Morgunblaðið - 15.03.2005, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
að hefur löngum verið
lenska hjá Íslend-
ingum að næsta
manni megi svo sann-
arlega ekki ganga
betur en manni sjálfum. Svo langt
hefur þetta gengið að menn halda
ítrekað aftur af eigin velgengni
vegna þess að einhver annar gæti
hagnast á henni.
Í fjörðunum sem ég kalla mínar
æskustöðvar, Skagafirði og Siglu-
firði, kristallast þessi lenska í ótal
skemmtilegum deilumálum. Þar
má nefna Héðinsfjarðargöngin,
þar sem Siglfirðingar og Ólafs-
firðingar geta ekki hugsað sér að
Skagfirðingar hagnist í líkum
mæli á framkvæmdunum og opn-
að verði fyrir
samgöngur
milli allra
þriggja fjarða
í stað tveggja.
Þetta hefur
meira að segja
gengið svo
langt að aldagamalli vináttu (þó
með dulitlum ríg) Fljótamanna og
Siglfirðinga er hreinlega stefnt í
hættu. Það er þó ekki vafi á að
betri samgöngur milli Fljóta og
Siglufjarðar myndu bæta lífsskil-
yrði á báðum stöðum til muna.
Annað frábært dæmi, eitt af
mínum uppáhaldsdæmum, er
ferðaþjónustan í Skagafirði. Þar
hafa nokkrir hugrakkir aðilar tek-
ið sér á hendur hlutverk frum-
kvöðla, hvort sem er í formi fljóta-
siglinga, Vesturfaraseturs,
gistingar, veitingastaðar og sam-
félagsmiðstöðvar eða annars kon-
ar áhugaverðrar ferða- og sam-
félagsþjónustu. Ég man að í æsku
minni voru þessir menn litnir
hornauga og í reglulegum heim-
sóknum mínum síðan hefur fólk
fussað yfir fáránleika þessara
manna, sem ekki vilja rækta
sauðfé og mjólkurkýr eins og eðli-
legt fólk. Þessir menn hafa gjarn-
an fengið bágt fyrir hugmyndir
sínar og mega sjaldnast segja
nokkurn skapaðan hlut án þess að
honum sé tekið sem argasta
hroka. Þegar einn þeirra hélt upp
á afmæli sitt um daginn ætlaði
svo allt að verða vitlaust yfir því
að hann bauð ekki allri sveitinni,
heldur „einhverju mektarfólki að
sunnan“. Þetta sagði sama mann-
eskjan og hafði rakkað manninn
niður síðustu 15 árin, fyrst fyrir
að hafa gerst svo frakkur að reisa
sér litla heimavirkjun í bæj-
arlæknum.
Þetta hugarfar nefnist aft-
urhaldshyggja og sem betur fer
hörfar það þeim mun örar sem
tækni og framfarir sækja inn í
sveitir landsins. Mig langar líka
stundum að kalla það framsókn-
armennsku, en það er ljótt.
En það eru ekki bara bænd-
urnir sem láta svona við frum-
kvöðlana, heldur hef ég orðið var
við það að þessir aðilar láta svona
hver við annan líka. Fyrir nokkr-
um árum spurði ég þessa aðila
hvort þeir væru ekki til í að hjálpa
hver öðrum með því að auglýsa og
styðja hver við annars starfsemi.
Þessu fussuðu þeir við, sátu hver í
sínu horni og sögðu hver annan
þá þurfa að eiga fyrsta skrefið í
því. Þeir höfðu þá ekki áttað sig á
því að það fjármagn sem ferða-
menn skilja eftir sig í samfélagi er
mjög sveigjanlegt og fer mjög eft-
ir framboði og úrvali afþreyingar
og menningar. Því fleira áhuga-
vert sem er í boði, þeim mun
meira eyða ferðamennirnir og því
fleiri koma. Fækkið valkostunum
og það bitnar á öllum aðilum í
ferðamannaiðnaði. Heilbrigt sam-
starf í heilbrigðri samkeppni er
lykillinn að velgengninni. Hags-
munirnir eru þeir sömu.
En að allt öðru máli. Ég sá ansi
skemmtilega mynd um daginn,
Harold and Kumar go to White
Castle. Þar er tekið á ýmiss konar
fordómum og ranghugmyndum í
samfélaginu. Ein minnisstæðasta
setningin úr myndinni kemur úr
munni hins bráðgáfaða Kumar,
sem segir í hálfkæringi: „Þótt ég
sé vaxinn niður eins og elgur,
þýðir það ekki að ég þurfi að leika
í klámmyndum.“ Ég hló mig
máttlausan að þessari setningu en
áttaði mig síðan á því að hún felur
í sér nokkuð almennan sannleik,
t.d. varðandi nýtingu náttúru-
auðlinda.
Gjarnan er talað um að Íslend-
ingar eigi tvær náttúruauðlindir,
fallvötnin og fiskimiðin. Okkur
beri skylda til að nýta þessar auð-
lindir til að halda uppi góðu lífi í
þessu landi. En hugtakið náttúru-
auðlind er sveigjanlegt og það er
viðurkennt í þeim fræðum sem
snúa að náttúruauðlindum að þær
eru háðar þörfum mannsins. Til
dæmis voru úraníum og olía ekki
verðmætar náttúruauðlindir árið
1200, en eru ótrúlega verðmætar
núna. Fallvötnin voru á sínum
tíma verðmæt til orkuframleiðslu,
en önnur náttúruauðlind sækir nú
mun meira í sig veðrið og það eru
náttúrugæði. Til eru menn í dag,
sem eru til í að borga margar
milljónir fyrir að fá að fara eitt-
hvað þar sem þeir geta upplifað
einveru og nánd við náttúruna.
Víðast hvar í heiminum þarf að
ferðast í marga daga til að komast
á þessi svæði, en á Íslandi eru þau
í mesta lagi u.þ.b. 5–8 tíma akstur
frá næsta alþjóðaflugvelli.
Þótt ég hafi sjálfur nokkuð
sterkan og þrekinn líkama finnst
mér ég ekki hafa neina skyldu til
að vinna við skurðamokstur og
burð á þungum byrðum. Ég hef
valið að nota líkama minn til
blaðamennsku, tónlistar og fræði-
starfa, því slík störf eiga betur við
mig.
Það sama getum við sagt um
Ísland. Bara þótt við höfum fal-
lega og stóra fossa, þá ber okkur
ekki skylda til að fylla allar skor-
ur af sementi og drekkja fegurð
landsins í leiðinni. Fegurðin er
löngu orðin verðmætari en fall-
hæðin.
Ég heyrði um daginn að enn
væru menn með hugmyndir uppi
um að selja orku gegnum sæ-
streng til Bretlands, þannig legð-
um við okkar fram til að leysa
orkuvanda Evrópu. Ef menn
velta því fyrir sér í rólegheitunum
sjá menn að slíkur útflutningur
myndi kannski ná að uppfylla
nokkur prósent orkuþarfar með-
alstórrar breskrar borgar. Þar
getum við svo sannarlega talað
um „Framlag Íslendinga“.
Skyldan til
nýtingar
Því fleira áhugavert sem er í boði,
þeim mun meira eyða ferðamennirnir
og því fleiri koma. Fækkið valkostunum
og það bitnar á öllum aðilum í
ferðamannaiðnaði.
VIÐHORF
Eftir Svavar
Knút
Kristinsson
svavar@mbl.is
HÁSKÓLINN á
framar öllu að vera
rannsóknaháskóli. Í
því er sérstaða hans
hérlendis fólgin auk
þess sem hann er þjóð-
skóli, háskóli þjóð-
arinnar allrar. Ágúst
Einarsson, prófessor í
viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Ís-
lands, hefur lagt mikla
áherslu á að auka
rannsóknir, m.a. með
því að Háskólinn fái
meira fé beint til rannsókna og gerð-
ur verði sérstakur árangurstengdur
samningur um rannsóknir. Rann-
sóknartengt framhaldsnám ber að
efla og verja til þess meira fé og
treysti ég Ágústi mjög vel til að
vinna það verkefni.
Sóknarfærin í alþjóðlegu sam-
starfi eru einkum falin í auknum
rannsóknum í samstarfi við erlenda
vísindamenn og vísindastofnanir. Ís-
land býður einnig upp
á mikla möguleika sem
vísindalegt ráðstefnu-
land. Það eru ýmsar
vísindagreinar innan
Háskóla Íslands sem
henta mjög vel til út-
rásar í kennslu erlend-
is eins og jarðfræði,
jarðskjálftafræði, mið-
alda- og menning-
arfræði sem byggjast á
okkar sögu og bók-
menntum svo og í líf-
fræði og heilbrigðisvís-
indum.
Bókasafnið er miðpunktur
háskólastarfsins
Ágúst hefur lagt mikla áherslu á
að miðpunktur alls háskólastarfs sé
bókasafnið. Ágúst hefur bent á að
við erum frumkvöðlar í heiminum í
rafrænum áskriftum með lands-
aðgangi. Það ber að efla og stuðla
þannig að einu besta rafræna bóka-
safn í heimi. Hann beitti sér fyrir því
að fyrirtæki fjármagna núna hluta
af núverandi kaupum safnsins og
hann mun halda slíkri stefnu áfram.
Hins vegar er það alveg skýrt að slík
áhersla mun ekki bitna á kaupum á
bókum því hér er verið að ræða um
hreina viðbót. Ég er sannfærð um að
Ágúst mun tryggja öflugan fram-
gang rannsókna í Háskóla Íslands
og útvega það fjármagn sem þarf til
þess. Kjósum því Ágúst sem rektor
Háskólans á fimmtudaginn.
Kjósum Ágúst til þess að auka
rannsóknir í Háskólanum
Brynhildur Thors fjallar
um kjör rektors við
Háskóla Íslands ’Ég er sannfærð um aðÁgúst mun tryggja öfl-
ugan framgang rann-
sókna í Háskóla Ís-
lands.‘
Brynhildur Thors
Höfundur er doktorsnemi
í læknadeild.
LENGI hef ég haft mikla trú á
Fréttastofu Ríkisútvarpsins. Fréttir
sagðar þar hafa oftast virkað trú-
verðugar. Að sjálf-
sögðu eru fréttir iðu-
lega eitthvað litaðar af
stjórnmálaviðhorfi við-
komandi fréttamanns
en þó hafa mismunandi
sjónarmið yfirleitt not-
ið sannmælis. Því mið-
ur hafa þeir atburðir
gerst síðustu daga, að
ég óttast að þar verði
breyting á.
Útvarpsstjóri réði
nýjan fréttastjóra sam-
kvæmt einróma sam-
þykkt Útvarpsráðs,
sem að vísu var ekki samkvæmt ósk-
um Boga Ágústssonar, en hann hafði
talið alla umsækjendur hæfa, en
mælt með fimm samstarfsmönnum
sínum, án þess að gera upp á milli
þeirra.
Ekki veit ég hvort val Útvarps-
stjóra og Útvarpsráðs var gott. Ég
þekki þennan Auðun Georg Ólafsson
ekki neitt, veit ekkert um hans póli-
tísku skoðanir, en mér hefur skilist
að hann hafi staðið sig vel í fyrri
störfum.
Það sem ég hef áhyggjur af er hin
stjórnlausa heift sem brotist hefur
út á Fréttastofunni í garð framsókn-
armanna. Það er eins og þeir séu
einhverjir djöflar, óalandi og óferj-
andi og fráleitt að maður sem gæti
verið eitthvað tengdur þeim flokki
fengi vinnu hjá Útvarp-
inu.
Ég hef kannað það
að umræddur Auðun
Georg er ekki félagi í
Framsóknarflokknum.
Hinsvegar veit ég að
afi hans var kunningi
Ólafs Jóhannessonar
sem var formaður
Framsóknarflokksins.
Það þykja mér veik rök
hjá fréttamönnunum,
til þess að fordæma
manninn og gjörvallan
Framsóknarflokkinn.
Varamaður í Útvarpsráði, kosinn
af framsóknarmönnum, Pétur Gunn-
arsson, leyfði sér ásamt sjálfstæð-
ismönnunum í ráðinu, að velja Auð-
un Georg fremur en starfsmann
Fréttastofunnar. Svo að ættfræði sé
til skila haldið þá er annar afi Péturs
rammur sósíalisti, hinn var gróinn
sjálfstæðismaður. Það var lögum
samkvæmt skylda Péturs og ann-
arra Útvarpsráðsmanna að gera upp
á milli umsækjenda, eins og við hlið-
stæðar mannaráðningar. Þetta er
sannarlega ekki í fyrsta skipti sem
val Útvarpsráðs veldur deilum.
Ég er þeirrar skoðunar að óheppi-
legt geti verið að starfsmenn velji yf-
irmenn sína, kunningsskapur og
þægilegheit geta þá auðveldlega
ráðið úrslitum, fremur en starfs-
hæfni.
Framsóknarmenn geta að mínum
dómi verið nothæfir fréttamenn eins
og aðrir.
Eftir að starfsmenn Fréttastof-
unnar hafa með svo afgerandi hætti
opinberað hvern hug þeir bera til
Framsóknarflokksins, þori ég ekki
að treysta fréttum Ríkisútvarpsins
með sama hætti og áður, heiftin get-
ur blindað menn.
Faglegir fréttamenn
Páll Pétursson fjallar um ráðn-
ingu nýs fréttastjóra RÚV ’Eftir að starfsmennFréttastofunnar hafa
með svo afgerandi hætti
opinberað hvern hug
þeir bera til Framsókn-
arflokksins, þori ég ekki
að treysta fréttum Rík-
isútvarpsins með sama
hætti og áður.‘
Páll Pétursson
Höfundur er fv.
alþingismaður og ráðherra.
Í MORGUNÞÆTTI Rásar 1 fyrir
rúmri viku var rætt við Guðrúnu Ög-
mundsdóttur sem
stuðningsmann Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur í baráttu um
stöðu formanns í Sam-
fylkingunni. Guðrún
sagði þar meðal annars
að ef Ingibjörg yrði
kjörin yrði brotið í blað
í íslenskum stjórn-
málum þar sem kona
veldist til forystustarfa.
Ásgerður Jóna Flosa-
dóttir stjórnmálafræð-
ingur segir svo í Morg-
unblaðinu 14. mars að
með kjöri hennar „verði brotið í blað í
íslenskri stjórnmálasögu, þegar kona
er kosin í fyrsta skipti formaður
stjórnmálaflokks á Íslandi mörgum
öðrum þjóðum til eftirbreytni“.
Þetta er ekki rétt hjá Guðrúnu og
Ásgerði Jónu og raunar ómaklegt.
Fyrir utan forystukonur Kvennalist-
ans á sínum tíma hafa tvær konur
orðið forystumenn stjórnmálaflokks á
Íslandi. Hin fyrri er Jóhanna Sigurð-
ardóttir sem var kjörin
formaður Þjóðvaka fyrir
kosningarnar 1995, og
síðan Margrét Frí-
mannsdóttir sem varð
formaður Alþýðu-
bandalagsins síðar sama
árið. Enginn sem var á
vettvangi efast um að
Margrét stýrði flokkn-
um gegnum erfiða tíma
og átti stóran hlut að því
að jafnaðarmenn sam-
einuðust í Samfylking-
unni. Margrét var tals-
maður Samfylkingar-
innar í kosningunum 1999, meðan
hreyfingin var enn kosningabandalag,
og gegndi því hlutverki með sóma.
Tvær konur hafa verið varafor-
menn Samfylkingarinnar, Margrét og
síðan Ingibjörg Sólrún, og þrjár hafa
verið þingflokksformenn Samfylking-
arinnar, Rannveig Guðmundsdóttir,
Bryndís Hlöðversdóttir og nú Mar-
grét Frímannsdóttir.
Það er ekki hægt að horfa fram hjá
mikilvægu hlutverki þessara kvenna,
sem hér hafa verið nefndar, í forystu
jafnaðarmanna á Íslandi. Jóhanna
Sigurðardóttir var fyrst íslenskra
kvenna til þess að gegna formennsku
í stjórnmálaflokki og með for-
mennsku Margrétar Frímannsdóttur
í Alþýðubandalaginu og talsmanns-
hlutverki hennar í Samfylkingunni
var brotið í blað í íslenskri stjórn-
málasögu.
Hvers eiga Margrét
og Jóhanna að gjalda?
Katrín Júlíusdóttir fjallar um
forystu kvenna í stjórnmálum ’Ekki er hægt að horfafram hjá mikilvægu
hlutverki þessara
kvenna …‘
Katrín Júlíusdóttir
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.