Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MENNTAMÁLA- og utanríkisráðuneyti und-
irrituðu samning við Netmennt ehf. um rekstur
Íslenskuskólans 1. mars sl. Að Netmennt
standa Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnis-
stýra, námsefnishöfundur og kennari, Árni
Björgvinsson, forritari og kennari, og Gígja
Svavarsdóttir, námsefnishöfundur og kennari.
Með þeim starfar nú Þorbjörg Halldórsdóttir,
námsefnishöfundur og kennari.
Starf Íslenskuskólans hefur legið niðri síðan
vorið 2004 því að menntamálaráðuneyti var að
breyta um rekstrarform á honum og bauð skól-
ann út í auglýsingu sl. haust og gerði samning
við Netmennt. Í september sl. voru yfir 400
nemendur skráðir í skólann og eru þeir búsettir
í 29 löndum í 5 heimsálfum. Tveir af fjórum
kennurum eru búsettir í útlöndum, Gígja á Ítal-
íu og Árni í Danmörku. Hugmyndafræði Net-
menntar byggist á því að vera með krefjandi en
sveigjanlegt nám.
Áður en barn er skráð á námskeið þarf að
skrá það í Íslenskuskólann á Netinu og gengur
það hratt fyrir sig. Námskeiðin 15. mars til 25.
apríl 2005 eru tvö, Íslenska 1 og 2 fyrir börn á
aldrinum 8 til 14 ára og eru þau fyrstu nám-
skeiðin sem boðið er upp á í Íslenskuskólanum.
Bæði námskeiðin eru byggð upp með það í
huga að mæta sem best hverjum einstaklingi
með fjölbreyttum möguleikum í náminu. Sumir
nemendur eru nýfluttir frá Íslandi, aðrir hafa
búið mjög lengi erlendis.
Nemendur í skólanum eiga í raun tvennt
sameiginlegt. Þau kunna íslensku og eiga til-
finningalegar rætur í málinu, bæði ættingja og
vini á Íslandi og er íslenska hluti af þeim og
þroska þeirra. Þau eru líka miklir menningar-
miðlarar, því þau búa í öðru landi en Íslandi og
eiga vini og fjölskyldu þar líka.
Hver nemandi hefur sína heimasíðu á Netinu
en síðan er tvískipt, annars vegar opin síða fyr-
ir alla nemendur sem eru í skólanum, aldurs-
dreift efni á Netinu og ýmis smáverkefni – og
svo námskeiðin sem Íslenskuskólinn býður upp
á. Nemendur í Íslenskuskólanum geta bent vin-
um og ættingjum á að skoða síðuna hvar sem er
í heiminum. Það er mjög einfalt að setja upp
myndaalbúm með nýjum og gömlum myndum,
bæta við nýjum síðum, setja eigin kannanir og
þetta er eitthvað sem krakkarnir eru mjög
ánægð með og er frábært tæki í íslenskunámi.
Hver nemandi velur verkefni sem hann vill
gera, en auk þess verður tillaga að verkefni
sem er unnið utan tölvunnar en á íslensku, leik-
ir, tilraunir og stundum bara útprentað efni.
Reynt er að hafa námið fjölbreytt og skemmti-
legt. Þau börn sem eru að byrja í netnámi þurfa
mikla aðstoð frá íslenskumælandi foreldrum og
er reiknað með að námið taki tvo og hálfan tíma
á viku í fimm vikur en á þessu námskeiði kemur
inn í viku páskafrí. Vikulega koma ný verkefni
á vefinn. Kennarar skoða vinnu nemenda,
hvetja og styðja nemendur á spjallþráðum og í
gegnum tölvupóst.
4. apríl til 9. maí 2005 verður haldið námskeið
fyrir Unglingaklúbbinn (8 til 16 ára) og er nám-
skeiðið fyrir unglinga sem eru nokkuð góðir í
íslensku (t.d. vel ritfærir á íslensku).
Árangur í náminu skráist í einkunnabók
nemenda og er alltaf hægt að sjá hvernig hefur
gengið í náminu.
Nánari upplýsingar er að finna á www.is-
lenskuskolinn.is.
Íslenska á Netinu fyrir íslensk börn erlendis
Í dag hefjast námskeið í
Íslenskuskólanum, skóla á
Netinu. Gígja Svavarsdóttir
upplýsti Bergljótu Leifs-
dóttur Mensuali um starfið.
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði á Alþingi í
gær að núverandi fyrirkomulag við
mannaráðningar innan Ríkisútvarps-
ins hefði að sínu mati gengið sér til
húðar. „Það er von mín að á næstunni
munum við í sameiningu takast á við
það verkefni að endurnýja lög um
Ríkisútvarpið því sjálfu til heilla,“
bætti hún við er málefni RÚV voru
rædd utan dagskrár, að frumkvæði
Ögmundar Jónassonar, þingmanns
Vinstri grænna.
Ögmundur gerði ráðningu nýs
fréttastjóra hjá fréttastofu Útvarps-
ins m.a. að umtalsefni. Sagði hann það
mál dæmi um makalausa valdníðslu
og sneitt framhjá faglegum og eðli-
legum vinnubrögðum. Einstaklingi
hefði verið troðið í starfið sem lags-
menn Framsóknarflokksins hefðu
talið sig vera í kallfæri við.
Ráðherra sagði að menn gætu að
sjálfsögðu haft mismunandi skoðanir
á því hvernig best væri að manna ein-
stakar stöður innan Ríkisútvarpsins.
„Hins vegar liggur jafnframt fyrir að
sá einstaklingur sem varð fyrir valinu
var talinn hæfur af framkvæmda-
stjóra fréttasviðs, hann var eini ein-
staklingurinn sem fékk atkvæði í út-
varpsráði og hann var ráðinn af
útvarpsstjóra sem er sá aðili sem
hvað best þekkir stofnunina og þær
þarfir sem hún hefur hverju sinni.“
Ráðherra sagði að það hefði verið far-
ið í einu og öllu eftir þeim leikreglum,
lögum og hefðum sem gilda um ráðn-
ingar við Ríkisútvarpið. „Vissulega
má deila um hvort pólitískir aðilar í
útvarpsráði eigi að hafa skoðanir á því
hverjir séu ráðnir til starfa í einstakar
stöður. Það er vissulega umdeilanlegt
en hins vegar er það samkvæmt nú-
gildandi lögum lögboðið hlutverk full-
trúa í útvarpsráði að nálgast mál með
þessum hætti og samkvæmt því
hljóta menn að starfa meðan núver-
andi lög eru í gildi.“
Fleiri tóku til máls. Lúðvík Berg-
vinsson og Mörður Árnason, þing-
menn Samfylkingarinnar, sögðu m.a.
að menntamálaráðherra bæri ábyrgð
á því ástandi sem nú væri við lýði í
Ríkisútvarpinu. Og
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, ítrekaði að út-
varpsstjóri ætti að endurskoða
ákvörðun sína um að ráða Auðun
Georg Ólafsson í starf fréttastjóra.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, talaði um pólitískar
mannaráðningar stjórnarflokkanna í
Ríkisútvarpinu, og sagði að nú væri
komið að Framsókn. „Það liggur fyrir
að vikapiltar Halldórs Ásgrímssonar
hafa skrifað hótunarbréf og sent yf-
irmönnum í útvarpinu. Það gengur á
með hringingum þar sem uppteknir
mennirnir, hæstvirtir ráðherrar,
mega vera að því að liggja í yfirmönn-
um á fjölmiðlum og kvarta undan því
eða hótast yfir því að t.d. umfjöllun
þeirra um afstöðu ríkisstjórnarinnar
og framgöngu í Íraksmálinu hafi alls
ekki verið nógu vinsamleg.“
Hjálmar Árnason, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins, sagði
að grundvallaratriðið í þessu máli
snerist um það hvort einhver lög
hefðu verið brotin. Svo hefði hins veg-
ar ekki verið.
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sagði að
ráðning hins nýja útvarpsstjóra væri
pólitísk í þeim skilningi að pólitískir
fulltrúar í útvarpsráði hefðu mælt
með honum. „Ég fæ hins vegar ekki
séð að ráðningin hafi verið pólitísk í
þeim skilningi að fulltrúar stjórnar-
flokkanna í útvarpsráði hafi verið að
koma sínum manni í stól fréttastjóra
útvarpsins eins og haldið hefur verið
fram,“ hann væri hvorki sjálfstæðis-
maður né framsóknarmaður.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í utandagskrárumræðum um Ríkisútvarpið
Telur fyrirkomulag við
ráðningar orðið úrelt
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var til andsvara við umræðuna.
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra stefnir að því
að mæla fyrir breytingum á lögum
um Ríkisútvarpið á Alþingi í lok
vikunnar. Þingflokkar stjórnar-
flokkanna samþykktu frumvarpið,
fyrir sitt leyti, í gær. Gert er ráð
fyrir því að frumvarpinu verði
dreift á Alþingi í dag eða á morg-
un.
Kom þetta fram í máli mennta-
málaráðherra í umræðu utan dag-
skrár í gær, um málefni Ríkisút-
varpsins. Ögmundur Jónasson,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs, var málshefjandi
umræðunnar, og spurði m.a. út í
væntanlegt frumvarp.
Ráðherra tók fram að hún teldi
ekki tímabært að ræða efnislega
um frumvarpið enda hefði það ekki
verið lagt fram. Hún sagði ekki
skynsamlegt að byggja umræðuna
á tilvísunum í vangaveltur í fjöl-
miðlum sem ekki gæfu alfarið
rétta mynd af efnisatriðum frum-
varpsins.
„Harma ég slíka umfjöllun,“
sagði hún, „enda ekki málinu til
framdráttar að umræðan um það
byggist á öðru en frumvarpinu
sjálfu, í þeirri endanlegu mynd,
sem það verður síðan lagt fram
hér á Alþingi.“
Ráðherra sagði hins vegar mik-
ilvægt að ræða málefni Ríkisút-
varpsins á opinskáan og hreinskil-
inn hátt. „Meginástæða þess að ég
setti af stað endurskoðun á lögum
um Ríkisútvarpið, skömmu eftir að
ég tók við embætti menntamála-
ráðherra, er einmitt sú að veru-
legrar breytingar er þörf.
Það lagaumhverfi sem Ríkisút-
varpið starfar við í dag hamlar
starfsemi Ríkisútvarpsins að
mörgu leyti og dregur úr mögu-
leikum þess til að takast á við þær
miklu kröfur sem þjóðin gerir til
þessarar mikilvægu stofnunar.“
Mælt fyrir RÚV-
frumvarpi í vikunniHALLDÓR Blöndal ávarpaði Seimas, þjóðþing Litháens, á föstu-
daginn var, 11. mars, þegar því var
fagnað að 15 ár voru liðin frá því að
sjálfstæðisyfirlýsingin var sam-
þykkt. Við forsetaborðið sitja
Landsbergis, Paulauskas, forseti
Seimas, Brazauskas forsætisráð-
herra og Jursenas, varaforseti
þingsins. Að baki sitja fyrrverandi
þingmenn sem samþykktu sjálf-
stæðisyfirlýsinguna 11. mars 1990.
„Það er óhjákvæmilegt við þetta
tækifæri,“ sagði Halldór í ávarpi,
„að rifja upp að við Íslendingar
horfðum mjög til Eystrasaltsríkj-
anna þegar við börðumst fyrir sjálf-
stæði í byrjun 20. aldar. Og við end-
urheimtum það allar, þessar fjórar
þjóðir, á árinu 1918. Frjálsar á ný
höfðum við ástæðu til bjartsýni.
Eystrasaltsríkin voru síðan inn-
limuð í Sovétríkin árið 1940. Það
þótti öllum frelsisunnandi Íslend-
ingum óbærileg tilhugsun. Þess
vegna fór fagnaðarbylgja um brjóst
Íslendinga fyrir 15 árum þegar þið
endurheimtuð sjálfstæði ykkar.“
Halldór Blöndal ávarpaði þing Litháa