Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT nafn verður letrað á Flug-
leiðabikarinn sem keppt var um á
meistaramóti Taflfélagsins Hellis
sem lauk miðvikudaginn 2. mars síð-
astliðinn. FIDE-meistarinn Sigurð-
ur Daði Sigfússon (2.309) varð hlut-
skarpastur á mótinu með sex
vinninga af sjö mögulegum og er
þetta fyrsti meistaramótstitill hans
síðan hann gekk í raðir Hellis árið
2003. Sigurvegarinn leyfði eingöngu
tvö jafntefli, annars vegar gegn
Hrannari Baldurssyni (2.164) og
hins vegar gegn Davíð Kjartanssyni
(2.290). Sá síðarnefndi lenti í öðru
sæti með 5½ vinning en Jóhann
Helgi Sigurðsson (2.061) lenti nokk-
uð óvænt í þriðja sæti með fimm
vinninga. Taflmennska þess síðast-
nefnda var prýðileg og hækkaði
hann mikið á stigum á mótinu. Í
þeim efnum hefur hann þó varla
tærnar þar sem hinn ellefu ára
Hjörvar Steinn Grétarsson (1.585)
hefur hælana. Þessi rauðhærði
hnokki lagði m.a. Hrannar Baldurs-
son og Sverri Sigurðsson (2.010) að
velli og fyrir lokaumferðina gat hann
orðið meistari félagsins tækist hon-
um að vinna Sigurð Daða. Þó að
þeirri skák hafi lokið með ósigri þá
getur hann vel við unað með sinn 4½
vinning. Hann lenti í 4.–6. sæti ásamt
Hrannari Baldurssyni og Atla Frey
Kristjánssyni (1.910). Lokastaða
annarra keppenda varð þessi:
7.–12. Lenka Ptácníková (2.280),
Þorvarður F. Ólafsson (2.109), Páll
Sigurðsson (1.914), Helgi Brynjars-
son (1.505), Þórir Benediktsson
(1.896) og Svanberg Már Pálsson
(1.550).
13.–18. Jóhann Ingvarsson (2.058),
Sverrir Sigurðsson (2.010), Sverrir
Þorgeirsson (1.950), Gylfi Davíðsson
(1.560), Björn Þorfinnsson (2.356) og
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
(1.325) 3½ v.
19.–21. Elsa María Þorfinnsdóttir
(1.335), Dagur Andri Friðgeirsson,
Paul Frigge (1.365) 3 v.
22.–24. Jóhanna Björg Jóhanns-
dóttir, Jökull Jóhannsson og Andri
Steinn Hilmarsson 2 v.
25. Ólafur Þór Davíðsson 1 v.
Að öðrum ólöstuðum tefldi sigur-
vegarinn best á mótinu. Skákstíll
Sigurðar Daða hefur breyst mikið í
seinni tíð. Áður fyrr var hann varkár
og tefldi ávallt sömu byrjanirnar. Í
dag breytir hann meira út af og teflir
iðulega af mikilli sókndirfsku. Eft-
irfarandi skák sýnir þó að hann hef-
ur enn yfir mikilli seiglu að búa.
Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon
(2.309)
Svart: Jóhann Ingvarsson (2.058)
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5
c5 5. a3 cxd4?!
Þessi leikur er sjaldgæfur og hef-
ur hugmynd svarts væntanlega verið
að koma hvítum á óvart. Daði er við
öllu búinn þó að hann hafi byrjað að
leika 1. e4 seint á þrítugsaldri.
6. axb4 dxc3 7. Dg4 Re7 8. Rf3
Dc7 9. Bd3 Rbc6 10. 0–0 Rxe5 11.
Rxe5 Dxe5 12. Bf4 Dd4 13. bxc3
Dxc3 14. Dg3
Allt hefur þetta sést áður í fræð-
unum og talið er að færi hvíts sé
meira en kappnóg fyrir peðin tvö
sem hann hefur fórnað. Biskupa-
parið og opnu línurnar tryggja það. Í
staðinn fyrir næsta leik svarts mátti
velta fyrir sér að leika 14. … Bd7 eða
14. … Dxb4.
14. … Dc6
Sjá stöðumynd 1
15. b5!
Prýðilegur leikur sem þvingar
drottninguna á svartan reit og
þrengir enn frekar að drottningar-
væng svarts.
15. … Db6 16. Dxg7 Hg8 17. Df6
17. Dc3! hefði verið fýsilegri þar
sem eftir 17. … Bd7 18. Bc7 Hc8 19.
Bxb6 Hxc3 20. Bd4! stendur hvítur
mun betur að vígi.
17. … Rg6 18. Be3 Dd8 19. Dxd8+
Kxd8 20. Bxa7 Bd7 21. Bb6+ Ke7
22. Bc5+ Kf6 23. Hxa8 Hxa8
Endataflið sem nú er komið upp
ætti um það bil að vera í jafnvægi þó
að hvíta staðan sé vissulega þægi-
legri að tefla vegna biskupaparsins.
Næsti leikur hvíts reynir að skorða
svörtu reitina betur.
Sjá stöðumynd 2
24. f4! Ha4 25. Bd6 Kg7 26. g3 f6
27. Hb1 Kf7?!
Hér virðist hafa verið nærtækt að
leika 27. … e5 þar sem eftir 28. fxe5
fxe5 29. Bxg6 Kxg6 30. Bxe5 Hc4 31.
c3 Hc5 ætti svartur að ná jafntefli án
mikillar fyrirhafnar.
28. Hb3 Re7?
Enn var ekki of seint að leika
28. … e5. Næsti leikur hvíts setur
svartan í mikinn bobba.
29. Hc3! Rc8 30. Hc7 Ke8 31. Bc5
b6 32. Bf2 h5 33. Hb7 d4 34. h4?! e5
35. fxe5 fxe5 36. Be1
Eftir ónákvæmni hjá hvítum hefur
svörtum tekist að verjast vel en
næsti leikur skolar skákinni beint
niður í klósettið.
36. … Ke7? 37. Bf5! Ha7 38. Bxd7
Hxb7 39. Bxc8 Hc7 40. Bf5 Kd6 41.
Be4 Kc5
Sjá stöðumynd 3
42. g4!
Frípeðið á h-línunni tryggir hvít-
um sigurinn.
42. … hxg4 43. h5 Kd6 44. h6 Ke6
45. h7 Hc8 46. Kg2 Kf6 47. Kg3 Kg5
48. Bd2+ Kh5 49. Bb4 He8 50. Be7
d3 51. cxd3 Hh8 52. Bf6 og svartur
gafst upp. Á heimasíðu Hellis,
www.hellir.com, var hægt að fylgjast
með gangi mála mótsins. Það var
mögulegt að verða sér úti um allar
skákir mótsins jafnframt sem prýði-
lega umfjöllun var þar að finna um
hverja umferð. Fleiri taflfélög
mættu taka sér þessi vinnubrögð til
fyrirmyndar þar sem það auðveldar
að fylgjast með skákmótum og vekur
meiri áhuga á þeim. Alltént auðveld-
ar það starf skákblaðamanna til mik-
illa muna!
Sverrir Þorgeirsson og Hjörvar
Steinn efstir og jafnir á ung-
lingameistaramóti Reykjavíkur
Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir
unglingameistaramóti Reykjavíkur
26. febrúar sl. í húsnæði sínu í Faxa-
feni 12. Lokastaða efstu manna varð
þessi: 1.–2. Sverrir Þorgeirsson og
Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ vinn-
ing af 7 mögulegum. 3. Einar Sig-
urðsson 5 v. 4.–5. Daði Ómarsson og
Gylfi Davíðsson 5 v. 6.–8. Matthías
Pétursson, Hörður Aron Hauksson
og Vilhjálmur Pálmason 4½ v. 9.–13.
Hallgerður Þorsteinsdóttir, Elsa
María Þorfinnsdóttir, Sigríður
Björg Helgadóttir, Ingvar Ásbjörns-
son og Helgi Brynjarsson 4 v. Sverr-
ir varð efstur á mótinu þar sem hann
hafði fleiri Monradstig en Hjörvar.
Hins vegar varð Hjörvar unglinga-
meistari Reykjavíkur þar sem
Sverrir er búsettur í Hafnarfirði.
Hallgerður Helga
varð stúlknameistari
Reykjavíkur eftir að
stig höfðu verið
reiknuð út á milli
hennar og tveggja
annarra. Vegleg
verðlaun voru á
mótinu en fyrir utan
farandbikar sem telft
hefur verið um síðan
1986 gáfu hljóm-
plötufyrirtækin 12
tónar, Smekkleysa
og Zonet öllum verð-
launahöfum tónlist-
arverðlaun. Óttar
Felix Hauksson,
verðandi formaður
Taflfélags Reykja-
víkur, afhenti verð-
launin fyrir hönd út-
gáfufyrirtækjanna.
Íslandsmót skák-
félaga – Flug-
félagsdeildinni
lýkur 4.–5. mars
Síðari hluti Ís-
landsmóts skák-
félaga fer fram dag-
ana 4. og 5. mars í
Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Tefldar verða þrjár umferðir og að
þeim loknum verður ljóst hvaða fé-
lag hampar Flugfélagsbikarnum, Ís-
landsmeistaratitlinum. Staða a-
sveitar Taflfélags Reykjavíkur er
harla góð fyrir lokaátökin þar sem
hún hefur fjögurra vinninga forskot
á a-sveit Taflfélagsins Hellis. Að
þessu sinni falla tvær sveitir úr
hverri deild og tvær koma upp. Þetta
gerir keppnina meira spennandi á
öllum vígstöðvum. Skákdeild Hauka
er efst í annarri deild en b-sveit Tafl-
félags Garðabæjar leiðir í hinni
þriðju. Spútniklið a-sveitar Skák-
deildar Fjölnis er efst í fjórðu deild
en þar taka hvorki meira né minna
en 26 sveitir þátt.
Íslandsmót í hraðskák –
minningarmót Guðmundar
Arnlaugssonar fer fram 6. mars
Skákþyrstum skákunnendum
verður helgin gjöful þar sem sunnu-
daginn 6. mars kl. 13.00 hefst Ís-
landsmótið í hraðskák sem að þessu
sinni er jafnframt minningarmót
Guðmundar Arnlaugssonar. Gera
má ráð fyrir að margir sterkir skák-
menn taki þátt í mótinu en prýðileg
verðlaun eru í boði. Nánari upplýs-
ingar um mótið er að finna á vef
Skáksambands Íslands, www.skak-
samband.com.
Kasparov enn efstur í Linares
Þegar seinni helmingur ofurmóts-
ins í Linares á Spáni er hafinn hefur
Garry Kasparov (2.804) enn forystu
með 4½ vinning eftir 7 skákir. Vesel-
in Topalov (2.757) kemur næstur
með 4 vinninga en Viswanathan An-
and er þriðji með 3½ vinning eftir
sex skákir. Anand er eini keppand-
inn sem ekki hefur teflt sjö skákir.
Peter Leko (2.749) kemur svo í
fjórða sæti með sjö jafntefli í jafn-
mörgum skákum á meðan Rustam
Ksimdzhanov (2.678) og Michael
Adams (2.741) eru jafnir í fimmta
sæti með 3 vinninga. Spánverjinn
Francisco Vallejo Pons (2.686) rekur
svo lestina með 2½ vinning en í átt-
undu umferð lagði hann FIDE-
heimsmeistarann Rustam að velli.
Sigurður Daði skákmeistari Hellis
SKÁK
Mjódd
MEISTARAMÓT TAFLFÉLAGSINS HELLIS
2005
14. febrúar – 2. mars 2005
Helgi Áss Grétarsson
Óttar Felix ásamt verðlaunahöfum á unglingameistaramótinu.
Sigurður Daði lagði Hjörvar Stein í úrslitaskák um meistaratitilinn.
Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3
daggi@internet.is
STJÓRN Læknafélags Íslands (LÍ)
og Landsnefnd Lýðheilsustöðvar
styðja eindregið frumvarp Sivjar
Friðleifsdóttur og fleiri um breyt-
ingar á lögum um tóbaksvarnir.
Í bréfi stjórnar LÍ til þingmanna
segir: „Stjórn LÍ styður efni frum-
varpsins eindregið, þar sem sú
lagabreyting, sem fylgdi samþykkt
þess, tryggði starfsmönnum veit-
ingahúsa þá vinnuvernd, sem þeir
hafa farið á mis við vegna gildandi
undanþáguákvæða um vinnustaði
þeirra. Stjórn LÍ telur, að engin
málefnaleg rök séu til þess, að þetta
starfsfólk njóti lakari vinnuverndar
en aðrir landsmenn.“
Landsnefnd Lýðheilsustöðvar
fagnar líka frumvarpinu. „Nefndin
tekur heilshugar undir það meg-
inmarkmið frumvarpsins að um
vinnuvernd sé að ræða. Nefndin tel-
ur ennfremur að þegar frumvarpið
verður að lögum muni af því hljót-
ast sá ávinningur að draga muni úr
reykingum almennt, sem er mik-
ilvægt til að ná þeim markmiðum
sem Alþingi hefur þegar samþykkt
varðandi tóbaksnotkun í heilbrigð-
isáætlun til 2010. Nefndin beinir því
til Alþingis að flýta afgreiðslu þessa
mikilvæga máls.“
Styðja frumvarp
um tóbaksvarnir
HEIMSSÝN, hreyfing sjálfstæð-
issinna í Evrópumálum, telur sýnt
að ályktun flokksþings Framsókn-
arflokksins um síðustu helgi hafi
ekki markað nein kaflaskil í um-
ræðunni um Evrópumálin hér á
landi. Í ályktun frá Heimssýn segir:
„Stuðningsmenn aðildar að Evr-
ópusambandinu á flokksþinginu
reyndu ítrekað að fá það samþykkt
að aðildarviðræður við sambandið
yrðu settar á dagskrá á vegum
flokksins en voru gerðir algerlega
afturreka með þær tilraunir sínar
eins og greint hefur verið frá í fjöl-
miðlum og víðar.Niðurstaða flokks-
þingsins var að Evrópumálin yrðu
áfram til skoðunar á vettvangi
Framsóknarflokksins eins og verið
hefur hingað til, þ.á m. hugsanleg
samningsmarkmið Íslands í hugs-
anlegum aðildarviðræðum við Evr-
ópusambandið sem hugsanlega
gæti komið til einhvern tímann í
framtíðinni. M.ö.o. er nákvæmlega
engu slegið föstu í þessum efnum
öðru en því að málið verði áfram til
skoðunar innan flokksins eins og
áður.“
Markaði ekki
kaflaskil
UNGIR sjálfstæðismenn fagna yf-
irlýsingu iðnaðarráðherra og fjár-
málaráðherra um breytt eign-
arhald á Landsvirkjun. Þau hafa
bæði látið opinberlega í ljós vilja
sinn til þess að breyta fyrirtækinu
í hlutafélag og skrá það á hluta-
bréfamarkaði þannig að einkaað-
ilar geti komið að rekstri þess.
„Ungir sjálfstæðismenn ítreka
þá skoðun að hefja beri undirbún-
ing að einkavæðingu á sviði orku-
iðnaðar. Landsvirkjun og Raf-
magnsveitur ríkisins eru góð
dæmi um fyrirtæki á þessu sviði
sem væru betur komin í einka-
eigu. “
Hvetja til einka-
væðingar á sviði
orkuiðnaðar
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir
vitnum að ákeyrslu á tvær bifreiðir
2. mars milli kl. 05.00 og 13.00 á bif-
reiðastæðinu við Mjódd við Þöngla-
bakka. Önnur bifreiðin er Honda,
dökkblá fólksbifreið, og hin er Niss-
an Primera, dökkblá að lit og einnig
fólksbifreið. Bifreiðarnar stóðu að-
skildar á stæðinu og því ekki víst að
um sama tjónvald hafi verið að
ræða, en hann/þeir fóru af vettvangi
án þess að tilkynna um tjónið til hlut-
aðeiganda eða lögreglu. Þeir sem
geta gefið frekari upplýsingar eru
beðnir að snúa sér til umferðar-
deildar lögreglunnar í Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
FRÉTTIR