Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þá gæti nú draumurinn farið að rætast. Alvöruher í alvöruherstöð.
Samkvæmt nýjufrumvarpi um Rík-isútvarpið er
tryggilega búið um rétt-
indi núverandi starfs-
manna. Þannig eiga allir
þeir starfsmenn Ríkisút-
varpsins sem við gildis-
töku laganna eru ráðnir
ótímabundinni ráðningu
eða eru skipaðir rétt á
störfum hjá Ríkisútvarp-
inu sf. við yfirtöku þess á
starfsemi RÚV. Líkt og
kom fram í viðtali við
Steingrím Sigurgeirsson,
aðstoðarmann mennta-
málaráðherra, hér í
blaðinu, færast flestöll
réttindi starfsmanna inn í
hið nýja félag. Meðal umræddra
réttinda er biðlaunarétturinn.
Almenna reglan er sú að bið-
launaréttur myndast aðeins þegar
starf er lagt niður, samkvæmt
upplýsingum frá fjármálaráðu-
neytinu. Raunar má reikna með
því að biðlaunaréttur almennra
starfsmanna ríkisins hverfi með
tíð og tíma út af íslenskum vinnu-
markaði þar sem rétturinn tak-
markast við þá starfsmenn sem
hófu störf í þjónustu ríkisins fyrir
gildistöku laga um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins sem
tóku gildi 1. júlí 1996.
Samkvæmt starfsmannalögun-
um hefur ríkisstarfsmaður með
meira en 15 ára starfsaldur rétt á
biðlaunum í 12 mánuði, en sé
starfsaldurinn skemmri á hann
rétt á biðlaunum í 6 mánuði.
Fyrir lagasetninguna gátu ein-
staklingar sem unnu hjá ríkisfyr-
irtækjum, við hlutafélagavæðingu
fyrirtækisins, þegið starf hjá nýja
félaginu en áttu jafnframt rétt á
biðlaunum. Með lögunum frá 1996
var gerð sú breyting að taki ein-
staklingur, sem rétt hefur til bið-
launa, við öðru starfi eftir að
stofnun sem hann vann við hefur
verið lögð niður, hvort sem það er
hjá nýja hlutafélaginu eða annars
staðar áður en biðlaunarétturinn
er liðinn þá dragast þau laun frá
biðlaunum einstaklingsins.
Hvað telst sambærilegt starf?
Líkt og fram hefur komið þarf
af tæknilegum ástæðum að segja
upp öllu starfsfólki Ríkisútvarps-
ins og endurráða það þegar Rík-
isútvarpið sf. tekur við rekstrin-
um. Ef starfsmaður, sem rétt
hefur til biðlauna, velur að þiggja
ekki sambærilegt starf hjá nýja
sameignarfélaginu gæti hann
mögulega átt rétt á biðlaunum.
Ástæðan er sú að þegar meta á
hvort um sambærilegt starf er að
ræða hjá nýja hluta- eða sameign-
arfélagi, sem áður var ríkisfyrir-
tæki, þarf ávallt að fara fram
heildarmat. Eftir því sem blaða-
maður kemst næst liggja ekki fyr-
ir skýr dómafordæmi varðandi
þess háttar mat, þ.e. hvað skuli
teljast sambærilegt starf eftir
gildistöku laganna 1996. Reynslan
hefur raunar verið sú að dómstól-
ar hafa túlkað ákvæði um sam-
bærilegt starf fremur þröngt, þ.e.
að það verði að vera um nákvæm-
lega sambærilegt starf að ræða að
öllu leyti með hliðsjón af bæði
verkefnum og kjörum, þeirra á
meðal lífeyrisréttinda.
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðbjörgu R. Jónsdóttur, starfs-
mannastjóra Ríkisútvarpsins,
voru 1. janúar sl. samningsbundn-
ir starfsmenn RÚV samtals 321
og þar af voru 37 lausráðnir. Sam-
tals falla 129 starfsmenn RÚV
undir skilgreiningu um rétt til bið-
launa.
Afdrif afnotadeildarinnar
Verði frumvarp menntamála-
ráðherra um Ríkisútvarpið að lög-
um mun afnotadeild útvarpsins
leggjast af með tíð og tíma, en sem
kunnugt er, er gert ráð fyrir að af-
notagjöld leggist af í árslok 2007
og að nefskattur verði innheimtur
frá og með 1. janúar 2008. Í dag
vinna sjö starfsmenn í afnota-
deildinni, en gera má ráð fyrir því
að þeir verði aðeins þrír í ársbyrj-
un 2008 verði frumvarpið að lög-
um.
Að sögn Bjarna Péturs Magn-
ússonar, deildarstjóra afnota-
deildar, mun einn starfsmaður
deildarinnar láta af störfum á
næsta ári sökum aldurs. Tveir
starfsmenn deildarinnar eru ekki
fastráðnir og því yrði þeim ekki
tryggð störf hjá Ríkisútvarpinu
eftir sameignarvæðinguna. „Ef
frumvarpið verður að lögum verða
væntanlega um áramótin 2007–8
einhverjar óinnheimtar tekjur, en
þær fyrnast á þremur árum.
Þannig að það þarf einhver að
halda utan um þetta gamla afnota-
gjaldakerfi og ég vænti þess að
einn af þessum fjórum fastráðnu
sem eftir yrðu haldi því hlut-
verki,“ segir Bjarni og bendir á að
ávallt sé eitthvað um óinnheimtar
tekjur, þ.e. ógreidd afnotagjöld.
Nefnir hann sem dæmi að um
þessar mundir séu í kringum 200
milljónir í lögfræðiinnheimtu.
Að mati Bjarna ætti ekki að
vera erfitt að finna störf fyrir þá
fastráðnu starfsmenn sem gera
má ráð fyrir að verði starfandi við
afnotadeildina þegar að því kemur
að leggja hana niður. „Þetta eru
einstaklingar sem búa yfir það
mikilli þekkingu og eru búnir að
vinna það lengi hjá stofnuninni að
þeir geta nýst við hvaða önnur
störf sem er innan stofnunarinn-
ar.“
Fréttaskýring | Starfsmannamál hjá RÚV
Ekki hefur
reynt á ný lög
Afnotadeild RÚV hefur aðeins þrjú ár
til að innheimta ógreiddar skuldir
Rúm 11% starfsmanna RÚV eru lausráðin.
Biðlaunaréttur myndast
þegar starf er lagt niður
Í ársbyrjun voru samnings-
bundnir starfsmenn Ríkis-
útvarpsins samtals 321, en þar af
eru 37 lausráðnir. Samtals eiga
129 starfsmenn RÚV rétt á bið-
launum. Velji starfsmaður að
þiggja ekki starf hjá hinu nýja
sameignarfélagi gæti hann engu
að síður mögulega átt rétt á bið-
launum, enda fela orðin um sam-
bærilegt starf í sér að það þurfi
að vera sambærilegt á öllum
sviðum, hvað verkefni, starfssvið
og kjör varðar.
silja@mbl.is
! "#$ %&
&'&( )
& * &+,-
./ 01. 2
/ 2
./ 31 .1
45.
2// .67 8/1 .6
31 2 91:
2
2 ./ 31
2
7 1 .6 1
.1 18 ./
:9/
;/
// :
<1 2// / 2; 1 /
=
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111