Morgunblaðið - 29.03.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
U
G
L
†
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
E
.B
A
C
K
M
A
N
KARL Sigurbjörnsson,
biskup Íslands, snerist
til varnar kristinfræði-
kennslu í grunnskólum í
páskapredikun sinni í
Dómkirkjunni á páska-
dag. Sagði hann grund-
vallargildin mannrétt-
indi og trúfrelsi vera
farin að snúast í and-
hverfu sína og um-
ræðuna um kristin-
fræðikennslu í skólum
anga af þessum sama
meiði. Biskup sagði í
predikun sinni fámenn-
an þrýstihóp vilja rýma
fræðslu um þá mikil-
vægu grunnstoð samfélagsins sem
kristni er út úr skólanum, í nafni
mannréttinda og fjölmenningar.
Kvaðst biskup ennfremur treysta
yfirvöldum menntamála til að
halda vöku sinni í
þessum efnum.
„Skólinn á ekki að
sinna trúboði. En
hann má ekki láta
sem trú skipti ekki
máli. Hann á að
stuðla að þekkingu
og menntun, og
hamla gegn fordóm-
um og fáfræði, ekki
síst um þá trú sem
mótar menningu
okkar og sið,“ sagði
biskup m.a. og
bætti við að aldrei
hefði verið mikil-
vægara en einmitt
nú að kristindóms- og trúar-
bragðafræðslu væri sinnt af kost-
gæfni. „Yfirvöld menntamála þurfa
að tryggja að markmiðum nám-
skrár sé fylgt og að kennarar séu
sem best búnir til þess að sinna
kristinfræðikennslu af þekkingu
og færni. Kristin fræði og trúar-
bragðafræði ætti að verða skyldu-
grein í Kennaraháskólanum.“
Þá sagði biskup brýnt að
fræðsla um kristni og önnur trúar-
brögð verði meðal kjarnagreina
framhaldsskólanna. „Ég er sann-
færður um að besta framlag okkar
til frelsis og mannréttinda, virð-
ingar og umburðarlyndis í heimi
vaxandi fjölmenningar, sé að
styrkja grundvöll eigin sjálfs-
myndar, menningar og siðar. Óljós
sjálfsmynd veldur öryggisleysi, og
öryggisleysi og fáfræði er frjósam-
asti jarðvegur fordóma.“
Tók biskup ennfremur undir
áhyggjur Jóhannesar Páls II. páfa,
af aðþrengingu kristinnar trúar og
kirkju í Evrópu og útskúfunar
kirkjunnar úr opinberu rými.
Biskup ver kristinfræðikennslu í páskapredikun
Öryggisleysi og fáfræði frjó-
samasti jarðvegur fordóma
Karl Sigurbjörnsson
VEÐURBLÍÐAN í Þingeyjarsýslu
um páskahelgina hefur sjaldan verið
meiri og víða er orðið vorlegt. Hjá
Vilhjálmi Grímssyni, bónda á Rauðá,
hefur verið mikið um að vera í úti-
húsunum undanfarið því þar hafa
fæðst á annan tug kiðlinga. Þeir
hoppa og leika sér undir berum
himni þegar opnað er út, þess á milli
sem þeir hitta mæður sínar inni í
krónni til að fá sér sopa.
Á Rauðá eru nú alls 25 geitur með
ungviðinu og enn eiga nokkrar eftir
að bera. Vilhjálmur segir þetta líf-
legan og skemmtilegan búskap og
hefur gaman af því að spjalla við
þessi mannelsku húsdýr, sem hafa
þörf fyrir mikla athygli.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Vor í geitahúsinu á Rauðá
Laxamýri. Morgunblaðið.
„VIÐ fengum náttúrlega algjört
áfall. Því næst fylltumst við gríð-
arlegu þakklæti og gleði yfir því að
hún skyldi hafa náð að losa sig. Okk-
ur finnst við vera svo heppin að hafa
fengið hana heim yfir höfuð, því hún
hefði þess vegna getað horfið þarna
sporlaust og við ekki vitað nokkurn
skapaðan hlut hvað orðið hefði um
hana,“ segir Kristján V. Jóhannesson
faðir Tinnu Aspar, ellefu ára stúlku,
sem sl. laugardag var hætt komin er
hún sökk ofan í pytt er líktist kvik-
syndi í fjörunni við Vesturvör 14.
Lögreglan í Kópavogi vill að þessu
gefna tilefni koma því á framfæri við
foreldra að þeir gæti að því að börn
séu ekki að leik við Vesturvör 14 í
nýja Bryggjuhverfinu. Þar er nú
unnið að uppfyllingu og mikið um
blautan sand sem getur verið vara-
samur fyrir börn.
Lögreglan í Kópavogi sagði í gær,
að Björgun, sem þarna vinnur að
uppfyllingu, hygðist gera ráðstafanir
í dag til að koma í veg fyrir að atvik
sem þetta endurtæki sig. Vakt var
höfð við svæðið í gær á fjöru því
minni hætta er á flóði.
„Ég er skelfingu lostin yfir því að
svona skyldi geta gerst og þakka
guði fyrir að ekki fór verr. En það er
nánast kraftaverk að barnið skyldi
bjargast við þessar aðstæður,“ sagði
Hansína Ásta Björgvinsdóttir, bæj-
arstjóri í Kópavogi, þegar Morgun-
blaðið leitaði viðbragða hjá henni.
Sagðist hún ekki vita betur en Björg-
un myndi fylla upp í svæðið með möl
og grjóti nú í nótt.
Tók greinilega mjög á hana að
koma sér upp úr sandinum
„Hún var ein í fjörunni að safna
skeljum,“ segir Kristján og tekur
fram að Tinna Ösp sé afar fjöruvön
og viti því vel að hún eigi að gæta sín
á sjónum. „Eftir því sem Tinna Ösp
segir var hún komin með nokkrar
skeljar í pokar. Þarna í fjörunni hafði
myndast lítið lón og hugðist hún fara
að því í þeim tilgangi að skola skelj-
arnar sínar. Svo þegar hún kemur að
þessu þá pompar hún í gegnum yf-
irborðið og sekkur ofan í sandinn,“
segir Kristján og tekur fram að mið-
að við förin á fötum Tinnu Aspar þá
hafi stúlkan greinilega sokkið næst-
um upp að bringu.
Að sögn Kristjáns segist Tinna
Ösp hafa bjargað sér upp aftur með
því að halla sér ýmist fram og aftur
samtímis því sem hún togaði sig upp
og sparkaði kröftuglega með fót-
unum. „Hún var hágrátandi þegar
hún kom hlaupandi hingað heim eftir
atvikið. Hún var mjög skelkuð og
hrærð. Það var greinilegt að það
hafði tekið mjög á hana að koma sér
upp úr sandinum.“
Kristján segist daginn fyrir atvik-
ið, þ.e. sl. föstudag, hafa farið í
gönguferð um fjöruna ásamt Tinnu
Ösp til þess að kanna aðstæður og
skoða hina nýja sandfjöru. „Það hef-
ur náttúrlega aldrei verið nein ekta
sandfjara í Fossvoginum, utan þess
sem er innst inni í botni. Þessi tilbúna
fjara þarna við Vesturvör er því afar
lokkandi og kallaði á að þarna væri
leikið sér og ég sá raunar ekkert at-
hugavert við það, því þegar ég kann-
aði svæðið þarna á föstudaginn þá
fannst mér svæðið ekki vera þesslegt
að þar væru einhverjir pyttir,“ segir
Kristján sem sjálfur þekkir svona
pyttamyndun frá því þegar hann bjó
upp á Skaga, en þar var skeljasandi
dælt upp rétt fyrir ofan sjóinn og því
gátu myndast pyttir á borð við þann
sem myndaðist í fjörunni við Vest-
urvör 14.
Annað sinn á fimm mánuðum
Aðspurður segist Kristján ekki
munu leyfa dætrum sínum að fara
einar niður í fjöruna við Vesturvör
aftur. „Ég er alveg tilbúinn að fara
með þeim ef þær vilja leika sér inni í
botninum, en þarna við Vesturvör 14
fara þær ekki aftur, það er alveg á
hreinu,“ segir Kristján og hvetur
bæjaryfirvöld til þess að láta girða
svæðið af milli göngustígsins og fjör-
unnar, enda er þetta í annað sinn á
fimm mánuðum sem barn sekkur
niður í pytt á þessu svæði.
„Mér finnst að það eigi ekki að
þurfa dauðsfall til til þess að fólk átti
sig á því að nauðsynlegt er að girða
þarna af. Enda er ekki nóg að setja
upp skilti þess efnis að fjaran sé
hættuleg, því litlu stubbarnir eru í
fyrsta lagi ekkert að kíkja eftir skilt-
unum og í öðru lagi, ef þau sjá skiltin,
þá kunna þau kannski ekki að lesa.“
Ellefu ára stúlka hætt komin í fjörunni við Vesturvör
„Sökk í
kviksynd-
ið upp að
bringu“
Morgunblaðið/ÞÖK
Kristján Jóhannesson ásamt dóttur sinni, Tinnu Ösp, sem hætt var komin
um helgina þegar hún sökk niður í pytt er líktist kviksyndi þar sem hún var
að leik í fjörunni við Vesturvör 14 í nýja Bryggjuhverfinu.