Morgunblaðið - 15.03.2005, Qupperneq 16
Akureyri | Strákarnir úr KA
gerðu það gott á Goðamóti Þórs
í knattspyrnu sem fram fór í
Boganum um helgina. KA-
menn hlutu þrenn gullverðlaun,
í keppni A-, C- og D-liða en
Breiðablik varð Goðameistari í
keppni B-liðanna og hafnaði í 2.
sæti í keppni A- og C-liða. KA-
menn mættust innbyrðis í úr-
slitaleik D-liða. Alls mættu 18
félög víðs vegar af landinu til
leiks með samtals 44 lið. Mótið
hófst um miðjan dag á föstudag
og var leikið á fjórum völlum
fram á sunnudag en mótinu
lauk með verðlaunaafhendingu
um miðjan dag á sunnudag og
grillveislu í kjölfarið, þar sem
þátttakendum var boðið upp á
Goðapyslur og Coke. Á mynd-
inni eru nokkrir KA-menn að
skoða bikarinn sem þeir unnu á
mótinu.
Morgunblaðið/Kristján
KA-menn sigursælir
Sigurvegarar
Akureyri | Höfuðborgin | Austurland | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Hestamenn benda fólki á að gefa hest í
fermingargjöf. Þetta er ekkert nýtt af nálinni
meðal þeirra sem stunda hestamennsku, en
þar hefur þessi siður tíðkast í gegnum tíðina.
Hestamennska er eins og aðrar íþróttir af
hinu góða, hvort sem hún er stunduð í at-
vinnumennsku eða af einskærum áhuga fyrir
því að umgangast skepnur og vera í góðu
sambandi við náttúruna og umhverfið. Í
Rangárþingi ytra hefur tíðkast um langt ára-
bil að einstakir menn hafi atvinnu af ræktun
hesta, tamningu og sölu. Þeir hafa þá gjarn-
an verið með það sem hliðargrein við annan
búskap eða aðra atvinnu. Á síðustu árum hef-
ur þessu til viðbótar orðið sú þróun að fjöl-
mörgum hestabúgörðum og tamningastöðv-
um, bæði í eigu útlendinga og Íslendinga,
hefur verið komið á laggirnar í héraðinu, þar
sem hópur fólks hefur atvinnu allt árið. Á
þessum hestabúgörðum fer fram öflug starf-
semi við ræktun íslenska hestsins, uppeldi,
tamningar, sýningar- og keppnisstarfsemi
ásamt sölu- og markaðsstarfi. Á nokkrum
þessarra búgarða hefur verið komið upp
byggingum, oft nefndar reiðhallir, þar sem
hægt er að temja og sýna hesta allt árið. Með
tilliti til þessa vekur nokkra furðu að verkefni
við að koma upp reiðhöll á Gaddstaðaflötum
við Hellu skuli taka allan þann tíma sem
raunin hefur orðið. Gaddstaðaflatir hafa ver-
ið taldar framtíðar landsmótssvæði og ekki
dregur úr þeim væntingum eftir glæsilegt
landsmót hestamanna sem þar fór fram síð-
asta sumar.
Síðasta sumar þótti afburðagott í öðru vin-
sælu sporti á landinu, stangveiði. Samkvæmt
bráðabirgðatölum frá í haust var laxveiði á
landinu u.þ.b. 35% meiri en árið áður og var
þetta fjórða besta veiðiárið frá 1974. Jafn-
framt var veiðin um 33% betri í fyrra en með-
altal síðustu 30 ára. Að auki kemur fram að
slegin voru fyrri veiðimet á laxi í 9 ám á land-
inu, þar á meðal bæði í Ytri Rangá og Eystri
Rangá sem voru hvor fyrir sig með fjölda
veiddra laxa langt yfir öðrum ám. Lætur
nærri að laxveiðin í Rangárvallasýslu hafi
verið um 15% af allri laxveiði á landinu í fyrra
ef allt er talið. Skv. upplýsingum frá Lax-á
sem er söluaðili veiðileyfa í Rangárnar er
verð veiðileyfa í sumar að hækka um 4–5%
og stöngum verður fjölgað lítillega. Veiði-
sumarið framundan lofar góðu þar sem fjöldi
seiða í sleppingum jókst talsvert frá árinu áð-
ur. Í Rangárþingi ytra er líka umtalsverð sil-
ungsveiði ekki síst í Veiðivötnum og vötn-
unum sunnan Tungnár. Það er bjart fram-
undan ef að líkum lætur í veiði og tengdri
ferðaþjónustu Rangæinga á þessu ári.
Úr
bæjarlífinu
HELLA
EFTIR ÓLA MÁ ARONSSON FRÉTTARITARA
Samgönguráðu-neytið, Ferðamála-samtök Íslands,
Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi og Fjórð-
ungssamband Vestfjarða
efna til ráðstefnu í vik-
unni þar sem rædd verð-
ur framtíð ferjusiglinga á
Breiðafirði. Ferjusigl-
ingar hafa verið á þessu
svæði allt frá árinu 1932.
Á ráðstefnunni verður
leitað svara við því hvort
ferjusiglingar séu nauð-
synlegar vegna ferða-
þjónustu og vetrar-
samgangna. Leitað
verður eftir vilja hags-
munaaðila svo sem sveit-
arstjórnarmanna, ferða-
þjónustuaðila og íbúa
svæðisins og á hvaða for-
sendum veita ætti þessa
þjónustu áfram. Á ráð-
stefnunni verða flutt er-
indi um málið og er hún
öllum opin. Ráðstefnan
verður haldin í Félags-
heimilinu á Patreksfirði
16. mars og hefst kl. 14.
Ferjusiglingar
Dregið hefur verið í svonefndri Dewalt-getraunhjá fyrirtækinu Sindra, en dregið verður í get-rauninni þrisvar, í mars, apríl og maí. Verð-
launin eru útvarp og Dewalt-hleðsluborvél.
Framkvæmdastjóri félagsins, Bergþór Konráðsson,
hefur dregið út nafn vinningshafa marsmánaðar og var
það Valur Benediktsson hjá fyrirtækinu Rafval á Ak-
ureyri.
Valur segist hafa átt gamla vél sem fallið hafi í sjóinn
og verið þar í sólarhring. Hann hafi þá náð henni upp
aftur og hreinsað hana og hún hafi eftir það verið í
góðu lagi.
Engu að síður komi sér afskaplega vel að fá nýju
hleðsluborvélina.
Starfsmenn Sindra á Akureyri ásamt vinningshafa og
syni hans, Sævar, Valur, Jóhann og Kjartan.
Datt í lukkupottinn
Konráð Erlendssonkvartar yfir hafísog harðindum, þó
að hann viðurkenni að
næturfrost sé ekki
óvenjulegt í mars. Hann
yrkir braghendur:
Norðanáttin næðir köld um nef
og vanga.
Af heiðabrúnum fönnin fýkur,
frostið hart um hörund strýkur.
Niðdimm hríðin nístir hold og
nagar sálir.
Frostreykur úr fjörðum stígur,
frerinn djúpt í jörðu smýgur.
Sigrúnu Haraldsdóttur
þykir gott að geta ort um
veðrið eins og vanalega:
Okkur hrellir kulda kast,
kletta flengir bára.
Vorið unga frosið fast
í fangi gamla Kára.
Sagt er að Jón biskup
Þorkelsson Vídalín hafi
ort er hann lagði á Kalda-
dal í síðustu ferð sinni, en
hann komst með naum-
indum í sæluhús á leiðinni
og lést þar:
Herra guð í himnasal,
haltu mér við trúna.
Kvíði eg fyrir Kaldadal;
kvelda tekur núna.
Í kuldagreipum
pebl@mbl.is
Suðurland | Verkefnastjórn til að annast
stefnumörkun í byggðamálum Suðurlands
og Vestmannaeyja í því skyni að treysta
samkeppnishæfni og vöxt svæðisins verður
skipuð að því er Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveð-
ið. Óskað er eftir því að verkefnisstjórnin
taki mið af skýrslum sem nýlega voru unnar
fyrir ráðuneytið og varða Eyjafjörð og Vest-
firði. Gert er ráð fyrir að skilað verði skýrslu
til ráðherra innan árs og í henni kom m.a.
fram hvaða kostir koma helst til greina við
að treysta vöxt og samkeppnishæfni svæð-
isins. Með tillögunum á að fylgja áætlun um
aðgerðir, markmið, forsendur, ábyrgð á
framkvæmd og fleira. Markmið starfsins er
fyrst og fremst að stuðla að auknum hag-
vexti svæðisins, fjölga atvinnutækifærum
og treysta byggðakjarna svo þeir geti enn
frekar sinnt því lykilhlutverki að vera mið-
stöð atvinnu, menningar og þjónustu.
„Áherslur í starfinu eiga sér ekki langa sögu
á sviði byggðamála hér á landi. Einkum er
horft til uppbyggingar í formi svokallaðs
vaxtarsamnings þar sem lögð er áhersla á
klasa. Höfð verði hliðsjón að sambærilegum
áherslum víða erlendis þar sem lögð er
áhersla á að efla byggðakjarna með mark-
aðstengdum aðgerðum þar sem atvinnulíf
ber uppi hagvöxt svæða,“ segir í tilkynningu
frá ráðuneytinu. Formaður nefndarinnar er
Baldur Pétursson, deildarstjóri í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu.
Stefnumörk-
un í byggða-
málum
Hrunamannahreppur | Íslenskar orku-
rannsóknir og Hrunamannahreppur hafa
samið um gerð auðlindakorts fyrir Hruna-
mannahrepp. Er þetta í fyrsta skipti sem
hreppur hér á landi ræðst í slíkt verkefni.
Fram kemur í Pésa Hrunamannahrepps
að verkið felst í gerð stafræns korta-
grunns, kortlagningu jarðhitastaða og
jarðfræði og yfirlits um borholur. Kristján
Sæmundsson jarðfræðingur stjórnar rann-
sókninni og verður hafist handa í vor.
Orkusjóður hefur samþykkt að leggja
þrjár milljónir til verkefnisins.
Í Pésanum er þeim möguleika velt upp
að rannsóknin kunni að leiða í ljós að unnt
verði að framleiða rafmagn með jarðhita í
framtíðinni og ylræktarbændur verði
þannig sjálfum sér nægir í þessu efni.
Gera auð-
lindakort fyr-
ir hreppinn
♦♦♦