Morgunblaðið - 15.03.2005, Síða 13

Morgunblaðið - 15.03.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 3,3 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf, fyrir um 2.247 milljónir króna en með íbúðabréf fyrir um 746 milljónir króna. Mestu hlutabréfaviðskipti urðu með bréf Kaupþings Bún- aðarbanka hf. eða fyrir um 569 millj- ónir króna. Af félögum í úrvalsvísitölu Aðallista varð mest hækkun á bréf- um Actavis Group að 2,8% en mest lækkun á bréfum Össurar, 1,2%. Úr- valsvísitalan hækkaði í gær um 0,3% og er nú 3.857 stig. Hækkun í Kauphöll ● VEXTIR af almennum útlánum Íbúðalánasjóðs verða óbreyttir, 4,15%. Stjórn sjóðsins ákvað þetta með hliðsjón af niður- stöðum úr út- boði á íbúða- bréfum sem lauk síðastliðinn föstudag. Ávöxtunarkrafa tekinna tilboða í útboði Íbúðalánasjóðs á íbúðabréf- um var á bilinu 3,45% – 3,55%. Vegin heildarávöxtunarkrafa án þóknunar var 3,51% en 3,53% með þóknun. Við ákvörðun á vöxtum af almenn- um útlánum Íbúðalánasjóðs hefur sjóðurinn lagt á 0,6 prósentustiga vaxtaálag vegna rekstrar, varasjóðs og uppgreiðsluáhættu, sem gefur vextina 4,13% að þessu sinni. Vextir af útlánum Íbúðalánasjóðs voru lækkaðir úr 4,3% í 4,15% í nóv- ember á síðasta ári í kjölfar útboðs á íbúðabréfum. Vegin ávöxtunarkrafa tekinna tilboða með þóknun var þá 3,55%. Óbreyttir útlánsvextir hjá Íbúðalánasjóði ● HAGVÖXTUR á síðasta ári var 5,2% samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands, samanborið við 4,2% árið áður. Þetta er mesti hag- vöxtur frá árinu 2000, en er þó undir spá Seðlabankans, sem gerði ráð fyr- ir 5,4% hagvexti, og spá fjármálaráðu- neytisins, sem hljóðaði upp á 5,8%. Fram kemur í tilkynningu frá Hag- stofunni að hagvöxturinn á síðasta ári hafi einkennst af miklum vexti einka- neyslu, sem óx um 7,5%, og fjárfest- ingum, 12,8%. Þjóðartekjur á síðasta ári uxu minna en landsframleiðslan á árinu, eða um 4,6%. Segir Hagstofan að það stafi af lakari viðskiptakjörum og auknum vaxta- og arðgreiðslum til útlanda. „Þjóðaútgjöldin uxu því langt um- fram landsframleiðsluna eða um 7,7% og leiddi það til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við út- lönd.“ Hagvöxturinn á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var minni en verið hefur á undanförnum ársfjórðungum. Sam- kvæmt tilkynningu Hagstofunnar er áætlað að landsframleiðslan hafi vax- ið um 3,8% að raungildi á fjórða árs- fjórðungi 2004. Einkaneysla óx um 9,2% á fjórða ársfjórðungi og er það mesta aukning sem verið hefur á einum ársfjórðungi undanfarin fimm ár. Hagstofan segir að sem fyrr megi rekja þennan vöxt að stærstum hluta til kaupa á bílum og til útgjalda erlendis. Heldur hafi dreg- ið úr vexti fjárfestinga, sem uxu um 7,8% frá sama fjórðungi ársins 2003. Samneyslan óx um 1,3% á fjórða árs- fjórðungi 2004 og er það nokkru minni vöxtur en verið hefur undanfarin ár. Mesti hagvöxtur frá árinu 2000 TALSVERÐAR hræringar hafa verið í eignarhaldi á Sterling síð- ustu ár, að því er segir í norska blaðinu Aftenposten. Sterling var selt út úr dönsku Tjæreborg-sam- stæðunni árið 1986 og varð gjald- þrota 1993. Í kjölfarið keyptu stjórnendur félagsins það og loks keyptu dótturfélög Fred. Olsen 90% hlutafjár í Sterling árið 1996. Þau áttu orðið allt hlutafé í félag- inu þegar það var selt íslenska eignarhaldsfélaginu Fons. Aftenposten segir Harald Andresen, forstjóra Sterling, löngum hafa haldið því fram að þörf væri á meiri samþjöppun í flugrekstri. Flugfélögin séu of mörg og of auðvelt að stofna ný lágfargjaldaflugfélög en það leiði til of mikils framboðs og mjög lágs verðs. Andresen er sagður munu snúa aftur til sinna fyrri starfa sem aðstoðarforstjóri Fred. Olsen & co. í Osló þegar gengið hefur verið frá sölunni á Sterling, en þess er vænst að það verði fyrir 1. maí nk. Hann verður nýjum eig- endum til ráðgjafar í allt að fjóra mánuði. Kaupverðið er rúmar 400 milljónir danskra króna en þar af greiðast 300 milljónir danskra króna við kaupsamning en afgang- urinn eftir 3 ár. „Það er ekki mikið meira en mánuður síðan annar Íslendingur, milljarðamæringurinn Björgólfur Thor Björgólfsson, eignaðist 6,2% hlutafjár í Finnair. Kaupin voru gerð í gegnum fjárfestingarfélag hans, Burðarás, og hann mun hafa greitt 302 milljónir danskra króna fyrir hlutinn. Hann er næststærsti hluthafinn í i Finnair,“ segir í frétt iMarkedet í gær sem jafnframt rifjar upp að nýir eigendur Sterl- ing hafi áður verið stórir hluthafar í Flugleiðum. Sterling er nýjasta fyrirtækið í röð fyrirtækja sem Ís- lendingar hafa keypt í útlöndum á síðustu misserum, segir í sænska blaðinu Dagens Industri. Haft er eftir markaðsstjóra Sterling, Stef- an Vilner, að hinir nýju eigendur Sterling, í eignarhaldsfélaginu Fons, hafi áhuga á að víkka starf- semina frekar út í Evrópu og kaupin á Sterling sé eðlilegt skref í þá áttina. „Tengsl Íslands við Danmörku eru sterk og Sterling er leiðandi lágfargjaldaflugfélag á Norðurlöndum,“ segir Vilner og fagnar því mjög að fá eigendur að félaginu sem áhuga hafa á útrás. Blaðið vitnar í tímaritið Veckans Affärer þar sem segir að Íslend- ingar hafi á sl. þremur árum keypt erlend fyrirtæki að virði um 26 milljarða sænskra króna. Samstarf Sterling og Norwegian Air er einnig til umræðu í nor- rænu blöðunum en það nær til um þrettán flugleiða. Aftenposten seg- ir kaupin á Sterling opna mögu- leika á yfirtöku á Norwegian sem sýni sig í því að hlutabréf í flug- félaginu fari ört hækkandi á mark- aði. Um hádegisbil hafði verð hlutabréfa í félaginu hækkað um 11%. Dragi úr fargjaldastríði Þá kemur fram í Jyllands-Post- en að danski bankinn Jyske Bank telji að salan á Sterling til Íslend- inga kunni að leiða til þess að heldur dragi úr fargjaldastríði á norrænum flugmarkaði þar sem líklegt sé að nýir eigendur Sterl- ing muni leggja áherslu á að fyr- irtækið skili hagnaði. Segir bankinn að offramboð hafi verið á flugsætum á norrænum markaði á síðustu árum og það hafi haft í för með sér harðvítugt verðstríð. Tap á rekstri Sterling nam nærri 1,3 milljörðum króna á síðasta ári og segir bankinn að verði rekstrinum snúið við kunni verðþrýstingurinn að minnka. Þetta muni m.a. koma sér vel fyrir flugfélagið SAS. Fjallað er um söluna á Sterling í danska blaðinu Børsen í dag og m.a sagt að nýjir eigendur ætli sér nú að snúa taprekstri Sterling í hagnað, líkt og þeir gerðu hjá Ice- land Express þar sem tapreskstri hafi á hálfu ári verið snúið í 370 milljóna króna hagnað. Hræringar í eignarhaldi                           !  "# $"%&& ' ' ( )      %&## *$  " %"!&& %*### %+,- ./   )         ,% %%  " && $* %+%- ./   )  #./   %&&!##0  ,&   1    ###2    Scanpix KYNNINGARERINDI um gerð viðskiptaáætlana verða haldin víða um land á næstunni, í tengslum við þjóðarátak um ný- sköpun. Þjóðarátakið er lands- keppni um gerð viðskiptaáætlana, sem haldin er nú í fimmta skipti hér á landi. G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri þjóðar- átaksins, segir að átakinu sé meðal ann- ars ætlað að stuðla að markvissari vinnu- brögðum við sköpun nýrra tækifæra í at- vinnulífinu og laða fram áhugaverðar hugmyndir að nýsköp- un. Veitt séu vegleg peningaverðlaun fyrir bestu viðskiptaáætl- anirnar sem berist í keppnina. „Aðstand- endur átaksins telja mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð var með fyrstu samkeppninni um gerð við- skiptaáætlana á árinu 1999, til að stuðla að aukinni fjölbreytni í at- vinnulífinu og bæta stöðu þess í ört vaxandi alþjóðlegri sam- keppni,“ segir Ágúst. Í síðustu samkeppni um gerð viðskiptaáætlana, sem haldin var á árinu 2003, skráðu alls um 1.300 manns sig til þátttöku. Um 400 manns sóttu námskeið sem haldin hafa verið í tengslum við keppn- ina og um 70 viðskiptaáætlanir bárust inn í keppnina. Sam- keppnin á þessu ári er frábrugðin að því leyti að ekki þarf að skrá sig til þátttöku sérstaklega. Frest- ur til að skila inn viðskiptaáætlun í samkeppnina er til 1. september 2005. Fyrsta erindið á morgun Fyrsta kynningarerindið um gerð viðskiptaáætlana í tengslum við þjóðarátakið verður á morgun, miðvikudag, í félagsmiðstöðinni Garðabergi við Garðatorg í Garðabæ. Daginn eftir, fimmtu- daginn 17. mars, verður erindi í safnaðarheimilinu á Reyðarfiðri, og mánudaginn 21. mars í hús- næði Háskólans í Reykjavík. Þeir sem standa að þjóðarátak- inu eru Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins, Íslandsbanki og Morgunblaðið, en einnig styðja það Háskólinn í Reykjavík, Impra nýsköpunarmiðstöð og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins. Upplýsingar um skráningu á kynningarerindin og fleira í tengslum við samkeppnin um gerð viðskiptaáætlana má finna á heimasíðu verkefnisins sem er www.nyskopun.is. Námskeið hefjast vegna nýsköpunarsamkeppni Morgunblaðið/Þorkell Nýsköpun G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri. GREININGARDEILD Lands- banka Íslands spáir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í apríl. Gangi spáin eftir verður tólf mán- aða verðbólga 4,3% og því enn yfir efri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Í Vegvísi greiningardeildarinn- ar í gær kemur fram að húsnæð- isliðurinn sé stór óvissuþáttur í spánni, enda hefur hann haft um- talsverð áhrif til hækkunar und- anfarna mánuði. Síðustu tvo mán- uði hafi húsnæðisverð hækkað um 6,1% og hafi því um 2% áhrif til hækkunar húsnæðisliðarins í apr- íl. Í spánni er gert ráð fyrir áfram- haldandi hækkun fasteignaverðs í apríl en þó er búist við minni hækkunum en undanfarna tvo mánuði. Þá hafa verðhækkanir vegna útsöluloka auk þess áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs og í spánni er gert ráð fyrir að fata- og skóliðurinn nái því gildi sem hann var í fyrir útsölur. Eins veg- ur sterkt gengi krónunnar á móti hækkunum í spánni, það hefur áhrif á verð innfluttra mat- og drykkjarvara og er auk þess farið að hafa áhrif á verð bifreiða. Greiningardeildin telur einnig lík- legt að eldsneytisverð verði hækkað á næstunni. Spá 4,3% verðbólgu                                !"#"$    % "&' (&  )* &# +&(&  )#&  ,&' (& % "&'  -$"  -$' $ !"#  .# /    01$/  01 !/ $  &#(  2      ! 1 % "&'  3 &'  31 /&  4(&   ,56& /7 &&  89$/  0%!  0" :"# 0"&'  0"1   ;    <;## &#1   &  = && "  &  >17 11 ?06($#    !"  (  ! $"' @;//  ,&' 51 % "&'  <6 6  !#$%&  AB@C 05    $            ?    ?  ? ?  ? ? ? ?  ?  ? ? $; &#  ;   $ ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? D EF D EF D ? EF D EF D ?  EF D EF ? ? ? D EF ? D  EF ? ? D ?EF ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? 3$ "'    '# & < "( 5 " '# G ) 0"             ?         ?   ? ?  ? ? ? ?  ?   ? ?                          ?                              =    5 *+   <3 H #&"  !/"'        ?   ?   ? ?  ? ? ? ?  ?   ? ? <3? I  1 1"'&' " "/  8 'J 0KL    E E !<0@ M N     E E B B .-N   E E )!N 8 $    E E AB@N MO 4&$  E E

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.