Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Nýjungar hjá Bændaferðum Á þessu ári hefur Ferðaþjónusta bænda skipulagt 24 bændaferðir til útlanda, en seint á sl. ári sameinuðust Ferðaþjón- usta bænda og Bændaferðir. Fyrsta ferðin verður farin 21. apríl og endað á aðventuferð í nóvemberlok. Fyrirtækin hafa bæði staðið að skipulagningu og sölu hópferða innanlands sem utan og var ákveðið við sameininguna að áfram yrði unnið á svipuðum grunni með því að búa til fróðlegar og skemmtilegar ferðir á viðráðanlegu verði fyrir flesta. Nokkrar ferðir verða þó farnar í ár sem ólíkar eru fyrri ferðum. Í fyrsta lagi hef- ur verið skipulögð tólf daga ferð til Þýskalands, Suður-Frakklands og Spán- ar undir fararstjórn Hólmfríðar Bjarna- dóttur 1.–13. maí. Fyrst verður gist í Alsace-héraðinu í Frakklandi. Þaðan verður ekið til Arles þar sem gist verð- ur í tvær nætur. Síðan verður ekið til Spánar og endað í bænum Lioret de Mar þar sem áð verður í sex nætur. Far- ið verður til baka til Frankfurt og gist á skemmtilegum stöðum í þrjár nætur. Dagana 17.–24. maí verður farið í æv- intýraferð til Færeyja undir fararstjórn Færeyingsins Davíðs Samúelssonar. Ek- ið verður frá Reykjavík norður í Mý- vatnssveit þar sem gist verður á Stöng. Daginn eftir verður haldið til Seyð- isfjarðar og farið með Norrænu til Fær- eyja. Þátttakendur verða teknir upp í rútuna á fyrirfram ákveðnum stöðum, en bílstjóri verður Jón Árni Sigfússon, sem einnig er liðtækur harmonikkuleik- ari. Gist verður í Þórshöfn fyrstu fjórar næturnar og síðan taka við skoð- unarferðir um nærliggjandi eyjar. Bændur og annað heimafólk verður sótt heim. Tónlistar- og menningarferð er svo á dagskránni 5.–12. júlí undir fararstjórn Hólmfríðar Bjarnadóttur og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Hlustað verður á tónlist hjá frægum tónlistarmönnum og m.a. farið í hringleikahúsið í Verona og hlust- að á óperuflutning auk þess sem gert er ráð fyrir fleiri tónleikum í Toscana- héraði. Heilsudagar á Hótel Geysi Hótel Geysir í Haukadal gengst fyrir sérstökum heilsudögum 10.–15. apríl nk. og er stefnt að slíkum dögum mán- aðarlega yfir vetrartímann, að sögn Heiðars Ragnarssonar matreiðslu- manns sem hafa mun umsjón með dag- skránni. Hann hefur lært lithimnulestur hjá Faridu Sharan og bak- og svæða- nudd hjá Heilsusetri Þórgunnu auk þess sem hann hefur stúderað fræði Edgars Cayce árum saman. Heilsudagar byrja með lithimnulestri til að greina ástand sálar og líkama. Boðið verður m.a. upp á nudd, heilsufæði, fræðslu um ýmislegt tengt heilsu og mannlegum samskiptum, kvöldvökur, gönguferðir, heita potta og gistingu í tveggja manna herbergjum. Dvölin kostar 36 þúsund krónur fyrir þrjá daga og 52 þúsund krónur fyrir fimm daga og munu nokkur stétt- arfélög taka þátt í kostnaði félags- manna sinna.  FERÐALÖG TENGLAR ................................................... www.hotelgeysir.is Þeir eru ófáir karlarnir semkoma með skyrturnar sínar íþvott til hennar Hrefnu Smith sem á og rekur Þvottahús A. Smith í Bergstaðastrætinu. Sumir þessara karla hafa sótt skyrturnar sínar nýþvegnar og straujaðar í þetta þvottahús svo áratugum skipt- ir. Hrefna er að vonum ánægð með hversu margir halda tryggð við þvottahúsið og segir litrófið fjöl- breytt. „Viðskiptavinir okkar eru þverskurður af öllu þjóðfélaginu. Hingað koma göturónar ekki síður en ráðherrar með skyrturnar sínar.“ Kann enginn að strauja skyrtur? Öll þessi karlmannsnöfn á skyrtu- pökkum í afgreiðslu þvottahússins leiða hugann að því hvort verið geti að konur séu alfarið hættar að veita þá þjónustu sem einhverju sinni þótti sjálfsögð, að strauja skyrtur eiginmannanna. Eða eru karlmenn upp til hópa ófærir um að þvo og strauja sjálfir sínar flíkur, fyrst þeir flykkjast með skyrtur í þvottahús? „Ætli þetta sé ekki fyrst og fremst vegna þess að fólk hefur lítinn tíma til að þvo og strauja í erli nútímans. Konur koma ekkert síður með sínar eigin skyrtur hingað til mín.“ Og í þeim töluðu orðum kemur gamal- reyndur karlkyns viðskiptavinur með þvottinn sinn í poka og á honum skellur spurningin um það hvers vegna hann straui ekki sjálfur sínar skyrtur. „Af því það er heilmikil kúnst að strauja skyrtu vel og ég geri það alls ekki nógu vel sjálfur. En ég er ágætur í því að strauja bux- urnar mínar.“ Og stuttu seinna kem- ur kona að sækja skyrtur og svör hennar á sama veg. „Við hjónin kunnum hvorugt að strauja skyrtur, þess vegna fer ég með allar okkar skyrtur hingað.“ Við erum ódýr heimilishjálp En ekki eru aðeins þvegnar skyrt- ur í þvottahúsi A. Smith, þar er bæði hægt að leigja og kaupa dúka í öllum mögulegum stærðum. Þar er líka þveginn þvottur fyrir veislusali, gistiheimili, hótel og fleiri fyrirtæki. Hrefna býður gestum hótela einnig upp á sérstaka hraðþjónustu. „Þá sækjum við þvottinn klukkan ellefu á morgnana og skilum honum klukkan fimm síðdegis sama dag.“ En í þvottahúsið kemur einnig fólk með sinn heimilisþvott og eins eru margir sem koma þangað reglu- lega með sængurföt heimilisins. „Enda er það ódýrasta heimilishjálp sem völ er á að koma með sæng- urfötin hingað í þvott og straujun, sérstaklega fyrir stórar fjölskyldur. Hingað kemur jafnvel þriðja kynslóð úr sömu fjölskyldu með sængurfötin sín og það þykir mér vænt um.“ Tvö tonn á dag Þvottahús A. Smith hefur verið í eigu sömu fjölskyldu þau 60 ár sem liðin eru síðan það var stofnað. Hrefna tilheyrir þessari fjölskyldu og hún er nánast alin upp í þvotta- húsinu, en hún keypti það ásamt manni sínum fyrir 16 árum en hann féll frá fyrir fjórum árum og sér hún því ein um reksturinn en nýtur dyggrar aðstoðar sonar síns. Hrefna leggur áherslu á að mikill munur sé á fatahreinsun og þvottahúsi. „Hér er allt þvegið úr vatni og sápu, rétt eins og heima hjá fólki en í fatahreinsun eru flíkurnar þurrhreinsaðar og þar er notast við kemískt efni sem heitir perklór, sem er allt annars eðlis.“ Afköstin eru ótrúlega mikil í Berg- staðastrætinu og þvottageta þvotta- hússins er rúmlega tvö tonn á dag.  ÞVOTTAHÚS | Sama fjölskyldan hefur rekið A. Smith í sextíu ár Þriðja kynslóð- in að koma með þvottinn sinn „Við hjónin kunnum hvorugt að strauja skyrtur, þess vegna fer ég með allar okkar skyrtur hingað,“ segir kona um leið og hún sækir þvottinn sinn til Hrefnu Smith. khk@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart „Þennan karl er mjög gott að faðma því hann er alltaf mjúkur og hlýr,“ segir Hrefna um karlinn þar sem skyrt- urnar eru fylltar heitu lofti áður en þær eru svo straujaðar eftir kúnstarinnar reglum. Þvottavélar þvottahússins eru í stærri kantinum. Hér setur Hrefna mikið magn af stórum dúkum í eina þeirra. Nóg að gera við að pakka inn líninu hreina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.