Morgunblaðið - 29.03.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 29.03.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 31 DAGBÓK YOGA •YOGA • YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Nýtt í yogastöðinni Heilsubót - KRAFT YOGA Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur NÝTT! Asthanga Yoga Fíknin og fjölskyldan Hjónin Jane Nakken Ed.D. og Craig Nakken M.S.W. verða með tveggja daga námskeið á Grand Hóteli í Reykjavík dagana 1. og 2. apríl nk. kl. 9-16 báða dagana. Craig Nakken er höfundur bókarinnar The Addictive Personality - Understanding the Addictive Process and Compulsive Behavior sem nýlega kom út á íslensku undir nafninu Fíknir. Námskeiðið fjallar um hvernig fíkn hefur áhrif á samband við maka og börn. Farið er yfir þroskaferlið og fíkniferlið. Einnig eru skoðaðar nýjar leiðir til að hjálpa konum og hvernig and- legar langanir kvenna verða helstu þættir í bata þeirra. Námskeiðið kostar 24.000 krónur og bókin Fíknir er innifalin í verðinu. Skráning á námskeiðið og upplýsingar eru í síma 553 8800 og stefanjo@xnet.is. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Tilræði við hagsmuni sumarhúsaeigenda við Þingvallavatn EF tillaga sú sem nú liggur fyrir Alþingi, um að stíflan við útfallið úr Þingvallavatni verði brotin niður, verður samþykkt, eykst mý mjög við vatnið. Við Þingvallavatn hafa verið byggð mjög mörg sumarhús eftir að stíflan kom og mýið hvarf. Ef mýið hefði verið áfram við vatn- ið hefðu ekki verið byggð svona mörg sumarhús þar. Komi mýið á ný er það vegna aðgerða hins op- inbera og myndi það rýra verðgildi sumarhúsa við vatnið svo næmi alls þúsund milljónum króna. Það segir sig sjálft að þá myndi hið opinbera verða að greiða eigendum þeirra skaðabætur sem því næmi, og einn- ig yrði þjóðarbúið að taka á sig þann skell að Steingrímsstöð yrði lögð niður. En hún leggur sig á ná- lægt fjögur þúsund milljónum króna. Af öllu þessu sést að hann yrði þjóðarbúinu dýr hver viðbótar urriði sem út úr þessu brölti feng- ist. Sumarhúsaeigandi við Þingvallavatn. Dollarinn hríðfellur en bíóverð stendur í stað ÉG tek ofan fyrir bílaumboðunum sem hafa ákveðið að lækka verð á nýjum bílum vegna hagstæðs gengis sem hefur verið und- anfarið. Dollarinn hefur fallið mik- ið og evran líka og því ekkert til fyrirstöðu að gengisbreytingin skili sér í betra verði til bílaeig- enda. Hins vegar er það mér óljóst af hverju bíóhús landsins hafa ekki ákveðið að taka bílaumboðin til fyrirmyndar. Þegar miðaverð í bíó hækkaði úr 650 kr. í 800 kr. fyrir nokkrum árum (sem er töluverð hækkun í einu stökki) var gefin sú skýring að dollarinn væri svo hár og þess vegna svo dýrt að kaupa inn allar bandarísku myndirnar. Nú finnst mér hins vegar kominn tími á að miðaverð lækki aftur, allavega niður í 650 kr., þar sem dollarinn er orðinn lægri en hann var fyrir síðustu hækkun, þ.e. þegar kostaði í bíó 650 kr. Þá var dollarinn í kringum 70 kr. en er nú undir 60 kr. Kvikmyndaáhugamenn, sem og aðrir sem finnst gaman að njóta kvikmynda, myndu stökkva hæð sína af gleði ef bíóhúsin myndu lækka verðið, sem er töluvert hátt og er að mínu mati á mörkum þess að vera okur. R.F.M. Morgunblaðið/Golli Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 29. mars, erfimmtug Sjöfn Sigbjörnsdóttir sjúkraliði, Fífurima 18, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Ólafur Steinþórson, eru á Kýpur á afmæl- isdaginn. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 0–0 6. e3 Rbd7 7. Hc1 c6 8. cxd5 exd5 9. Bd3 He8 10. 0–0 Rf8 11. Re5 R6d7 12. Bf4 Rxe5 13. Bxe5 Bd6 14. Bg3 He6 15. Re2 Hh6 16. Dc2 Bxg3 17. Rxg3 Dh4 18. h3 g6 19. Hfd1 Re6 20. Kf1 Bd7 21. Re2 He8 22. a3 Hh5 23. Rg1 Df6 24. Rf3 Staðan kom upp í einstaklingskeppni Norðurlandamótsins í skólaskák sem lauk fyrir skömmu í Noregi. Jakob Vang Glung (2.322) hafði svart gegn Ágústi Braga Björnssyni (1.790). 24. … Hxh3! 25. gxh3? 25. Re5 hefði veitt meiri mót- spyrnu. 25. … Dxf3 26. Kg1 Rg5 27. De2 Dxh3 og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Jakob þess er danskur og lenti í þriðja sæti á eftir finnskum skák- manni sem vann og Guðmundi Kjart- anssyni. Ágúst Bragi lenti í 5.–8. sæti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Gigtarfélag Íslands (G.Í.) stendur fyrirsex kvölda sjálfshjálparnámskeiðifyrir fólk með gigt sem hefst í dag,þriðjudaginn 29. mars. Námskeiðið er ætlað fólki með hvers konar gigtarsjúkdóma og aðstandendum þess. Þriggja kvölda nám- skeið fyrir fólk með vefjagigt hefst miðviku- daginn 30. mars. G.Í. var stofnað 9. október 1976 og í félaginu eru 5.200 félagar. Tilgangur félagsins er að berjast gegn gigtarsjúkdómum með því m.a. að stuðla að almennri umræðu um gigtarsjúkdóma og áhrif þeirra á ein- staklinga og samfélag og efla forvarnir. Heimasíða G.Í. er www.gigt.is, en þar er að finna svör við ýmsum spurningum auk fróð- leiks um félagið og starfsemina. Svala Björg- vinsdóttir, verkefnisstjóri hjá G.Í., segir að boðið hafi verið upp á sjálfshjálparnámskeið hjá Gigtarfélaginu í meira en 10 ár og þau hafi ætíð verið vel sótt. „Við bjóðum upp á tvenns konar námskeið. Annars vegar grunnnámskeið þar sem gengið er út frá sérstökum gigtar- sjúkdómum og hins vegar sjálfshjálpar- námskeiðin sem ætluð eru fólki sem er með alls kyns gigtarsjúkdóma.“ Út á hvað ganga sjálfshjálparnámskeiðin? „Á námskeiðinu verður farið í þætti sem tengjast daglegu lífi með gigtarsjúkdóma og hvað hægt er að gera til að bæta líðan sína. Námskeiðið byggist í raun á því að hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft, setja sér markmið og vinna úr þeim. Oft á tíðum hættir fólki til þess að setja sér of háleit markmið. Betra er að byrja rólega og setja sér raunhæf skamm- tímamarkmið miðað við aðstæður og getu hverju sinni. Kenndar eru ýmsar leiðir í verkjastjórnun t.d. slökun. Einnig er farið í það hvernig skoða má neikvæðar hugsanir og breyta þeim í jákvæðar því hugurinn hefur mikið að segja í þessum efnum. Fjallað er um uppbyggingu þjálfunar, samskipti við lækna, depurð, gigtarlyf og fleira.“ Sækir fólk fræðslu til Gigtarfélagsins? „Starfsemi félagsins miðast að miklu leyti við fræðslu, ráðgjöf auk endurhæfingar. Gigt- arlínan er einn þáttur í starfsemi félagsins þar sem fagfólk veitir ráðgjöf og upplýsingar í gegnum síma. Boðið er upp á hópþjálfun bæði í sal og í vatni. Haldnir eru fræðslufundir og starfræktir margir áhugahópar um mismun- andi sjúkdóma, t.d. áhugahópur ungs fólks með gigt og hópur foreldra barna með gigt. Það skiptir miklu máli að félag sem þetta sé til staðar og veiti stuðning og fræðslu. Starfsemi félagsins er í miklum vexti og sífellt er unnið að því að ná til fólks. Fimmti hver Íslendingur þjáist af gigt og því mikilvægt að fólk viti af hinni fjölbreyttu þjónustu Gigtarfélagsins.“ Námskeið | Gigtarfélag Íslands stendur fyrir sjálfshjálparnámskeiði  Svala Björgvins- dóttir er fædd árið 1952 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Fjöl- brautaskóla Suður- nesja 1978. Svala er fé- lagsráðgjafi að mennt og starfaði hjá hjá Gigtarfélagi Svíþjóðar og á gigtardeild Karól- ínska sjúkrahússins í Stokkhólmi frá árinu 1993 til ársins 1999 þegar hún hóf störf hjá Gigtarfélagi Íslands. Maki Svölu er Baldur Kristjánsson og eiga þau þrjú börn. Vitneskja um Gigtarfélagið mikilvæg Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Postulínsmálning kl. 13, vinnustofa og jóga kl. 9, línu- dans kl. 11, baðþjónusta fyrir hádegi alla daga. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, vefnaður, boccia, fótaaðgerð. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 3. apríl. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 11 samverustund, kl. 11.15–12.15 mat- ur, 14–16 félagsvist, 14.30–15.30 kaffi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlu- saumur án leiðsagnar, og gler- skurður, kl. 10.30 létt ganga um ná- grennið, frá hádegi spilasalur opinn, vist, brids, skák. Fimmtudaginn 31. mars kl. 13.15 kynslóðir saman í Breiðholti, félagsvist í samstarfi við Seljaskóla, allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns- málun, glerskurður, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 há- degismatur, kl. 12.15 Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–16 kortagerð o.fl. í um- sjón Sigrúnar, boccia kl. 9.30–10.30, helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagstarfið er öllum opið. Betri stofa og Lista- smiðja 9–16: Handverk og út- skurður. Bónus kl. 12.40. Bókabíll kl. 14.15. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Mýr- arljós í Þjóðleikhúsinu 1. apríl – Stóra sviðið. Örfáir miðar eftir. Uppl. í síma 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Aðalfundur Korpúlfa, samtaka eldri borgara í Grafarvogi verður haldinn í Mið- garði á morgun, miðvikudag, kl. 10. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarfulltrúi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulíns- málun, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 13–14.30 leshringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, leikfimi kl. 10, félagsvist kl. 14. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, Bónus kl. 12, Bóka- bíllinn kl. 16.45. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Biblíuskólinn við Holtaveg | Bibl- íuskólinn við Holtaveg býður til fræðslukvölds fyrir almenning um Jóhannesarguðspjall, fimmtudag- inn 31. mars kl. 20 í húsi KFUM og K við Holtaveg. Ragnar Snær Karls- son mun fjalla um guðspjallið en markmiðið er að auðvelda fólki lestur þess. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Digraneskirkja | 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17–18.15, á neðri hæð. Bænastund kl. 17.30. Alfa námskeið kl. 19. www.digraneskirkja.is. Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir fullorðna er í Fella– og Hólakirkju á þriðjudögum kl. 13–16. Spilað, upp- lestur, kaffi, helgistund í lokin. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 13.30–16. Helgi- stund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar fyr- ir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30– 18.30. Æskulýðsfélag Grafarvogs- kirkju kl. 19.30, fyrir 8. bekk. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf með öldr- uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Bæna– og kyrrð- arstundir eru hvern þriðjudag í Hjallakirkju kl. 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.