Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 33 Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is SKITSÓFRENÍA, eða geðklofi eins og geðsjúkdómurinn nefnist á íslensku, einkennist m.a. af sam- hengislausum hugsanagangi, einnig er það gjarnan kallað skitsófren- ískt þegar eitthvað virðist hafa a.m.k. tvær ósamrýmanlegar hlið- ar, t.d. persónuleiki sem einn dag- inn er ljúfur en hinn algjör gribba. Þessi titill býður upp á ýmsar túlk- anir á sýningu eða sýningum þeirra Magnúsar Sigurðarsonar og Egils Sæbjörnssonar sem nú standa í Nýlistasafninu. Þeir Magnús og Egill sýna ólík verk hvor í sínu lagi en hafa að því er best verður séð sameinast um myndbandsverk sem mætir áhorf- andanum þegar inn kemur. Þar eru íslenskir listamenn og aðrir sem tengjast myndlistinni boðnir velkomnir – á sýninguna eða bara svona yfirleitt, kannski velkomnir í íslenskt myndlistarsamfélag. Þetta er skondið verk og lengd nafna- rununnar kemur skemmtilega á óvart, svo margir eru hér virkir í myndlistinni á einn eða annan hátt, í okkar litla samfélagi. Það er ein- mitt smæð samfélagsins og áhrifin sem slíkt hefur sem er umfjöll- unarefni þessa verks. Er þetta ekki ótrúlega margt listafólk í svona litlu samfélagi? Er það ef til vill vegna þess hvað allir eru góðir og gaman saman, sem fjöldinn er slíkur? Er það skortur á almenni- legri gagnrýni sem er orsakavald- ur? Er viljinn kannski of oft tekinn fyrir verkið og hvaða kröfur á eig- inlega að gera? Þær sömu og t.d. í Berlín eða Amsterdam? Eða á að skoða hlutina í íslensku samhengi? Ég hallast frekar að hinu síð- arnefnda en myndband þeirra fé- laga er fínt innlegg í umræðuna um þetta málefni. Magnús heldur síðan áfram á ekki ósvipuðum nótum í stórum skúlptúr gerðum úr tómum köss- um eða hvítum stöplum, kirfilega merktum „Frábært“. Kaldhæðin skoðun listamannsins fer varla milli mála hér – allt of mörg lista- verk fá stimpilinn frábær án þess að eiga það skilið. Magnús setur síðan sýningu sína í samhengi við flæði tímans, gegndarlausa fram- leiðslu fjölmiðlanna og vangaveltur um dægurflugur með því að koma fyrir stórum stafla af dagblöðum, upp við bakhlið á lausum vegg/ verki Egils Sæbjörnssonar og mætast verk þeirra þannig á efnis- legan hátt en einnig má tengja þau innihaldslega séð, sem hluta af og í tengslum við dægurmenningu. Fjórði hluti sýningar Magnúsar er teikning á vegg, sem virðist vera eins og gamaldags tölvuteikning, beinar línur mynda í nálægð ótal kassa en í fjarlægð skapast óráðið landslag. Hér kemur hinn skitsófreníski þáttur sýningarinnar ef til vill til sögunnar, listamað- urinn virðist ef til vill hafa leitast við að skapa áhugavert myndverk með kassaformum, eða hér er á ferðinni kaldhæðið komment á ís- lenska myndlistarhefð. Hvað sem listamaðurinn ætlar sér með þessu verki nær hann að flækja málin fyrir áhorfandanum á jákvæðan hátt. Bæði íslenskir og erlendir lista- menn hafa fjallað um yfirborðs- mennsku listheimsins í verkum sínum og gert strúktúr listheims- ins, umbúnað verka, kaup og sölu og allt sem að því snýr að inntaki verka sinna. Einn af brautryðj- endum þessa var belgíski listamað- urinn Marcel Broodthaers sem gerði m.a. strúktúr listasafna að umfjöllunarefni. Fleiri hafa fjallað um togstreituna milli innihalds og ytra byrðis, þar má nefna t.d. ann- an Belga, Didier Vermeiren. Ís- lenskir listamenn eins og Þorvald- ur Þorsteinsson og Ólafur Gíslason hafa einnig fjallað um efnið, Ólafur eftirminnilega í sýningu sinni „Vernissage“ á Kjarvalsstöðum fyrir allnokkrum árum. Það er kannski ekki auðvelt að finna nýja fleti á þessu viðfangsefni, staða og smæð íslensks listsamfélags hefur þó kannski ekki verið tekin sér- staklega fyrir, þó að manna á með- al hafi oft verið fjölyrt um hið hvimleiða klapp á bakið og skort á málefnalegri umræðu. Nú ætla ég hins vegar að leyfa mér að vera svo bjartsýn að ætla að þetta sé að breytast og vona þarafleiðandi að mikið meiri umfjöllun um þetta efni meðal listamanna verði óþörf. Ég fæ ekki betur séð en að nokkur vakning hafi orðið meðal myndlist- armanna og áhugamanna um myndlist og kemur það fram m.a. í fjölda nýrra sýningarstaða, mál- þinga um myndlistartengd efni og ekki síst fjölda listamanna. Egill Sæbjörnsson er einmitt einn af þeim sem hefur svo sann- arlega komið fram með miklum krafti, með hvert verkið á fætur öðru liggur mér við að segja. Um daginn var hann með Herra Píanó og Frú Haug, núna er hann aftur mættur með nokkuð stórt verk. Hér sameinast nokkrir þættir sem einkenna gjarnan verk Egils, en það eru samspil efnisheims og myndheims, einnig samruni tónlist- ar og myndlistar. Það má segja að lýsingin á geðklofa hér að ofan sem samhengislausum hugsana- gangi eigi nokkuð vel við þetta verk Egils, ég á erfiðara með að heimfæra það upp á verk Magn- úsar, en hugsanlega má segja það um samspil verka þeirra. Hér hanga efnislegir hlutir eins og skyrta og plastpoki á lausum vegg og myndbandi er varpað á vegginn. Hlutirnir eiga ekki heima í myndbandinu heldur skapa eins konar bakgrunn, eða forgrunn. Myndræn útgáfa þeirra bregður inn á milli á leik. Myndbandið er út og suður, hitt og þetta, tón- leikar í Reykjavík, bílferð úti á landi, samtöl sem þó er dálítið erf- itt að greina, tónlist. Yfir kakófón- íunni hangir síðan sérstakur húm- or Egils og leikandi létt, tilbúið kæruleysi. Þetta er grípandi verk hjá Agli, hann hefur náð miklu ör- yggi í framsetningu og uppbygg- ingu verka sinna. Samspil efnis og myndar er skemmtilegt, í því felst leikhússtemning sem minnir á leik- hús á borð við Hansa Theater í Hamborg sem nú er hætt en sýndi gamaldags revíukennd atriði að ógleymdu Laterna Magika leikhús- inu í Prag sem einmitt notaði það mikið að varpa mynd á sviðið. Ekki veit ég hvort það er enn starfandi en sá nostalgíublær og húmor sem einkenndi framsetn- ingu verka í þessum leikhúsum er einnig hluti af myndlist Egils. Samhengisleysið í verki Egils hér verður síðan til þess að allar til- raunir til að mynda sér skoðun eða greina innihald verksins renna út í sandinn, en eftir stendur mynd- og hljóðheimur sem endurspeglar samtíma okkar á lifandi og fjöl- breytilegan hátt. Lifum við ekki einmitt á gjörsamlega skitsófren- ískum tímum? Ósamrýmanlegir þættir Morgunblaðið/Þorkell „Magnús Sigurðarson setur síðan sýningu sína í samhengi við flæði tímans, gegndarlausa framleiðslu fjölmiðlanna og vangaveltur um dægurflugur með því að koma fyrir stórum stafla af dagblöðum.“ Morgunblaðið/Þorkell „Þetta er grípandi verk hjá Agli Sæbjörnssyni, hann hefur náð miklu öryggi í framsetningu og uppbyggingu verka sinna.“ MYNDLIST Nýlistasafnið Til 10. apríl. Nýlistasafnið er opið mið- vikudaga til sunnudaga kl. 13–17. Skitsófrenía Skyssa og Frenía Skits og Frenja Blönduð tækni, Magnús Sigurðarson og Egill Sæbjörnsson Ragna Sigurðardóttir HIN fullkomna hamingja sem er næstum við enda heimsins… um hana söng ung mezzósópr- ansöngkona, Auður Guðjohnsen, á tónleikum í Gerðubergi á mið- vikudagskvöldið. Þrátt fyrir að fram komi í laginu, Youkali eft- ir Kurt Weill, að þessi full- komna hamingja sé tálsýn og ekki til, þá verður hið sama varla sagt um söngkonuna, þó hún hafi hingað til verið óþekkt stærð í íslensku tónlistarlífi. Engin blekking var í túlkun hennar, hvorki á lögunum eftir Weill, né þeim sem voru eftir aðra. Auður söng af fölskva- lausri innlifun og töluverðri list- rænni innsýn, þó túlkunin hafi reyndar verið dálítið hamin og á köflum ögn stirð, sem rekja má til takmarkaðrar reynslu af sviðsframkomu. Söngurinn var hreinn; helst mátti finna að því að röddin skortir mýkt en það er eitthvað sem vænt- anlega kemur með áfram- haldandi þjálf- un. Texta- framburður var jafnframt prýðilegur, Auður söng á frönsku, rúss- nesku, ensku og spænsku auk íslensku og virtist ekki eiga í neinum vandræðum með það. Er því ekki annað hægt að segja en að hún sé efnileg söng- kona sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Ólafur Vignir Albertsson spil- aði með á píanóið og gerði það ágætlega; leikur hans var ná- kvæmur og öruggur, en ein- staka sinnum full sterkur. Píanóið sjálft hljómaði þó eins og það þyrfti á einhverskonar terapíu að halda, tónarnir eru kaldir og fráhrindandi og efsta tónsviðið erallt að því stingandi. Þegar við bætist að hljómburð- urinn í salnum er ekki upp á marga fiska, ja, þá þarf nátt- úrulega að gera eitthvað í mál- inu. Varla er hægt að bjóða söngkonu, sem er að kveða sér hljóðs í fyrsta sinn, upp á slíka aðstöðu. Efnileg söngkona TÓNLIST Gerðuberg Auður Guðjohnsen mezzósópran kom fram ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara og fluttu þau lög eftir Tryggva M. Baldvinsson, Debussy, Fauré, Bizet og fleiri. Miðvikudagur 23. mars. Einsöngstónleikar Auður Guðjohnsen Jónas Sen Gjafaöskjur með ljóðum Sölustaðir: sjá www.bergis.is Ástarkveðja • Vinarkveðja, Samúðarkveðja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.