Morgunblaðið - 15.03.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 29
UMRÆÐAN
Í DESEMBER síðastliðnum tók
norska ríkisstjórnin þá ákvörðun að
ekki verði sett laga-
ákvæði um refsingu
fyrir kaup á kynlífi í
Noregi. Svíar eru eina
þjóðin í heiminum sem
refsar aðeins kaup-
endum kynlífs og nú er
ljóst, að sænska leiðin
nær ekki fram að
ganga í Noregi. Nor-
rænu dóminóáhrifin
láta á sér standa. Því
verður áhugavert að
fylgjast með fram-
vindu mála á Íslandi.
Ákvörðun norsku
ríkisstjórnarinnar byggist á skýrslu
nefndar sem kannaði lagareglur um
kaup á kynlífsþjónustu í Svíþjóð og
Hollandi. („Sexkjøp i Sverige og
Nederland“, JD Rapport 2004 –
www.jd.dep.no. Skýrslan er einnig
til á ensku, „Purchasing Sexual
Services in Sweden and the Nether-
lands“.) Hlutverk nefndarinnar var
að kanna reynsluna af sænsku lög-
unum um kaup á kynlífsþjónustu og
benda á kosti og galla þeirra reglna
sem gilda um vændi í Svíþjóð.
Við vitum ýmislegt um nauð-
arvændi á götunum, en eiginlega
ekkert um hið dulda innanhúss-
vændi eða eins og sænsk félags-
málayfirvöld segja: „Því fínna sem
vændið er, því minna er um það vit-
að.“ Það hefur því ekki verið auðvelt
að sýna fram á áhrif laganna um
kaup á kynlífi á allan vændismark-
aðinn. Hvorki félagsmálayfirvöld í
Svíþjóð né starfshópur um vændi á
vegum sænsku lögreglunnar hefur
beint sjónum að innanhússmark-
aðinum. Því er ekki vitað hve margir
starfa á þeim markaði.
Það kemur skýrt fram í þeim upp-
lýsingum sem við höfum að óttinn
við ofbeldi á götum úti hefur aukist.
Það er raunar mjög rökrétt að lögin
um kaup á kynlífi hafi almenn varn-
aðaráhrif á venjulega, „fínni“ við-
skiptavini. Þeir vilja ekki láta
standa sig að verki. Þeir sem verða
eftir á götunum eru því „ófínni“ við-
skiptavinir. Rannsókn okkar sýnir
einnig að kröfur um óvarið kynlíf
hafa aukist, meiri hætta er á kyn-
sjúkdómum, melludólgum sem ekki
kemst upp um hefur fjölgað og eft-
irlit félagsmála- og heilbrigðisyfir-
valda er vandkvæðum bundið.
Sænska leiðin er því ekki rétta leið-
in til þess að bæta aðstæður þeirra
sem stunda götuvændi.
Hvað með mansal?
Eftir að lögin um kaup
á kynlífi voru sett fær
lögregla ekki kærur
eða vitnisburði um
nauðung og mansal frá
kaupendum kynlífs.
Haft er eftir sænska
ríkislögreglustjór-
anum, að eftir áramót-
in 1998/1999 hafi verið
erfitt að fá við-
skiptavini vænd-
iskvenna til að bera
vitni um hugsanlega
melludólga eða aðra
skipuleggjendur. Ástæða þess getur
verið hræðsla við að vera kærður
fyrir brot gegn lögunum um kaup á
kynlífi. Í þessu samhengi verka
sænsku lögin gegn því markmiði að
berjast gegn mansali.
Eitt atriði sem flækir opin
skoðanaskipti við fylgjendur
sænsku leiðarinnar er breytt mál-
notkun þeirra í umræðu um kaup á
kynlífi. Í fyrsta lagi er farið að nota
hugtakið „verslun með kynlíf“ í
staðinn fyrir „kaup á kynlífi“. Versl-
un með kynlíf þýðir venjulega versl-
un með konur og börn til að stunda
vændi eða í öðrum kynferðislegum
tilgangi, þ.e. mansal. Þegar Svíar
tala um verslun með kynlíf eiga þeir
við götuvændi.
Í öðru lagi er farið að nota hug-
takið „ofbeldi“ í annarri merkingu
en þeirri sem telst til almennrar
málvenju og hefðbundinnar lög-
fræðilegrar merkingar. Þegar full-
orðnir menn og konur stunda kynlíf
af fúsum og frjálsum vilja gegn
greiðslu eða án hennar er mjög und-
arlegt að tala um að það sé ofbeldi
af hálfu karlmanna.
Í þriðja lagi er litið á vændi sem
nauðung en líklega eru margar
ástæður fyrir því að fólk stundar
vændi. Bandarískur prófessor í lög-
um og siðfræði, Martha Nussbaum,
færir rök fyrir því að konur sem
selja kynlíf vegna fjárskorts upplifi
án efa brot á sjálfsákvörðunarrétti
sínum, en að fátækt sem slík tak-
marki mjög möguleika kvenna til að
stjórna eigin lífi. Þess vegna telur
Nussbaum að við verðum að virða
og viðurkenna val þeirra. Nið-
urstaða Nussbaum er sú að það sé
hin félagslega og menningarlega
stimplun af vændinu sem veldur al-
varlegustum skaða fyrir einstak-
lingana á vændismarkaðinum.
Í sænskri rannsókn hefur verið
sýnt fram á að 81% almennings er
jákvætt gagnvart lögunum. Sem
táknræn löggjöf hafa lögin um kaup
á kynlífi ásamt viðhorfsherferðum
líklega haft einhver áhrif. En þessi
táknræna pólitík og mikill skortur á
framtíðarsýn hefur því miður sínar
neikvæðu hliðar og fyrir það gjalda
vændiskonurnar.
Norska ríkisstjórnin ákvað í des-
ember 2004 að kaup á kynlífsþjón-
ustu skuli ekki vera refsiverð um-
fram það sem þegar leiðir af
gildandi lögum. Í Noregi er nú refsi-
vert að kaupa kynlífsþjónustu af
unglingum undir 18 ára aldri. Það er
einnig ólöglegt að stuðla að því að
aðrir stundi vændi og mansal er
refsivert. Þá er í gildi aðgerðaáætl-
un gegn mansali með konur og börn.
Nokkuð sem ekki er til í Svíþjóð.
Niðurstaða norska dómsmálaráð-
herrans, Dørum, var eftirfarandi:
Það verður að koma í veg fyrir að
konur séu til sölu, en við leysum
ekki félagsleg vandamál með refs-
ingum heldur félagslegum úrræð-
um.
Hvaða áhrif munu norska skýrsl-
an og ákvörðun norsku ríkisstjórn-
arinnar hafa á afstöðu Íslendinga til
þessa máls?
Nei, takk, ekki sænsku reglurnar
um refsingu fyrir kaup á kynlífi
Dr. Ulf Stridbeck prófessor
fjallar um reglurnar um
kaup á kynlífi ’Hlutverk nefndarinnarvar að kanna reynsluna
af sænsku lögunum um
kaup á kynlífsþjónustu
og benda á kosti og galla
þeirra reglna sem gilda
um vændi í Svíþjóð.‘
Dr. Ulf Stridbeck
Höfundur er dr. jur., prófessor við
lagadeild Oslóarháskóla og formaður
nefndarinnar sem kannaði hvort lög-
festa ætti í Noregi ákvæði um refs-
ingu fyrir kaup á kynlífi.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur