Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 17 MENNING F l o k k u r Innlausnartímabil Innlausnarverð* á kr. 1.000.000,- 1995 1.fl. D 10 ár Gjalddagi 10. apríl 2005 2.198.850kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.* Reykjavík, 29. mars 2005 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Lánasýslu ríkisins að Borgartúni 21, 2. hæð, hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 og í bönkum og sparisjóðum um land allt. BÓKASAMSTEYPAN Random House í Þýskalandi tryggði sér á dögunum útgáfuréttinn á glæpa- sögu Ævars Arnar Jósepssonar, Svörtum englum. Bókin er enn- fremur tilnefnd til Norrænu glæpasagnaverð- launanna í ár. Svartir englar komu út hjá Al- menna bóka- félaginu árið 2003 og er þetta önnur sagan um rannsóknarlög- reglumanninn Árna og félaga hans. Fyrri bókin, Skítadjobb, kom út árið 2002. Í Svörtum englum hverfur kona sporlaust og óvenju umfangsmikilli lögreglurannsókn er strax hrundið af stað. Um er að ræða einstæða, tveggja barna móður og jafnframt einn færasta kerfisfræðing lands- ins. Á ýmsu hefur gengið í einkalífi hennar en talsverð leynd virðist hvíla yfir starfi hennar síðustu mánuðina áður en hún hvarf. Fljót- lega kemur í ljós að laganna verðir eru ekki einir um að leita að henni og fyrr en varir teygir rannsóknin anga sína bak við tjöldin í stjórn- sýslunni, inn í leðurklædd skúma- skot viðskiptalífsins og napran veruleika hinna verst settu í sam- félaginu. Tvær bækur Stellu seldar Réttindastofa Eddu útgáfu hef- ur gengið frá samningum við þýska forlagið btb, forlag í eigu bókasamsteypunnar Random House, um sölu á útgáfurétti tveggja bóka Stellu Blómkvist, Morðið í Hæstarétti og Morðið í Alþingishúsinu. Áður hafði btb fest kaup á réttinum á fyrstu tveimur bókum Stellu, Morðið í Stjórn- arráðinu og Morðið í Sjónvarpinu. Þar með hafa allar bækur Stellu Blómkvist verið seldar til Þýska- lands. Þýðandi þeirra á þýsku er Elena Teuffer. Fyrir skömmu var ennfremur gengið frá samningum um sölu á Morðinu í Stjórnar- ráðinu og Morðinu í Sjónvarpinu til forlagsins Moba í Tékklandi. Lífseig ráðgáta er hver búi að baki höfundarnafninu Stellu Blóm- kvist. Þrátt fyrir ótaldar eftir- grennslanir og vangaveltur hefur útgefendum Stellu, Máli og menn- ingu, tekist að halda réttu nafni hennar leyndu og greinilega hefur Stella sjálf gætt þess vandlega að ekki sjáist til hennar við skrift- irnar. Fyrsta bók Stellu, Morðið í Stjórnarráðinu, kom út árið 1997. Í kjölfarið fylgdu Morðið í Sjónvarp- inu (2000), Morðið í Hæstarétti (2001) og Morðið í Alþingishúsinu (2002). Bækur Ævars og Stellu til Þýskalands Ævar Örn Jósepsson Ég hef fjallað um það áður áþessum vettvangi hve góðstemmning skapast gjarn- an á þeim sumartónlistarhátíðum sem haldnar eru víðs vegar um landið, þegar sömu gestir sækja allt að ferna tónleika heila helgi í sumarblíðu og við kjöraðstæður. Kringum slíkar hátíðir verður gjarnan til samfélag tónlistarhá- hugafólks sem á sinn þátt í því að gera hátíðirnar vel heppnaðar og eftirminnileg- ar. Það skal játað, að tæp- ast hefur það hvarflað að mér, að slík músíksamfélags- stemmning gæti skapast við tón- listarhátíðir á höfuðborgarsvæð- inu. Nýafstaðin Blúshátíð í Reykjavík tók þó af öll tvímæli um að slíkt gæti ekki gerst í höfuð- borginni. Aðsókn á hátíðina var gríðarlega góð og stemmningin einstök.    Þetta er annað árið sem Blúshá-tíð í Reykjavík er haldin, og nú, eins og í fyrra, með fernum tónleikum, þar sem fremstu blús- tónlistarmenn landsins komu fram ásamt erlendum gestum. Há- tíð af þessu tagi hlýtur að standa og falla með því að faglega sé að málum staðið og vel vandað til dagskrárinnar. Dagskráin þarf að bjóða upp á viðburði sem fólk vill sækja; – vel þekktar stærðir, en líka eitthvað óvænt og for- vitnilegt. Á öllum tónleikum há- tíðarinnar var þessi góða blanda í heiðri höfð, – þar var eitthvað fyr- ir alla, og það átti sinn þátt í því hve gríðargóð stemmning skap- aðist. Á þriðjudagskvöldinu voru tón- leikar á Hótel Borg, og þar léku blúsbræðurnir Mike og Danny Pollock fyrir hlé, en Kentár eftir hlé. Stóra aðdráttaraflið þetta kvöldið var tvímælalaust gít- arkempan Björgvin Gíslason, sem sýndi mörgum kynslóðum aðdá- enda, að hann er ennþá topp- maður í blúsnum. Miðvikudagskvöld á Borginni léku blúsarar af yngri kynslóðinni fyrir hlé, – Mood, Hot Damn! og þeir bráðefnilegu Jón Ingiberg og Danni, en eftir hlé var komið að KK og Þorleifi Guðjónssyni með gamla bandið sitt Grinders, sem hafði ekki spilað hér á landi sam- an í sextán ár, og ekki leikið sam- an í rúman áratug. Það var stór- kostleg upplifun að sjá þá Derrick „Big“ Walker og Professor Washboard á sviði að nýju með KK og Þorleifi. Það hefði mátt ætla að eitthvað hefði gleymst eða ryðgað allan þann tíma sem hljóð- færaleikararnir fjórir hafa ekki einu sinni hist, hvað þá meira, – en það var engu líkara en fjór- menningarnir hefðu verið að linnulaust allan þennan tíma. Ef- laust hafa þó fjarlægðin og tíminn sem liðinn er átt sinn þátt í þeirri miklu spilagleði og innilega fögn- uði sem streymdi frá Grinders þetta kvöld á Borginni. Þriðju tónleikarnir voru haldnir í sal Nordica-hótelsins, sem tekur talsvert fleiri í sæti en Borgin. Salur Nordica kom á óvart – hátt til lofts og vítt til veggja, – dekk- uð borð, og sviðið hátt, þannig að allir sáu vel og heyrðu vel. Vanda- málið var eingöngu það sama og á tónleikunum kvöldin áður á Borg- inni; – salurinn var hreinlega of lítill, – slíkt var fjölmennið. Blús- menn Andreu áttu leik fyrir hlé, og verður að segjast eins og er, – að Andrea er án nokkurs vafa besta blússöngkona sem þessi þjóð hefur eignast. Eftir hlé söng Deitra Farr, blúsdrottning frá Chicago, með Vinum Dóra, og þótt stór hluti þeirra prógramms væri frumsamið efni hennar sjálfrar var ekki að heyra að fólk kynni síður að meta það en gömlu góðu standardana. Hátíðinni lauk í afar innilegri og einlægri stemmningu í Frí- kirkjunni í Reykjavík að kvöldi föstudagsins langa, þar sem blús- drottningarnar tvær sungu negra- sálma með Kammerkór Hafn- arfjarðar og tríói. Þar, eins og fyrri kvöldin, var aðsóknin engu lík, – og strax komin örtröð fólks Blúshátíð í Reykjavík – fagleg og á fleygiferð inn í framtíðina ’Borgin ætti að sjá hagsinn í því að Blúshátíð eflist; – því þótt ung sé hefur hún rammfest sig í sessi, og ljóst að hún getur ekkert nema stækkað og dafnað miðað við gríðarlegan áhugann.‘AF LISTUMBergþóra Jónsdóttirbegga@mbl.is fyrir utan kirkju, að bíða eftir miðum, þremur stundarfjórð- ungum fyrir tónleika.    Blúshátíð í Reykjavík 2005heppnaðist frábærlega vel. Þar sást sama fólk kvöld eftir kvöld; einstök stemmning skap- aðist, og undirtónninn var sér- staklega jákvæður og bjartur. Það var athyglisvert hve aldurshópur tónleikagesta var breiður, – allt frá börnum upp í settlega eldri borgara. Það var líka eftirtekt- arvert að ferðamenn virðast hafa verið vel upplýstir um hátíðina. Hollenskir ferðamenn sem hér voru staddir í fyrra og sóttu Blúshátíð fyrir tilviljun komu hingað aftur í ár, gagngert til að missa ekki af þessari annarri Blúshátíð í Reykjavík.    Svo virðist sem allt hafi þettatekist svo vel sem raunin varð, með samstilltu átaki þeirra sem skipulögðu hátíðina, og þeirra fjölmörgu sem unna þess- ari tónlist og vilja sækja blústón- leika. Styrktaraðilar voru sóttir í atvinnulífið, og kemur á óvart að hvorki ríki né borg skuli hafa séð ástæðu til að vera í þeim flokki. Borgin ætti að sjá hag sinn í því að Blúshátíð eflist; – því þótt ung sé hefur hún rammfest sig í sessi, og ljóst að hún getur ekki neitt nema stækkað og dafnað miðað við gríðarlegan áhugann. Áhugi landsbyggðarfólks og erlendra ferðamanna á Blúshátíð er borg- inni í hag, – og menningar- viðburður af þessu tagi á árstíma sem stendur utan mesta ferða- mannatíma getur ekki verið nema til góðs. Það sem höfuðmáli skipti þó var hve músíkstandard hátíðarinnar var góður. Tengsl hátíðarinnar við Ameríku og blúsborgina Chicago voru treyst í sessi með komu Deitru Farr, og að sögn að- standenda hátíðarinnar hefur Farr samþykkt að vera í ráðgjaf- arnefnd hátíðarinnar sem leggur listrænum stjórnanda, Halldóri Bragasyni, lið. Tengsl við Norð- urlöndin og Evrópu voru efld með komu Grinders, og hljóta vonir aðstandenda hátíðarinnar að standa til þess að hún öðlist sess sem ein af athyglisverðustu al- þjóðlegu blúshátíðunum í okkar horni heimsins. Til þess hefur Blúshátíð í Reykjavík sannarlega alla burði. Ljósmynd/Júlíus Valsson Dóri og Deitra Farr í heitum ham. Andrea Gylfadóttir er blúsdrottning Íslands. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.