Morgunblaðið - 15.03.2005, Page 36

Morgunblaðið - 15.03.2005, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, LÁRA HANSDÓTTIR kennari, Efstaleiti 12, sem lést sunnudaginn 6. mars, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en bent er á styrktarsjóð til handa Kristni Má og Tjaldanesfélögum sem nú búa í Klapparhlíð 11, Mosfellsbæ. Reikningur 1135-05-443030, kt. 450384 0469. Gunnar Þ. Gunnarsson, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson, Kristinn Már Hafsteinsson, Ólöf Lára Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Orri Ingvason, Kristín Berta Sigurðardóttir, Ingvi Örn Ingvason, Ragnheiður Sara Heimisdóttir, Ingvi Hrafn Hafsteinsson. Útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÖGNU R. SIGURÐSSON, Espigerði 2, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 15. mars, kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti líknarfélagið Bergmál, símar 587 5566/552 1567, njóta þess. Örn Jónsson, Júlíana Signý Gunnarsdóttir, Margrét, Jón Ragnar og Gunnar Örn. Máni Örn. Helluhrauni 10, 220 Hf. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar 15% afsláttur af öllum legsteinum út þessa viku Yndislegur sonur okkar og bróðir, FREDDÝ FRIÐRIK ÞÓRHALLSSON, Ránargötu 10, Grindavík, er látinn. Fanný Laustsen, Þórhallur Stefánsson, Arnfríður Eva Jónsdóttir, Atli Örn Jónsson, Þór Fannar Þórhallsson, Suzanne Bieshaar, Melkorka Dögg Þórhallsdóttir, Heiðar Þórhallsson, Ragnheiður Ásgeirsdóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu. langömmu og langalangömmu, AÐALBJARGAR VALENTÍNUSDÓTTUR frá Hömrum, Reykholtsdal, Garðvangi, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- og dvalarheimilisins Garðvangs, Garði og til Kvenfélagsins Gefnar. Ásta Hansdóttir, Þorsteinn Pétursson, Magnús Jakobsson, Valgerður Sigurðardóttir, Guðrún Jakobsdóttir, Sigurður Hallgrímsson, BorghildurJakobsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Ólafur Jónsson, Ólafur Tryggvason, barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát INGUNNAR JÓNSDÓTTUR GÍSLASON. Útförin fór fram frá Þingvallakirkju 5. mars í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þóra Kristjánsdóttir, Garðar Gíslason, Jón Kristjánsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN JENS GUÐMUNDSSON frá Munaðarnesi, Strandasýslu, lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 21. mars kl.13.00. Pálína Guðjónsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Tómas Einarsson, Guðmundur G. Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Guðjón Jónsson, Sigríður Jakobsdóttir Samúel Jónsson, Bjarney Georgsdóttir, Erla Jónsdóttir, Ágúst Skarphéðinsson, Ragnar Jónsson, Þórey Guðmundsdóttir, Anna Jónsdóttir, Kristján Kristjánsson, Jón E. Jónsson, Antonia Rodrigues, Ólöf B. Jónsdóttir, Reynir Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Í æviágripi Sigríðar er birtist á útfarardegi hennar misritaðist fæð- ingardagur Guðmund- ar bróður hennar. Hann er fæddur 27. október 1926 en ekki 26. eins og þar stóð. Beðist er velvirðingar á mistökunum.Ef til væri eitthvað millistig milli þess að vera amma og mamma, þá hefði „Amma á Akur- eyri“ skipað þann sess í mínu lífi. Amma á Akureyri hafði það mikil áhrif á uppeldi mitt, gildismat og lífs- viðhorf að ég sæki jafn mikið til þess sem hún og „Afi á Akureyri“ kenndu mér og þess sem pabbi og mamma kenndu mér. Margar af mínum bestu minningum og bestu stundum tengj- ast ömmu og það er gaman að hugsa til þess að allan þann tíma sem ég bjó hjá þeim man ég ekki eftir nema góð- um hlutum. Jafnvel þegar hún skammaði mig fyrir eitthvað sem ég mátti ekki gera, gerði hún það þann- ig að eftir sat lærdómurinn en skammirnar sjálfar gleymdust. Frá því að ég byrjaði að ganga og þar til ég stofnaði mína eigin fjölskyldu vildi ég helst hvergi annars staðar vera í mínum fríum en hjá afa og ömmu. Í mínum huga eru öll sumur á einn eða annan hátt tengd Akureyri og að sjálfsögðu þá ömmu og afa. Ég þreytist seint á að tala um öll þau fjölmörgu sumur sem ég var nyrðra hjá þeim. Þeir sem þekkja mig vita hvers virði þessi sumur voru fyrir mig. Sumur á Byggðaveginum eru sumur í rósrauðum bjarma, minn- ingarnar slíkar að stundum eru þær eins og óskadraumur hvers barns – nú eða lygilegasta ævintýrabók. Og aðalsöguhetjurnar í þeirri ævintýra- bók eru amma á Akureyri, afi á Ak- ureyri og svo ég. Ævintýrin sem urðu til með þeim hafa gengið áfram til annarra barna sem ég hef ein- hvern tímann sest niður með og róað með sögum að norðan. Öll eiga þessi ævintýri það sameiginlegt að vera bæði sönn og að enda vel. Því þannig var það alltaf fyrir norðan. Þannig var það alltaf með ömmu. Ég man eftir að hafa 5 ára gamall, um miðjan vetur, dregið snjóþotuna mína niður í fjöru á Seltjarnarnesinu og siglt af stað til að hitta afa og ömmu á Akureyri, þó sjóferðin hafi verið stutt og endað í kafi. Svo mikið langaði mig norður. Ég man eftir að hafa staðið á miðju gólfinu í Amaro, 6 ára gamall, SIGRÍÐUR KRISTBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR ✝ Sigríður Krist-björg Matthías- dóttir fæddist í Eyr- arhúsum í Tálkna- firði 10. ágúst 1924. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 8. mars. stöðvað þar afgreiðslu- konu og spurt hana stundarhátt hvort hún vissi nokkuð hvar amma væri því ég væri kominn í heimsókn. Er- indið var mjög mikil- vægt. Amma hafði sagt mér að ég mætti ekki fá mér kleinur nema biðja hana um leyfi. Svo ég lagði af stað niður Brekkuna, Gilið og inn í Amaro af því að mig langaði í kleinurnar hennar, sem voru þær bestu í heimi. Þegar afgreiðslukonan spurði mig hvað amma mín héti, svaraði ég því til að hún héti amma. Þegar hún spurði þá brosandi hvað hún héti fullu nafni svaraði ég aftur með ákveðnum hætti að fullu nafni héti hún Amma á Akureyri. Og satt best að segja var það þannig að langt fram á unglingsár þurfti ég að hugsa mig um í smástund áður en ég gat sagt ókunnugum frá því hvað hún amma héti í raun og veru. Amma kenndi mér að bera virðingu fyrir fólki og fara ekki í manngreinarálit þó einhver smáatriði flæktust fyrir. Hún þreyttist til dæmis seint á því að segja mér að hvað svo sem hver segði, þá væri hún amma mín, hún væri „Amma á Akureyri“ og ég væri ömmustrákurinn hennar. Það gæti enginn tekið frá okkur. Það er satt, því slík tengsl verða ekki rofin með orðum eða hugsunum annarra. Amma gerði heldur ekki upp á milli okkar barnabarnanna. Hún stjanaði jafn mikið við okkur öll en á sama tíma kenndi hún okkur dýr- mæta hluti, eitthvað sem við tókum með okkur út í lífið og búum að alla tíð. Hennar veganesti var ómetan- legt. Glæsileg. Tignarleg. Tíguleg. Falleg. Fjögur orð sem tengjast ömmu á sama hátt og önnur fjögur orð. Góð. Hlý. Gefandi. Brosandi. Amma var kona sem vakti athygli hvar sem hún var og hvert sem hún fór. Það geislaði af henni glæsileik- inn, virðuleikinn og hlýjan. Þetta var kona sem þú treystir skilyrð- islaust og algjörlega. Þetta var kona sem miðlaði af þekkingu sinni og visku jafnharðan og þörf var á. Þetta var kona sem gaf sífellt af sér og krafðist einskis í staðinn. Þetta var kona sem var bæði góður uppal- andi og vinur. Þetta var kona sem ég bar meiri virðingu fyrir en nokk- ur orð fá lýst. Þetta var kona sem á meira pláss í hjarta mínu en hægt er að útskýra. Þetta var kona sem gaf mér svo mikið að ég get aldrei borg- að slíkt tilbaka. Þetta var amma mín. Besta amma í heimi. Þessum línum mínum fylgir jafn- framt kveðja frá mömmu, Steinunni Eddu, Sif, Gunnhildi og Þóri, Jóni, Sigyn og Snæfríði. Steingrímur S. Ólafsson (Denni). Amma mín átti blaser-jakka með gullhnöppum. Amma mín vann í Amaró og mér sýndist hún vera aðal búðarkonan. Það var að minnsta kosti hún sem taldi peningana upp úr peningakassanum þegar búið var að loka. Ég fékk stundum að fara með henni að gera upp. Amma mín á Ak- ureyri var alltaf brún, sem benti til þess að það væri betra veður á Ak- ureyri en í Reykjvík. Amma mín var hávaxin og glæsileg og hét víst mjög löngu nafni, sem ég mundi ekki al- veg, því hún var alltaf kölluð Lilla. Amma Lilla. Þegar maður kom til ömmu á Byggðaveginn þá fékk maður heitar kleinur og ískalda mjólk. Í hádeginu oft soðið brauð með hangikjöti, hrært skyr og stundum fékk ég mér dísætt Melroses te, eins og afi. Á kvöldin var svo herramannsmatur og sveskjugrautur í eftirrétt, sem var víst uppáhaldið hans pabba. Amma bjó til svo góðan mat. Amma og afi komu stundum í heimsókn til Reykjavíkur og þá yf- irleitt þegar þau voru á leiðinni til út- landa. Það var samt miklu oftar sem ég fékk að fara til þeirra. Stundum höfðu mamma og pabbi svo mikið að gera að ég fór í pössun til ömmu og afa og langömmu og Bokka og Haddús og Jakobs og Kalla. Stund- um var Denni frændi líka. Það var oftar en ekki fullt hús af fólki á Byggðaveginum. Það var hlýtt að kúra í faðmi ömmu minnar. Amma sagði mér stundum sögur og fór með þulur. Það var alveg sérstakur syngjandi í röddinni sem var svo þægilegur. Hún fór með bænirnar með mér og söng fyrir mig Ó Jesú bróðir besti. Þennan sálm syng ég nú á hverju kvöldi fyrir son minn sjö mánaða, yngsta afkomanda ömmu minnar. Þannig lifir söngurinn hennar ömmu áfram. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. (Páll Jónsson.) Arna Kristín Einarsdóttir. Elsku Lilla mín, nú ertu liðin í burt frá okkur jarðneskum ástvinum þínum. Líklega var birtan sem leiddi þig í burt með sér einstaklega blíð og fagnandi, yndislega hlý og guðdóm- lega falleg. Ég þykist viss um það. Þú áttir nefnilega bara það besta skilið, þú yndislega, elsku fallega föðursystir mín. Skrýtið að hjarta þitt skyldi bila, hjarta þitt var nefnilega alltaf svo stórt og sterkt. Það var leitun að hjartahlýrri mannveru en þér. Röddin á þér var svo kitlandi skemmtileg, alltaf þegar ég heyrði í henni, fór ég strax að brosa. Þegar ég var hjá þér, varstu alltaf í góðu skapi, brosandi, hress, drífandi og þú kunnir ráð við öllu. Þú kunnir t.d. nýstárlegt ráð við bílveiki. Ég var fjögurra ára og grængrá og guggin, hafði næstum ælt úr mér innyflin skröltandi aftur í skóda ljóta á holóttum malarvegum frá Reykjavík til Akureyrar. Pabbi sat við stýrið, mamma fram í með nestið og háværir, sísvangir bræður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.