Morgunblaðið - 15.03.2005, Side 24

Morgunblaðið - 15.03.2005, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LOKSINS hefur hugmynd um stofnun upplýsinga- og þjónustu- miðstöðvar verið hrint í framkvæmd fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Fyrstu skrefin hafa ver- ið stigin með samvinnu Krafts, Lífs- iðnar og IMG og við sjáum að þetta er vel framkvæmanlegt. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur þess. Félagið var stofnað árið 1999 og hefur frá upphafi verið þrýstihópur um endurhæfingu fyrir þá sem greinst hafa með krabba- mein. Á leið sinni komst Kraftur í kynni við svipaða eldhuga innan Lífs- iðnar – iðjuþjálfunar sem er fé- lagsskapur sem samanstendur af ein- staklingum sem vilja efla starfsemi og endurhæfingu fyrir krabbameins- greinda Hver er þörfin? Við erum með framúrskarandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi og framþróun á sviði krabbameinslækn- inga er gífurleg, bæði hvað varðar lyfjameðferðir og lifun einstaklinga eftir krabbamein. Læknar og hjúkr- unarfræðingar fræða skjólstæðinga sína á markvissan hátt um lyf, auka- verkanir þeirra og annað er tengist breytingu á lífi einstaklingsins meðan á meðferð stendur. Þverfagleg teymi vinna inni á legu- og göngudeildum og styðja við einstaklinga og fjöl- skyldur þeirra við greiningu, meðan á meðferð stendur og einnig við lok lífs. Meðan á meðferð stendur vakna oft spurningar og þörf fyrir stuðning, bæði hjá sjúklingi og aðstandendum hans. Fagfólk innan sjúkrahúsanna svarar þeim spurningum eftir bestu getu, en meðan á stuttri lyfjameðferð stendur mitt í annríki dagsins getur verið erfitt að koma spurningum að og eftir hefðbundna meðferð skapast oft enginn vettvangur til slíks. Endurhæfingu ábótavant Eins og þjóðin veit er boðið upp á endurhæfingu fyrir flesta sjúklinga- hópa sem snýst um að aðstoða þá við að komast aftur út í lífið eftir sjúk- dóm eða slys. Má þar t.d. nefna Reykjalund, en þar fer fram alveg fyrirmyndar heilbrigðisþjónusta sem bæði er markviss og hefur svo sann- arlega skilað sér út í þjóðfélagið. Undanfarin þrjú ár hefur einnig verið starfrækt endurhæfing eftir krabba- mein á vegum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Sú endurhæfing sem þar fer fram hefur einnig sannað gildi sitt. En betur má ef duga skal. Beiðn- um um endurhæfingu hefur fjölgað jafnt og þétt, húsnæði sem hýsir end- urhæfinguna er þröngt og aðeins er hægt að taka við broti af þeim ein- staklingum sem við teljum að hafi þörf fyrir endurhæfingu. Þá þykir okkur mikilvægt að fleiri úrræði finn- ist utan veggja spítalans og nær um- hverfi einstaklingsins. Félagsmenn Krafts hafa upplifað, bæði persónulega og í gegnum aðra, að þörfin fyrir endurhæfingu er brýn. Íslenskar rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að fólki finnst því hent óstuddu út í þjóðfélagið þegar meðferð á sjúkrahúsi lýkur. Þjónusta miðstöðvarinnar Upplýsinga- og þjónustumiðstöðin er hugsuð fyrir fjölskylduna í heild sinni og í gegnum allt ferlið, þ.e. frá greiningu og aftur út í lífið. Hugsunin er sú að þegar einstaklingar greinast með krabbamein verði þessi stuðn- ingsþjónusta kynnt fyrir þeim og fjöl- skyldu þeirra. Þannig verður upplýs- inga- og þjónustumiðstöðin fastur hluti af þeirri þjónustu sem í boði er og tengir um leið þá starfsemi sem þar fer fram við starfsemi innan LSH. Það væri þá hvort tveggja í senn, styrkur fyrir skjólstæðingana og aukinn stuðningur. Hugmyndin felst í því að fólk eigi greiðan aðgang að fræðslu og upplýs- ingum. Að það geti leitað andlegs og félagslegs stuðnings á einum og sama stað þegar því hentar og utan spítala- umhverfis. Fagfólk og sjálfboðaliðar munu starfa í miðstöðinni sem tekur á móti skjólstæðingum opnum örm- um og byggir þjónustuna á sálfélags- legum stuðningi, fræðslu og upplýs- ingamiðlun er varðar rétt hvers og eins innan kerfisins. Fólk verður leitt í gegnum ýmis ferli til að auðvelda fyrir og spara tíma og orku ein- staklinganna. Miðstöðin mun ennfremur bjóða upp á endurhæfingu/iðjuþjálfun sem byggist á því að aðstoða einstakling- inn við að aðlagast breyttum að- stæðum og/eða styrkja hann í að komast aftur út í daglegt líf. Efling á sjálfsmynd og sjálfsöryggi er í háveg- um höfð og horft verður á hvern og einn einstakling sem einstakan, með sínar vonir, væntingar og þarfir. Mið- stöðin gerir einnig ráð fyrir öðrum fagaðilum, m.a. félagsráðgjafa, sál- fræðingi, hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara. Þeir munu gera þjón- ustuna þverfaglega og styrkja og undirstrika enn frekar heildar- hugmyndina um stuðning. Þau okkar sem greinst hafa með krabbamein, eða starfað náið með þeim einstaklingum, sjá þörfina á stuðningi fyrir bæði einstaklinginn sem greinist og fjölskyldu hans. Við viljum auka þjónustuna við okkar hóp og bjóða stuðning bæði við grein- ingu, meðan á meðferð stendur, við lífslok ef svo ber við og síðast en ekki síst eftir að meðferðarferlinu lýkur. Fyrir hönd Krafts og Lífsiðnar. Stuðningur og endurhæfing Ágústa Erna Hilmarsdóttir, Erna Magnúsdóttir og Daníel Reynisson fjalla um upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir krabbameinsgreinda ’Beiðnum um endur-hæfingu hefur fjölgað jafnt og þétt, húsnæði sem hýsir endurhæf- inguna er þröngt og að- eins er hægt að taka við broti af þeim einstak- lingum sem við teljum að hafi þörf fyrir end- urhæfingu.‘ Ágústa Erna Hilmarsdóttir Ágústa Erna er hjúkrunarfræðingur, Erna er iðjuþjálfi og Daníel er formaður Krafts. Daníel Reynisson Erna Magnúsdóttir Í ÁR verður merkra tímamóta í sögu flugstarfsemi á Íslandi minnst. Hinn 30. janúar 1945 sam- þykkti Alþingi lög um „gerð flug- valla og lending- arstaða fyrir flugvélar“. Í þeim kvað einnig á um „sérstaka stjórn flugmála“ og flugmálastjóra. Í lög- um þessum var lagður formlegur grundvöllur að flugmálastjórn. Í dag verður opnuð sýn- ing í Ráðhússalnum í Reykjavík þar sem sýndar verða myndir og minjar úr flugsög- unni og sextíu ára af- mælis Flugmála- stjórnar minnst. Það má með sanni segja að frá fyrstu tíð hefur ríkt framsýni og stór- hugur hjá þeim sem vörðuðu leiðina til þess ævintýris sem þróun flugsins hefur verið á Íslandi frá fyrstu tíð. Flugmálastjóri skipaður Íslendingar hafa verið aðilar að Alþjóða flugmálastofnuninni frá upphafi en stofnsamningurinn var undirritaður á fyrsta ári íslenska lýðveldisins árið 1944. Með þeirri aðild fylgdi krafan um að tryggð væri nauðsynleg stjórnsýsla á vett- vangi íslenskrar flugmálastjórnar. Erling Ellingsen, verkfræðingur, var skipaður fyrsti flugmálastjór- inn árið 1945 og tók skipunin gildi hinn 1. júlí það ár og er upphaf Flugmálastjórnar Íslands miðað við þann dag. Embætti flugvallastjóra ríkisins var síðan stofnað 1947 og var Agnar Kofoed-Hansen skipaður í starfið. Erling Ellingsen gegndi starfi flugmálastjóra fram til ársins 1951, en þá var embættið lagt nið- ur. Árið 1954 var embætti flug- málastjóra stofnað á nýjan leik og Agnar Kofoed-Hansen þá skipaður í það. Hann gegndi starfinu allt til dauðadags 23. desem- ber 1982. Pétur Ein- arsson, lögfræðingur, var skipaður í starfið 1. mars 1983, en lét af því 30. júní 1992. Þá tók við núverandi flug- málastjóri, Þorgeir Pálsson, flugverk- fræðingur. Grunnurinn lagður Eins og þekkt er og oft rætt þá var Reykjavíkurflugvöllur byggður af Bretum í síðari heimsstyrjöld- inni og tekinn í notkun árið 1941. Bandaríkja- menn byggðu hins- vegar Keflavíkur- flugvöll árið 1942. Íslendingar byggðu sinn fyrsta flugvöll ár- ið 1946 en þá var Vestmannaeyjaflugvöllur vígður. Næstu árin á eftir voru síðan teknir í notkun flugvellir á Egilsstöðum 1953, Akureyri 1954 og á Ísafirði 1960. Allir þessir flugvellir voru með malarflugbrautir og um margt mjög ófullkomnir. Grunnurinn að þeirri þjónustu sem Flugmálastjórn veitir í dag fyrir alþjóðlegt flug yfir Norður- Atlantshafi var lagður strax á fyrstu árum stofnunarinnar. Árið 1946 tók Flugmálastjórn við flug- umferðarþjónustu á íslenska flug- upplýsingasvæðinu, sem þá var um- talsvert minna en það er í dag. 1948 var gerður heildarsamn- ingur við ICAO um rekstur al- þjóða-flugþjónustunnar. Nýr samn- ingur, Joint Financing Agreement, var gerður árið 1956 og er hann grundvöllurinn að þeirri mikilvægu þjónustu sem veitt er á Íslandi við alþjóðlegt flug yfir Norður- Atlantshafi í dag. Í dag eru fjórtán áætlunarflug- vellir og fjörutíu og sex lending- arstaðir á landinu. Þróun flugsins á Íslandi Starfsemi Flugmálastjórnar hef- ur vaxið jafnt og þétt. Í dag eru yfir þrjú hundruð starfsmenn í þjón- ustu Flugmálastjórnar og tengdri starfsemi á vegum ríkisins. Þróun flugsins á Íslandi er samofin starf- semi Flugmálastjórnar og þjónusta við flugstarfsemina hefur með öðru leitt til þess að flugið er að verða með stærstu atvinnuveitendum í landinu. Flugmenn, flugliðar og eft- irlitsmenn á vegum opinberra aðila starfa um allan heim vegna flug- rekstrar. Alþingi og ríkisstjórnir hafa haft ríkan skilning á þörfinni fyrir uppbyggingu flugvalla og ör- yggiskerfa til flugumsjónar. Það ber því að fagna því á þessum tíma- mótum að afkoma flugfélaga hefur ekki í annan tíma verið betri og eru bundnar miklar vonir við að bæði innanlandsflugið, sem nú skilar hagnaði, og millilandaflugið, sem gengur vel, verði sterk stoð til efl- ingar atvinnulífsins og tryggi okkur þá flutninga sem eru okkur nauð- synlegir jafnt innanlands sem til og frá landinu. Á þessum tímamótum vil ég í nafni samgönguráðuneytisins þakka þeim fjölmörgu sem hafa starfað fyrir Flugmálstjórn Íslands og vænti þess að flugstarfsemin megi eflast og verða áfram sterk stoð í atvinnulífi okkar Íslendinga. Sturla Böðvarsson minnist merkra tímamóta Flugmálastjórnar ’StarfsemiFlugmála- stjórnar hefur vaxið jafnt og þétt.‘ Sturla Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. Flugmálastjórn sextíu ára MIKIL ráðstefna var haldin á dögunum um stöðu og framtíð sjávarútvegsins. Ekki komst ég á þessa ráðstefnu, en tók eftir, að framsögumönnum varð tíðrætt um þá óvissu sem atvinnugreinin þarf að búa við, annars vegar vegna andstöðu mikils þorra þjóðarinnar gegn framsali kvót- ans og hins vegar vegna málflutn- ings stjórnarandstöðuflokkanna um breytingar og uppstokkun á rekstrarumhverfi sjávarútvegs- ins. Ég er einn þeirra sem hafa haft megna andúð á þeirri stefnu stjórnvalda sem færði kvótann ókeypis í hendur útvegsfyrir- tækja og -manna og heimila þeim síðan framsal á þessum „eignum“ sínum. Það eru einhver afdrifa- ríkustu mistök Íslandssögunnar og varð einkum og sérílagi til þess að ég hef sagt skilið við minn gamla flokk. Og var ekki einn um það. En þau mistök verða ekki aftur tekin, og ég er þeirrar skoðunar að baráttan fyrir endurheimt þjóðarinnar á þessari sameign sinni hafi tapast í síðustu alþing- iskosningum. Kerfið hefur fest sig í sessi, kvótinn hefur áfram gengið kaup- um og sölum og er nú sjálfsagt að langmestu leyti í höndum nýrra eigenda, sem hafa greitt fyrir hann fullu verði. Ekki get ég talað fyrir hönd Samfylkingarinnar, hvað þá allr- ar stjórnarandstöðunnar, en mín skoðun er sú, að nú sé ekki lengur skynsamlegt að berja höfðinu við steininn og snúa tímahjólinu við. Hvorki pólitískt né heldur gagn- vart hagsmunaaðilum í sjávarút- vegi. Þeir síðarnefndu verða ekki sakaðir um þá örlagaríku eigna- tilfærslu, sem framsalið fól í sér, það var verk stjórnmálamann- anna, og að þeim beindist gagn- rýnin, en útgerðarmenn og kvóta- hafar eiga líka sína sök í þeirri óvissu og óöryggi sem greininni hefur verið búin, með óbilgirni og skilningsleysi gagnvart heiðar- legri réttlætiskennd mikils hluta þjóðarinnar. Nú er hins vegar tækifæri og réttur tími til að slíðra sverðin. Tvennt þarf til að koma. Annars vegar þurfa áhrifamenn í stjórn- arandstöðu að móta nýja stefnu og breyta málflutningi sínum í samræmi við ríkjandi aðstæður og hins vegar er nauðsynlegt að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi komi til móts við ýmis viðhorf og hugmyndir, sem opna greinina, stuðla að nýliðun, styrkja sjáv- arplássin og draga úr brottkasti. Þeir þurfa að sætta sig við að greiða sanngjarnt afnota- og auð- lindagjald. Þannig sé ég fyrir mér að and- rúmsloft og skilyrði sjávarútvegs- ins færist í skaplegt horf. Þannig sé ég fyrir mér að sjávarútvegur- inn geti öðlast sátt, styrk og stöð- ugleika, sem formælendur hans óska eftir. Ef og þegar þeim verð- ur rétt sáttahöndin, þá verða þeir taka í hana. Ellert B. Schram Nú þarf útrétta sáttahönd Höfundur er áhugamaður um stjórnmál. Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður fram- halds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi ótt- ans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferð- irnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu- brögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.