Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Iron Maiden er að sönnu orðinrisastór hljómsveit á nýjanleik eftir að hafa átt mögur árum hríð. Til marks um það
fékk blaðamaður náðarsamlegast út-
hlutað fimm mínútum til að tala við
einn mesta orkubolta rokksins fyrr
og síðar, sjálfan Bruce Dickinson,
forsöngvara sveitarinnar sem sneri
aftur í sveitina árið 1999 eftir sex ára
hlé og sneri þá um leið taflinu henni í
hag og það svo um munaði.
Í Gettu betur anda dritaði ykkar
maður í framlínunni nokkrum hrað-
aspurningum á Brúsa og fer hér á
eftir niðurstaðan úr þeim.
Íslenskur þorskur
Ég og Dickinson heilsumst með
virktum og hann er hress í bragði,
eitthvað sem maður átti nú heldur
von á en ekki. Dickinson er þó meira
mjóróma en ég átti von á.
Ég ber undir hann væntanlega
tónleika en Iron Maiden léku hér-
lendis fyrir tólf árum eins og kunn-
ugt er, árið 1993 í Laugardalshöll, og
voru þá að fylgja plötunni Fear of
the Dark eftir. Þess má geta að
stuttu eftir þessa heimsókn hætti
Dickinson en sneri hins vegar aftur
árið 1999 ásamt Adrian Smith gít-
arleikara eins og áður segir. Tón-
leikarnir í Egilshöll eru liður í Evr-
óputúr sem hefst í maí og lýkur í júlí.
„Já, við komum hingað fyrir tólf
árum var það ekki? Það mjög gaman
hjá okkur og ég man að nóttin var
heiðbjört þannig að við héldum
áfram að skemmta okkur alla nótt-
ina eftir tónleikana! Ég er mjög
spenntur fyrir því að koma aftur til
Íslands. Á þessum nýja túr ætlum
við m.a. að taka lög af fyrstu fjórum
breiðskífunum okkar, lög sem við
höfum ekki spilað mjög mjög lengi.“
Meðfram rokkinu starfar Dick-
inson sem flugmaður hjá Iceland
Express og hefur tengst landinu
tryggðarböndum undanfarið, keyrði
m.a. hringinn fyrir stuttu.
„Já, ég kem til Íslands reglulega
núna sem flugmaður og svo var birt
mynd af mér um daginn í veiðiblaði
þar sem ég var með íslenskan þorsk
í höndunum, en ég brá mér í stjó-
stangaveiði á dögunum, fór á mið ná-
lægt Keflavík. Fiskurinn bragðaðist
mjög vel (hlær innilega). Nei, í al-
vöru, mér er farið að þykja mjög
vænt um landið, finnst það alveg frá-
bært land.“
Dickinson hlær við þegar blaða-
maður segir honum að hann sé nú
kominn í fríðan flokk Íslandsvina.
„Já, það má segja að vináttan hafi
verið fljót að myndast.“
Varð að hætta á sínum tíma
Það sannast kannski best á Iron
Maiden að það borgar sig stundum
að halda fast í sömu listrænu stefnu,
en farsælustu og fjölsóttustu tón-
leikar sveitarinnar hafa verið haldn-
ir á undanförnum fimm árum, þar á
meðal lék sveitin fyrir 250.000
manns í Rio de Janeiro árið 2001
(þeir komu út á plötu árið eftir, Rock
in Rio).
„Ferðalagið sem við höldum í
núna verður líka mjög stórt, við
munum spila fyrir yfir hálfa milljón
manns á um tuttugu tónleikum. Sem
er alveg svakalegt verður að segj-
ast!“
Aðspurður hvort brotthvarf hans
úr Maiden á sínum tíma hafi kannski
verið óhjákvæmilegt segir hann.
„Já, í rauninni var það þannig. Iron
Maiden er svo mikið batterí að ég
held að það sé nauðsynlegt að stíga
aðeins frá því við og við. Og ég kom
mjög ferskur inn aftur. Í dag lít ég á
Iron Maiden sem mitt aðal áhuga-
mál. Það er skynsamlegast að taka á
þessu þannig. Vandamálið við að
vera atvinnutónlistarmaður er þetta
orð, „atvinnu“ – að menn séu t.d. að
elta ólar við þetta peninganna
vegna. Ég er 46 ára í dag og á kost á
því að hlaupa um sviðið og skemmta
mér stórkostlega. Ég er mjög hepp-
inn að eiga kost á þessu og mér
finnst frábært að fara í þessi tón-
leikaferðalög. Ég skil ekki af hverju
sumir tónlistarmenn eru síkvartandi
undan þeim. Þetta er algjör snilld!“
Á dögunum birti þungarokksritið
Kerrang! lista yfir 100 bestu bresku
rokkplöturnar og áttu Iron Maiden
þar fjórar plötur á lista, Number of
the Beast (2), Iron Maiden (9),
Brave New World (28) og Killers
(44). Dickinson nánast fussar og
sveiar yfir þessu.
„Uss…okkur er alveg sama. Kerr-
ang! er skítablað. Bölvað popp. Plöt-
urnar okkar hefðu aldrei komist
þarna inn ef það hefðu ekki verið les-
endur sem sáu um valið. Þannig að
Kerrang! gat ekki komið þeim út af
listanum, þótt þeir glaðir vildu.“
Starfsmaður hjá skrifstofu Iron
Maiden (hljómar furðulega ekki
satt?) kemur nú inn í símtalið og bið-
ur mig vinsamlegast að slíta því. Ég
kveð því með kurt en næ að endingu
að veiða upp úr Dickinson að eftir
þennan túr verður víst lagst í það að
semja á næstu hljóðversplötu, sem
yrði sú fjórtánda á yfir hartnær
þrjátíu ára ferli.
Tónlist | Rætt við Bruce Dickinson, söngvara Iron Maiden
„Iron Maiden er mitt
helsta áhugamál“
Bruce Dickinson. Söngvari, flugmaður, sagnfræðingur, skylmingakappi,
útvarpsmaður, sjónvarpsmaður, rithöfundur, tungumálamaður og alveg
öruggleg eitthvað miklu meira líka.
Iron Maiden heldur tónleika í Egilshöll 7. júní
næstkomandi. Arnar Eggert Thoroddsen
heyrði stuttlega í Bruce Dickinson söngvara
vegna þessa.
Miðasala á tónleikana hefst á morgun klukkan 12.30 og fer fram í Íslands-
banka, Kringlunni og Smáralind, í Pennanum á Akranesi og Vestmannaeyjum,
Dagsljósi á Akureyri, Hljóðhúsinu á Selfossi og á www.farfuglinn.is. Verða ein-
ungis seldir miðar í A-svæðið þann daginn, sem eru betri stæði, en frá og með
mánudeginum 7. mars verður einnig hægt að kaupa miða í B-svæðið. Verð á
A-miðum er 7.500 og B-miðum 6.500.
arnart@mbl.is
ÍSLANDSBANKI
Sýnd kl. 1.50, 3.50 og 8.
VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I S IPT I I ÍSL S F 20
FSL TT F I E I
Miðasala opnar kl. 15.30
Yfir 32.000 mannsfir .
Ó.Ö.H. DV
S.V. Mbl.
A MIKE NICHOLS FILM
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 10. B.i.16 ára.
Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa
S.V. MBL.
Ó.Ö.H. DV
Frábær grínmynd fyrir
alla fjölskylduna
jamie kennedyj i Alan cummingl i
Sýnd kl. 2, 4 og 6 Ísl tal / kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Enskt tal
jamie kennedyi Alan cummingl i
CLOSER
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára.
Ef þú trúir á ást við
fyrstu sýn, hættir þú
aldrei að horfa
Ó.Ö.H. DV
S.V. MBL.
Þ.Þ.. FBL
M.M.J. Kvikmyndir.com
ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNAATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Ó.H.T. Rás 2
i
ll l l
Will Smith er
Tvær vikur á
toppnum í USA
Tvær vikur á
toppnum í USA
Frumsýning
Will Smith er
Frumsýning
CLOSER
Sýnd kl. 1.40, 4 og 6 Ísl tal /
kl. 2 og 8. Enskt talSýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20.
JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMANJULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN
A MIKE NICHOLS FILM
kl. 3.30, 6, 8.30 og 11
hlaut
Óskarsverðlaun
sem besta erlenda
myndin
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDIVINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
Frábær grínmynd fyrir
alla fjölskylduna
i
ll l l
Frábær grínmynd
fyrir alla fjölskylduna
jamie kennedyj iAlan cummingl i
Fr r rí y
fyrir l fj lskyl u
Sýnd kl. 3, 5.30, 8, 10.30 og 12 á miðnætti
Will Smith og
Kevin James
(King of Queens)
í skemmtilegustu
gamanmynd
ársins!
Will Smith og
Kevin James
(King of Queens)
í skemmtilegustu
gamanmynd
ársins!
J.H.H. kvikmyndir.com
J.H.H. kvikmyndir.com