Morgunblaðið - 15.03.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.03.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 33 MINNINGAR ar þú eyddir heilu tímunum í að kenna mér íslenska stafsetningu og málfræði. Ég man eftir þegar ég og Kristín kíktum inn hjá þér og létum þig fá fyrstu sónarmyndirnar af litla englinum okkar, þú varst svo glöð. Þú hringdir reglulega til að vera viss um að allt væri í lagi hjá þeim báðum og komst svo færandi hendi með heilu pokana fulla af fallegum prjónapeys- um og fleiru á hann eftir að hann kom í heiminn. Þegar ég var síðan í Skot- landi að klára þotuþjálfunina mína fyrir tveimur vikum þá komstu í heimsókn og sast með Ingva Hrafni og þið töluðuð saman í góða stund. Ég er mjög þakklátur að þú fékkst þenn- an tíma með honum áður en þú fórst. Elsku amma, ég bið Guð að geyma þig og ég trúi því í hjarta mínu að hann hafi fundið þér góðan stað hjá sér og að þú hafir öðlast frið og ham- ingju. Hafsteinn Orri. Hún amma var með þeim yndisleg- ustu manneskjum sem ég hef kynnst. Hún var alltaf til staðar þegar á reyndi og þegar manni leið illa og þurfti hjálp hennar. Hún var glæsi- kona og bar sig vel. Hún var kennari í Hlíðaskóla og var þar meðal bestu kennara í skól- anum. Hún var alltaf svo góð við mig og vildi mér alltaf það besta. Hún hef- ur gefið mér svo margt fallegt um ævina og er það mér dýrmætt og mun ég geyma það alla ævi. Við áttum svo margar góðar stundir saman og mun ég aldrei gleyma þeim. Amma var ógleymanleg og um- hyggjusöm og góð manneskja og mun minningin um hana ávallt vera í huga mér og átti hún allt gott skilið fyrir alla þá góðu hluti sem hún gerði í lífinu. Amma var mér allt og ég sakna hennar mjög mikið og ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að hún kæmi aftur en ég held að stað- urinn sem hún er komin á sé betri en þessi heimur sem við lifum í. Amma, ég elska þig út af lífinu og þú munt ávallt vera í hjarta mínu. Þín Sara. Elsku Lára mín. Mig langar með örfáum orðum að fá að kveðja þig. Ég hitti þig fyrst fyrir þremur árum þeg- ar við Hafsteinn Orri, dóttursonur þinn, fórum að vera saman. Ég man að mín fyrsta hugsun var: „Vonandi verð ég svona flott amma,“ því það er ekki ofsögum sagt að þú varst ein- staklega falleg og tignarleg kona. Okkar samverustundir voru ekki svo margar en þó varð sambandið meira eftir að ég varð ófrísk að Ingva Hrafni, fyrsta langömmubarninu þínu, litla kraftaverkinu eins og þú kallaðir hann. Mér er það minnis- stætt þegar við Haddi komum til þín með fyrstu sónarmyndirnar hvað þú varst óskaplega glöð og spennt og svo var allt sett á fullt í prjónadeildinni og litli kúturinn á svo sannarlega eftir að njóta þess hvað langamma var dug- leg að framleiða á þessum tæpu níu mánuðum. Símtölin urðu ófá sem ég fékk frá þér á meðgöngunni, þar sem þú hringdir til að kanna hvort ég væri ekki að hugsa vel um okkur og fara varlega. Það sem stendur einna mest uppúr hjá mér núna er heimsóknin sem við mæðgin fengum þegar þú bankaðir uppá fyrir tveimur vikum síðan og sast hjá okkur í góðan klukkutíma og áttir yndislega stund með litla kútnum þínum og við áttum jafnframt langt og gott spjall yfir kaffibollanum. Þetta finnst mér ómetanlegt núna því þarna varð okk- ar kveðjustund og margt sagt sem mér þykir virkilega vænt um og geymi með mér um ókomna tíð. Mig langar að lokum, Lára mín, að þakka þér góð kynni og umhyggjuna sem þú hefur sýnt mér og litla sól- argeislanum okkar Hadda sem ég veit að þú vakir yfir núna og um ókomna tíð. Ég mun leggja mig alla fram við að hugsa vel um strákana þína. Megi Guð geyma þig og veita þér frið. Kristín Berta. Hún var Vesturbæjarmær og mér fannst hún bera af öðrum ungum stúlkum. Hún var stóra systir mín, 12 árum eldri, og ég var mjög stoltur af henni. Mér fannst mikið til þess koma að hún tók þátt í tískusýningum, því að það þótti mikill heiður í þá daga. Eftir að hún giftist Hafsteini og fluttist á Mímisveginn má segja að hún hafi verið einn af burðarásum til- veru minnar og átti hún stóran þátt í uppeldi mínu. Ég var þar öllum stundum, passaði Ragnheiði, Kidda og Lóu Láru, og leit á þau eins og litlu systkini mín. Ég og Kristín, konan mín, vorum oft hjá Láru og Hafsteini í Stangar- holti og tókum þátt í öllum fram- kvæmdunum. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Þá stóð Lára við pottana í eldhúsinu og töfr- aði fram dýrindis rétti, enda lista- kokkur. Það eina sem vitað er með vissu í þessu lífi er að einhvern tímann ber dauðinn að dyrum og enginn fær und- an vikist þegar kallið kemur. Vissu- lega kom fráfall Láru mjög á óvart. Líf hennar snerist mikið um umönn- un Kidda og studdi hún vel við öll þau vistheimili sem hann var á. Hún lagði mikla ræktarsemi við foreldra okkar og hugsaði vel um þau alla tíð. Lára tók stúdentspróf frá öldunga- deild MH og útskrifaðist frá Kenn- araháskóla Íslands. Hún kenndi nokkur ár við Hlíðaskóla og líkaði mjög vel við það starf. Á seinni árum urðu samskiptin við Láru minni en ég á samt ótal margar ljúfar og góðar minningar um hana stóru systur mína og þær mun ég allt- af eiga þó að hún sé nú horfin. Ég er þakklátur fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum saman. Grétar Hansson. Elskuleg vinkona mín, Lára Hans- dóttir, verður lögð til hinstu hvíldar í dag. Áratugalöng vinátta skilur eftir sig margar minningar sem gott er að rifja upp þegar sorgin knýr dyra. Við Óli áttum svo margar frábærar stundir með Láru og fyrri eiginmanni hennar, Hafsteini Sigurðssyni. Þau áttu yndislegan unaðsreit við Langá á Mýrum og þangað buðu þau okkur oft. Þar undu menn við veiðar á dag- inn og á kvöldin var stundum gripið í spil, eða bara spjallað. Altént var allt- af kátt á hjalla. Börnin mín eiga sömuleiðis frábærar minningar frá þessum ævintýrastað, þar lærðu þau fyrst að aka bíl, draga lax á land og setja sig í spor landkönnuða í leið- öngrum um kjarri vaxið nágrennið. Hafsteinn var mikill framkvæmda- maður, sat jafnan sjálfur undir stýri á vörubílnum og bar í vegi eða á ýtunni að laga veiðistaði. Á miðjum aldri tók hann líka upp á því að læra að fljúga og útbjó þá sjálfur flugbraut skammt frá sumarbústað fjölskyldunnar. Lára var ekki síður kona fram- kvæmdanna. Hún var vösk í allri framgöngu og fljót að láta hugmyndir verða að veruleika. Á sumrin lánuðu þau gjarnan sumarbústað sinn er- lendum veiðimönnum og rak þá Lára veiðihúsið af miklum myndarskap og var þar sannarlega vel um alla hugs- að. Fjölskyldur okkar Láru fóru líka, ásamt tveimur öðrum fjölskyldum, í heilmikla ferð um óbyggðir og öræfi landsins á áttunda áratugnum, sem var svo vel heppnuð að nánast hver stund ferðalagsins er greypt í huga okkar allra enn þann dag í dag. Lára sat um tíma í Menntaskólan- um í Reykjavík á unglingsárum sín- um en lauk ekki prófi þaðan. Hún lét þann gamla draum rætast upp úr miðjum aldri þegar hún settist aftur á skólabekk, lauk stúdentsprófi með glans og hélt áfram og öðlaðist kenn- araréttindi. Hún kenndi í nokkur ár við Hlíðaskóla og skilaði því starfi með miklum sóma. Lára hafði þá hugsjón að hlúa ætti sem best að þeim sem ekki geta sjálf- ir séð sér farborða og þess nutu bæði Kristinn Már, sonur hennar og aðrir drengir sem eignuðust heimili í Tjaldanesi í Mosfellsdal. Allt það mikla starf sem unnið var í þágu þeirra drengja, var unnið í sjálfboða- vinnu af dugmiklum einstaklingum eins og Láru. Hafsteinn lést aðeins skömmu eftir sextugsafmælið sitt og var það Láru og börnunum mikið áfall. Hún fann þó hamingjuna aftur þegar leiðir hennar og Gunnars Gunnarssonar lágu saman. Örlögin höguðu því svo að við bjuggum í sama fjölbýlishúsi hin síðari ár og var það mér ómet- anlegt að hafa þessa góðu vinkonu svona nærri. Ég kveð Láru með miklum söknuði en jafnframt þökk fyrir liðna tíma. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar allr- ar senda Gunnari, Ragnheiði Söru, Kidda, Lóu Láru og öllum sem Láru stóðu næst, innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu hennar. Guðrún G. Johnson. Það er komið að kveðjustund eftir tæplega fimmtíu ára samveru. Ég kom inn á heimili Láru og Hafsteins heitins aðeins nokkurra ára gömul þegar við Ragnheiður Sara urðum vinkonur. Stutt var á milli æskuheim- ila okkar á Mímisvegi og Fjölnisvegi. Lára varð mér strax sem önnur móð- ir og á okkar fyrstu árum óþreytandi í að skutla okkur hvert sem við þurft- um að fara, í Ísaksskóla, í ballett og aðra þá tómstundaiðju sem við hnát- urnar tókum þátt í. Ragnheiður Sara á tvö yngri systkini, Kristin Má og Ólöfu Láru. Kiddi er jafn gamall syst- ur minni Margréti, þ.e. þremur árum yngi en við og drusluðumst við því með þau með okkur eins og við höfð- um tíma til. Lóa er níu árum yngri og var því heilmikið sport að fá að passa hana. Ég fékk að vera í vist að passa hana eitt sumar, þegar Ragnheiður Sara fór í sveit norður í land. Það sumar skein sól í heiði mest allt sum- arið og Lára því oft í sólbaði. Ég hugsaði þá oft með sjálfri mér, að mig langaði að verða svona flott kona þeg- ar ég yrði stór, en Lára var einstak- lega glæsileg kona, dökk á brún og brá, og sérstaklega myndarleg hús- móðir sem heimili hennar og sum- arbústaður í Borgarfirði hafa borið glöggt vitni um. Árin liðu hratt við leik og nám. Þegar við vinkonurnar urðum gjaf- vaxta ákváðu feður okkar að við skyldum fara til Sviss í eitt ár til að læra frönsku og undirbúa okkur und- ir lífið. Ég átti þá kærasta, Björn Guðmundsson, sem síðar varð mað- urinn minn. Honum var strax tekið sem syni inn á heimili Láru og Haf- steins og varð hann trúnaðarvinur þeirra til æviloka. Það er svo margs að minnast en að leiðarlokum þá viljum við hjónin þakka Láru fyrir allt það sem hún var okkur. Ég bið góðan guð að halda verndarhendi yfir ástkærri vinkonu minni sem nú kveður móður sína og lokar dyrunum á kynslóð foreldra okkar. Megi hann gefa henni styrk til að takast á við öll þau verkefni sem bíða hennar. Lífið tekur og lífið gefur, lítill Ingvi Hrafn mun nú lýsa upp tilveru ykkar. Við Bjössi sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Lára. Lára var mér alltaf svo góð, alveg frá fyrsta degi. Dóttir hennar hún Lóa kynnti mig fyrir henni fyrir utan Kvennaskólann. Lára sat inni í bíl sínum og var að sækja Lóu sína í skólann og keyra hana heim. Hún bauð mig strax velkomna í bílinn og bauð mér heim með þeim í kaffi. Ég þáði boðið og hef tengst þeim mæðg- um síðan. En síðan eru liðin 30 ár. Fyrst kynntist ég allri umgjörðinni á lífi Láru og síðan einnig innihald- inu. Umgjörðin var elegans og þokki. Húsið var stórt á tveimur hæðum með járngirtu fallega útskornu hliði, stórum garði og fallegri heimreið. Innandyra var allt í röð og reglu. Dýrindis teppi á gólfum, tignarleg málverk á veggjum, skrifstofa fyrir húsbóndann og eldhúsið fullt af mat. En það sem situr eftir í minningunni var andrúmsloftið sem Lára skapaði á sínu eigin heimili en þar ríkti ró og friður. Svo fullkominn friður. Ég fann strax að heimilið og fjöl- skyldan togaði í mig eins og segull. Ég nánast flutti inn. Fyrir mig var þetta yndislegur griðastaður. Ég og Lóa dóttir Láru vorum óaðskiljanleg- ar. Lára tók mér eins og stjúpdóttur. Ég var alltaf velkomin, alltaf. Hún bar í okkur roast beef með remúlaði sem hún af sinni einskæru natni var búin að bardúsa við áður en við kom- um úr skólanum. Ég er nú alveg viss um að það voru nú ekki margir nem- endur í þá daga, fyrir þrjátíu árum, sem borðuðu roast beef og remúlaði í nónkaffinu. En það gerðum við. Fyrir mig var þetta ævintýri og ég naut hverrar mínútu. Lára var há, tignarleg og mjög myndarlega kona. Elegans gustaði af henni og hún hafði alltaf nóg að gera. Vildi hafa allt tipp topp og hélt flottar veislur þar sem ekkert var til sparað. Lára tók húsmóðurhlutverkið alvar- lega og hugsaði vel um börnin og Hafstein sinn. Henni var mjög um- hugað um velferð Kidda sonar síns sem er þroskaheftur. Var vakin og sofin yfir líðan hans. Kiddi var eldri en við unglingarnir, hár og myndar- legur maður eins og mamma sín og hún leyfði honum að vera einn af okk- ur þegar hann var á staðnum. Lára sagði mér að hún hefði svo miklar áhyggjur af því ef hún færi á undan Kidda sínum. En ég veit að systurnar munu hugsa vel um Kidda núna. Borgarfjörðurinn og Lára eru eitt í minningunni. Þar er sumarbústaður fjölskyldunnar við Langá. Þangað komu erlendir tignargestir til að veiða lax. Þar var ráðskona sem eld- aði og sá um heimilishaldið. En sú sem stjórnaði öllu batteríinu var Lára sjálf. Það var hún sem hugsaði um öll smáatriðin og var potturinn og pannan í öllu. Í veiðibústaðnum var sérsvefnálma sem var lokuð. Þar ríkti ró og friður. Þar voru amerísk rúm og allt í stíl, gluggatjöld, rúmteppi og púðar. Allt svo smekklegt og úthugs- að. Land Roverinn var órjúfanleg eining í veiðilandinu. Á honum hoss- uðumst við Lóa í alls konar sendiferð- ir fyrir Láru. Í Borgarfirðinum elsk- aði Lára að vera. Þangað kom Hafsteinn fljúgandi á sinni flugvél með viðskiptavinina. Hátt setta er- lenda forstjóra stórfyrirtækja til að njóta fegurðarinnar, kyrrðarinnar og allrar veiðinnar. Þarna hélt fjölskyld- an til meira og minna allt sumarið. Og þarna leið öllum vel. Á miðjum aldri byrjaði Lára í námi. Ég dáðist að henni. Hún tók stúdentspróf sama ár og Lóa og síðan lá leið hennar í Kennaraháskólann og þaðan lauk hún kennaraprófi. Þvílík- ur dugnaður og elja. Hún gerðist svo kennari í Hlíðaskóla og blómstraði í kennarastarfinu. Lára hefur nokkrum sinnum breytt um stefnu í lífinu. Hún beygði og hóf námið. Og svo tók hún aðra beygju þegar Hafsteinn lífsförunaut- ur hennar dó. Enn aðra beygjuna tók hún þegar hún kynntist honum Gunnari. Og núna hefur hún tekið stóru beygjuna sem við öll tökum í lokin, þegar við kveðjum. Elsku Lára, hvíl í friði og takk fyrir allt. Hanna Birna. Kveðja frá fyrrverandi sam- kennurum í Hlíðaskóla Strjál eru laufin í loftsölum trjánna blika, hrapa í haustkaldri ró. Virðist þó skammt síðan við mér skein græn angan af opnu brumi. (Snorri Hjartarson.) Góð kona er gengin, sómakonan Lára Hansdóttir er nú kvödd hinstu kveðju. Okkur er ljúft og skylt að minnast hennar nokkrum orðum. Lára hóf kennslustörf í Hlíðaskóla þegar hún hafði komið eigin börnum á legg og helgaði honum alla sína starfskrafta. Skólanum var mikill akkur í að fá Láru til starfa, hún var farsæll kennari og vann störf sín af alúð og samviskusemi. Hún bar hag nemenda sinna fyrir brjósti sem væru þeir hennar eigin börn. Lára hvatti nemendur sína í námi og lagði áherslu á góða hegðun og vönduð vinnubrögð. Nemendur skynjuðu væntumþykju hennar og mátu hana að verðleikum, hún átti virðingu þeirra og hlýhug. Lára hafði faglegan metnað fyrir hönd skólans og sinnti störfum sínum af áhuga og eldmóði sem smitaði út frá sér. Við sem unn- um með henni nutum góðs af ferða- lögum hennar erlendis, þaðan kom hún ætíð hlaðin námsgögnum og fræðiritum og dreifði á meðal okkar. Hún tók virkan þátt í félagslífi skól- ans og var um tíma í stjórn starfs- mannafélagsins. Þar líkt og í kennsl- unni nutu starfskraftar hennar sín vel. Við minnumst þess með hlýhug þegar okkur var boðið í sælureit fjöl- skyldunnar við Langá á Mýrum. Sú ferð var ógleymanleg, enda kunni Lára öðrum betur þá list að taka vel á móti gestum. Að leiðarlokum viljum við þakka Láru Hansdóttur fyrir góð kynni og óeigingjarnt starf í þágu skólans. Fjölskyldu hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Samkennarar í Hlíðaskóla. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HJALTI BJÖRNSSON, Tröllaborgum 23, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 12. mars. Sigurlín Helgadóttir, Birgir Hjaltason, Bjarndís Sumarliðadóttir, Helgi Hjaltason, Guðrún Stefánsdóttir, Björn Hjaltason, Kolbrún Hjaltadóttir Lowell, John Lowell, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, HELGA BJÖRG SVANSDÓTTIR musíkþerapisti, Malarási 15, lést sunnudaginn 13. mars. Útför fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 18. mars kl. 13.00. Árni Stefánsson, Heiðar Már Árnason, Una Svava Árnadóttir Svanur Ingvason, Rán Einarsdóttir, Harpa Rut Svansdóttir, Stefán Tyrfingsson, María Erla Friðsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.