og hann
spilaði undir. Þetta gerðum við og
fólkið gladdist. Ekki datt mér þá í
hug að þetta yrði síðasta samkoman
þar sem við Steini legðum í púkk.
Hitt atvikið gerðist fyrstu dagana í
desember sl. Nýlega hafði komið út
barnabók eftir okkur Einar Árna-
son, ég átti textann, hann klippi-
myndir. Skrifaður var notalegur rit-
dómur um hana í Morgunblaðið.
Þennan ritdóm sá Steini. Hann
hringdi austur í Mánaberg. Ég var
ekki heima, en konan svaraði. Er-
indið var að óska mér til hamingju
með þessa litlu bók. Konan tók niður
símanúmerið og daginn eftir hringdi
ég. Þá heyrði ég að rödd hans var
mun veikari en áður, en hugsun öll
skýr. Við ræddum saman dágóða
stund. Að lokum komnir inn á
Hraun. Horfðum af Bótárhnúki yfir
syðstu firði Austfjarða. Dauðinn svo
fjarlægur. Rifjuðum upp ferðina á
Bratthálsinn forðum á rauða rússa-
jeppanum U-377, sem var einkennis-
merki Steina um árabil. Merktum
leiðina gulri málningu, sem entist í
mörg ár. Varð leiðarvísir marga er
um árabil fóru þessar slóðir, enda
talin besta leiðin, þótt valin væri á
stundum í þokuruðningi. Ég ætlaði
að hringja aftur. Trúði enn á stefnu-
breytingu sem ekki varð. Þetta var
síðasta samtal okkar Steina, þessa
trúa og trygga vinar. Hann langaði
til að óska mér til hamingju, e.t.v. í
síðasta sinn.
Sigursteinn G. Melsteð skilur eft-
ir sig stórt skarð í röðum Breiðdæla.
Það verður ekki fyllt. Þessi litla
byggð stendur mun fátækari eftir –
en við vonum það besta. Maður kem-
ur í manns stað er sagt. Það er raun-
ar ekki alls kostar rétt, „en eitt sinn
skal hver deyja“ og veröldin siglir
áfram í tímarúminu óendanlega.
Steini er horfinn. Minningin lifir.
Söknuðurinn og treginn sitja eftir.
Mér er til efs að ég eigi eftir að eign-
ast annan eins vin þessi ár sem ég á
eftir að dvelja hér á jörð. Okkur varð
aldrei sundurorða.
Svipmyndir sækja að. Man er við
sóttum trjáplöntur að Hallormsstað.
Fengum leyfi til að klippa bæði gul-,
grá- og loðvíðianga inni í Heydala-
skógi. Stungum þeim græðlingum í
rás á millum lóðanna. Þar eru þeir
enn – flestir. Hafa braggast. Minna
á sólskin þess vors, þeirra nátta er
við, ásamt konum okkar, gróðursett-
um um 30–40 trjáplöntur í görðun-
um. Grófum djúpar holur.
Fylltum þær af búfjáráburði og
mold og hlúðum að litlum rótum.
Enn standa mörg þessara trjáa.
Horfa niður til okkar. Sum fallin
eins og verða vill.
Þessi sundurlausu orð segja ekki
mikið af ævi þessa ágæta vinar og
nágranna. Eru sem kvittun fyrir lið-
lega fjögurra áratuga vinskap, kvitt-
un fyrir gengna slóð. Steini er far-
inn. Heyri ekki lengur nikkutóna
yfir lóðamörkin – nema í minning-
unni. Ekki það sama. Við söknum
hans. Minningin vakir ekki síst í vor-
nóttinni. Kannski vegna þess að
Steini var náttúruunnandi, virti um-
hverfið er hann fór um. Vakti fyrst-
ur athygli mína á því að hafa alltaf í
farteski poka undir rusl. Slíkt eru
mannkostir.
Við hjónin vottum Hönnu, börn-
um þeirra hjóna, tengdabörnunum,
vinum, kunningjum og vandamönn-
um einlæga samúð.
Annað ekki á okkar færi. Far vel,
Steini – far vel.
Jóhanna og Guðjón
í Mánabergi.
Okkar ástkæri,
KRISTINN HÓLM VIGFÚSSON,
Ránargötu 23,
Akureyri,
lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri sunnudaginn 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudag-
inn 7. mars kl. 13:30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Anna Rósantsdóttir,
Lára Björk Kristinsdóttir, Halldór Árnason,
Bragi Hlíðar Kristinsson, Fríða Pétursdóttir,
afabörn og langafabarn.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
sambýlismanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
JÓHANNESAR ÓLAFSSONAR,
Ásum 4, Hveragerði,
áður Ásum í Stafholtstungum.
Margrét Larsen,
Þórhildur Erla Jóhannesdóttir, Larry Sutherland,
Kristján Jóhannesson, Vigdís Hallfríður Guðjónsdóttir,
Björn Jóhannesson,
Jóhannes Jóhannesson, Kristín Elísabet Möller,
Sigríður Guðný Jóhannesdóttir, Skúli Guðmundsson,
Ólafur Ingi Jóhannesson, Kolbrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.