Morgunblaðið - 15.03.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 72. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
-Hátækni
iðnaður
á Íslandi
föstudaginn 18. mars
Sjá dagskrá á www.si.is
Alheims-
friðarteppi
Bútarnir í það berast frá öllum
heimshornum | Daglegt líf
Íþróttir í dag
Kári Árnason eini nýliðinn í lands-
liðshópnum Jóhannes fyrsti
kostur Puð, púl og samvinna
GÓÐAN árangur Finna í grunnskólanámi má
meðal annars rekja til þess að finnskir kennarar
bera meiri ábyrgð og þeim er sýnt meira traust
og virðing en kennurum annars staðar á Norður-
löndunum, auk þess sem allir kennarar þar
þurfa að ljúka meistaranámi til þess að fá
kennsluréttindi.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram á ráð-
stefnu um árangur Finna í Pisa-rannsókninni,
sem hópur Íslendinga sækir heim, en Finnar
urðu í 1. sæti af 41 landi þegar árangur 15 ára
nemenda var rannsakaður á vegum OECD árið
2003. Ísland var þá í 12. sæti.
Jouni Välijärvi, forstöðumaður rannsóknar-
stofnunar menntamála við Háskólann í Jyväsk-
ylä, lagði áherslu á ábyrgð finnskra kennara og
það traust og virðingu sem þeim er sýnd. Að
sögn hans bera finnskir kennarar meiri ábyrgð
en kennarar annars staðar á Norðurlöndunum,
t.d. á kennsluaðferðum og námsmati.
Engin samræmd próf eru haldin í Finnlandi
og hefur m.a. verið giskað á að það sé ein af
ástæðunum fyrir góðu gengi Finna í PISA-rann-
sókninni. Lögð er áhersla á sjálfsmat skóla en
opinbert eftirlit eða mat er í lágmarki. Hver og
einn skóli fer eftir námskrá sem gildir í landinu,
en hver skóli setur sér einnig skólanámskrá, og
þar er þáttur kennara stór.
Allir með meistaranám
Traust/6
Kennurum er þakkaður góður árangur Finna í grunnskólanámi
FRANSKUR vefjariðnaður mun
„leysast upp í reyk og ösku“ á næstu
tveimur árum vegna gífurlegs inn-
flutnings frá Kína. Kom þetta fram í
gær hjá Charles Melcer, formanni í
Samtökum franskra fataframleið-
enda. Raunar er þessi holskefla frá
Kína ekki aðeins að færa í kaf vefj-
ariðnaðinn á Vesturlöndum, heldur
einnig mörgum þróunarlöndum.
Melcer sagði, að vefjariðnaðurinn,
ekki aðeins í Frakklandi, heldur í
allri Evrópu, myndi lognast út af á
næstu tveimur árum. Eftir að inn-
flutningskvótar í vefjariðnaði voru
afnumdir um síðustu áramót, hefur
útflutningur Kínverja til Bandaríkj-
anna aukist um 65,2% og til Evrópu
um 46,5%.
Samtök fyrirtækja í vefjariðnaði
og verkalýðsfélög í Bandaríkjunum
og í Evrópu vara mjög við þessari
þróun og benda á, að brátt muni hilla
undir algera kínverska einokun á
þessum markaði.
Aukinn útflutningur Kínverja á
vefnaðarvöru hefur nú þegar svipt
hundruð þúsunda manna í þróunar-
löndunum atvinnu sinni. Sem dæmi
má nefna, að útflutningur frá Bangla-
desh á vefnaðarvöru minnkaði um
21% í janúar, hvorki meira né minna.
Kína einokar vefjariðnað
París. AFP.
Hrun blasir við í
mörgum löndum
NÆR ein milljón manna eða um fjórðung-
ur þjóðarinnar í Líbanon safnaðist í gær
saman í höfuðborginni Beirút til að minn-
ast morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi
forsætisráðherra, fyrir mánuði og mót-
mæla sýrlensku herliði í landinu. Götur
borgarinnar voru þaktar rauðum, hvítum
og grænum litum – en það eru litirnir í
þjóðfána Líbanons. Nýlega efndu stuðn-
ingsmenn Sýrlendinga til útifunda og voru
þar einnig hundruð þúsunda manna. Sam-
tök herskárra múslíma, Hezbollah, skipu-
lögðu þau mótmæli.
Stjórnvöld í Damaskus hafa lofað Sam-
einuðu þjóðunum að láta samtökunum í té
skýra tímaáætlun þar sem fram komi hve-
nær Sýrlendingar hyggist fara með allt
herlið sitt og leyniþjónustumenn á brott.
Nær milljón
á útifundi
Beirút. AP, AFP.
STÓR hætta er á að siglingaleiðin fyrir Horn
lokist hvað úr hverju vegna hafíss, sagði Jón-
atan Ásgeirsson, skipstjóri á Andey ÍS 440, í
samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Skip-
ið var þá nýkomið fyrir Horn á leið til Súðavík-
ur eftir erfiða siglingu frá Óðinsboða í gegn-
um miklar ísdreifar. „Þetta er allt að lokast
hérna, “ sagði Jónatan og bætti við að ísinn
væri orðinn þéttur fyrir utan Horn. „Þetta er
samfelldur ís. Þó vakir séu inn á milli, þá eru
þetta miklar ísspangir,“ sagði hann. Í ískönn-
unarflugi Landhelgisgæslunnar í gær kom í
ljós að meginísröndin úti fyrir Norðurlandi
hefur færst norðar frá því um helgina en ís-
spangir og ísdreifar eru víða. Frá Geirólfsnúp
að Hornbjargi er ísinn að meira eða minna
leyti orðinn landfastur, að sögn Auðuns Krist-
inssonar, yfirstýrimanns og leiðangursstjóra í
eftirlitsflugi Gæslunnar.
Flugvél Landhelgisgæslunnar leiðbeindi
Andeynni ÍS í gegnum ísdreifarnar við Óðins-
boða í gær.
Mikið íshrafl hefur rekið upp að landi í Tré-
kyllisvík undanfarna tvo daga og eru stórir
jakar komnir alveg upp í fjöru, að sögn Jóns G.
Guðjónssonar, veðurathugunarmanns í Litlu-
Ávík á Ströndum, sem sést á meðfylgjandi
mynd tylla sér á myndarlegan hafísjaka í fjör-
unni í Ávík, þegar ljósmyndari Morgunblaðs-
ins átti þar leið um í gær.
Morgunblaðið/RAX
„Þetta er allt að lokast“
FYRIRTÆKI í eigu Íslendinga, sem tengd
eru millilandaflugi, hafa nú yfir að ráða
nærri 100 þotum og er áætluð velta þeirra á
árinu um 140 milljarðar króna.
Tilkynnt var um
kaup eigenda Ice-
land Express á
lágfargjaldaflug-
félaginu Sterling í
gær. Samanlagt
hafa þessi tvö félög
12 þotur í sinni
þjónustu en að
meðtöldum þotum
Avion Group og
FL Group hafa
millilandaflugfélög í eigu Íslendinga yfir að
ráða 99 þotum. Alls starfa 6.400 manns hjá
þessum félögum.
Salan á Sterling hefur vakið mikla at-
hygli og var ítarlega fjallað um hana í fjöl-
mörgum fjölmiðlum á Norðurlöndum í gær.
Mikill fjöldi blaðamanna kom á blaða-
mannafund í Kaupmannahöfn þar sem þeir
Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson
kynntu kaupin á Sterling.
Umráð
yfir nærri
100 þotum
Kaupin á Sterling vekja
eftirtekt á Norðurlöndum
Kaupin/6
Hræringar/13
Tilfinningaleg
rússíbanareið
Idolstjarnan Hildur Vala í samtali
við Arnar Eggert | Menning
♦♦♦