Morgunblaðið - 29.03.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 9
FRÉTTIR
Hlíðasmára 11, Kópavogi
sími 517 6460
www.belladonna.is
Réttu stærðirnar
Matseðill
www.graennkostur.is
Þri. 29/3: Spínatlasagne sívinsælt
m. fersku salati og
hýðishrísgrjónum.
Mið. 30/3: Orkuhleifur m. heitri
sinnepssósu m. fersku
salati og hýðishrísgrjónum.
Fim. 31/3: Graskerakarrý og spínat-
buff m. fersku salati og
hýðishrísgrjónum.
Fös. 1/4: Linsubakstur m. heitri
sósu m. fersku salati og
hýðishrísgrjónum.
Helgin 2/4 og 3/4:
Ítalskur pottréttur og pol-
enta m. heimalöguðu
pestó.
Flottar gallabuxur
18 gerðir, str. 36-56
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Full búð
af nýjum
vörum frá
s i m p l y
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Str. 36-56
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Þú minnkar um 1 númer
Litir: Svart - hvítt - húðlitað
Póstsendum
Saumlaust
aðhald
Ný sending
af útitrjám
Glæsilegt úrval
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040
Silkitré og silkiblóm
Yfirhafnir
á hálfvirði
þessa viku
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Vattúlpur, ullarkápur,
dúnúlpur,
húfur og hattar
myndir um uppsetningu setursins
og breytingar á húsinu og lóð og um-
hverfi þess.
Ýmsir tóku til máls og hvöttu
frumkvöðla þessa verkefnis til dáða,
lofuðu hlutafé og stuðningi við mál-
efnið og sögðu reynslusögur af lík-
um verkefnum. Tóku þar til máls,
m.a Anna Kristín Gunnarsdóttir al-
þingismaður, Steinþór Sigurðsson
hönnuður, Árni Snæbjörnsson
hlunnindaráðunautur B.Í., Pétur
Guðmundsson formaður selabænda
og Ólafur B. Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Meleyrar ehf. sem á
VSP-húsið að hálfu.
Á fundinum voru kosnir í undir-
búningsstjórn: Jóhann Albertsson,
Guðmundur Jóhannesson, Guðlaug
Sigurðardóttir, Árni Kristjánsson og
Karl Eggertsson. Varamenn: Anna
Kristín Gunnarsdóttir og Pétur Guð-
mundsson.
Þá skráðu margir fundarmenn sig
fyrir hlutafé, en stefnt er að því að
ljúka söfnun hlutafjár og stofnun fé-
lagsins fyrir apríllok.
FJÖLMENNI var á undirbúnings-
stofnfundi Selaseturs Íslands ehf.
sem haldinn var í Félagsheimili á
Hvammstanga í síðustu viku.
Jóhann Albertsson kynnti undir-
búningsvinnu starfshóps sem varð
til á atvinnuráðstefnu Húnaþings
vestra árið 2003. Hópurinn stefnir
að opnun upplýsinga- og fræðslu-
safns um seli í húsi Sigurðar Pálma-
sonar kaupmanns á Hvammstanga.
Hægt að nálgast seli og
fræðast um selanytjar
Megintilgangur Selaseturs Ís-
lands er m.a. að vekja athygli á, hve
auðvelt er að nálgast og skoða seli
víða á Vatnsnesi, ásamt að upplýsa
ferðafólk almennt um selinn og
lifnaðarhætti hans. Einnig verður
lögð áhersla á að kynna selanytjar
fyrr og nú. Rætt var einnig um að
kynna þyrfti ferðamönnum mat-
reiðslu og nýtingu selkjöts og spiks.
Starfshópurinn hefur notið að-
stoðar ýmissa, m.a. Steinþórs Sig-
urðssonar, sem sett hefur fram hug-
Selir kynntir
ferðamönnum
í Selasetri
Hvammstanga. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Steinþór Sigurðsson skýrir hugmyndir sínar um húsnæði Selasetursins.
ÍSLAND er ásamt Kanada, Græn-
landi, Sviss, Svíþjóð og Finnlandi
talið öruggasta landið til kvikmynda-
gerðar, samkvæmt úttekt Aon,
næststærsta tryggingafyrirtækis
heims. Þetta kemur fram í frétt á vef
breska dagblaðsins Telegraph.
Hefur fyrrnefnt fyrirtæki séð um
tryggingamál við gerð stórmynda á
borð við Hringadróttinssögu, Harry
Potter og James Bond auk Stjörnu-
stríðsmyndanna. Samkvæmt fyrr-
nefndu mati eru Alsír, Pakistan,
Indónesía, Kólumbía og Filippseyjar
meðal hættulegustu staða á jarðar-
kringlunni til þess fallnar að kvik-
mynda.
Í mati sínu taka starfsmenn Aon
m.a. mið af glæpatíðni viðkomandi
landa, spillingu, hættu á mannrán-
um, sjúkdómum og almennum
heilsufarsaðstæðum. Hefur fyrir-
tækið látið útbúa sérstakt kort til
handa kvikmyndagerðarmönnum,
sem byggist á rannsóknum fyrirtæk-
isins og upplýsingum frá opinberum
aðilum á borð við WHO og Central
Intelligence Agency.
Að sögn Chris Palmer, yfirmanns
áhættustjórnunar fyrir kvikmynda-
og skemmtanaiðnaðinn hjá Aon, hef-
ur landslagið breyst töluvert á um-
liðnum árum. „Fyrir tíu árum hefði
kvikmyndagerðarfólk óhikað farið
hvert á land sem er til að mynda. Það
er hins vegar ekki svo í dag.“
Hann bendir á að flestir líti á
hryðjuverk sem hættulegustu ógn-
ina sem steðji að kvikmyndagerðar-
fólki, en samkvæmt úttekt Aon er
mun líklegra að kvikmyndagerðar-
fólk verði fórnarlömb ýmiss konar
sjúkdóma, lélegs heilbrigðiskerfis
eða glæpa. Í nýjustu úttektinni voru
sjötíu lönd heims flokkuð sem hættu-
leg, en til samanburðar má nefna að
fyrir ári voru aðeins fimmtíu og
fimm lönd í þeim flokki. Á sama tíma
hafa tryggingaiðgjöld í kvikmynda-
geiranum lækkað um 10–15% á sl.
tólf mánuðum. Að mati Peter Robey,
framkvæmdastjóra Aon í Bandaríkj-
unum, má rekja það bæði til hertra
tryggingaskilmála og þess að fólk er
almennt orðið meðvitaðra um hætt-
una sjálfa.
Meðal
öruggustu
landa til
kvikmynda-
gerðar
DANSPARIÐ Hauk-
ur Hafsteinsson og
Denise Margrét
Yaghi, úr dans-
íþróttafélaginu
Hvönn, tóku þátt í
danskeppni sem
fram fór í Þýska-
landi um helgina og
kepptu í flokki fjór-
tán til fimmtán ára
með frjálsri aðferð.
Þau náðu þeim
ágæta árangri að
vinna silfur í keppni
í samkvæmisdöns-
um.
Keppt var í suður-
amerískum dönsum
á laugardag og á
sunnudag kepptu
þau í samkvæmis-
dönsum. Af fjörutíu
pörum í suðuramer-
ískum dönsum lentu
þau í ellefta sæti og í
samkvæmisdönsum í
dag höfnuðu þau
eins og fyrr segir í
öðru sæti.
Haukur og Denise
verða um hríð í æf-
ingabúðum hjá virt-
um þýskum þjálfara.
Dönsuðu til silfur-
verðlauna í Þýskalandi
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Haukur Hafsteinsson og Denise Margrét Yaghi.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Þar sem
konurnar
versla
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111