Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 1
Mikið stuð
á Ísafirði
Rokkhátíð alþýðunnar þótti takast
vonum framar | Menning
Fasteignir | Fullgerðum íbúðum í borginni fækkar Frárennsliskerfin eru
mikilvæg Breyttur byggingarmáti Íþróttir | Viggó mjög ánægður með
strákana Spennan eykst í körfunni Markvarsla Birkis Ívars stóð upp úr
STOFNAÐ 1913 83. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fasteignablað og Íþróttir í dag
STJÓRN kommúnista í Norður-
Kóreu sagðist í gær hafa gripið til
ráðstafana til að koma í veg fyrir
frekari útbreiðslu fuglaflensu en
hætta er talin á að sýkin geri út af við
kjúklingarækt í landinu. Skýrt var
frá því á páskadag að sýkin hefði
greinst á nokkrum hænsnabúum í
grennd við höfuðborgina Pyong-
yang. Slátrað hefði verið hundruðum
þúsunda kjúklinga.
Norður-Kóreumenn segja að ekki
séu nein dæmi um að fuglaflensan
hafi borist í menn í landinu en það
hefur hún gert í nokkrum Asíulönd-
um. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO, sagði að
stjórnin í Pyongyang hefði gert við-
eigandi ráðstafanir og ætti fulla sam-
vinnu við önnur ríki vegna málsins.
„Það veldur okkur miklum áhyggj-
um þegar veikin breiðist út til nýrra
landa,“ sagði Kumara Rai, yfirmaður
farsóttadeildar WHO, sem hefur
bækistöðvar í Nýju-Delhí á Indlandi.
Suður-Kóreumenn heyrðu orð-
róm um sýkina fyrir skömmu
Norður-Kóreumenn fullyrtu lengi
að engin tilfelli hefðu greinst í land-
inu en fyrir tveimur vikum bárust
óstaðfestar fréttir um að sjúkdóm-
urinn hefði valdið þar usla. Gripu þá
stjórnvöld í Suður-Kóreu til ráðstaf-
ana sem eiga að minnka hættu á að
veikin berist yfir landamærin.
Afbrigði fuglaflensu hefur orðið 34
Víetnömum að bana, einnig 12 Taí-
lendingum og tveim Kambódíu-
mönnum. Sérfræðingar óttast að
verði um að ræða faraldur gætu orð-
ið mörg dauðsföll þar sem um sé að
ræða nýjan sjúkdóm hjá mannfólki.
Fuglaflensa í N-Kóreu
Seúl í Suður-Kóreu. AFP.
Reuters
Stjórnvöld segja veikina ekki hafa borist í menn
LÖGREGLAN í Suður-Afríku hefur
handtekið mann í Jóhannesarborg
og er hann grunaður um að hafa
föndrað við umferðarljós til að
reyna að valda árekstrum. Hann
segist hafa unnið verkið fyrir tvö
fyrirtæki sem reka dráttarbíla.
Katlego Mogale, liðþjálfi í lögregl-
unni í Jóhannesarborg, sagði mann-
inn hafa verið handtekinn í úthverf-
inu Roodeport á laugardag. „Fólk á
svæðinu sagði að grunsamlegur
maður, ekki í einkennisbúningi, væri
að reyna að taka úr sambandi um-
ferðarljós,“ sagði hún. „Hann var
með tvo aðstoðarmenn, annar er níu
ára og hinn þrettán ára.“
Maðurinn verður kærður fyrir
morðtilraun og skemmdir á götuvit-
anum.
Ýtt undir
bílslys
Jóhannesarborg. AFP.
„ÞETTA er augljóslega miklu minni
skjálfti en varð 26. desember. Hins
vegar veldur skjálfti upp á 8,5 stig á
Richter gífurlega miklu tjóni allt að
200 km fjarlægð frá upptökunum,“
segir Ragnar Stefánsson jarðskjálfta-
fræðingur um
skjálftann í Ind-
landshafi í gær.
Skjálftinn kom
greinilega fram á
mælum Veð-
urstofu Íslands
enda er kerfi Veð-
urstofunnar mjög
næmt.
„Þarna verður
lóðrétt misgengi á
plötuskilum og upptökin eru með-
fram strönd Súmötru. Skjálftinn
verður í nánast sömu sprungunni og
skjálftinn í desember, þó lengra til
suðurs að þessu sinni.“
Ragnar segir að búast megi við
miklu tjóni á byggðu bóli í nágrenni
við skjálftann. Stærsti eftirskjálfti
sem kom fram á alþjóðlegum
skjálftamælum var um 5,5 á Richter
en kom ekki fram á mælum Veður-
stofunnar. Stóri skjálftinn mældist á
bilinu 8,2–8,7 á Richter.
Kom fram
á mælum
hérlendis
Ragnar Stefánsson
Jan Egeland, sem hefur umsjón
með neyðaraðstoð fyrir Sameinuðu
þjóðirnar, sagðist í gær vonast til að
hægt yrði að senda þyrlur í birtingu í
dag til að kanna ástandið á vestur-
strönd Súmötru. Sagði hann að um
10.000 manns byggju á litlum eyjum í
innan við 50 km fjarlægð frá upptök-
unum. Indónesískir embættismenn
sögðu að hundruð húsa hefðu hrunið í
borginni Gumung Sitoli á eynni Nias
við suðurströnd Súmötru og töldu
víst að um 300 manns hefðu farist
þar. Margir hefðu grafist undir rúst-
um húsa og þúsundir bæjarbúa hefðu
flúið á hærra svæði.
Skelfing greip um sig í mörgum
löndum við Indlandshaf þegar jarð-
skjálftinn reið yfir. Einkum var ótt-
inn mikill í héraðinu Banda Aceh á
norðanverðri Súmötru en þar varð
manntjónið mest í desember. Þegar
ljóst þótti að ekki væri lengur hætta
á flóðbylgju sendu yfirvöld út til-
kynningar um að hættan væri liðin
hjá.
Skjálftinn varð um miðnætti að
staðartíma á Súmötru og fannst
greinilega í fjarlægum borgum, m.a. í
skýjakljúfum í Kuala Lumpur í Mal-
asíu, sem er í um 500 km fjarlægð frá
upptökunum. „Ég var að fara að sofa
og allt í einu fór herbergið að hrist-
ast,“ sagði Jessie Chong, íbúi í borg-
inni. „Fyrst hélt ég að þetta væri
ímyndun en svo heyrði ég nágrann-
ana æpa og hlaupa út.“ Skjálftinn
fannst einnig í Bangkok í Taílandi og
á Maldive-eyjum suður af Indlandi.
Stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu,
Taílandi, Indlandi og á Sri Lanka
sendu í gær út viðvaranir til almenn-
ings og var fólk í strandhéruðum
hvatt til að hraða sér lengra inn í
land. Framan af ríkti ótti við að á ný
skylli mikil flóðbylgja á land en þar
sem slíkar bylgjur fara með mörg
hundruð kílómetra hraða um hafið
var ljóst eftir nokkrar stundir að slík-
ar hamfarir yrðu ekki að þessu sinni.
Minnst 300 þúsund manns dóu af
völdum flóðbylgjunnar í desember í
alls 12 löndum við Indlandshaf.
Jarðskjálftafræðingar spáðu því
fyrir hálfum mánuði að hætta væri á
hörðum skjálfta á hafsbotni við Súm-
ötru og hann yrði jafnvel álíka mikill
og sá sem reið yfir í desember.
Vitað að mörg hundruð
manns fórust á Súmötru
Reuters
Íbúar í Aceh-héraði á Súmötru á leið um götu í héraðshöfuðborginni Banda
Aceh í gær eftir að hafa yfirgefið heimili sín í kjölfar jarðskjálftans. Margir
óttuðust að aftur skylli á mikil flóðbylgja en svo fór ekki og var hættunni
aflýst nokkrum stundum eftir jarðskjálftann sem var 8,7 stig á Richter.
Jarðskjálftinn í gær olli ekki telj-
andi flóðbylgju en mikil skelfing
greip um sig víða við Indlandshaf
Banda Aceh, Colombo, SÞ, París. AFP, AP.
!
VITAÐ er að hundruð manna létu lífið og margir slösuðust í hörðum
jarðskjálfta sem varð á hafsbotni skammt frá Indónesíu í gær. Upp-
tökin voru við vesturströnd eyjarinnar Súmötru en talsvert sunnar
en í skjálftanum sem olli flóðbylgjunni mannskæðu í lok desember sl.
Bandarískir vísindamenn sögðu í gærkvöld að skjálftinn hefði verið
8,7 stig á Richter sem merkir að hann var mörgum sinnum vægari en
jarðhræringarnar í desember sem voru 9 stig.
„ÉG STÓÐ þarna vaggandi og var
ekki viss hvort þetta væri skjálfti í
mér sjálfri eða jörðinni,“ segir Birna
Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða
krossins í Banda Aceh í Indónesíu,
um upplifun sína af jarðskjálftanum.
Birna býr í því hverfi borgarinnar
sem verst varð úti í flóðbylgjunni
miklu í desember sl. Sagði hún mikla
ringulreið hafa ríkt í hverfinu og
greinilegt að íbúar borgarinnar
hefðu verið dauðhræddir við aðra
flóðbylgju./2
Mikil ring-
ulreið ríkti