Morgunblaðið - 29.03.2005, Page 4

Morgunblaðið - 29.03.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munið Mastercard ferðaávísunina Helgarferð til Madrid 21. apríl frá kr. 39.990 Verð kr. 39.990 Flugsæti með sköttum, báðar leiðir. Verð kr. 54.090 Flug, skattar, gisting í tvíbýli í 3 nætur á góðu 4ra stjörnu hóteli í miðbænum, morgunverður og íslensk fararstjórn. Netbókun. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri á helgarferð til Madrid 21. apríl. Madrid er einstaklega spennandi borg sem býður upp á ótrúlega fjölbreytni í skemmtun og afþreyingu. Ótal söfn, frábært mannlíf, skemmtileg hverfi og markaðir að ógleymdum frábærum veitingastöðum. Þú getur valið um að kaupa eingöngu flugsæti eða flug og gistingu og þú ert á góðri leið með að kynnast hinni heillandi höfuðborg Spánar. Á LAUGARDAGINN fyrir páska mældist yfir 15 stiga hiti á Norðurlandi, bæði á Dalvík og á Sauða- nesvita við Siglufjörð. Á páskadag urðu hlýindin mest í Borgarfirði og varð hitinn hæstur 17,3°C á Húsafelli. Er það hæsti hiti sem mælst hefur í marsmánuði í Borgarfirði. Áður hafði hitinn orðið mestur 15,2°C í Síðumúla í Hvítársíðu 31. mars 1965. Þann sama dag fór hit- inn í 17,9°C á Sámsstöðum í Fljótshlíð, sem er hæsti mældi hiti marsmánaðar hér á landi, a.m.k. frá árinu 1923. Á Norðurlandi var álíka hlýtt og nú fyrir tveimur árum, en þ. 27. mars 1948 var heldur hlýrra norðanlands. Þó svo að veðrið þessa páska hafi verið lands- mönnum einkar hagfellt er afar líklegt að á síðustu áratugum hafi einhvern tímann orðið hlýrra en nú, ekki síst þau árin sem páskar hafa verið um miðjan apríl þegar komið er vor samkvæmt almanakinu, að því er fram kemur í frétt frá Veðurstofunni. Óvenjuleg hlýindi um páskana Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Það er vorlegt um að litast á Hólmavík þessa dagana. NOKKUR fjöldi fólks notaði síðasta dag páskafrísins í gær til útivistar og lagði leið sína að Esjurótum í þeim til- gangi að ganga á fjallið. Að sögn við- mælenda blaðsins völdu enn fleiri að leggja leið sína á Esjuna á sjálfan páskadag en í gær og má vafalítið tengja það því góða veðri sem ríkti á sunnudaginn var. Hólmfríður Sigurðardóttir og Ágúst Þór Gunnarsson sögðu einmitt kjörið að nota tækifærið nú í páskafríinu til að fara út og ganga, en þau voru nýkomin niður af Esjunni ásamt sonum sínum þegar blaðamað- ur náði tali af þeim. Aðspurð sögðust Hólmfríður og Ágúst ávallt nýta páskana til útiveru, en auk Esjunnar væru Helgafell, Keilir og Trölladyngja einnig líklegir áfangastaðir fjölskyldunnar. Sögðust þau vera að æfa sig fyrir fjallgöngu sem áætluð er um miðjan næsta mán- uð, en þá er stefnan tekin á Þverár- tindsegg í Suðursveit í fylgd Einars Sigurðssonar í Hofsnesi. Aðspurð sögðust þau hjónin hafa lagt leið sína á Esjuna nokkuð reglu- lega að undanförnu til að koma sér í gott form fyrir væntanlega fjall- göngu. „Enda eru göngur á Esjunni afar góð æfing sökum þess að hægt að fara svo margar ólíkar leiðir, auk þess sem hér er að finna fínar brekkur,“ sögðu Hólmfríður og Ágúst, en í gær lá leiðin upp að Steini og tók það að sögn um tvo og hálfan tíma með nest- isstoppi. Sögðust þau ekki hafa lagt í að fara upp að Vörðu að þessu sinni, bæði sökum þokunnar sem lá yfir fjallinu í gær en einnig vegna mikillar bleytu sem stafi af því að frost er að leysa úr jörðu. Vön að fara á skíði um páskana Á bílaplaninu við Esjurætur rakst blaðamaður á Evu Dögg Péturs- dóttur og Stefán Inga Svansson þar sem þau voru að undirbúa uppgöng- una. Sögðust þau vera að nýta daginn til útivistar þar sem þetta væri eini dagurinn í páskafríinu þar sem þau væru bæði í fríi. Sögðu þau útiveruna ágætis mótvægi við það hversu vel hefði verið tekið á bæði í mat og drykk síðustu daga. Aðspurð sögðust Eva og Stefán ekki vön á ganga á Esjuna um páskana. „Við nýtum páskafríið yf- irleitt til þess að fara á skíði, en núna er náttúrlega ekkert færi til þess og því þarf maður að finna einhverja aðra leið til þess að ná sér í frískt loft og hér er einmitt kjörin aðstaða til útivistar,“ sagði Stefán. Sömu sögu var að segja af Elínu Matthildi Andrésdóttur og Kristjáni Erling Jónssyni, en þau eru líka vön að fara á skíði um páskana, helst í Skálafelli. En sökum lélegs skíðafær- is vildu þau finna eitthvert annað úti- vistarform og þá var gönguferð eitt- hvað upp í Esjuna tilvalin hugmynd, enda stutt að fara úr bænum. Aðspurð sagði Elín ákjósanlegast að nota páskafríið til þess að eiga notalegar fjölskyldustundir, bæði úti í náttúrunni en einnig yfir góðum mat. Morgunblaðið/ÞÖK Hjónin Ágúst Þór Gunnarsson og Hólmfríður Sigurðardóttir, hér ásamt sonum sínum, Gunnari og Sigurði (t.h.), nýta ávallt páskana til útiveru. Eva Dögg Pétursdóttir og Stefán Svansson voru meðal þeirra sem lögðu leið sína á Esjuna í gær. Heilsu- bótar- göngutúr á Esjunni Elín M. Andrésdóttir og Kristján Erling Jónsson ásamt sonum sínum, Hirti Má og Andrési Kára. BANDARÍSKA dagblaðið The Washington Post birti leiðara í gær undir fyrirsögninni Hneisa Ís- lendinga og gagnrýndi þar harka- lega Alþingi fyrir að hafa veitt skákmeistaranum Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt. Segir blaðið daginn sem Alþingi veitti Fischer ríkisborgararétt hafa ver- ið „sorgardag fyrir Ísland“ enda hafi skákmeistarinn fyrir löngu sagt skilið við alla háttprýði og siðlega framkomu. Í leiðaranum er haft eftir Þórði Ægi Óskarssyni, sendiherra Ís- lands í Japan, að Fischer sé nú orðinn „sannur Íslendingur“ og bætir leiðarahöfundur við að hann voni að ekki séu til margir sannir Íslendingar af þessu tagi. Ekki sé deilt um skákafrek Fischers og hann sé hetja á Ís- landi vegna sigursins á Boris Spasskí í heimsmeistaraeinvíginu sem fram fór í Reykjavík árið 1972. Fischer hafi þá verið á tind- inum. Þjóðþing Íslendinga hafi hins vegar litið framhjá því að eft- ir að Fischer varð heimsmeistari hafi hann sokkið djúpt, hann hafi orðið heiftúðugur gyðingahatari og brotið gegn viðskiptabanni Sam- einuðu þjóðanna gegn stjórnvöld- um í Júgóslavíu gömlu með einvíg- inu gegn Spasskí 1992 „jafnvel þótt manndrápin héldu áfram í Bosníu“. Ummæli Fischers um 11. september og gyðinga Kemur einnig fram í leiðaranum að 11. september árið 2001 hafi Fischer sagt í viðtali við útvarps- stöð á Filippseyjum að hryðju- verkaárásirnar mannskæðu á Bandaríkin væru „frábærar frétt- ir“. Þar hafi hann einnig sagt að hann vonaðist til þess að herinn tæki við stjórn landsins, bænahús- um gyðinga yrði lokað, allir gyð- ingar yrðu handteknir og mörg hundruð þúsund leiðtogar þeirra hnepptir í varðhald. Í leiðara The Washington Post segir ennfremur að Fischer sé greinilega ekki í jafnvægi og ef til vill sé ástæða til þess að vorkenna honum fremur en að hata hann. Hins vegar sé engin ástæða til þess að heiðra Fischer „nema hinir nýju landar hans vilji að þjóðin skammist sín í hvert sinn sem skákmaðurinn opnar munninn“. „Tólf mínútur!“ Fréttamaður AP-fréttastofunnar segir að ef einhvers staðar í heim- inum sé land sem geti sætt sig við jafn erfiðan og óútreiknanlegan sérvitring og Fischer hljóti það að vera Ísland. Einangrunin, fámenn- ið, víðátturnar og furðulegt hraun- landslagið hafi skapað þjóðar- karakter sem einkennist af stolti og sjálfstæði. Vitnað er í Jose Tir- ado, búddista-prest með banda- rískar rætur sem búið hafi á Ís- landi í nær fjögur ár. „Hér er borin virðing fyrir sjálfstæði ein- staklingsins,“ segir Tirado. „Á Ís- landi eru menn svo frjálsir að þeir geta verið ruddalegir. Þeir [Ís- lendingar] þola manni allt en það merkir ekki að þeir séu sammála.“ Fréttamaðurinn ræðir við fleiri útlendinga og segja sumir þeirra að það taki langan tíma að hljóta fulla viðurkenningu meðal inn- fæddra. Og kuldinn og langur, dimmur veturinn valdi mörgum aðlögunarvanda. Rifjað er upp að Alþingi hafi að- eins þurft tólf mínútur til að af- greiða tillöguna um ríkisborgara- rétt handa Fischer en venjulega þurfi útlendingar að bíða í mörg ár. „Tólf mínútur!“ sagði Sheba Wanjiku, sem vinnur á veitinga- húsi og fæddist í Kenýa. Hún hristir höfuðið í vantrú þegar hún heyrir um heppni Fischers. „Þetta tekur mig fimm ár.“ „Hneisa Ís- lendinga“ The Washington Post gagnrýnir Alþingi harkalega fyrir að veita Fischer ríkisborgararétt 55 ÁRA íslensk kona fékk nýja lif- ur grædda í sig á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn aðfaranótt ann- ars páskadags og gekk aðgerðin mjög vel að sögn eiginmanns hennar. Aðgerðin tók skamman tíma miðað við aðrar svipaðar að- gerðir, eða um 6 klukkustundir, en að sögn eiginmannsins taka lifrarskiptaaðgerðir allt upp í 12 klukkustundir. Konan greindist með lifrar- sjúkdóminn árið 1998 og var þar um að ræða ákveðna gerð fæðing- argalla sem kemur í ljós síðar á ævinni hjá fólki. Einkennin lýsa sér m.a. í þróttleysi og gulu litarafti. Búist er við að hjónin verði í Kaupmannahöfn næstu vik- urnar á meðan sjúklingurinn jafn- ar sig. Batahorfur eru góðar hjá lifrarþegum að sögn eiginmanns- ins. Með tilkomu góðra lyfja sé fá- títt að líkaminn hafni hinu nýja líf- færi. Árlega eru gerðar um 40 lifrarígræðslur á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og munu 4–5 Ís- lendingar gangast undir slíkar að- gerðir þar árlega. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig því þau hjónin flugu út á páska- dag þegar kallið kom frá spít- alanum og var konan sett í að- gerðina samdægurs. Áður höfðu hjónin farið í kynningarferð á spítalann fyrr í vetur. Fékk grædda í sig lifur í Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.