Morgunblaðið - 15.03.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 25
UMRÆÐAN
Hlíðasmára 11, Kópavogi
sími 517 6460
www.belladonna.is
Réttu stærðirnar
Verið velkomin á fyrirlestur um „Sæfiefni – hluti af
okkar daglega lífi“ hjá Umhverfisstofnun í dag,
þriðjudaginn 15. mars, kl. 15-16
Aðgangur ókeypis
Fyrirlesari: Elín G. Guðmundsdóttir fagstjóri á Stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar
Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð.
Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is
Upplýsingar á heimasíðu
Umhverfisstofnunar
www.ust.is
FORVARNARNEFND Reykja-
víkurborgar vinnur um þessar
mundir að heildarstefnumótun í
forvarnarmálum en eins og fram
hefur komið hefur dregið verulega
úr vímuefnanotkun unglinga. Sá
árangur náðist með samstilltu
átaki margra aðila
sem eiga þakkir skild-
ar.
Forvarnir eru eins
og nafnið gefur til
kynna aðgerðir sem
koma eiga í veg fyrir
að eitthvað gerist. Við
búum í allt öðru sam-
félagi nú en fyrir ekki
svo mörgum árum
sem sýndi sig t.d. í
verkfallinu sl. haust.
Forvarnarnefndin
kallaði eftir upplýs-
ingum um óæskilegar
hópamyndanir í hverf-
um en staðreyndin
var sú að margir
krakkar fóru varla út
úr húsi þá tvo mánuði
sem verkfallið stóð
heldur sátu sem fast-
ast yfir Netinu og
sjónvarpi. Við höfum
heldur ekki alltaf
möguleika á að sjá
fyrir tískusveiflur
bæði í notkun vímu-
efna og einnig í óæskilegri, nei-
kvæðri og sjálfseyðandi hegðun,
t.d. á sviði kynlífs. Sífellt fleiri
verða spilafíkninni að bráð.
Óæskileg sjálfseyðandi hegðun
birtist líka í svelti, anorexíu, ofáti
eða búlimíu. Þá eru ofbeldi og af-
brot einnig dæmi um óæskilega
frávikshegðun sem forvarnir eiga
að beinast gegn.
Foreldrar, skólafólk og allir þeir
sem starfa með börnum og ung-
lingum þurfa að finna til sam-
ábyrgðar og láta sig málið varða.
90% grunnskólanna í Reykjavík
eru með forvarnaráætlanir sem
margar tengjast lífsleikninni. Ým-
is fleiri verkefni eru í gangi eins
og eineltisverkefni Olweusar.
Æskilegast er að nemendur og
foreldrar komi með beinum hætti
að stefnumótun skólanna. Slík
stefnumótun á ekki aðeins að fara
fram á unglingastigi heldur þegar
við upphaf skólagöngu í leikskóla.
Við þurfum að byggja upp sterka
einstaklinga með góða sjálfsmynd
sem eru tilbúnir að taka afstöðu
gegn óæskilegri og
sjálfseyðandi hegðun.
Forvarnarstefna á að
innihalda skýr skila-
boð. Skólar og for-
eldrar þurfa að taka
höndum saman um
skýrar reglur og tak-
markað umburð-
arlyndi, t.d. algjört
skilyrði um vímuefna-
lausan grunnskóla og
að aldrei skuli leyfð
eftirlitslaus partí. Við
eigum undir engum
kringumstæðum að
samþykkja að börn
og unglingar undir
lögaldri drekki
áfenga drykki.
Markmiðið er að
byggja upp sterka
einstaklinga með
góða og heilbrigða
sjálfsmynd. En við
verðum einnig að
beina sjónum okkar
að þeim sem eru í
áhættu. Margir leik-
skólakennarar segjast strax geta
sagt fyrir um hverjir muni leiðast
í fíknir af einhverjum toga. Sama
segir starfsfólk Félagsþjónust-
unnar. Þá þarf að vera ljóst
hvernig kerfið bregst við til að
halda utan um barnið og styðja
fjölskylduna. Sumrin eru einnig
áhættutími fyrir börn og unglinga
og ekki síður sá tími þegar grunn-
skóla lýkur og framhaldsskólinn
tekur við, en þá þykir sjálfsagt að
allir mæti í „fyrirpartí“ þar sem
áfengið flýtur. Best er auðvitað ef
unglingarnir sjálfir breyta þessu
og það gerist ef við foreldrar og
skólasamfélagið allt leggjumst á
eitt um að ala upp sterka ein-
staklinga sem þora að standa með
sjálfum sér.
Við þurfum öll sem eitt að láta
okkur málið varða því okkur á
ekki að standa á sama. Það er
kannski það mikilvægasta, að okk-
ur standi ekki á sama, að við sýn-
um samábyrgð og berum kærleika
til náungans.
Láttu þig málið varða
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
fjallar um forvarnir
’Markmiðið erað byggja upp
sterka ein-
staklinga með
góða og heil-
brigða sjálfs-
mynd.‘
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í forvarnarnefnd.
ÞAÐ ER undarlegt að sjá þá
sem áttu ríkan þátt í að hrekja
verslun úr Kvosinni þeysa fram nú
þegar borgaryfirvöld hafa mannað
sig upp í að taka ákvarðanir um
endurlífgun Lauga-
vegarins og heimta að
þær áætlanir gangi
ekki eftir. Hafa þeir
ekkert lært? Á þá
Laugavegurinn, sem
verið hefur versl-
unargata í 100 ár,
engan tilveru- og
þegnrétt? Ekki er svo
að sjá á skrifum hús-
friðarsinna. Kofa-
skrifli og hús sem
ekki henta versl-
unarstarfsemi skulu
alfriðuð og verslun
hrakin úr þessari mestu versl-
unargötu landsins. Hrakin segi ég
því margir verslunareigendur hafa
undanfarin ár greitt atkvæði með
fótunum um ástandið á Laugavegi
og flutt sig úr götunni með starf-
semi sína. Um tíma leit út fyrir al-
gjört hrun Laugavegar sem versl-
unargötu og stór verslunarfyrir-
tæki voru að undirbúa flutning
þaðan. Sem betur fór ákváðu
borgaryfirvöld þá að Laugavegur
skyldi vera verslunargata áfram
og að heimilt yrði að fjarlægja
ákveðin hús og byggja í staðinn
húsnæði sem hentaði versl-
unarstarfsemi eins og hún er nú
rekin. Þetta mátti ekki tæpara
standa því veruleg
göt voru komin í rað-
ir atvinnuhúsnæðis í
götunni. Nú ríkir
sem betur fer vax-
andi bjartsýni rekstr-
araðila á Laugaveg-
inum og verslunum
er að fjölga aftur. Þó
að slíkar ákvarðanir
séu hlutverk borg-
aryfirvalda og hefðu
að ósekju mátt koma
fyrr, þá er ástæða til
að þakka fyrir um-
rædda ákvörðun og
skipulag jafnframt því að hvetja
alla borgarfulltrúa til að standa
saman og hopa hvergi með þær
áætlanir.
Það sjá það allir sem skoða
Laugaveginn að þar er fjöldi
óhentugra húsa sem hýsa ein-
hverja atvinnustarfsemi, oftast þó
verslanir. Menn hafa verið að
reyna að bæta úr aðstöðuleysinu
með ýmsum ráðum og klastri. Þar
sem lengst hefur verið gengið
hafa menn hreinlega skorið heilu
hliðarnar úr húsunum og sett þar
verslunarglugga og innganga.
Þetta er ekkert til að halda í og
væri mikil hreinsun að niðurrifi
og brottflutningi slíkra bygginga.
Þau hús sem ákveðið hefur ver-
ið að friða eru eflaust ágætir
fulltrúar síns tíma og hafa auk
þess einhverja sögu að segja okk-
ur og komandi kynslóðum.
Menn verða að vera raunsæir
og átta sig á því að fólki er ekki
skipað eitt eða annað heldur tek-
ur það sínar ákvarðanir miðað við
hagsmuni sína og afkomu.
Þannig verður fólki ekki skipað
að aka með strætisvögnum, að
búa eða versla í gömlu og óhent-
ugu húsnæði eða eitthvað álíka.
Það tekur sínar ákvarðanir og
eins og í versluninni þá greiðir
það atkvæði með innkaupum sín-
um. Mér er minnisstætt þegar
þekktur fyrirlesari og virtur pró-
fessor í verslunarfræðum við Ed-
inborgarháskóla kom hingað í
annað skipti fyrir hálfu öðru ári
til að halda erindi hjá SVÞ. Eftir
að hafa skoðað miðborgina nefndi
hann að Laugavegurinn myndi á
næstu misserum breytast í sund-
urlausan samtíning smábúða og
götusala ef ekki yrði gripið til sér-
stakra skipulagsaðgerða til að
gera hann að heilstæðri versl-
unargötu.
Laugavegurinn þarf að fá að
þróast í takt við þjóðlífið og þarfir
fólksins, sem nú er sem betur fer
að fjölga í miðborginni og með því
að kalla á aukna verslunarþjón-
ustu. Byggjum upp fallega og
hentuga verslunargötu, Laugaveg-
inn, þar sem rekstraraðilar og
neytendur geta átt ánægjuleg
samskipti eins og fyrrum.
Laugavegurinn verði áfram
helsta verslunargata landsins
Sigurður Jónsson
fjallar um Laugaveginn ’… hafa menn hrein-lega skorið heilu hlið-
arnar úr húsunum og
sett þar verslunar-
glugga og innganga.
Þetta er ekkert til að
halda í og væri mikil
hreinsun að niðurrifi og
brottflutningi slíkra
bygginga.‘
Sigurður Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ
– Samtaka verslunar og þjónustu.