Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framtíð Ríkisútvarpsins
Opinn fundur á vegum Varðar -
Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
verður haldinn miðvikudaginn 16. mars kl. 12.00
í Valhöll, Háaleitisbraut 1
Frummælandi: Steingrímur Sigurgeirsson,
aðstoðarmaður menntamálaráðherra.
Í pallborði: Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdasjóri
Ólafur Hauksson, blaðamaður
Óli Björn Kárason, útgáfustjóri
Stjórnandi umræðu:
Gísli Marteinn Baldursson
Stjórnin
FINNLAND varð í 1. sæti af 41 landi þegar ár-
angur 15 ára grunnskólanema var rannsakaður á
vegum OECD árið 2003, en niðurstöður þessarar
svonefndu PISA-rannsóknar voru birtar í desem-
ber sl. Ísland varð í 12. sæti í þessari sömu rann-
sókn en sérstök áhersla var lögð á stærðfræði í
þetta skiptið. Á ráðstefnunni í gær kom fram að
ekki væri hægt að útskýra árangur Finna á ein-
faldan hátt, þar kæmu til margar orsakir.
Andreas Schleicher, yfirmaður greining-
ardeildar OECD sem hefur umsjón með PISA-
rannsókninni, hélt upphafserindi ráðstefnunnar
og gerði þar grein fyrir framkvæmd rannsókn-
arinnar og niðurstöðum. Í þetta skipti mældi
PISA-rannsóknin hvernig nemendur gátu beitt
stærðfræðinni á hagnýtan hátt. Í næstu rannsókn
verður áhersla lögð á vísindalæsi að sögn
Schleichers, þ.e. að nota vísindaþekkingu til að
draga ályktanir.
Norðurlöndin eru lík að mörgu leyti þegar kem-
ur að niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar. T.d.
var lítill munur á frammistöðu nemenda mismun-
andi skóla, minnstur í Finnlandi og á Íslandi en
einnig afar lítill í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Þetta kemur ekki til af miðstýringu í finnska
skólakerfinu, að því er kom fram í máli margra
fyrirlesara, því kennarar bera sjálfir mikla ábyrgð
á að gera skólanámskrár og námsáætlanir og
koma námsefni til nemendanna. Í máli Schleich-
ers kom fram að sjálfstæði skóla mældist einnig
mikið á Íslandi og héldist í hendur við góða
frammistöðu nemenda og jafnrétti til náms.
Sjálfstæði skóla mikilvægt
Jouni Välijärvi, forstöðumaður rannsóknar-
stofnunar menntamála við Háskólann í Jyväskylä,
lagði áherslu á ábyrgð finnskra kennara og það
traust og virðingu sem þeim er sýnt. Að sögn hans
bera finnskir kennarar meiri ábyrgð en kennarar
á hinum Norðurlöndunum, t.d. á kennsluaðferðum
og námsmati.
Engin samræmd próf eru haldin í Finnlandi og
hefur m.a. verið giskað á að það sé ein af ástæð-
unum fyrir góðu gengi Finna í PISA-rannsókn-
inni. Þessi staðreynd helst í hendur við ábyrgð
finnskra kennara og sjálfstæði finnskra skóla.
Lögð er áhersla á sjálfsmat skóla en opinbert eft-
irlit eða mat er í lágmarki. Hver og einn skóli fer
eftir námskrá sem gildir í landinu, en hver skóli
setur sér einnig skólanámskrá, og þar er þáttur
kennara stór.
Í máli Arvo Jäppinen, skrifstofustjóra í finnska
menntamálaráðuneytinu, kom fram að stefnan
væri í skýr í þessum efnum. Niðurstöður mats á
finnskum grunnskólum, sem fram fer á vegum
fræðsluráðs, eru ekki notaðar til að merkja skóla
eða hegna þeim, heldur til þess að bæta starfið og
þróa stefnu.
Kennaramenntun á meistarastigi
Að sögn Jäppinen er einn af lyklunum að vel-
gengni Finna í menntamálum kennaramenntunin
í landinu. Grunnskóla- og framhaldsskólakenn-
arar þurfa að ljúka meistaranámi til að fá kennslu-
réttindi og til þeirra eru gerðar miklar kröfur.
Mikil og stöðug aðsókn er í kennaranám í Finn-
landi en það eru ekki launin sem heilla því finnskir
kennarar hafa ekki hærri laun en meðallaun kenn-
ara í OECD-löndunum. Fram kom á blaðamanna-
fundi að eitthvað annað hlyti að heilla Finna við
kennarastarfið, t.d. sú virðing sem borin er fyrir
því í Finnlandi.
A.m.k. sjö háskólar útskrifa kennara með rétt-
indi til að kenna í grunnskóla og framhaldsskóla í
Finnlandi. Allir ljúka þeir meistaranámi en sér-
hæfa sig annaðhvort í kennslu 1.–6. bekkjar (7–12
ára) eða 7.–12. skólaárs (13–19 ára). Hinir síð-
arnefndu eru svokallaðir námsgreinakennarar og
einbeita sér yfirleitt að tveimur námsgreinum auk
kennslufræði í kennaranáminu og fá réttindi til að
kenna í efri bekkjum grunnskólans og í fram-
haldsskóla. Grunnskólakennararnir sem taka
kennsluréttindi fyrir 1.–6. bekk leggja aðal-
áherslu á uppeldis- og kennslufræði en öðlast
einnig góða þekkingu á öllum námsgreinum sem
kenndar eru á þessu skólastigi.
Leena Krokfors er prófessor í menntunar-
fræðum við Háskólann í Helsinki og í erindi henn-
ar kemur fram að kennarastarfið hafi breyst og
margir finnskir kennarar lýsi áhyggjum af því.
Þeim finnst þeir þurfa að sinna bæði uppeldi
barnanna og fræðsluhlutverkinu, því sé hætta á
að kjarni kennarastarfsins týnist.
Í máli Leo Pahkin, ráðgjafa hjá finnska
fræðsluráðinu, kom fram að kostnaður við hvern
grunnskólanema í Finnlandi er um 5.100 evrur á
ári sem samsvarar um 400 þúsund ísl. krónum.
Góðan árangur Finna í PISA-rannsókninni má m.a. útskýra með trausti á milli nemenda, kenn-
ara og foreldra og góðri kennaramenntun á meistarastigi. Þetta kom m.a. fram á fyrsta degi ráð-
stefnu í Helsinki undir yfirskriftinni „Finnland í PISA-rannsókninni – Ástæður fyrir árangr-
inum“. Steingerður Ólafsdóttir situr ráðstefnuna en hana sækja um 300 manns frá 34 löndum.
Traust í skólastarfi og
virðing fyrir kennurum
Frá vinstri: Gunnar J. Gunnarsson, Guðmundur Birgisson og Sigurður Konráðsson frá KHÍ, Bryndís
Schram, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sólrún Jensdóttir frá menntamálaráðuneytinu. Aftast eru
Jóhanna Thorsteinsson frá Kópavogsbæ og Elín Helga Þráinsdóttir, grunnskólakennari í Helsinki.
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
farbannsúrskurð Héraðsdóms
Austurlands yfir Litháa sem hand-
tekinn var á Seyðisfirði fyrir viku
vegna framsalsbeiðni þýsku lög-
reglunnar sem hefur manninn
grunaðan um smygl á fjórum kg af
amfetamíni til Þýskalands. Sýslu-
maðurinn á Seyðisfirði krafðist
gæsluvarðhalds en héraðsdómur
taldi farbann nægilegt.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram
að í málinu liggi ekki fyrir upplýs-
ingar um að maðurinn hafi reynt að
koma sér undan rannsókn á málinu.
Féllst Hæstiréttur á það með hér-
aðsdómi að nokkur hætta kynni að
vera á að maðurinn myndi reyna að
koma sér undan áður en meðferð á
framsalsbeiðni þýskra yfirvalda
lyki. Héraðsdómur taldi nægilegt
að úrskurða manninn í farbann til
að tryggja nærveru hans. Farbann-
ið gildir lengst til 30. mars.
Á efra dómsstigi dæmdu málið
hæstaréttardómararnir Árni Kol-
beinsson, Ingibjörg Benedikts-
dóttir, og Jón Steinar Gunn-
laugsson. Verjandi var Hilmar
Gunnlaugsson hdl. og sækjandi
Helgi Jensson sýslufulltrúi.
Nægilegt að hafa
Litháa í farbanni
SAMTÖK iðnaðarins lýsa von-
brigðum yfir að enn skuli gengið
fram hjá íslenskum skipa-
smíðastöðvum og samið við pólska
skipasmíðastöð þótt færa megi
haldbær rök fyrir að íslenskt tilboð
hafi verið fullt eins hagstætt. Segja
samtökin að gera verði þá kröfu til
viðkomandi ráðherra að láta ekki
verkefni fara úr landi að nauð-
synjalausu.
Í tilkynningu SI segir m.a.: „Rík-
iskaup hafa samið við pólska skipa-
smíðastöð um endurbætur á varð-
skipunum Ægi og Tý þó að mjög
gott tilboð hafi komið frá Íslandi.
Með þessu er endurtekin sama sag-
an og fyrir þremur árum þegar
sömu skip voru send í endurnýjun
til Póllands. Þá varð viðgerðin á Tý
tæplega 60% dýrari en samið var
um og á Ægi tæplega 90%. Ekki er
að sjá að sú reynsla hafi kennt
mönnum nokkuð.“
Verk ekki úr
landi að nauð-
synjalausu
BOBBY Fischer hefur aftur verið
settur í einangrun í útlendingabúð-
unum í Japan eftir að hafa lent í
ryskingum við fangavörð að morgni
sunnudags. Sæmundur Pálsson
heldur áleiðis heim til Íslands í dag
en hann hafði ráðgert að fara áður í
kveðjuheimsókn til Fischers.
„Ég veit ekki nákvæmlega hvað
gerðist en mér skilst að hann hafi
þrifið gleraugu af fangaverði og
trampað ofan á þeim og brotið þau.
Síðan hafi hann neitað að borga
þau,“ sagði Sæmundur í viðtali við
Morgunblaðið.
Hann segir að Fischer hafi verið
að tala við sig í síma þegar atvikið
átti sér stað. „Við vorum búnir að
tala saman í um 20 mínútur þegar ég
heyrði að fangavörður bað hann að
koma með sér en hann neitaði, þetta
gerðist þrisvar fjórum sinnum þar til
ég heyrði hann hrópa að þeir væru
að taka sig og svo slitnaði samtalið.“
Hann segir að búast megi við að
hann þurfi að vera í einangrun í
fimm daga. Þetta sé í þriðja skipti
sem svona atvik komi upp.
Sæmundur segir að öldungadeild-
arþingmenn í japanska þinginu hafi
ætlað að leggja fram fyrirspurn um
mál Bobby Fischers. „Þetta eru
stjórnarandstöðuþingmenn sem ætl-
uðu að spyrja Koizumi forsætisráð-
herra hvers vegna væri farið svona
með Fischer.“
Fischer settur í
einangrun að nýju
Þegar Sæmundur Pálsson ræddi við Fischer í gærmorgun var hann
hnepptur í einangrun á ný. Sæmundur snýr áleiðis til Íslands í dag.