Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 11
FRÉTTIR
ALÝÐUSAMBAND Íslands hefur ákveðið að
taka upp fast eftirlit með því hvort svört atvinnu-
starfsemi þrífst á vinnumarkaði og atvinnurek-
endur brjóti á kjörum og aðbúnaði útlendinga sem
hingað koma til starfa. Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir að tveimur starfsmönn-
um verði falið að fara í umfangsmikla vinnu við eft-
irlitið, kortleggja ástandið og kanna ábendingar
sem berast.
Fyrirmyndin er sótt í verðlagseftirlit stéttar-
félaganna þar sem fólk gat hringt til starfsmanna
verðlagseftirlitsins og látið vita af verðhækkunum.
„Þetta endurspeglar áhyggjur manna. Í allt of rík-
um mæli virðist sem menn telji það bara eðlilegt að
bjóða fólki að koma hingað á allt öðrum kjörum en
hér gilda og jafnvel ólöglegum,“ segir Gylfi.
Alvarleg áhrif
„Við sláum ekki slöku við varðandi eftirlitið,“
segir Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðn-
ar, en eins og fram hefur komið hefur ólögleg at-
vinnustarfsemi útlendinga í byggingariðnaði snar-
aukist að mati forsvarsmanna iðnfélaga.
Starfsmaður á vegum félaga iðnaðarmanna á
höfuðborgarsvæðinu fer reglulega á milli bygging-
arvinnustaða og kannar starfsmannamál.
Þessi þróun er farin að hafa alvarleg áhrif á
vinnumarkaði að mati forsvarsmanna launþega-
félaga. „Við höfum skrifað fagráðherrum bréf þar
sem við óskum eftir umræðu um þessi mál við þá.
Við höfum ekki fengið svar ennþá en þeir eru von-
andi að hugsa sig vel um,“ segir Finnbjörn.
Hann segir að meistarafélögin á höfuðborgar-
svæðinu taki þátt í eftirlitinu og líti einnig á þessa
stöðu sem grafalvarlegt mál.
Efling og Matvís kanna
ástandið hjá veitingahúsum
Verið er að vinna skemmdarverk á íslenskum
vinnumarkaði, segir Sigurður Bessason, formaður
Eflingar-stéttarfélags í leiðara fréttablaðs félags-
ins.
Sigurður segir í samtali við Morgunblaðið að
ástandið sé ekki bara slæmt í byggingariðnaðin-
um, heldur sé það einnig slæmt í veitingageiran-
um. Eru Efling og Matvís nú að hefja yfirferð til að
kanna ástandið á veitingahúsum. „Við teljum að
það sé fullra aðgerða þörf,“ segir hann.
Frá 1997 hefur verkalýðshreyfingin lagt kapp á
í kjarasamningum að hækka taxtakaup að greidd-
um launum. Forystumenn í hreyfingunni segja
hins vegar að nú þrengi að stöðu einstaklinga á
vinnumarkaði og verið sé að snúa þessari þróun
við, þegar fyrirtæki ráða útlendinga á lágmarks-
kjörum sé verið að færa greitt kaup að taxta.
„Við höfum verið með áherslu á að færa taxta að
greiddum launum alveg frá 1997,“ segir Finn-
björn. „Við höfum náð dálitlum árangri í því en í
dag erum við með gat upp á um 500 krónur sem er
verið að spila á. Þetta mun hafa þau áhrif að verði
um það að ræða að samningum verði sagt upp í
haust, þá munum við fara mjög grimmt í að hækka
lágmarkslaunin. Þá vitum við alveg að við erum
kannski að fórna ákveðnum störfum en menn
verða bara á horfa á meiri hagsmuni fyrir minni.“
Linlega tekið á málum
„Þessi þróun hefur átt sér stað yfir töluvert
langan tíma,“ segir Sigurður Bessason. „Birting-
armynd hennar hefur verið við Kárahnjúka, en
okkur hefur sýnst að öll viðbrögð ríkisvaldsins hafi
mótast af því hvaða áhrif þau hefðu á gang mála á
Kárahnjúkum. Menn hafi af ásettu ráði litið fram
hjá því hvaða áhrif þetta hefði á almenna vinnu-
markaðinn hér á höfuðborgarsvæðinu.
Við sjáum að óprúttnir atvinnurekendur, sem
hafa tekið eftir því hversu lin-
lega er tekið á þessum málum,
hafa bara leitað eftir þeim göt-
um sem eru á kerfinu í dag. Í
stað þess að ríkisvaldið bregð-
ist við af fullri hörku til að
spyrna við fótum og taka á mál-
inu, hafa ráðuneytismenn og
ráðherrar vísað málinu sem úr-
lausnarmáli til verkalýðshreyf-
ingarinnar, þrátt fyrir að öll
stjórntæki og ákvarðanataka
um löggjöf, sem ætti að vernda
vinnuumhverfi okkar, sé í
höndum þessara manna,“ segir
Sigurður.
Að sögn hans fær Efling
öðru hverju ábendingar um út-
lendinga sem hér starfa án til-
skilinna atvinnuréttinda. „Við-
bragðsleysi stjórnvalda hefur
valdið okkur miklum áhyggj-
um,“ segir Sigurður og nefnir
sem dæmi að sl. haust hafi
nokkrir verkamenn frá Lett-
landi komið á skrifstofu Efling-
ar og greint frá að þeir hafi
ásamt 25 öðrum verkamönnum
starfað hjá fyrirtæki í bygging-
argeiranum. Í ljós kom að þeir
voru án atvinnuleyfa. Allir áttu
þeir það sameiginlegt, að sögn
Sigurðar, að þeir komu hingað
sem ferðamenn og virtust
margir þeirra telja að þeir
störfuðu hér í fullum rétti.
„Það eru gerðir einhvers konar málamynda-
samningar við þá erlendis og þegar þeir koma
hingað inn vita þeir ekki betur. Hins vegar er það
þannig að þessi fyrirtæki fara bara með þessa ein-
staklinga eins og þeim sýnist,“ segir hann.
Halda uppteknum hætti
Í framhaldi af þessu ritaði lögmaður Eflingar
bréf til útlendingaeftirlitsins, félagsmálaráðu-
neytisins, dómsmálaráðuneytisins og til lögreglu
þar sem var vakin athygli á þessu máli.
„Við fengum svarbréf frá félagsmálaráðu-
neytinu tveimur mánuðum seinna og frá dóms-
málaráðuneytinu tæplega tveimur og hálfum mán-
uði seinna. Við höfðum samband við lögreglu í
janúarmánuði en þá hafði ekkert gerst í málinu.
Þegar við töluðum við lögregluna 20. febrúar
höfðu þeir engar upplýsingar um stöðu þessa
máls. Nokkrum dögum seinna var viðkomandi
rekstraraðili kallaður fyrir dóm í Héraðsdómi
Reykjaness sem hafði þá ítrekað kallað hann til
fyrirtöku en hann gaf sig bara fram þegar honum
hentaði. Þegar viðbrögðin eru með þessum hætti
og ekkert gerist eru það bara skilaboð til sam-
félagsins og þeirra sem vinna með þessum hætti,
að þeim sé bara óhætt að halda áfram eins og ekk-
ert hafi í skorist.“
Segir engin svör hafa borist frá ráðherrum um útlendinga án atvinnuréttinda
ASÍ kemur á umfangs-
miklu eftirliti með
svartri atvinnustarfsemi
Morgunblaðið/Jim Smart
Starfsmaður á vegum félaga iðnaðarmanna fer
reglulega í eftirlitsferðir á milli byggingar-
vinnustaða og kannar ástand starfsmannamála.
ASÍ setur í gang eftirlit tveggja
starfsmanna með því hvort at-
vinnurekendur eru með útlend-
inga ólöglega í vinnu. Formaður
Eflingar segir skemmdarverk
unnin á íslenskum vinnumarkaði.
Formaður Samiðnar segir að fari
svo að kjarasamningum verði sagt
upp í haust verði sótt grimmt á
hækkun lágmarkslauna.
Finnbjörn
Hermannsson
Gylfi
Arnbjörnsson
omfr@mbl.is
Sigurður
Bessason
ERLENDUR Helgason varði 18.
febrúar sl. doktorsritgerð sína við
Raunvísindadeild Oslóarháskóla til
gráðunnar dr.
philos. Ritgerðin
sem ber heitið
„Population
structure of the
B. cereus group –
Species in an
identity crisis?“
sem útleggst á ís-
lensku, „Stofn-
erfðafræði B.
cereus hópsins – Tegundir í tilvist-
arkreppu?“. Ritgerðin sem
samanstendur af sex vísindagreinum
fjallar um innbyrðis skyldleika bakt-
eríanna Bacillus cereus, Bacillus
thuringiensis og Bacillus anthracis.
Bacillus cereus er tíð matareitr-
unarbaktería og algeng jarðvegs-
baktería, Bacillus thuringiensis sem
er einnig algeng jarðvegsbaktería og
er mikið notuð í landbúnaði víðs veg-
ar um heiminn til að drepa flugna-
lirfur, og Bacillus anthracis, bakt-
erían sem veldur miltisbrandi og
hefur verið nokkuð í sviðsljósinu
vegna mögulegs hernaðarvopns
skæruliða. Meginniðurstöður rit-
gerðarinnar eru þær að þessi bakt-
eríuhópur er mjög fjölbreytilegur en
finna má mjög einsleita stofna
(clonal) sem geta valdið miklum
skaða hjá spendýrum eins og tilfellið
er með miltisbrandsbakteríuna.
Þrátt fyrir skýra „verkaskiptingu“
þessara baktería er innbyrðis munur
á þeim svo lítill, séð með gleraugum
þróunarfræðinnar og almennri
flokkunarfræði baktería, að þær
ættu í raun að teljast til sömu teg-
undar.
Auk þess að sinna eigin rannsókn-
arverkefni hefur Erlendur stundað
kennslu við Lyfjafræðideild Osló-
arháskóla og sinnt öðrum rannsókn-
arverkefnum. Hann kom þannig að
raðgreiningu erfðamengis milt-
isbrandsbakteríunnar, Bacillus
anthracis, en niðurstöður þeirra
rannsókna voru birtar í hinu virta
vísindatímariti Nature.
Leiðbeinandi Erlendar var Anne-
Brit Kolstø prófessor.
Andmælendur við doktorsvörnina
voru Lars Andrup, rannsóknastjóri
við Heilbrigðisstofnun Danmerkur í
Kaupmannahöfn (Arbejds-
miljøinstituttet), og Ingolf F. Nes,
prófessor við norska umhverfis- og
lífvísindaháskólann í Ási í Noregi
(Universitetet for miljø og biovit-
enskap).
Erlendur útskrifaðist frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1988 og
lauk B.Sc. gráðu í líffræði frá Há-
skóla Íslands árið 1992 og 4. árs
verkefni við sama skóla árið 1994.
Erlendur starfar nú sem lektor og
sérfræðingur við lyfjafræðideild
Oslóarháskóla.
Foreldrar Erlendar eru Helgi
Hafliðason arkitekt og Margrét Er-
lendsdóttir kennari. Eiginkona Er-
lendar er Kristín Lára Friðjóns-
dóttir foreldraráðgjafi. Dóttir þeirra
er Margrét Ólöf.
Doktor í
örverufræði
ÆSKAN og hesturinn, hin árlega sýning
hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæð-
inu, var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal um
helgina að viðstöddum 3.500 áhorfendum.
Tvö hundruð krakkar á öllum aldri léku listir
sínar á sýningunni sem tókst vel í alla staði að
sögn Tómasar Ragnarssonar sýningarstjóra.
Yngsti þátttakandinn að þessu sinni var
þriggja ára. Á sýningunni var fjölbreytt dag-
skrá, ungar stúlkur sýndu m.a. reið í söðli
íklæddar íslenskum búningum og börn á aldr-
inum 5–7 ára komu fram í grímubúningum.
Þá skemmtu Jónsi og Sveppi gestum við góð-
ar undirtektir.
Sýningin í Víðidal hefur fest sig í sessi sem
einn af hápunktum ársins hjá yngstu kynslóð
hestamanna. Hestamannafélögin Andvari í
Garðabæ, Gustur í Kópavogi, Fákur í Reykja-
vík, Hörður í Mosfellsbæ, Sóti á Álftanesi,
Sörli í Hafnarfirði og Máni á Suðurnesjum
standa að sýningunni.
Vel heppnuð sýning í Reiðhöllinni
Fjölmargir sóttu sýningu yngstu hestamannanna um helgina.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Börn og unglingar sýndu margs konar listir á reiðskjótum sínum.