Morgunblaðið - 15.03.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 41
DAGBÓK
Framtíðarútlit
höfuðborgarinnar
ALLTAF þegar umræðan um
byggð blossar upp, er einhverjir full-
hugar koma fram með hugmyndir og
áætlanir um nýjar byggingar og
skipulag til hagræðingar og fegrunar
borgarinnar, sem er að stórum hluta
ömurleg á að líta með öllum þessum
lágreistu kofum, rísa upp sjálfskip-
aðir spekingar með lofsöng um feg-
urð og glæsileika kofanna, sem marg-
ir hverjir voru reistir af miklum
vanefnum. Þá dettur mér í hug vísan
„Seltjarnarnesið er lítið og lágt, búa
þar fáir og hugsa smátt,“ o.s.frv.
Umræðan um flugvöllinn í Vatns-
mýrinni er einnig með eindæmum.
Hvað er höfuðborg án flugvallar og
hafnar? Í London rýmdu þeir fyrir
flugvelli í miðri borginni fyrir um 10
árum. Í Berlín má nefna frægan flug-
völl í miðri borginni, sem er Temp-
elhof-flugvöllur. Flestar stórar borgir
hafa flugvelli sem eru innan borg-
armarkanna, enda krefst byggð flug-
valla. Ný byggð í Vatnsmýrinni er al-
gjör óþarfi og sóun og yrði einungis
til óþurftar fyrir gamla miðbæinn,
með umferðaröngþveiti og útskúfun.
Gamli miðbærinn mætti verða reisu-
legri og fullnægja þannig íbúða- og
verslunarrýmisþörf án frekari dreif-
ingu byggðar.
Að mínu áliti og margra annarra er
flugvöllurinn perla og lífæð höf-
uðborgarinnar.
G.D.L.
Finnska konu
vantar leiðsögn
ÉG heiti Néa-Christine Lemström og
er frá Finnlandi. Ég kem til landsins í
fyrsta skipti 17. apríl nk. og mun
dvelja í Reykjavík. Ég hef áhuga á að
komast í samband við einhvern, mann
eða konu, vegna heimsóknarinnar,
sem gæti veitt mér leiðsögn. Ég er á
miðjum aldri og hef áhuga á Íslandi
og langar að fræðast um landið. Ég
tala sænsku og gæti á móti veitt leið-
sögn í Helsinki seinna meir. Ég er já-
kvæð og lífsglöð og hlakka til að
heimsækja land íss og elds, „Carpe
Diem“.
Þeir sem gætu liðsinnt mér eru
beðnir að hafa samband:
Néa-Christine Lemström,
Ingå Kustvägen 1199,
10210 Ingå,
Finnland.
Netfang:
christine lemstrom@hotmail.com
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Bæjarbíó | The last wave eftir Peter Weir
kl. 20.
Fréttir
Al-Anon | Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon
er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13–16.
Blóðbankinn | Blóðbankinn verður með
blóðsöfnun við Hyrnuna á morgun kl. 10–
17.
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra-
styrksnefnd Kópavogs er opin alla þriðju-
daga kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á
sama tíma.
Fundir
Eineltissamtökin | Fundir eru alla þriðju-
daga kl. 20 í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7.
Gigtarfélag Íslands | Gigtarfélag Íslands
stofnar áhugahóp fólks með langvinna
verki á morgun, kl. 19.30 á Grand Hóteli,
Reykjavík við Sigtún.
Áhugahópur GÍ um slitgigt verður með
fræðslu- og umræðufund 17. mars kl. 19.30
í húsnæði Gigtarfélagsins, Ármúla 5, ann-
arri hæð.
Háskólinn í Reykjavík | Málfundafélag
Lögréttu stendur fyrir málfundi á morgun
kl. 11.45, í stofu 201 í HR. Til umræðu er
frumvarp til laga um reykingabann.
Barnaspítali Hringsins | Samtök um sára-
meðferð á Íslandi, SUMS, halda sinn fyrsta
aðalfund, 15. mars, kl. 15.30–19 í Hringssal.
Krabbameinsfélagið | Aðalfundur Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur verður á morgun
kl. 20, í húsakynnum félagsins, Skógarhlíð
8.
Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi | Kynn-
ingarfundur verður á Digranesvegi 12 (hús
framsóknarfélaganna) í dag, kl. 20. Kynnt
dvöl á Hótel Örk í Hveragerði í maí, ferð á
Vestfirði í júní og ferð um Eyjafjörð í sept-
ember.
Fyrirlestrar
Háskólinn á Akureyri | Í erindi sínu á Fé-
lagsvísindatorgi kl. 12, talar Elísabet Sig-
urðardóttir um meginreglur laga um sam-
skipti leigusala og leigutaka, ófrávíkjanleg
eða ekki og hvað beri að hafa í huga við
beitingu þeirra. Einnig reifar hún dóma og
úrskurði kærunefndar húsaleigumála.
ITC-Fífa | Fundur á morgun kl. 20.15, í sal
safnaðarheimilis Hjallakirkju í Álfaheiði 17,
Kópavogi. Meðal gesta verður Arnar Tóm-
asson sem mun fjalla um klæðaburð
kvenna og tískuna í sumar.
Skógræktarfélag Íslands | Í dag kl. 20 flyt-
ur Jón Geir Pétursson skógfræðingur hjá
Skógræktarfélagi Íslands erindið „Austur-
Afríka, skógar, náttúra og nýting,“ í Mörk-
inni 6. Jón sýnir myndir er hann tók á síð-
asta ári frá Úganda, Kenýa, Tansaníu og
Kongó. Ókeypis og öllum opið. www.skog.is
Námskeið
Kópavogsdeild RKÍ | Námskeið um slys á
börnum verður hjá Kópavogsdeild RKÍ í
dag og 17. mars kl. 19–22. Þátttakendur
fræðast um varnir gegn slysum á börnum,
orsakir slysa almennt og þroska barna o.fl.
Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum
o.fl. Skráning fyrir 15. mars í síma
Myndlist
Café Kulture | Mila Pelaez sýnir olíumyndir
á Cafe Cultura til 20. mars.
FUGL, Félag um gagnrýna myndlist |
Eygló Harðardóttir – Innlit – Útlit.
Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd-
geirsdóttir – Mæramerking II.
Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds-
dóttir – „Augnablikið mitt! Innsetning unn-
inn með blandaðri tækni.
Gallerí Tukt | Ljós- og stuttmyndir nem-
enda í fornámsdeild Myndlistarskólans í
Reykjavík.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir
(Gugga) sýnir málverk í forsal.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól-
stafir.
Hrafnista, Hafnarfirði | Steinlaug Sig-
urjónsdóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir í
Menningarsal, 1.h.
Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir –
form, ljós og skuggar.
Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garð-
arsdóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer –
Hörund Jarðar.
Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930–
1945 og Rúrí – Archive – endangered
waters.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða-
ljósmyndarafélag Íslands – Mynd ársins
2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Fram-
andi heimur á neðri hæð.
Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur
Jónsson og samtímamenn.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían –
Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir – Myndheimur/Visual World.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest-
ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur
Örn Friðriksson – Markmið XI. Samvinnu-
verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum
Kjarvals í austursal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari – Heitir reitir.
Norræna húsið | Maya Petersen Overgärd
– Hinsti staðurinn.
Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hug-
arheimur Ástu.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóð-
minjasafnið – Svona var það, Heimastjórn-
in 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
(1895–1964) er skáld mánaðarins en í ár
eru 110 ár liðin frá fæðingu hans.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn-
ing og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið
og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós-
myndasýningarnar Í Vesturheimi 1955 ljós-
myndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar
í Riccione – ljósmyndir úr fórum Manfroni-
bræðra. Opið kl. 11–17.
Kvikmyndir
Goethe-Zentrum | Fickende Fische. Leik-
stjóri Almut Getto. Þýsk verðlaunamynd
frá 2002, á þýsku með enskum texta kl.
20.Nærfærnisleg ástarsaga með drjúgum
húmor og sannfærandi aðalleikurum. Að-
gangur ókeypis.
5546626 eða á kopavogur@redcross.is.
Staðlaráð Íslands | Námskeið um örugga
meðferð upplýsinga, stjórnun upplýsinga-
öryggis samkvæmt ISO 17799. Markmið
námskeiðsins er að þátttakendur geti gert
grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðl-
anna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST BS 7799–2
og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun
upplýsingaöryggis og mótun örygg-
isstefnu.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Fyrirlestur um of-
kælingu fimmtud. 17. mars kl. 20, á skrif-
stofu Útivistar, Laugavegi 178. Fyrirlesari
er Anna Sigríður Vernharðsdóttir félagi í
Hjálparsveit skáta í Kópavogi og alvön til
fjalla. Verð 500 kr.
Deildarfundur jeppadeildar verður 17. mars
kl. 20 hjá Arctic Trucks, Nýbýlavegi 2,
Kópavogi. Kynning á næstu ferðum Útivist-
ar. Freyr Jónsson hjá Arctic Trucks gefur
ráð um hvernig útbúa skuli bílinn til vetr-
arferða, hvað skuli taka með af búnaði o.fl.
Ferð til Ólafsfjarðar 24.–28. mars. Farið
verður á Reykjaheiði, Burstarbrekkudal,
upp á Lágheiði og Skeggjabrekkudal.
Brottför ákveðin síðar, farið á einkabílum.
Verð 16.200/18.500 kr. Fararstjóri Reynir
Þór Sigurðsson.
Farið verður á Esjufjöll í Vatnajökli 24.–28.
mars. Brottför á eigin bílum frá skrifstofu
Útivistar kl. 18. Verð 13.500/15.800 kr. Far-
arstjóri Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir.
Laugardalurinn | Stafgöngunámskeið í
Laugardal kl. 17.30. Skráning og nánari
upplýsingar er á www.stafganga.is og gsm:
6168595 og 6943471.
80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 15. mars, eru áttræðar tvíburasysturnarMargrét og Guðbjörg Ámundadætur, Minna-Núpi, Gnúpverjahreppi.
Þær verða að heiman.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Íslandsmótið.
Norður
♠D5
♥Á10982 S/NS
♦G83
♣ÁG4
Vestur Austur
♠876 ♠G4
♥6543 ♥G7
♦642 ♦D1075
♣963 ♣KD752
Suður
♠ÁK10932
♥KD
♦ÁK9
♣108
Undanúrslit Íslandsmótsins í sveita-
keppni fóru fram um helgina í húsa-
kynnum BSÍ við Síðumúla, en fjörutíu
sveitir kepptu þar um réttinn til að
spila til úrslita á Hótel Loftleiðum um
páskana. Spilað var í fjórum riðlum og
komust þrjár efstu sveitirnar úr hverj-
um riðli áfram í úrslitakeppnina, eða
tólf sveitir í allt.
Slemmuspilin eru dýrmæt í sveita-
keppni og þau voru mörg athyglisverð
um helgina. Dæmið að ofan er frá
fyrstu umferð. Sex spaðar var algeng-
asti samningurinn, en allmörg pör
reyndu alslemmu, sjö spaða eða sjö
grönd.
Sjö spaðar er hræðilegur samningur
með laufi út vegna stíflunnar í hjarta-
litnum. Fyrst verður sagnhafi að taka
trompin og yfirdrepa svo annað hjarta-
mannspilið í þeirri von að gosinn falli
annar. Hvað hann gerir. Sjö grönd er
betra spil, því þá má hjartagosinn
koma þriðji.
Jafnvel hálfslemma í spaða er
óþægileg ef vestur hittir á laufið út.
Sagnhafi gerir sennilega best í því að
dúkka slaginn til austurs til að halda
sambandinu við blindan opnu, en á þá á
hættu að fara niður ef gosinn er fjórði í
trompi. En í þetta sinn lá allt til sókn-
arinnar.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is