Morgunblaðið - 29.03.2005, Page 5
Banki allra landsmanna410 4000 | landsbanki.is
Bankaráð Landsbanka Íslands hf. ákvað á fundi sínum
11. mars sl. að hækka hlutafé bankans um 800.000.000 króna
að nafnverði. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er að styrkja
eiginfjárstöðu bankans í ljósi mikils vaxtar á síðasta ári og að
styðja við áframhaldandi vöxt á þessu ári.
Nýir hlutir verða boðnir núverandi hluthöfum bankans til kaups
í samræmi við hlutafjáreign þeirra í lok dags föstudaginn
11. mars 2005, með þeirri undantekningu að þeim sem áttu þá
100.000 krónur eða minna að nafnverði verður boðið að skrá
sig fyrir 10.000 krónum að nafnverði.
Nýtt hlutafé verður selt á genginu 14,25 krónur á hlut, sem
er afsláttur að fjárhæð 0,6 krónur fyrir hverja krónu nafnverðs
miðað við markaðsgengi í lok dags 11. mars 2005.
Lágmarkshlutur sem hægt er að skrá sig fyrir í útboðinu er
10.000 krónur að nafnverði eða 142.500 krónur að kaupverði.
Skráning hlutafjár stendur til kl. 16:00 í dag.
Einungis verður tekið við rafrænum áskriftum á vef
Landsbankans – www.landsbanki.is. Við skráninguna þurfa
hluthafar að slá inn kennitölu ásamt lykilorði sem sent var
hluthöfum bréflega.
Þeir hluthafar sem ekki hafa aðgang að nettengdri tölvu geta
haft samband við þjónustuver Landsbankans í síma 410-4000
eða útibú Landsbankans og munu starfsmenn bankans hafa
milligöngu um skráningu gegn því að hluthafar gefi upp
kennitölu og lykilorð.
Boð um þátttöku
í hlutafjáraukningu Landsbanka Íslands hf.
Skráningu lýkur í dag.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
77
97
03
/2
00
5