Morgunblaðið - 15.03.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 31
MINNINGAR
✝ Steinar Péturs-son fæddist í
Stavanger í Noregi 5.
janúar 1921. Foreldr-
ar hans voru Kristján
Narfi Pétursson, að-
alumboðsmaður hjá
Líftryggingafélag-
inu Andvöku, f. 10.
jan. 1891, d. 18. júní
1973, og Gurine Pét-
ursson, f. Johansen,
húsfreyja, f. 20. febr.
1896, d. 11. sept.
1945. Systkini Stein-
ars eru: 1) Ingjaldur
Narfi, f. 17. júlí 1922.
2) Jón, f. 21. jan. 1926. 3) Gully
Evelyn, f. 10. ág. 1930.
Steinar kvæntist 6. júlí 1957
Guðlaugu Pálsdóttur húsfreyju, f.
27. apr. 1932. Foreldrar hennar
voru Páll Metúsalemsson, bóndi á
Refstað í Vopnafirði, f. 24. ág.
stofustjóri, f. 2. sept. 1968, maki
hennar er Ragnar Friðrik Ólafs-
son, sálfræðingur. Dóttir Svanhild-
ar eru Guðlaug Hrefna Jónasdótt-
ir, f. 7. feb. 1993 Sonur Svanhildar
og Ragnars er Ólafur Steinar, f. 18.
ágúst 2004. 4) Svava Svanborg,
vatnalíffræðingur, f. 24. jan. 1972,
dóttir hennar er Hilda Margrét
Ragnarsdóttir, f. 16. feb. 1993.
Þegar Steinar var fimm ára
fluttist fjölskyldan til Íslands og
bjó fyrst á Ingjaldshóli á Sandi, en
fluttist síðan á Vesturgötu 67 í
Reykjavík. Nam hann bifvélavirkj-
un og járnsmíði við Iðnskólann í
Reykjavík og starfaði á yngri árum
við bílaviðgerðir, í vélsmiðjum og
við sjómennsku. Á árinu 1957 lauk
Steinar prófi frá Vélskóla Íslands
og vann sem vélstjóri á farskipum,
fiskiskipum og togurum. Síðar rak
hann reiðhjólaviðgerðaverkstæði
um 14 ára skeið. Síðustu sjö ár
starfsævinnar var Steinar hús-
vörður við Kennaraháskóla Ís-
lands.
Útför Steinars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1899, d. 11. júní 1975,
og Svava Víglunds-
dóttir, húsfreyja, f. 25.
sept. 1906, d. 10. jan.
1935. Dætur Steinars
og Guðlaugar eru: 1)
Margrét, lögfræðing-
ur, f. 26. okt. 1957, gift
Sigurði Sigurðssyni
rafvirkja og eiga þau
tvö börn, Steinar Örn,
f. 10. júlí 1976, sonur
hans er Aron Örn, f.
15. feb. 1997 og Helen
Laufeyju, f. 2. maí
1984. 2) Steingerður,
blaðamaður, f. 1. okt.
1959, gift Guðmundi Bárðarsyni
stýrimanni. Börn þeirra eru:
Andri, f. 4. okt. 1980, og Eva Hall-
dóra, f. 12. jan. 1988. 3) Helen
Sjöfn, kennari, f. 28. mars 1962,
sonur hennar er Atli Þorsteinsson,
f. 4. maí 1983. 4) Svanhildur, skrif-
Í dag verður kvaddur hinstu
kveðju frá Fossvogskirkju tengdafað-
ir minn Steinar Pétursson vélstjóri
sem lengst af bjó í Bólstaðarhlíð 66 í
Reykjavík.
Ég var rétt að verða 20 ára gamall
er ég kynntist tengdaföður mínum.
Fyrir þann fund kveið ég því nokkuð
að hitta pabba Margrétar konu minn-
ar og reyndar Guðlaugu tengda-
mömmu, en þær áhyggjur voru al-
deilis óþarfar því mér var tekið
opnum örmum. Maður skynjaði strax
að þar fór skarpgreindur maður með
sterka en hlýja framkomu. Steinari
var margt til lista lagt, hann hafði t.d.
ættfræðina alveg á hreinu og var það
næstum undantekning ef hann vissi
ekki einhver deili á mönnum er bar
upp í umræðum um fólk. Ég man eftir
því að þegar hann spurði hverra
manna ég væri, þá vissi hann allt um
móðurætt mína sem var úr Vestur-
bænum eins og hann. Steinar hafði
einstaklega gaman af börnum og voru
barnabörnin í miklu uppáhaldi hjá
honum. Hafði hann sérstakt dálæti á
að ráða krossgátur og myndagátur og
undraðist ég hversu fljótt hann réð
þær.
Steinar lærði bifvélavirkjun og
járnsmíði og lauk vélstjóraprófi frá
Vélskóla Íslands. Stundaði hann sjó-
inn í mörg ár bæði á togurum og far-
skipum. Það var lítið mál fyrir hann
að taka í sundur og setja saman aftur
vélar af öllu tagi. Fékk ég að aðstoða
hann eitt skiptið við að gera upp bílvél
og það fór ekki á milli mála að þar fór
maður sem kunni sitt fag. Hann rækti
störf sín af samviskusemi og ósér-
hlífni, var heiðarlegur maður og
hreinskiptinn. Hann fylgdist vel með
þjóðmálum og hafði ætíð sitt til mál-
anna að leggja.
Maður er ríkur af góðum minning-
um um Steinar og það voru forrétt-
indi að fá að kynnast honum. Minn-
ingar um hann munum við alltaf
geyma í hjarta okkar.
Sigurður.
Ég kynntist Steinari Péturssyni
þegar ég tvítugur að aldri fór að
draga mig eftir Steingerði, dóttur
hans. Mér var boðið í sunnudagskaffi
til að hitta fjölskylduna og eftir að
hafa heilsað Laugu í dyrunum gekk
ég inn í stofu og heilsaði Steinari.
Hann vissi að ég var í Stýrimanna-
skólanum og spurði mig strax tíðinda
af sjómennskuferli mínum. Við spjöll-
uðum lengi um togara Útgerðar-
félags Akureyrar, sem ég hafði starf-
að á, Stýrimannaskólann og
Vélskólann. Þegar ég kom inn í her-
bergi til þeirra systra spurðu þær
mig stóreygar hvort ég hefði ekkert
verið hræddur við pabba þeirra. Ég
neitaði því alveg undrandi en þær
sögðu mér þá að allmargir vinir sem
inn á heimilið kæmu væru svo hrædd-
ir við pabba þeirra að sumir þyrðu
ekki einu sinni að heilsa án fulltingis
einhverrar dætranna.
Ég fann hins vegar ekki betur á
þessum fyrsta fundi en að pabbi
þeirra væri vinalegasti maður og það
fór ætíð vel á með okkur. Í mínum
huga var hann aldrei óttalegur heldur
fastur fyrir. Hann heilsaði mér æv-
inlega eins: „Sæll, gamli. Hvað er að
frétta? Fiskast sæmilega á þessum
dalli sem þú ert á?“ Enginn skortur
var á umræðuefnum eftir þetta ávarp.
Ég hef nú verið Steinari samferða í
rúman aldarfjórðung og virðing mín
fyrir honum hefur vaxið með ári
hverju. Hann var stálminnugur og
ótrúlega fróður. Í hvert skipti sem ég
flutti mig milli skipa brást ekki að
hann gat rakið fyrir mér sögu skips-
ins, eigenda þess og stundum ein-
hverra skipsfélaga minna. Hann
mundi nöfn, ártöl og kunni sögur af
aflabrögðum langt aftur í tímann.
Tengdafaðir minn var því líkt og al-
fræðiorðabók um atvinnusögu Ís-
lands.
Ég mat hreinskiptni hans mikils og
það hversu heiðarlegur hann var. Ég
vissi að hverju hans orði mátti treysta
og þótt það væri aldrei orðað beinlínis
á milli okkar var ég aldrei í vafa um að
hann myndi reynast okkur Steingerði
traustur bakhjarl ef á þyrfti að halda.
Nú er kominn tími til að kveðja
tengdaföður minn og vin. Hann trúði
á framhaldslíf og ég veit að hvar sem
hann er nú hefur verið vel tekið á móti
honum. Í fjölskyldu okkar er hins
vegar komið skarð sem ekki er hægt
að fylla. Og nú er kominn tími til að
kveðja. Vertu sæll, gamli, og þakka
þér fyrir allt.
Guðmundur.
STEINAR
PÉTURSSON
✝ Ragna R. Sig-urðsson fæddist í
Reykjavík 6. maí
1912. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni í Reykjavík 6.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ragnar Leví
Pálsson tóbakskaup-
maður í Reykjavík,
frá Heggstöðum í
Miðfirði f. 13. jan.
1882, d. 14. nóv. 1955
og kona hans, Mar-
grét Stefánsdóttir
hattagerðarmeistari
og kaupmaður frá Stóra-Knarrar-
nesi á Vatnsleysuströnd, f. 26. júní
1891, d. 4. júní 1984, Þau skildu.
Bræður hennar voru Páll aðstoð-
arsiglingamálastjóri (1915–1998),
og Einar Sigurður (1917–1949).
Séra Friðrik Friðriksson gaf
Rögnu og dr. Jón Sigurðsson, síð-
ar borgarlækni, f. 2. júní 1906, d.
28. des.1986, saman í Vatnaskógi
16. júní 1936. Hófu þau búskap í
Danmörku sem stóð fram til árs-
ins 1946.
Einkasonur þeirra er Örn,
tæknifræðing hjá
RARIK, f. 14.1. 1944.
Kona hans er Júl-
íana Signý Gunnars-
dóttir, f. 23 8. 1947,
og eiga þau þrjú
börn, þau eru: a)
Margrét, f. 22.1.
1975, sonur hennar
er Máni Örn Arnars-
son, f. 17.7. 1999; b)
Jón Ragnar, f. 27.1.
1979, sambýliskona
er Nanda María
Maack, f. 28.9. 1979;
og Gunnar Örn, f.
24.9. 1984, sambýlis-
kona Þórða Berg Óskarsdóttir, f.
8.9. 1982.
Ragna ólst upp í vesturbænum
og gekk í Landakotsskóla. Eftir
gagnfræðaskólanám starfaði hún
í Landsbankanum. Ragna sótti
mála- og ritaranám samhliða
bankastörfum í London, Hamborg
og Kaupmannahöfn. Hún tók þátt
í sjálfboðastarfi Rauða krossins í
þrjá áratugi.
Útför Rögnu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku amma mín. Minninguna um
þig og þær góðu stundir sem við átt-
um saman, mun ég geyma í hjarta
mínu að eilífu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Guð blessi minningu Rögnu R.
Sigurðsson.
Þín
Jón Ragnar og
Nanda María.
RAGNA R.
SIGURÐSSON
Hvort sem við tök-
um eftir því eða ekki
þá komum við mis-
munandi fram við fólk
eftir því hvernig sam-
band okkar er við
það. Þannig var það
líka um Lóló og
mömmu mína.
Þið megið kalla þetta njósnir ef
ykkur sýnist en það var leikur okk-
ar bræðra að geta uppá því við
hvern foreldrar okkar voru að tala í
símann ef við vissum ekki hver
hafði hringt. Þetta kostar dálitla
þjálfun í byrjun, – þá kemur leikn-
in. Okkur skeikaði sjaldan.
Það var enginn vandi að þekkja
Lóló þegar hún hringdi. Hreimur-
inn í rödd mömmu bar vott trún-
aðar og trausts og svo voru þær
báðar dálítið gefnar fyrir dramatík.
Þannig byrjuðu venjuleg samtöl
þeirra á milli oftast á lágu nótunum
svo sem ,,hvað segirðu gott“ o.s.frv.
ÁSTHILDUR
GYÐA EGILSON
✝ Ásthildur GyðaEgilson fæddist
2. september 1911.
Hún lést 4. mars síð-
astliðinn. Útför
hennar var gerð
mánudaginn 14.
mars.
Þá hófst ákveðinn
millikafli sem venju-
lega hófst á „a
propos“ og á eftir
kom kynning eða það
sem á sænsku er kall-
að „exposition“. Sam-
talið fékk síðan ris í
síðasta kafla með til-
heyrandi almáttugur,
– Jesús og Gvuuuuð –
hvað segirðu mann-
eskja? Stundum varð
mér þó órótt og þá
gat verið gott að
fylgjast með pabba.
Hann var óvenju
næmur á þessi samtöl. Ef hann, til
dæmis, hætti að borða súpuna þá
hætti mér að lítast á blikuna.
Ásthildur Egilson móðursystir
mín var kölluð Lóló. Hún hafði
þannig skapferli að ekkert sem hún
kom nálægt var hálfkák. Hún var
meira en bara systir hennar
mömmu og vinur. Hún var líka tákn
og miðja þeirrar samheldni sem
ríkti í móðurfjölskyldunni. Það var í
Urðartúni sem öllum var stefnt
saman, fjölskyldu, vinum og vanda-
mönnum. Í miðjunni sat Lóló og
var límið sem hélt öllu saman. Hún
var allt í senn, ráðgjafi, sálusorgari
og dómari ef því var að skipta. Hún
var kennari og þýðandi, vinur og
huggari. Hún var sumsé húsmóðir
þeirra tíma en rækti sitt hlutverk
af meiri dýpt en víðast tíðkaðist.
Hún Lóló hafði ákveðnar skoð-
anir á flestum þeim hlutum sem
hún tók afstöðu til á annað borð.
Eitt af því voru minningargreinar.
Ég ætla því ekki að þreyta hana
með of löngu hjali.
Forvitni var einn af eðliskostum
hennar Lóló. Þess vegna hlakkaði
hún til að vita hvað tæki við fyrir
handan. Það hvarflar ekki að mér
eina sekúndu annað en að hún
frænka mín sé alveg tromphissa
þessa stundina. Ég votta aðstand-
endum öllum samúð okkar bræðra
og fjölskyldna okkar. Að missa Lóló
er að missa mikið.
Geir Rögnvaldsson.
Kæra Ásthildur. Ég skrifa þér
fáeinar línur og sendi þér í hug-
anum, gegn um ljósleiðara frá
hjarta mínu.
Við sitjum hér yfir kaffibollum og
skálum fyrir þér og bjóðum þig vel-
komna „heim“ – í heim ljósanna þar
sem þú ert nú umvafin ljósi og kær-
leika.
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
vera þér samferða í gegn um jarð-
lífið og þakka fyrir þær allt of fáu
samverustundir sem við áttum sam-
an.
Góða sál. Vertu Guði falin. Þess
óskar af einlægni þín mágkona.
Ása.
✝ GuðmundurÁrni Jónsson
fæddist í Reykjavík
14. júlí 1958. Hann
lést 3. mars sl. á
gjörgæsludeild
Landspítalans. For-
eldrar hans eru Jón
Gunnarsson og Nína
Soffía Hannesdóttir.
Eldri bróðir Guð-
mundar er Gunnar,
f. 1953, og yngri
systir hans Nína
Karen, f. 1961.
Guðmundur lauk
verslunarprófi og
tengdist því fagi í flestu sinn
starfsaldur og lengst af sem
verslunarstjóri í
fyrirtæki fjölskyld-
unnar, Stálhús-
gögnum á Skúla-
götu 61 í Reykjavík.
Eiginkona Guð-
mundar er Sigríður
B. Árnadóttir og
dóttir þeirra Stef-
anía Ösp, f. 9. nóv-
ember 1988. For-
eldrar Sigríðar eru
Árni Kristmunds-
son og Geirlaug Eg-
ilsdóttir.
Útför Guðmund-
ar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Við kveðjum þig, Guðmundur
minn, með söknuði. Þegar fréttir
bárust um andlát þitt fylltist maður
einhvers konar tómleika. Maður
vildi ekki trúa þessu. Enn eitt áfall-
ið. Maður spyr sig hver tilgangurinn
sé. Það er eins og þú sagðir við Sig-
rúnu við fráfall Karls Hannesar
„hvað það hlyti að vera erfitt að
horfa á eftir barninu sínu“. Þarna sá
maður hvað þú varst að hugsa þegar
þú sagðir þessi orð eins náinn og þú
varst Stefaníu. Nú horfum við á eft-
ir þér, manni á besta aldri tekinn
frá fjölskyldu sinni í blóma lífsins.
Ég sé þig svo sterkt fyrir mér í
þessum rituðu orðum að maður er
ekki tilbúinn að trúa að þú sért far-
inn.
Elsku Sigga og Stefanía, nú er
gott að eiga sterka og góða fjöl-
skyldu því ekki veitir af í framtíð-
inni.
Megi guð vera með ykkur, for-
eldrum, systkinum og öðrum að-
standendum á þessum erfiðu tím-
um.
Ólafur og Sigrún.
GUÐMUNDUR
ÁRNI JÓNSSON
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÁSTHILDUR GYÐA EGILSON,
lést föstudaginn 4. mars sl.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda hlýju og samúð.
Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Droplaugarstaða fyrir frábæra
umönnun síðustu árin.
Gunnar Már Hauksson,
Þorleifur Hauksson,
Halla Hauksdóttir,
Nanna Þórunn Hauksdóttir og fjölskyldur.