Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 30
Risaeðlugrín © DARGAUD Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI HVAÐ MÉR LEIÐIST MIKIÐ EKKI ÉG ÉG TRÚI ÞVÍ ALVEG AUMINGJA FUGLINN HANN Á EFTIR AÐ SJÁ EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA EKKI FARIÐ SUÐUR YFIR VETURINN... UM LEIÐ OG ÞAÐ FER AÐ SNJÓA OG JÖRÐIN FRÝS VERÐUR MUN ERFIÐARA AÐ FINNA MAT... KANNSKI EKKI SVO ERFITT ÁÐUR EN ÉG FER Í BAÐ... ÞÁ SET ÉG ALLTAF ÖNDINA MÍNA FYRST Í VATNIÐ TIL ÞESS AÐ HAFA FÉLAGSKAP? NEI, TIL ÞESS AÐ ATHUGA MEÐ HÁKARLA Dagbók Í dag er þriðjudagur 29. mars, 88. dagur ársins 2005 Víkverji er áhuga-samur um íslenskt mál og furðar sig stundum á því hvað fagheiti af ýmsu tagi enda oft á viðskeytinu „maður“. Tökum starf Víkverja sem dæmi, blaðamaður. Það er af- skaplega ófrumlegt og dauft orð. Hvers vegna notum við ekki orðið „bleðill“ í staðinn? Auðmótað orð og gagnsætt. Víkverji er bleðill á Morgun- blaðinu. Hljómar ekki illa. Fréttamaður gæti þá verið „fréttill“, útvarpsmaður „út- verpill“ eða „útvarpari“ og sjón- varpsmaður „sjónverpill“ ellegar „sjónvarpari“ o.s.frv. Hvernig myndi þetta virka í list- um? Við eigum gott orð yfir mann sem leggur stund á leiklist, leikari. En svo eru það tónlistarmaður og myndlistarmaður. Hvers vegna ekki „tónari“ og „myndari“? Sigrún Eð- valdsdóttir er afburða tónari og Ólaf- ur Elíasson er í hópi kunnustu mynd- ara í heiminum í dag. Hér er Víkverji ekki alveg viss. Tónari er að vísu fínt orð en myndari er talsvert síðra. Kannski „myndlistari“? x x x Íþróttir eru ofurseldarþessum „mann- gangi“. Hvers vegna tökum við ekki upp orðið „spyrnir“ í stað- inn fyrir knatt- spyrnumaður? Sbr. snyrtir, sem Heiðar Jónsson fær lof fyrir að hafa tekið upp á sínum tíma. „Snyrtimaður“ eða „snyrtimenni“ hefði líkast til verið val- kosturinn. Handknatt- leiksmaður yrði þá „hendir“. Ólafur Stef- ánsson er einn fremsti hendir í heiminum í dag. Hljómar vel. Svo rammt kveður að þessu í knatt- spyrnunni að iðulega er talað um skotmenn – Eiður Smári er frábær skotmaður – þegar við blasir að nota þjálla og kraftmeira orð, „skytta“. Skyttan hefur blessunarlega rutt sér til rúms í handknattleik. Þar hefur skrefið þó ekki verið stigið til fulls. Menn sem leika í horninu eru þannig kallaðir hornamenn, þegar orðið „hyrna“ væri mun betra. Guðjón Val- ur er frábær hyrna. Línumaður yrði þá „líningur“ og varnarmaður „vern- ingur“ eða bara „vörður“. Markvörð- ur er gott orð og gilt. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Hlíðaborg | Marga dreymir um að vinna útivinnu í lífinu, sérstaklega þegar viðrar eins og nú um páskana. Ekki er þó öll útivinna eins ákjósanleg og sú sem leikskólakrakkar stunda, en þar geta menn verið gröfukarlar og bíl- stjórar, lögreglumenn og byggingarverkamenn alveg þangað til veðrið verð- ur leiðinlegt, en þá breytast hlutverkin ört og vinnan færist inn og á svið lista og mennta. Morgunblaðið/Sverrir Besta útivinnan MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yð- ur í sig. (Matt. 7, 6.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.