Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JARÐSKJÁLFTI Í ASÍU Harður jarðskjálfti, líklega 8,7 á Richter-kvarða, varð á botni Ind- landshafs, í grennd við eyna Súmötru í Indónesíu, í gær. Embættismenn sögðu ljóst að hundruð manna hefðu farist í Indónesíu og mikið eignatjón orðið. Upptökin voru á svipuðum slóðum og upptök skjálftans sem olli flóðbylgjunni mannskæðu í desem- ber. Þá fórust hundruð þúsunda manna við Indlandshaf, langflestir í Indónesíu. Mikil skelfing greip víða um sig í gær og fólki var sagt að flýja frá strandhéruðum ef merki sæjust um flóðbylgju. Fuglaflensa í N-Kóreu Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gripið til viðeigandi ráðstafana til að stöðva framgang fuglaflensu sem greinst hefur á nokkrum kjúk- lingabúum í landinu. Hefur þegar verið slátrað hundruðum þúsunda fugla. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, segir N-Kóreumenn eiga fullt samstarf um varnir gegn útbreiðslu sýkinnar sem getur borist í menn. Vilja ekki þjóðaratkvæði Þing Ísraels felldi í gær með mikl- um meirihluta tillögu um að áætlun Ariels Sharons forsætisráðherra um brottflutning hermanna og landtöku- manna gyðinga frá Gaza yrði borin undir þjóðaratkvæði. Stjórnkerfisvandi LSH Læknaráð Landspítala – háskóla- sjúkrahúss hefur endurtekið ályktað um alvarlegan stjórnkerfisvanda LSH en hvorki hefur verið tekið tillit til álitsgerða né ályktana ráðsins, að því er fram kemur í bréfi tólf yf- irlækna við spítalann til heilbrigð- isráðherra, frá því í febrúar. Þar er lagt til að brugðist verði við alvar- legum stjórnunarvanda á stofn- uninni. Þorskur víða magur Þorskur sem veiðst hefur að und- anförnu er víða magur og magi fisks- ins galtómur. Hefur ástandið á þorskinum að sögn fiskimanna verið svona í allan vetur og þykir það óvanalegt. Telja margir sjómenn að lítil loðna á miðum hafi haft þessi áhrif. Fermingargjöfum stolið Bíræfnir þjófar gerðu sér lítið fyr- ir og stálu fermingargjöfum úr bílum á bílastæðum við Kópavogskirkju og Digraneskirkju á skírdag á meðan fermingarathafnir fóru þar fram. Voru rúður bifreiðanna brotnar og pakkarnir teknir en í þeim voru arm- bandsúr, veski og snyrtivörur að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Brids 28 Viðskipti 12 Skák 29 Vesturland 12 Dagbók 30/32 Erlent 14/15 Staður og stund 32 Daglegt líf 16 Menning 33 Listir 17 Fólk 34/37 Umræðan 18/22 Bíó 34/37 Bréf 22 Ljósvakamiðlar 38 Forystugrein 20 Veður 39 Minningar 22/26 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÉG sat í herberginu mínu og var að vinna á tölvuna þegar vatn í flösku sem stóð á borð- inu fór á hreyfingu,“ sagði Birna Halldórs- dóttir, sendifulltrúi Rauða krossins í borg- inni Banda Ache í Indónesíu, þegar Morg- unblaðið ræddi við hana um fjórum klukkustund- um eftir jarðskjálftann sem mældist 8,2 á Richt- er á hafsbotni vestur af Súmötru. Jarðskjálftinn varð rétt fyrir miðnætti að staðartíma og olli mikilli skelfingu í Banda Ache. „Titringurinn varð æ kraftmeiri uns ég heyrði hrópað á mig að utan og þá hljóp ég út og sá jörðina enn skjálfa. Ég stóð þarna vaggandi og var ekki viss hvort þetta væri skjálfti í mér sjálfri eða jörðinni. Þetta gekk yfir en fólk þusti út úr öllum húsum og það varð algjör ringulreið.“ Birna býr í því hverfi Banda Ache sem varð einna verst úti í flóðbylgj- unni miklu og sagði fólk þar enn ugg- andi. „Fólk var dauðhrætt um að nú væri að koma önnur flóðbylgja. Það tók föggur sínar og þeir sem áttu öku- tæki keyrðu í burtu en hinir hlupu.“ Engin skipun var gefin um brott- flutning af svæðinu að sögn Birnu en hún sagði að lögreglan hefði komið 15 mínútum eftir skjálftann og notað gjallarhorn til að tilkynna fólki að ekki væri nein flóðhætta á ferðum. Hálftíma síðar kom lögreglan aftur með þau skilaboð að herinn myndi gera fólki við- vart með loftvarnabún- aði ef hætta væri á ferðum. Svo fór þó ekki. Öngþveiti við spít- ala Rauða krossins Á því svæði sem Birna starfar nú fórust 150 þúsund manns í flóðbylgjunni miklu að því er talið er. Eftir skjálftann fór Birna út á aðalgötuna skammt frá dvalarstað sínum og sagði talsvert öngþveiti hafa skapast við spítala Rauða krossins. Eitthvað var um að fólk hefði slasast í troðningi en engar fréttir bárust um að fólk hefði slasast vegna hruns af völdum sjálfs jarð- skjálftans. Birna sagðist telja að jarðskjálftinn hefði orðið klukkan 23:45 en klukkan eitt hefði fólk verið farið að snúa heim til sín aftur. Talið er að skjálftinn hafi varað í fáeinar mínútur en Birna sagðist ekki átta sig fyllilega á tíma- lengdinni. „Mér fannst þetta heil ei- lífð. Á meðan skjálftinn varaði hljóp ég út og niður stiga út úr húsinu og þá var jörðin enn skjálfandi. Þetta er lengsti skjálfti sem ég hef upplifað. Mér stóð ekki á sama og var farin að halda að mikil alvara væri á ferðinni. Ég var þó ekki skelfingu lostin.“ Birna lýkur þriggja mánaða dvöl sinni fyrir Rauða krossinn um næstu helgi og er væntanleg til landsins á laugardag. Hún sagði hjálparstarfið hafa gengið afar vel. Í fyrstu var mat- vælum dreift til eftirlifenda flóðbylgj- unnar miklu og síðar var farið að dreifa svokölluðum fjölskyldupökk- um með mataráhöldum, svefnmott- um, tjöldum, plastfötum og slíkum nauðsynjum. Einnig var dreift und- irfötum, sem voru mjög vel þegin að sögn Birnu. „Og nú síðast vorum við að dreifa verkfærum og ræstinga- áhöldum til þeirra sem eru á heimleið og þurfa að lagfæra heimili sín eftir flóðbylgjuna.“ Birna Halldórsdóttir upplifði mikla skelfingu í Banda Ache eftir skjálftann í gær Birna Halldórsdóttir Fólk óttast aðra flóðbylgju Reuters Íbúar í Aceh-héraði á Súmötru flúðu margir heimili sín í gær og leituðu sumir skjóls í Baiturrahman-moskunni miklu í borginni Banda Aceh. LJÓSBRÁ Baldursdóttir varð Ís- landsmeistari í opnum flokki í brids ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Þorvaldssyni, og meðspilurum þeirra, feðgunum Karli Sigurhjart- arsyni og Snorra Karlssyni, Sævari Þorbjörnssyni og Magnúsi E. Magn- ússyni en Íslandsmótinu lauk sl. laugardag. Ljósbrá mun vera fyrsta konan sem sigrar í opnum flokki í sveitakeppni í brids og má orða það svo að enn eitt karlavígið hafi fallið um helgina. „Þetta leggst mjög vel í mig, auð- vitað finnst manni gaman að vinna,“ segir Ljósbrá, en segir þó sigurinn ekki þýða að neinnar bylt- ingar sé þörf í bridsheiminum, enda sé jafnréttið þar í góðu lagi. „Þetta er opinn flokkur, einn flokkur og svo eru alls konar hliðarkeppnir, ekki bara kvennaflokkur. Kvenna- flokkurinn er bara hluti af alls kyns hliðarflokkum eins og yngri og eldri spilara flokki. Opinn flokkur er hins vegar fyrir alla. Það spilar fullt af konum í opnum flokki og margar konur taka þátt í öllum þessum mótum. Þær konur sem spila eru að spila með körlunum. Þessi kvennamót eru bara tvö á ári, sem eru sitt hvora helgina.“ Ljósbrá segist þó vilja sjá meira af blönduðum pörum þar sem kon- ur spiluðu meira fast við karla. „Það myndi auka fjölbreytnina og það er líka lærdómsríkt að spila við ólíka makkera.“ Þetta er þriðji Íslandsmeist- aratitill Ljósbrár á þessari önn en hún vann einnig titilinn í Íslands- móti kvenna og paratvímenningi. Þá var hún stigahæst allra spilara í svokölluðum Butler-útreikningi, bæði í 40 sveita undankeppninni sem og úrslitakeppninni um helgina, en það mun ekki áður hafa gerst frá því Butler-útreikning- urinn hófst að sami spilari hafi orð- ið stigahæstur í báðum þessum mótum. Á þriðja hundrað manns tekur þátt í undankeppninni og allir bestu spilarar landsins í úrslitunum. Kona meistari í opnum flokki í brids Jafnréttið í lagi Hjónin og meistararnir Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson ásamt börnum sínum, Hrafnhildi Ýri, Eysteini Orra og Svövu Sól.  Dauf lokabarátta/28 EINAR Bragi, skáld og rithöfundur, lést 26. mars sl. á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, á áttugasta og fjórða aldursári. Einar fæddist 7. apríl 1921 á Eskifirði, sonur Borghildar Ein- arsdóttur húsmóður og Sigurðar Jóhanns- sonar skipstjóra. Að loknu stúdentsprófi frá MA árið 1944 nam Einar bókmenntir, listasögu og leikhús- sögu við Háskólann í Lundi og Stokkhólmsháskóla. Fyrsta ljóðabók Einars, Eitt kvöld í júní, kom út 1950, en meðal annarra verka Einars má nefna Gestaboð um nótt, Ljós í augum dagsins og Eskju I–V. Ljóð Einars hafa komið út í bókarformi á norsku, sænsku, ensku, frönsku og samísku og birst í fjölda erlendra safnrita. Einar var mikilvirkur þýðandi og eftir hann liggur fjöldi þýðinga í bundnu og óbundnu máli, bæði leik- rit, ljóð og skáldsögur, einkum úr Norðurlandamálum. Meðal þeirra höfunda sem hann hefur þýtt eru Martin Andersen-Nexø, August Strindberg, Henrik Ibsen og Feder- ico García Lorca. Einar var alla tíð virkur í félagastarfi og sat m.a. í stjórn Rithöfundasambands Íslands og í stjórn Rithöfundasjóðs Ís- lands, auk þess að gegna formennsku í báðum félögum. Hann var fulltrúi Bandalags íslenskra listamanna í ráði Norræna hússins í Reykjavík um margra ára skeið og fulltrúi Íslands í nefnd á veg- um Norrænu ráð- herranefndarinnar sem samdi starfsreglur Norræna þýðingasjóðs- ins. Á ferli sínum hlaut Einar viður- kenningu úr Rithöfundasjóði Ís- lands, Rithöfundasjóði Ríkisút- varpsins og Launasjóði íslenskra rithöfunda. Árið 1995 hlaut hann heiðursveitingu úr Þýðingasjóði og heiðursviðurkenningu frá Bóka- safnssjóði árið 1998. Einar var kjör- inn heiðursborgari á Eskifirði 1986 og kjörinn heiðursfélagi í Rithöf- undasambandi Íslands 2001. Einar var kvæntur Kristínu Jóns- dóttur, en hún andaðist 1. nóvember 2004. Börn þeirra eru Borghildur og Jón Arnarr. Andlát EINAR BRAGI ÖKUMAÐUR svokallaðs átthjóls, sem slasaðist alvarlega við Gufu- skála á laugardag þegar hjólið valt, var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans á páskadag. Sex slösuðust þegar hjólið valt, þar af fimm ungmenni sem hlutu minniháttar meiðsl, en ökumaðurinn hlaut alvarleg meiðsl á mjöðm og í baki. Var þyrla Landhelgisgæslunn- ar fengin til að flytja hann á Land- spítalann. Slysið bar til með þeim hætti að maðurinn ók átthjólinu upp í barð með þeim afleiðingum að það valt og lenti hann undir hjólinu. Farþegarn- ir á hjólinu voru ungmenni á aldr- inum 16–20 ára sem voru á slysa- varnanámskeiði hjá Landsbjörg. Ökumaðurinn var sjálfur eigandi hjólsins, sem er nýtt farartæki hér á landi. Hafði hann m.a. ætlað sér að sýna liðsmönnum Landsbjargar hjólið þegar slysið varð. Slasaðist alvarlega á átthjóli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.