Morgunblaðið - 29.03.2005, Side 26

Morgunblaðið - 29.03.2005, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskulegur tengda- sonur okkar Guðmund- ur Árni Jónsson lést að morgni fimmtudagsins 3. mars aðeins 47 ára gamall. Hann var ein- stakur maður, ákveðinn í skoðunum og vissi nákvæmlega hvernig hann vildi hafa hlutina. Honum var margt til lista lagt, hann hannaði og smíðaði húsgögn, GUÐMUNDUR ÁRNI JÓNSSON ✝ Guðmundur ÁrniJónsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1958. Hann lést 3. mars síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 15. mars. málaði fallegar myndir, var fróður um margt, mjög vandvirkur á allt sem hann tók sér fyrir hendur. Guðmundur gerði ýmislegt um æv- ina, ferðaðist víða, vann í tískuverslun, á aug- lýsingastofum, setti sjálfur upp verslun og vann síðan í Stálhús- gögnum Skúlagötu 61. Guðmundar er sárt saknað, við eigum dýr- mætar minningar um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Elsku Sigga okkar og Stefanía, Jón, Nína og Gunnar, Kalli, Nína og fjölskylda, aðrir ættingjar og vinir, Guð veri með ykkur öllum. Geirlaug og Árni. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Alla dagana sem þú varst hjá okkur í Gautaborg, þar sem ég kynntist þér í raun best, þó að dagarnir hafi mestmegnis far- ið í Lindex-leiðangra og hamborg- araát á Clock. Öll kvöldin sem við spiluðum saman kínverska skák og öll áramótin sem þú sannfærðir mömmu um að ég mætti alveg fá AÐALBJÖRG VALENTÍNUSDÓTTIR ✝ Aðalbjörg Val-entínusdóttir fæddist á Hellissandi 8. febrúar 1918. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði 4. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Út- skálakirkju 11. mars. Baileys-staup. Ég vona að ég hafi náð að end- urgjalda þér brot af þeirri góðmennsku sem þú sýndir mér í gegnum árin með því að vera til staðar t.d. þegar Berta og Svana kvöddu okkur allt of snemma. Ég get aldrei ímyndað mér hvernig þér leið á þeim tíma, en því sem fór okkar á milli mun ég aldrei gleyma. Að hafa þér kynnst eru forréttindi og heiður. Hafðu það sem best þar sem þú ert, því þú átt það svo sannarlega skilið og kenndu þessu fólki sem þar er hvernig spila á kínverska skák. Ég sé þig seinna, elsku amma mín. Þinn Jakob Þór. myndina að stofnun leikskólans á Laugarvatni en það var Margrét Gunnarsdóttir sem bar hitann og þungann af því starfi fyrstu tutt- ugu árin. Frumstæðar aðstæður Laugardalshreppur var rekstr- araðili leikskólans frá upphafi í húsnæði gamla „Húsó“. Við upphaf rekstrar leikskólans voru aðstæður frumstæðar, m.a. var sagað undan borðum til að hafa þau í hæð barnanna og setið var á plastfötum fyrsta starfsárið. Grunnskólinn var tekinn í notkun haustið 1962. Í Laugardal eins og víða um land byrjaði kennsla sem farskóli þar sem kennarar fóru á bæi en formleg kennsla með fastan kennslustað hófst fyrst í Svanahlíð, í kjallara húss Ólafs Ketilssonar. Einnig var kennt í húsnæði Hér- aðsskólans og síðar í kjallara í Mörkinni. Guðmundur Rafnar Val- týsson var skólastjóri í núverandi skólahúsnæði frá upphafi í um fjörutíu ár. Fundur sveitarstjórnar í apríl 2004 með stofnun vinnuhóps 3. maí 2004 varð upphafið að því sem nú er að hefjast, sem er nýbygging leik- og grunnskóla. Ákvörðun um að ráðast í bygginguna var síðan formlega tekin 6. júlí 2004. Stefnt er að því að henni ljúki 1. sept. nk. Byggingarnefnd skipa Sveinn A. Sæland, oddviti Bláskógabyggðar, sem er formaður, Kjartan Lár- usson sveitarstjórnarmaður og Tómas Tryggvason bygging- armeistari. Auk þess hefur Ark- form, Guðjón Magnússon, séð um útboðsgögn og veitt ráðgjöf við yf- irferð teikninga/hugmynda sem bárust. Aukið kennslurými í grunnskólanum Hér er um að ræða byggingu sem er boðin út sem alútboð, sem felur í sér að sá sem lætur teikna hugmyndina sér einnig um bygg- inguna og skilar fullbúnu húsnæði. Alls komu fram fimm tillögur og er sú tillaga sem hér er byggt eftir sú sem hlaut flest stig eða þótti áhugaverðust af hálfu matsnefndar og skólastjórnenda, sér í lagi innra skipulag. Nú fá nemendur og kenn- arar grunnskólans aukið kennslu- rými og nýtt anddyri en auk þess er hér um að ræða nýja glæsilega leikskólabyggingu með tilheyrandi útileiksvæði. Hönnuður bygging- arinnar er á stofunni Arkitektar, byggingaraðili er Þverás og eftir- litsaðili Tómas Tryggvason. FYRSTA skóflustungan að leik- skólabyggingu sem um leið verður viðbygging við grunnskólann á Laugarvatni var tekin nýlega. Það voru börnin á Leikskólanum Lind sem munduðu skóflur sínar til að koma verkinu í gang. Flest börn á grunn- og leikskólaaldri voru mætt ásamt starfsfólki til að fagna fram- kvæmdunum en gert er ráð fyrir að byggingin verði tilbúin í sept- ember. Börnin sungu nokkur lög við harmoníkuleik Örlygs Atla Guð- mundssonar tónlistarkennara, m.a. frumsaminn texta við lagið Á Sprengisandi: Mokum, mokum, nú mokum við upp sandinn Reisum, byggjum nýtt og betra hús Mælum, stikum, minnstur verður vandinn Hér rís höll af steypu, möl og grús … Skólastjórnendum leikskólans og grunnskólans voru afhentir blóm- vendir frá sveitarstjórn Bláskóga- byggðar, en ljóst er að aðstaða starfsfólks mun batna verulega með nýja húsnæðinu. Jensína Halldórsdóttir, skóla- stjóri Húsmæðraskólans, átti hug- Morgunblaðið/Kári Jónsson Börnin á Leikskólanum Lind tóku fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við grunnskólann og nýjum leikskóla. Börnin tóku fyrstu skóflustunguna Laugarvatni. Morgunblaðið. RÆTUR, hefðir og bati fyrir karla og konur er nafn á námskeiði um fíkniferlið og fjölskylduna sem Ráðgjafarskólinn stendur að um næstu helgi. Leið- beinendur verða hjónin Jane og Craig Nakken og hefur Craig þrisvar áður verið með námskeið hér- lendis. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Jóhannssonar fjölskylduráðgjafa hefur Craig Nakken ferðast víða um heim til námskeiðahalds sl. 15 ár. Námskeiðið fjallar um hvernig fíkn hefur áhrif á samband við maka og börn. „Farið er yfir þroska- ferlið og fíkniferlið. Einnig eru skoðaðar nýjar leiðir til að hjálpa kon- um og hvernig andlegar langanir kvenna verða helstu þættir í bata þeirra,“ segir m.a. í frétt um námskeiðið. Námskeiðið fer fram á Grand hóteli í Reykjavík 1. og 2. apríl og kostar 24 þúsund krónur. Innifalin er bókin Fíknir sem komin er út á ís- lensku og er eftir Craig Nakken. Halda námskeið um fíkniferlið NÝR sjálfshjálparhópur fyrir fullorðin börn geð- fatlaðra verður formlega stofnaður í dag, þriðjudag- inn 29. mars, kl. 19.00 í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7 í Reykjavík. Markmiðið er að þátttakendur geti deilt reynslu sinni og sótt stuðning í hópinn. Reynt verður að taka fullt tillit til þarfa hvers og eins, þ.e. þátttakendur munu sjálfir koma með óskir um það hvað þeir vilji fá út úr starfinu í hópnum. Hópurinn verður starfræktur í samstarfi við Rauða kross Íslands en Rauði krossinn hefur hleypt af stokkunum námskeiðum fyrir aðstandendur geð- sjúkra um land allt. Vel verður tekið á móti þeim sem vilja gerast félagar í þessum hópi og nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Geðhjálpar í síma 570-1700, segir í fréttatilkynningu. Sjálfshjálparhóp- ur fyrir fullorðin börn geðfatlaðra FRÉTTIR Minningargreinar Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Elsku Gylfi minn, það er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma, en ég get huggað mig með því að þú hefur verið kallaður í annað mikilvægt verkefni sem er samt svo sárt. Það er svo mikið af yndislegum minningum sem ég á um þig og Olgu. Alltaf þegar var minnst á Reyni- grundina þá vissi ég að það yrði gam- an, Jane Fonda og allt það. Maður brallaði margt þar. Oftar en ekki tróð ég mér á milli ykkar þegar nótt- GYLFI HAUKSSON ✝ Gylfi Haukssonfæddist í Reykja- vík 13. ágúst 1949. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi mánudaginn 14. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 21. mars. in skall á og yfirleitt komst ég upp með það. Það var þér að þakka. Svo komu litlu gull- molarnir í heiminn okk- ar. Það var pínu erfitt en ég var fljót að taka þau í sátt og í dag eru þau yndislegir vinir mínir. Mér þótti vænt um hvað þið Sigurjón Daði náðuð vel saman, sátuð og spjölluðuð. Honum þótti svo gott að koma til ykkar. Það var sama hlýjan sem hann fann og ég á hans aldri. Ég kveð þig nú með þessum fáu orðum þó að mér finnist ég geta skrifað endalaust af góðum minning- um um þig, elsku Gylfi minn. Guð veiti ykkur styrk og huggun, elsku Olga, Dagný og Stefán. Sigrún Kristinsdóttir (Rúna).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.