Morgunblaðið - 15.03.2005, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
MIKILL sinueldur var kveiktur á opnu svæði
við Sjávargrund í Garðabæ í gærkvöldi.
Slökkviliði tókst fljótlega að ráða niðurlögum
eldsins.
Ekki vitað hver eða hverjir kveiktu eldinn
en samkvæmt upplýsingum lögreglu sást til
unglingspilta á bíl á þessum slóðum skömmu
ar kveiki í sinu þessa dagana. Var slökkviliðið
kallað út alls 13 sinnum frá miðnætti í fyrra-
kvöld og þar til í gærkvöldi vegna sinuelda.
Höfðu lögregla og slökkvilið í nógu að snúast
vegna þessa. Beinir lögregla því til fólks að
vera vakandi fyrir því að börn séu ekki með
eldspýtur eða kveikjara á sér.
áður en eldurinn kviknaði og er málið í rann-
sókn. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst
tilkynning um eldinn um klukkan átta í gær-
kvöldi og voru þrír dælubílar sendir á vett-
vang.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í
Hafnarfirði er mikið um að börn eða ungling-
Morgunblaðið/Þorkell
Slökkviliðsmenn berjast við sinueld á stóru opnu svæði skammt frá Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í gærkvöldi.
Mikill sinueldur við Sjávargrund
Þrettán útköll á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir að kveikt var í sinu
H-LISTI vinstri manna og óháðra hefur
slitið meirihlutasamstarfi við Bæjarmála-
félagið Hnjúka í bæjarstjórn Blönduósbæj-
ar en ástæðan er trúnaðarbrestur vegna
framgöngu formanns bæjarráðs, Valdimars
Guðmannssonar, fulltrúa Á-listans. For-
ystumenn H-listans hittu fulltrúa D-listans
í gærkvöldi og ræddu óformlega við þá um
meirihlutasamstarf.
Valgarður Hilmarsson, oddviti H-listans,
segir að stefnt hafi verið að því að byggja
þjónustuhús við tjaldsvæðið á Blönduósi.
„Við vorum ekki alveg búin að koma okkur
niður á, að því er við töldum, hvernig við
ætluðum að gera það en þá setti hann
[Valdimar] í gang vinnu og gekk fram hjá
bæði okkur og bæjarstjóranum en það
fannst okkur vera alger trúnaðarbrestur.“
Valgarður segir að þetta hafi verið kornið
sem fyllti mælinn og því hafi samstarfi
listanna verið slitið.
Meirihlutinn
á Blönduósi
sprunginn
FORSVARSMENN lágvöruverðs-
verslana sem haft var samband við í
gær segja að enn sé tekist á af hörku
í verðsamkeppninni en staðfestu að
verð hefði hækkað síðan í síðustu
viku. Ekki væri verið að gefa vörur
eða selja þær á eina krónu eins og
eitthvað var um í síðustu viku. Vildu
þeir lítið gefa upp um hvort framhald
yrði á slíkum tilboðum í þessari viku,
og sögðu tímann leiða það í ljós.
Mjólkurlítrinn ekki
undir 75 krónum
Samkvæmt upplýsingum frá
Mjólkursamsölunni fá stórmarkaðir
mjólkurlítrann ekki undir 75 krón-
um, miðað við hámarksafslætti og að
viðbættum 14% virðisaukaskatti, svo
ljóst er að tapið af því að gefa mikið
magn af mjólk er verulegt. Mjólk-
urbirgðir Mjólkursamsölunnar klár-
uðust í síðustu viku, og í gærmorgun
voru enn margar tegundir af skyri,
jógúrt og öðrum mjólkurvörum upp-
seldar, segir Baldur Örn Baldurs-
son, sölustjóri Mjólkursamsölunnar.
Hann segir söluna í síðustu viku hafa
verið um 10% meiri í heild en í venju-
legri viku, og suma daga hafi verið
50% meiri sala á ákveðnum vörum.
Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri
Kaskó, segir eitthvað af tilboðum
enn í gangi, en hann segir að kenn-
ingar um að verðstríð sem ganga
svona langt endist stutt hafi sannast
og minnsti aðilinn á markaðinum
hefði ekki jafndjúpa vasa og hinir.
„Verðin hafa verið eitthvað að leið-
réttast, en það eru ennþá mjög lág
verð í gangi,“ segir Sigurður Arnar
Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, sem
rekur m.a. Krónuna. „Samkeppnin
varð bara svona, og við fylgjum því.“
Sigurður vildi ekki gefa upp hversu
mikið Krónu-verslanirnar hefðu
borgað með tilboðum í síðustu viku.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, sagði ekki
gefið upp hver kostnaðurinn við
verðstríð síðustu viku var, en segir
ljóst að hann hafi verið verulegur. Á
móti komi aukinn fjöldi viðskipta-
vina, en þó sé aldrei góð afkoma af
því að gefa vörur.
Veitti ekki af hvíldinni
Bónus-verslanirnar voru lokaðar á
sunnudag, og segir Guðmundur að
starfsfólkinu hafi einfaldlega ekki
veitt af hvíldinni eftir annasama viku
þar sem allt að tvöfalt fleiri við-
skiptavinir komu á degi hverjum en í
venjulegri viku.
Ekki var lokað í verslunum keppi-
nauta sem venjulega hafa opið á
sunnudögum. „Við skipulögðum
vaktirnar þannig að við þyrftum ekki
að gefa frí,“ segir Sigurður Arnar.
„Það er búið að vera gríðarlega mik-
ið álag á fólki en það er búið að
standa sig alveg frábærlega vel.“
sagði að ekki hefði verið reiknaður út
kostnaðurinn við þær vörur sem
seldar voru undir kostnaðarverði í
síðustu viku. Þó væri ljóst að þar
væri um að ræða stórar upphæðir,
í síðustu viku. Hann segist ánægður
með að geta aftur boðið eðlilegra
verð, enda hafi margir viðskiptavinir
verið með það á hreinu að á endanum
borgaði einhver brúsann. Hann
Samkeppni lágvöruverðsverslana heldur áfram en gjafatilboðum hætt
Tvöfalt meiri sala á
mjólk suma daga
MIKIÐ álag er á
starfsfólk þegar um
verðstríð af þessu
tagi er að ræða, en
mörg ákvæði eru í
kjarasamningum um
hvíldartíma og vinnu-
vernd, segir Gunnar
Páll Pálsson, formað-
ur VR. „Það er ljóst
að í þessum versl-
unum sem voru í hvað
mesta verðstríðinu
hefur verið verslað meira, enda verðstríðið gert í því augnamiði að
draga að sér viðskiptavini. Flestar af þessum verslunum eru með eins
lítinn mannskap og þær komast upp með, og á sama tíma er mikill
veltuhraði. Það er erfitt að bregðast við svona ástandi með því að
kalla út auka mannskap, enda þjálfaður mannskapur ekki til. Svo við
fögnum því að Bónus skuli hafa lokað á sunnudaginn.“
Gunnar segir erfitt að koma upp hefðbundnu vaktafyrirkomulagi í
stórverslunum, og raunin hafi verið sú að ástandið sé að færast í átt-
ina að sex daga vinnuviku hjá starfsfólki í sumum þessara verslana,
auk þess sem opið sé á flestum hefðbundnum frídögum. Hann segir
hugmyndir uppi um að starfsfólk í verslunum fái frídaga á móti, vinni
það á þessum dögum, þó slíkt sé enn í vinnslu.
Erfitt að bregðast við
FRÉTTAMENN Ríkisútvarpsins
lýsa því yfir í ályktun sem samþykkt
var á fundi þeirra í gærkvöldi að þeir
muni ekki vinna með nýráðnum
fréttastjóra stofnunarinnar.
Þeir ítreka jafnframt vantraust á
útvarpsstjóra og mótmæla eindregið
orðum hans í Kastljósi í gærkvöldi,
„þar sem hann fjallaði af fádæma
vanvirðingu um störf fréttamanna“,
eins og segir orðrétt.
Ítreka mótmæli
Í ályktuninni sem samþykkt var
einróma á félagsfundinum segir
m.a.: „Fréttamenn ítreka mótmæli
við ófaglegri ráðningu nýs frétta-
stjóra Útvarps. Hún skaðar og gref-
ur undan trúverðugleika fréttastof-
anna. Fréttamenn lýsa því yfir að
þeir munu ekki starfa með nýráðn-
um fréttastjóra.“
Vinna ekki
með nýjum
fréttastjóra
Ráðning fréttastjóra/2 og 10
MAÐUR hlaut höfuðáverka er hann
datt af hestbaki í Vík í Mýrdal um
klukkan 18 í gær, samkvæmt upplýs-
ingum lögreglunnar í Vík. Maðurinn
var fluttur með sjúkrabíl áleiðis til
Reykjavíkur, en þyrla gæslunnar,
TF-SIF, var kölluð út og sótti mann-
inn á Hvolsvöll. Lenti hún í Reykja-
vík kl. 19.45 og var maðurinn fluttur
á Landspítala – háskólasjúkrahús.
Hlaut höfuð-
áverka við fall
af hestbaki
♦♦♦
BJÖRGUNARSVEIT í Borgarnesi var
kölluð út á áttunda tímanum í gærkvöldi til
að bjarga tveimur tíu ára drengjum sem
höfðu farið á ís út í eyju sem er skammt frá
landi út af Borgarnesi. Komust þeir ekki til
baka til lands þegar ísinn gaf sig. Björg-
unarsveitarmenn fóru í flotgalla og óðu út í
eyjuna með gúmmíbát og drógu drengina til
baka. Voru þeir bæði kaldir og hræddir en
sakaði þó ekki.
Björguðu 10
ára drengjum
♦♦♦