Morgunblaðið - 29.03.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umræðan
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
á morgun
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Páli
Torfa Önundarsyni, yfirlækni blóð-
meinafræðideildar á Landspítala –
háskólasjúkahúsi og forstöðumanni
kennslu í blóðsjúkdómum við
læknadeild Háskóla Íslands:
„Á LSH hefur á undanförnum
árum verið skorin niður sjúkra-
þjónusta og þanið út ófaglegt, mið-
stýrt og kostnaðarsamt stjórnkerfi,
sk. sviðakerfi. Lögmæti núverandi
sviðakerfis orkar tvímælis skv.
álitsgerð lögmannanna Hreins
Loftssonar og Þórðar Bogasonar.
Afleiðingin er stjórnunarvandi,
sem lýsir sér þannig, að réttir
stjórnendur læknisfræðinnar eru
sviptir stjórnunarábyrgð sinni í
raun en án uppsagnar. Hér er átt
við yfirlækna sérdeilda eins og t.d.
yfirlækna hjartaskurðlækninga,
nýrnalækninga, taugalækninga,
krabbameinslækninga og rann-
sóknadeilda en sérdeildirnar kosta
hundruð milljóna hver um sig ár-
lega.
Sem dæmi þessu til stuðnings
má nefna, að á síðustu árum hafa
yfirlæknar sannanlega ekki verið
tilkallaðir þegar gerðir eru samn-
ingar fyrir hönd sérgreina þeirra,
ekki tilkallaðir í þróunarvinnu
sjúkrahússins, erindum þeirra
vegna húsnæðismála hefur ekki
verið svarað og starfsmannahaldið
hefur neitað að eiga við þá sam-
skipti.
Tólf yfirlæknar sérdeilda á LSH,
þ. á m. undirritaður, rituðu heil-
brigðisráðherra kurteislegt bréf í
febrúar sl. vegna stjórnunarvand-
ans. Efni bréfsins var birt af
fréttastofu RÚV um páskahelgina
og viðtal var haft við undirritaðan í
hádegisfréttum á páskadag. Í frétt-
um RÚV síðar sama dag fóru hins
vegar settur forstjóri LSH (Jó-
hannes M. Gunnarsson) og ráðu-
neytisstjóri heilbrigðisráðuneytis-
ins (Davíð Á. Gunnarsson) heldur
frjálslega með sannleikann í við-
brögðum sínum við hádegisfrétt-
inni. Því er nauðsynlegt að koma
staðreyndum málsins á framfæri
enda varðar landsmenn um rekstur
stærsta sjúkrahúss landsins:
1.
LSH byggir þjónustu sína á um
40 sérgreinum læknisfræðinnar.
Yfir hverja þeirra hefur verið ráð-
inn forstöðumaður með faglegum
og löglegum hætti, þ.e. yfirlæknir
sérgreinar í skilningi laga um heil-
brigðisþjónustu. Réttir yfirmenn
(þ.e. yfirlæknar
sérgreina sem
eru u.þ.b. 40, en
ekki 70 eins og
forstjóri virðist
telja) bera skv.
lögum um heil-
brigðisþjónustu
faglega og fjár-
hagslega ábyrgð
á sinni deild.
Lög heimila ekki
aðra faglega yfirmenn en þá sem
hafa verið til þess metnir hæfastir
með löglegri ráðningu í starf yf-
irlæknis sérdeildar. Órökstudd
fullyrðing Jóhannesar M. Gunnars-
sonar, setts forstjóra LSH þess
efnis, að sú lagagrein sem vísað sé
til „hafi ekki það vægi sem lækn-
arnir tólf telji“ er út í hött og er
ekki sæmandi forstjóra stærstu
lækningastofnunar Íslands. Þessi
lagagrein er grundvöllur uppbygg-
ingar sérgreinaskipts sjúkrahúss.
2.
Löggjafinn ætlast til þess að
uppbygging sjúkrahússins sé fag-
leg. Tilgangurinn er sá að tryggja
bestu hagsmuni sjúklinga og sem
besta meðferð almannafjár. Sviðs-
stjórar eru ekki yfirlæknar í skiln-
ingi laga. Þeir eru valdir af for-
stjóra án auglýsingar og hæfnis-
mats. Staðreyndin er sú, að sviðs-
stjórar hafa enga réttarstöðu sem
fagstjórnendur. Núverandi sviða-
kerfi með þeim fjárhagslega og
faglega kostnaði sem af því hlýst
er ekki heimilað með lagasetningu
af Alþingi. Því mega sviðsstjórar
ekki bera ábyrgð sem öðrum er
sett með lögum skv. álitsgerð lög-
mannanna.
3.
Sviðsstjórum hefur hins vegar
síðan haustið 2000 verið sett
starfslýsing sem skarast við starfs-
lýsingu löglega ráðinna yfirlækna
sérdeilda. Í starfslýsingunni felst
ábyrgðarsvipting réttra yfirlækna
og sú hefur orðið raunin. Slíkt er
ófaglegt (jafnvel lífshættulegt á
sjúkrahúsi) og það er ólöglegt að
áliti lögmannanna Þórðar Bogason-
ar hrl. og Hreins Loftssonar hrl.
4.
Lögfræðiálitið var afhent for-
stjóra LSH (Magnúsi Péturssyni) á
vottuðum fundi snemma á árinu
2001 í þeirri von að hann myndi
endurskoða skipulagið með hlið-
sjón af álitinu og áliti læknaráðs
LSH. Afhendingin er vottuð af
Þórði Bogasyni hrl. og Sverri
Bergmann þáverandi formanni
læknaráðs. Einn sviðsstjóri hefur
staðfest, að hann hafi séð álitsgerð-
ina á borði forstjóra. Álitinu var
aldrei svarað og því var sannanlega
stungið undir stól. Núverandi sett-
ur forstjóri fullyrti meira að segja í
bréfi til heilbrigðisráðherra haustið
2004 (birt í Morgunblaðinu í des-
ember 2004), að álitið hafi aldrei
verið sent til LSH þótt hann hafi
sjálfur verið viðstaddur afhend-
inguna ásamt lögfræðingi LSH.
Þannig eru það bein ósannindi
að stjórnendum LSH hafi verið
ókunnugt um mögulegt ólögmæti
skipurits LSH skv. áðurnefndu
lögfræðiáliti. Með öðrum orðum er
hugsanlegt að núverandi stjórn-
kerfi LSH gangi vísvitandi á svig
við faglega stjórnun og lög um
heilbrigðisþjónustu auk þess sem
stjórnsýslulög eru brotin.
5.
Í ljósi hinna ósönnu ummæla
JMG í bréfi til ráðherra sendi und-
irritaður ráðherranum erindi 14.
desember 2004 ásamt með lög-
fræðiálitinu. Ákveðin spurning um
lagalega stöðu ábyrgra yfirmanna
læknisfræðinnar var sett fram í
bréfinu. Bréfinu hefur ekki verið
svarað enn. Ragnheiður Haralds-
dóttir skrifstofustjóri tók við bréf-
inu og tjáði undirrituðum, að ráðu-
neytið yrði að líta á bréf mitt sem
stjórnsýslukæru vegna alvarleika
málsins og eðlis spurningarinnar.
Heilbrigðisráðherra sagði á afar
kurteislegum, málefnalegum og
friðsamlegum fundi í febrúar, að
stjórnsýslukærunni yrði svarað
sem og bréfi yfirlæknanna tólf.
Á fundinum voru ásamt mér,
Elías Ólafsson yfirlæknir og pró-
Um stjórnkerfisvanda á LSH
vegna fréttar í RÚV á páskadag
Yfirlýsing frá Páli Torfa Önundarsyni
Páll Torfi
Önundarson
JÓHANNES M. Gunnarsson, starf-
andi forstjóri Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, segist spurður um gagn-
rýni tólf yfirlækna á meintan
stjórnunarvanda stofnunarinnar, að
spítalanum sé þvert á móti prýðilega
stjórnað. Náðst hafi verulegur rekstr-
arlegur og faglegur árangur, afköst
og gæði hafi aukist og sífellt sé leitað
leiða til að nýta fé spítalans á sem
bestan mögulegan hátt.
Skipurit staðfest af
heilbrigðisráðuneyti
Jóhannes vill árétta að skipurit og
tilvist sviðsstjóra hefur verið staðfest
af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti, með samþykktu
skipuriti í kjölfar sameiningar spítal-
anna fyrir nokkrum árum. Þá hafi
spítalinn álit eigin lögfræðinga þar
sem aldrei hafi verið dregið í efa
skipurit né val
sviðsstjóra.
„Það má segja
að þarna séu tvö
lögfræðiálit sem
stangast á. Ég hef
bent á að til þess
að fá úr réttmæti
þeirra skorið þá
séu það dómstól-
arnir sem hafa þar
hlutverk. Ég tel
að það hefði raunar mátt nýta þessi
fimm ár frá því lögfræðiálitið varð til
til þess að fá fram einhvers konar úr-
skurð,“ segir Jóhannes. Ráðning og
verksvið sviðsstjóra spítalans sé hins
vegar að sínu viti hvorki ólögmætt né
ófaglegt á nokkurn hátt.
Jóhannes bendir á að í samningi
spítalans og Háskóla Íslands séu til-
greind skilyrði sem sviðsstjórar þurfi
að axla, þ. á m. að þeir skuli hafa aka-
demískt hæfi, þ.e. vera gjaldgengir
kennarar við læknadeild, og að því
hafi verið fylgt. Hins vegar séu aðrir
þættir sem vega meira við val sviðs-
stjóra heldur en við val yfirlækna.
„Það byggist á því að þetta er
rekstrarlegt starf þar sem menn
verða bæði að hafa kunnáttu og vilja
til að sinna slíkum hlutum,“ segir Jó-
hannes. Þessir þættir hafi minna vægi
við ráðningu yfirlækna.
Læknarnir tólf sem gagnrýna
stofnunina í bréfi til ráðherra eru:
Páll Torfi Önundarson, Sveinn Guð-
mundsson, Ólafur Ó. Guðmundsson,
Sigurður Björnsson, Þórarinn
Sveinsson, Jóhannes Björnsson,
Hannes Petersen, Helgi Valdimars-
son, Karl G. Kristinsson, Gunnlaugur
Geirsson, Elías Ólafsson og Arthur
Löve.
Morgunblaðið/Júlíus
Jóhannes M. Gunnarsson, starfandi forstjóri
Landspítala – háskólasjúkrahúss
Ráðning og verksvið
sviðsstjóra hvorki
ólögmætt né ófaglegt
Jóhannes M.
Gunnarsson